1 / 11

Íslenska tvö

Íslenska tvö. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Upphafið – hvaðan komum við?. Maðurinn hefur alltaf haft þörf til að skýra uppruna sinn. Fjölmörg rit hvaðanæva að úr heiminum bera þessari þörf vitni.

jalen
Download Presentation

Íslenska tvö

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Íslenska tvö Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. Sigurðardóttir

  2. Upphafið – hvaðan komum við? • Maðurinn hefur alltaf haft þörf til að skýra uppruna sinn. • Fjölmörg rit hvaðanæva að úr heiminum bera þessari þörf vitni. • Gátan um það hvernig veröldin varð til er þungamiðja flestra goðsagna.

  3. Upphafið – hvaðan komum við? Goðsögur eru frásagnir um hvernig heimurinn varð til fyrir tilverknað yfirnáttúrulegra afla og sögur af ýmsum guðlegum verum. Margar slíkar sagnir eru ævafornar og sumar voru varðveittar í munnmælum í óralangan tíma áður en þær voru skráðar.

  4. Upphafið – hvaðan komum við? • Goðsögur víðsvegar að úr heiminum eiga ýmislegt sameiginlegt. • Upprunagoðsagnir: • Sýnilegur heimur byggður mönnum. • Himinninn bústaður goðlegra vera. • Undirheimar bústaður hinna dauðu og ýmissa undirheimavera. • Goðsagnir af skipan veraldarinnar. • Útskýringar á ljósi, hita, myrkri og kulda, sköpun manna og dýra. • Frásagnir af æðri verum og guðlegum og mannlegum hetjum. • Frásagnir af illum öflum og endalokum veraldarinnar.

  5. Upphafið – hvaðan komum við? Í flestum menningarsamfélögum eru til goðsagnir um tilkomu hins illa og langvinna baráttu æðri máttarvalda til að bæta hag mannfólksins. Margar goðsagnir snúast um spurningar sem tengjast: upphafinu tilgangi lífsins dauðanum

  6. Upphafið – hvaðan komum við? • Fáar þjóðir varðveita jafngóðar heimildir um uppruna sinn og Íslendingar. • Tvö rit geyma ómetanlega vitneskju um landnám og sögu þjóðarinnar: • Íslendingabók • Eftir Ara fróða Þorgilsson (1067-1148). • Fjallar um landnám og helstu landnámsmenn. • Fjallar einnig um aðalatriðin í sögu Íslands þar sem höfundur tilgreinir heimildir sínar af vísindalegri nákvæmni. • Talin traust heimild. • Landnámabók • Segir frá því hvaðan landnámsmenn komu og hvar þeir námu land. • Fjallar oft einnig um uppruna manna í gamla landinu og afkomendur á Íslandi. • Sumir hafa dregið sannleiksgildi í efa.

  7. Upphafið – hvaðan komum við? • Skriftarkunnátta barst til Íslands með kristni um árið 1000. • Snemma var byrjað að skrifa á móðurmálinu. • Hér mynduðust einnig aðstæður fyrir munnlega geymd ýmiss konar sagna. • fróðleikur frá gamla landinu • kvæði • sögur

  8. Upphafið – hvaðan komum við? • Mjög snemma kom upp merkileg bókmenning á Íslandi. • Menning í okkar heimshluta á uppruna sinn við Miðjarðarhafið. • Þaðan breiddist hún út til þeirra landa álfunnar sem lágu miðsvæðis. • Menning þeirra þjóða sem byggðu ystu lönd álfunnar lét minna yfir sér. • Einhverjar aðstæður urðu þó til þess að Íslendingar hófu að rita margs konar efni á bókfell, einkum á 12.-14. öld. • eddukvæði • Snorra-Edda • Íslendingasögur • o.fl.

  9. Upphafið – hvaðan komum við? • Snorra-Edda • Ómetanleg heimild um forn trúarbrögð víkinga, þ.e. ásatrú. • Ritið er talið vera eftir Snorra Sturluson (1178-1241) og er kennt við hann. • Snorra-Edda var samin um 1220 og er varðveitt í fjórum gerðum. • Traustastur þykir texti svokallaðrar Konungsbókar sem rituð var um 1300.

  10. Upphafið – hvaðan komum við? • Snorra-Edda (frh.) • Snorra-Edda skiptist í fjóra sjálfstæða hluta: • Prologus (formáli) • M.a. fjallað um för Óðins frá Asíu til Norðurlanda þar sem hann tekur sér bólfestu. • Gylfaginning • Gylfi, sænskur konungur, fer til Ásgarðs til að fá upplýsingar um upphaf og eðli allra fyrirbæra. • Skáldskaparmál • Skáldskaparguðinn Bragi fræðir mann sem nefnir sig Ægi um notkun heita og kenninga í bundnu máli. • Háttatal • Lofkvæði eftir Snorra um Hákon Hákonarson Noregskonung og Skúla Bárðarson jarl. • Kvæðið er 102 erindi ort undir fjölmörgum bragarháttum sem eru tilbrigði við dróttkvæðan hátt. • Þótt kvæðið sé að efni til lofkvæði er tilgangur þess að sýna notkun ólíkra bragarhátta.

  11. Upphafið – hvaðan komum við? • Snorra-Edda (frh.) • Er undirstöðurit um norræna goðafræði og braglist þótt hún hafi í upphafi verið hugsuð sem kennslubók handa ungum skáldum og öðrum þeim sem vildu læra tungumál skáldskaparins og forna bragfræði. • Í henni er vísað í ýmis þekkt eddukvæði, s.s. Grímnismál, Vafþrúðnismál, Lokasennu, Völuspá og Hávamál. • Einnig varðveitir hún margar vísur sem ekki eru til annars staðar.

More Related