1 / 48

Staðkennsla í blönduðu námi: hlutverk, þörf og skipulag

Staðkennsla í blönduðu námi: hlutverk, þörf og skipulag. Sólveig Jakobsdóttir Erindi flutt á vegum Rannsóknarstofnunar KHÍ 22.11.2006. Útsetning lags (Árans Kjóinn hann Jóhann): Stefán Jökulsson Viðlag (Ég elska Kennó): Ingvar Sigurgeirsson

kimball
Download Presentation

Staðkennsla í blönduðu námi: hlutverk, þörf og skipulag

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Staðkennsla í blönduðu námi: hlutverk, þörf og skipulag Sólveig Jakobsdóttir Erindi flutt á vegum Rannsóknarstofnunar KHÍ 22.11.2006 Útsetning lags (Árans Kjóinn hann Jóhann): Stefán Jökulsson Viðlag (Ég elska Kennó): Ingvar Sigurgeirsson Myndir og vísur: Kennarar og nemendur á tölvu- og upplýsingatæknibraut 2000-2006

  2. Mikilvægi staðarins?

  3. Staðsetning • Fegurð við hvert fótmál.. (Laugarvatn) • Fagráð við hvert fótmál.. (Bolholt?)

  4. Blandað nám? • Blandað saman fjar/netnámi og staðnámi • (fremur en að um sé að ræða blöndu af kennsluaðferðum og miðlum) • Sloan Concortium 2003 • Hefðbundið nám: 0% á neti • Vef-stutt (web-facilitated): 1-29% á neti (s.s. Kennsluáætlun og einhver verkefni) • Blandað/samsett (blended/hybrid): 30-79% á Neti, einhverjir tímar/fundir á staðnum • Á neti (online): 80%+

  5. Dreifing staðkennslu Hvað er/gæti verið á milli staðkennslunnar? Hvað er/gæti verið á milli staðkennslunnar?

  6. Hvers vegna netnám? • Bætt aðgengi og sveigjanleiki í rými og tíma • Getur að sumu leyti bætt kennslu: Gagnvirkni - Margar tegundir samskiptaleiða (vs. einstefnumiðlun). Margir kostir við netumræður (t.d. hægt að leggja meiri vinnu/hugsun í framlög; hverfa ekki um leið og eru sögð, auðveldara að meta); auðveldara að flétta saman við vinnu, vettvang; Orka dreifð (net-) vs. samleitin (stað), getur verið kostur en líka galli? • Minni kostnaður?

  7. Hlutverk staðnáms (“áru”funda) • Fyrirlestrar (gesta)kennara og nemenda ásamt umræðum • Rödd kennarans sýnilegri • Tæknimál, verklegir tímir • Vinna með viðhorf og tilfinningar • Félagslegt! – Samfélagsmyndandi, sameiginlegar minningar verða lím!

  8. Staða við KHÍ 2005-2006+ Miðað við skilgreiningar Sloan Concortium 2005-6: Flestallir? framhaldsáfangar á mörkum þess að vera fjarnám og blandaðir/samsettir. E.t.v. um 50% af grunnáföngum? Framhaldsdeild: 1-3 staðlotur í 5 eininga áfanga (um 40 tímar af 200 eða um 20% staðnám). Skyndileg aukning á blönduðu námi í grunnnámi með samkennslu stað- og fjaráfanga. Samtímalausnir á Neti nýttar.

  9. “Sveigjanlegt nám”? 2006-2007 Nýtt M.Ed.nám með 7 námsleiðum: Grunnnemar komast beint í það, gert ráð fyrir að nemi í fullu námi ljúki B.Ed. og M.Ed. gráðu á 5 árum. Hugmyndir um að slíkur nemi sé í um 10 tímum á viku í staðkennslu (sé í 3 áföngum og mæti ca. 3 í viku).

  10. Ástæður fyrir vikulegu staðnámi • Betra fyrir nema í fullu námi? • Heppilegra til að mynda námssamfélag? • Grunnnemar vanir vikulega staðnámi? • Flestir nemendur (um 85%) búa hvort eð er á höfuðborgarsvæðinu eða í innan við tveggja tíma radíus frá borginni?

  11. Tölvu- og upplýsingatæknibrautin í framhaldsdeild • Ákvörðun tekin vorið 2006, að halda áfram með sama módel af blönduðu námi og áður, þ.e. Netnám með 1-3 staðlotum per 5 eininga áfanga.

  12. Könnun • Vefkönnun 1* send á neti júní 2006 til 144 nemenda úr sjö árgöngum sem verið hafa á brautinni (98,99,00,01,02,04,05); um 50% þátttökuhlutfall (27-61% eftir árg.) • Sama könnun send á neti ágúst 2006 til 17 nemenda skráðir í inngangsnámskeið á braut haust 2006; um 76% þátttaka • Vefkönnun 2** send til starfsmanna KHÍ á augl (142 kennarar+) nóvember 2006; um þriðjungsþátttaka *http://tolvupp.khi.is/stadkennsla.htm ** http://soljak.khi.is/stadkennslakhi

  13. Þátttaka – nemar 98-05 144 students from 7 cohorts invited, 72 answered (50%)

  14. Búseta nemenda 98-05 23%; 15% og 62% hjá þátttakendum úr 2006 árgangi

  15. Kennarahópur

  16. Hversu mikið staðnám? Langflestir nemendur telja hæfilegt magn staðnám; og mikill meirihluti kennara. Þó fjórðungur kennarar sem telur meira staðnám æskilegt.

  17. Viðhorf kennara, magn of lítið6 af 12 svara opnum sp. • Er reyndar að kenna á 3 eininga námskeiði svo þetta passar kannski ekki alveg við það. Ég hitt nemendur 4 sinnum, 2 tíma í senn samtals 8 tíma sem er ansi lítið.Og lítill möguleiki til að skipta hópum ef þeir eru stórir. Og ef upp koma veikindi hjá kennara er lítið hægt að gera til að bæta þeim upp missinn. • Ég nota mikið dæmisögur og myndbönd í kennslu og glími við að koma því vel fyrir á vefnum, myndbönd á streymi hjálpa mikið • Fjarkennsla erfið í greinum þar sem tilraunir skipa drjúgan sess. • Listgreinar í fjarnámi hafa yfirleitt fengið of lítinn tíma í staðnámi (staðlotum). Árekstrar í töflum valda því að nemendur hafa ekki getað mætt í staðlotur. Það hefur sýnt sig í listgreinum að skilningur nemenda á náminu skýrist og verður oft til í staðlotum þegar verkefnin eru lögð fram, unnin og rædd þegar allir eru á staðnum, þ.e. í augnablikinu. • Sérstaklega of lítið í grunndeild • Þetta fer að vísu eftir tengslum nem. og kenn. á milli staðlota

  18. Viðhorf kennara, magn hæfilegt10 af 34 svara opnum sp. • 2-3 staðlotur í 1-3 daga hafa hentað mjög vel. Það næst mjög góður vinnuandi til þess að læra ákveðna hluti á lengri lotum. • Fjöldi staðtíma á aðallega að vera misjafn eftir efni, ekki allir í sama flokki. • Hef bara einu sinni átt aðild að einu svona námskeiði. • Hef takmarkaða reynslu af framhaldsdeild • Hef vanist 40 tímum fyrir 5 einingar. • Í sumum námskeiðum er vel hægt að komast af án staðlotu, einkum á seinni stigum fjarnáms og ef nemendur þekkjast og þekkkja kennarann af fyrri námskeiðum. • Líklega afstætt, háð því hvers konar námskeið er um að ræða • Mætti jafnvel vera minna • mætti þó vera aðeins meira • Undanfarin ár hefur kennslustundum í staðnámi fækkað mikið og mig grunar að það sé jafnvel lítið meira en þetta. Viðmiðið er komið ansi langt niður (8st/ein sá ég einhvers staðar) og við í raungreinunum sem höfðum alltaf nær 20 höfum þurft að skera það mikið niður vegna stundatöflu (þetta er´ju frjálst á bilinu 8-20 en það þarf að vera til tími), en

  19. Viðhorf kennara, magn of mikið eða skila auðu,4 af 5 svara opnum sp. • Fér eftir hönnun og framsetningu námskeiða • Fer eftir eðli og innihaldi námskeiðs • Ég hef mjög litla reynslu af fjarkennslu í framhaldsdeild. • Hef ekki skoðun á magni að óræddu eðli þess sem gert er og hvaða nemendur er um að ræða.

  20. Dreifing staðnáms Töluverður meirihluti vill 1-3 staðlotur í áfanga, þar af mikill meirihluti úr hópi fyrri árganga

  21. Viðhorf kennara, dreifing önnur? Nokkurn veginn sama? • 3 skipti a.mk. 3 dagar • 1-2 skipti 3-5 dagar í senn • 1-3 skipti 2 dagar í senn • 3 skipti á önn og 1-2 dagar ísenn • Tvö skipti pr. Önn • Það nægir að mínu mati að hafa góða staðlotu í byrjun náms og aðra um miðbik annar (eða aðeins seinna). Það er grundvallar atriði að listgreinar fái góðan tíma í þessum staðlotum. Örar? • Mánaðarleg kennsla eða hálfsmánðarleg • 4 - skipti • T.d. tvisvar í mánuði • einn dag aðra hverja viku Eftir námskeiðum? • Sveigjanlegt eftir námskeiðum hvernig dreifing hentar

  22. Viðhorf kennara, dreifing? Staðlotufólk • Ég er að hugsa um leiklist sem krefst þó tíma í staðlotu • Almennt er ágætt að hafa slíkar lotur. En undirbúningurinn, bæði fyrir stök námskeið og ekki síður lotuna í heild þarf að vera í lagi. • Er háð kennsluformi • Mér finnst aftur á móti sjálfsagt að bjóða LÍKA upp á málstofur, umræðutíma í sumum tilfellum. Það vinnst LÍKA ýmislegt við það að hittast einu sinni í viku til að ræða það sem maður er að læra. Sumir nemenda minna hafa saknað þessa (þótt fáir séu). Ég vil gjarnan geta boðið upp á það líka. • Mér líst vel á þennan möguleika - en hef ekki reynt hann á Íslandi. Hef hins vegar unnið svona í doktorsnámi í Noregi. Málsvarar vikulegrar kennslu • eða 3 til 5 dagar á önn - 4 til 6 klst í senn • Hef ekki reynslu af þessu, held að þetta væri heppilegast en það hins vegar hindrar það að fólk sem býr úti að landi geti farið í námið sem er náttúrulega aðalmarkmiðið með fjarnámi

  23. Viðhorf kennara, dreifing önnur? Annað eða skila auðu • En þetta er eflaust háð aðstæðum nemenda o.fl.? • Mér finnst eðlilegt að bjóða blöndu af þessu • stundum truflar það að nemendur eru að sinna ýmsum málum í Reykjavík og það er sérlega áberandi þegar þau koma sjaldan • Að fjarnemandi komi a.m. k. tvisvar inn á önn og að staðlota vari a.m.k. í 10 daga • Hef enga hugmynd um þessa nýju braut • Það er ómögulegt að svara þessari könnun því hrært er saman grunnnámi og framhaldsnámi

  24. Viðhorf kennara, samtímanetkennsla

  25. Viðhorf kennara, samtímanetkennsla Hafa ekki prófað samtímakennslu á Neti og hafa ekki áhuga á því • Geri mér ekki grein fyrir því • Get ekki séð að það komi í stað staðlotu þar sem hópurinn er saman kominn á sama stað. Nálgun einstaklingsins við listgreinafögin í gegnum tölvu geta ekki orðið þau sömu og þau eru "á staðnum". Þó listgreinakennsla í fjarnámi hafi marga góða kosti skipta staðlotur geysilega miklu máli. • Það er ekki hægt að ganga að fjarnemum vísum á sömu tímum og staðnemum • mér finnst óþarfi að minnka sveigjaleika fólks í fjranámi um hvenær það sinnir náminu

  26. Viðhorf kennara, samtímanetkennsla Hef áhuga á að prófa samtímakennslu á Neti • Það þarf að breyta staðkennslunni og leggja áherslu á þau atriði sem ekki er auðvelt að gera í fjarnámi. • Flesta fyrirlestra má flytja á netinu og spara þannig tíma í staðlotum til samskipta og samvinnu. • Hef ekki haft tíma til að prófa það á þessu námskeiði. • Erfitt að svara án þessa að prófa og meta • Þetta er það sem ég átti við að ofan að samtímakennsla, sjónræn nánd og því um líkt kemur í stað staðkennslu að hluta, en ekki alveg því að best er að stofna til persónulegra tengsla í nálægð, Svo er spurning hvort við viljum stofna til þeirra í námi? • Hentar e.t.v. ekki vel í stærðfræði

  27. Viðhorf kennara, samtímanetkennsla Hef notað samtímakennslu á Neti,og er ánægð(ur) með þá reynslu (eða skila auðu) • Ég er bæði ánægð og ekki ánægð með reynsluna. Gékk seint að fá alla með og svo er vandamál með Wimbu að fjarnemar heyra ekki í staðnemum • Mér finnst þessir svarmöguleikar ekki alveg passa. Mér finnst að samtímakennsla gefur báðum námsleiðum aukið gildi, aukna dýpt. Ég vil gjarnan haf hvort tveggja því að kennslan/nemendurnir hagnast af því. • Reyndar ekki Wimba o.þ.u.l. heldur myndráðstefnur og með góðum árangri. • vantar þó persónulega þáttinn sem ég tel mjög mikilvægan • Þetta er spennandi aðferð sem ég hef ekki prófað nóg. Ég myndi gjarnan vilja prófa vikulega fundi, þannig að við lærum að vinna svona saman! Mér finnst að við ættum TVÍMÆLALAUST að prófa meira á þessu sviði, og styðja enn betur við kennara sem vilja það. • Hef notað kamsjaka og virðist það vera góð viðbót í fjarkennslunni og draga úr þörf minni fyrir staðlotur

  28. Staðsetning staðnáms

  29. Staðsetning staðkennslu Viðhorf kennara Telja æskilegt að hafa amk eina staðlotu utan R-víkur (5/12 svara opinni sp.) • Ég hef MJÖG góða reynslu af þessu. Það þarf að taka þetta fram með fyrirvara, helst áður en fólk sækir um námið, einkum hvað varðar kostnaðinn. • Ég segi nú ekki að nauðsynlegt sé að fara út fyrir Reykjavík, en víst er það betra. Þó held ég að það kæmi svolítill færibandastíll á ef öll námskeið færu í þann farveg. En kannske á að skilja þetta sem svo að mörg námskeið sem nemar sækja á sinni fyrstu önn ættu að sameinast. Það er hins vegar ekki vandalaust að búa til góða dagskrá á þann hátt! • Hef margra ára góða reynslu af því að stofna til hóptengsla utan Rvíkur í upphafi náms. • Kannski ekki nauðsynlegt en æskilegt • M.a. mikilvægt að nemendur myndi tengsl sín á milli svo þeir geti unnið hópverkefnið með aðstoð netsins og það ýtir líka undir skoðanaskipti þeirra á WebCT sem virðast vera mest skömmu eftir staðlotur.

  30. Staðsetning staðkennslu Viðhorf kennara Telja æskilegt að öll staðkennsla sé í R-vík (4/17 svara opinni sp.) • Engu að síður er gott að fyrsta lota með nýjum hópi sé utan Reykjavíkur og sólarhringsvist á staðnum • Ég legg ekki svo mikið upp úr "sósílöm". Ekki skilja það svo að ég sé ekki sósíal... Eitt af því sem er mikilvægt - sérstaklega fyrir fjarnema er að "finna sig" í skólanum sínum. Sjá aðstæður og starfsfólk. BEst er að það gerist sem fyrst í náminu. Þess vegna finnst mér að staðlotur ættu vera í skólanum. • Hæpið að stefna ausfirðingum til Vestfjarða • Sjálfsagt gott að hrista hópa saman en það verða einhverjir ákveðnir að taka það að sér.

  31. Staðsetning staðkennslu Viðhorf kennara Merkja við Annað (4/17 svara opinni sp.) • Að hafa alla staðbundna kennslu í Reykjavík er ekki nauðsynlegt en erfitt (en eflaust af því góða) er að fastsetja að hafa amk eina staðlotu fyrir hvern hóp sem er að hefja sitt nám utan Reykjavíkur með kvöldvöku og tilheyrandi • Er ekki viss, ef kennarinn er í Reykjavík verður þá ekki kennslan að vera þar. Nema hann fari í ferð út á landsbyggðina sem er kannski ágætur kostur? • Gæti verið gott að láta þau hittast einhvers staðar en það á bara við hóp manna sem á eftir að vera´oft saman í kúrsi • Mér finnst það fara eftir hópnum. Er bara verið að spyrja um framhaldsdeildina? • Nauðsynlegt er að hafa staðlotu þar sem fólk hittist og kynnist en ekki nauðsynlegt að það sé utan Reykjavíkur • Það mætti hafa einhverjar staðbundnar lotur úti á landi t.d. að Laugarvatni. Ágætt væri að byrja með kvöldvöku. En að mínu mati ætti að leggja áherslu á að gefa nemendum tækifæri á að kynnast á persónulegan hátt, t.d. með leikrænni tjáningu og- eða hópefli.

  32. Staðsetning staðkennslu Viðhorf kennara Skila auðu um staðsetningu • Ég er óviss um að nauðsynlegt sé að hafa staðlotur utan Reykjavíkur en það væri vissulega til bóta enda fælist í því meira jafnræði gagnvart nemendum. • Ég get ekki séð að það skipti máli • "Ég kenni útivist og þá erum við í Reykjavík, Snæfellsnes, í Skagafirði, á Úlfljótsvanti og viðar. • Kvölsamvera er feyki mikilvæg. " • það er kannski ekki nauðsynlegt að hafa eina staðlotu utan Reykjavíkur, en gæti gæti verið góður kostur og fer eftir eðli og áhersluþáttum í námsskeiði • Þetta hlýtur að vera mismunandi eftir námskeiðum og brautum. Hef ekki myndað mér skoðun á þessu..... Hef ekki sérstaka skoðun á þessu Tek ekki afstöðu

  33. Mikilvægi staðnáms/kennslu Viðhorf kennara Þetta félagslega! • Ná persónulega sambandi/kynnum, tengslum 15 • (8, 43, 41, 5, 4, 6, 31, 2, 24, 19, 18, 3, 36, 27, 39) • Samvera, nánd, hittast í eigin persónu, félagsleg þörf 10 (49, 44, 5, 22, 4, 10, 21, 15, 36, 40) • Hópefli 2 (38, 5) • Samvinnu, hópvinnu 2 (38, 14) • Öryggi að hafa hitt k. 1 (10) • Hlæja saman og glettast 1 (40) .

  34. Mikilvægi staðnáms/kennslu Viðhorf kennara Umræður • Ræða námsefni í hóp, djúpumræður, vinna úr 10 • (8, 20, 28, 29, 22, 24, 33, 15, 27, 40) • Skiptast á skoðunum um námið/námsþætti, vinnulag, kennsluhætti 3 48, 38, 29 Æfingar verkleg færni 7 (38, 34, 44, 37, 22, 19, 27) .

  35. Mikilvægi staðnáms/kennslu Viðhorf kennara Annað (1-4 með hvert atriði) • Aðferð: Koma á óvart; hræra upp í 1 42 • Einstaklingar: Ekki allir jafnir í skriflegri tjáningu/lestri 2 23, 51 • Ferðir/útivist, vettfangsheimsóknir 3 20, 49, 37 • Fyrirlestrar: Gestafyrirl, dýpkun með fyrirl. 2 44, 10 • Hvenær: Heppilegt til að byrja og ljúka 1 18 • Efla kunnáttu 1 42 • Efla vinnuaðferðir, fjölbreytt og skapandi vinnubrögð 3 42, 38, 22 • Nemaverkefni 2 14, 15 • Mat Mat á framlögum annarra 1 14 • Skýrleiki: Skilaboð betur áleiðis augliti til auglits/meðtaka betur, staðfesta efnið 4 51, 31, 11, 15, 41 • Stofnun Tengsl við stofnun, bókakostur 2 6, 2 • Tími/rými Rými/tími í lífi 1 16

  36. Mikilvægi staðnáms/kennslu Viðhorf kennara – EKKI í stað! Glærur (á Neti), hefðbundnir fyrirlestrar, einhliða miðlun 9 (48, 43, 20, 28, 29, 22, 2, 19, 33) Fara yfir námsefni 1

  37. Mikilvægi staðnáms/kennslu Kennarar:ýmsar hugleiðingar Nýta betur tæknimöguleika 1 Hvetja og aðstoða við þróun kennsluaðferða 1 K. Finnst að í fjarnámi verði n. Að vera sjálfstæðari 1 Árangur mun betri í staðnámi (nemendahópur öðruvísi), staðk. Heppilegri 2 Fjark. Nauð f. Nema á landsbyggð 1 K. Leggja mikla vinnu í skipulag staðlota 1 Fer eftir eðli námskeiðs hvernig best er að nýta 3 Gott að nýta kaffitíma til áframhaldandi umræðna 1 Samsk. Í netheimum koma aldrei í staðinn fyrir samsk. Í raun. 1 Staðk. Nauðsynleg fyrsta námsárið 1 Þeir sem ekki mæta í staðlotur utangátta 1 Þeim fer fjölgandi sem geta verið í netnámi eingöngu 1

  38. Chris Dede, Campus TechnologyChanging the gold standard for instruction, Júní 2006 “There is a wisespread misconception that, for everyon, face-to-face is the “gold standard” in education and that any kind of miediated interaction is second best. But we know from research, that’s not true.” “Face-to-face may be best for most faculty...However, we know that many studnets who are silent in classroomdiscussions find their voice and participate actively in different flavors of mediated interaction”

  39. En ég elska Kennó hann er svo spennó... Í fjarnámi í Kennó er svakalegt stuð....

  40. ...en staðbundin lota er sviti og puð

  41. Hópefli – stuðningshópar Í hópefli sit ég og hristi minn hausþví þetta er það sem ég yfir mig kaus

  42. Á trúnaðarstiginu átum við matí megrunarkúrana gáfum við frat.

  43. Hópefli, verkefnahópar Kátt er í Kismó með sín megabætenda er hópurinn óvenjubræt(Kismó - B1) Hin fræknu og fjörugu það erum viðvið getum allt, vitum allt, betur en þið Auðmýkt og hæversku þekkjum við ei Seifaðu, enter og ýttu á plei Kátar við förum á laugarvatnsþing Þar glaðar við snúumst í hring eftir hring (Hringurinn ) B2 við hétum það var út úr kú því við erum hetjurnar B-52

  44. Á morgun við förum í Laugarvatnsferð Og hún verður alls ekki af lélegri gerð Það stefnir í snjóalög, slyddu og slark Samt ótrauð við höldum, þó verði það hark

  45. Magnaðar glærurnar sýndum við þar Allt þar til rafmagnið fór bara af Við kertaljós hlustuðum kynningar á En fljótlega fórum þó kaffið að þrá

  46. En ég elska Kennó hann er svo spennó... Ég orku úr læðingi leysi nú hér og á þetta langþráða réttarball fer

  47. En ég elska Kennó hann er svo spennó... Enginn er gáfaður aleinn og sérsvo saman við stöndum og sama er mér Þakka öllum sem tóku þátt í könnununum og lögðu til efni í þessa kynningu beint eða óbeint.

  48. „ Lotan á Laugarvatni var ógleymanleg“ • Meira um raddir og skoðanir nemendahópsins: • Sólveig Jakobsdóttir. (2006). „Lotan á Laugarvatni var ógleymanleg": Staðkennsla í blönduðu námi: Viðhorf núverandi og fyrrverandi nemenda á tölvu- og upplýsingatæknibraut. Sótt 1.11. 2006 af http://tolvupp.khi.is/skyrslastadkennsla160806.pdf

More Related