1 / 9

Tegundir bankastarfsemi

Tegundir bankastarfsemi. Ásgeir Jónsson. Tegundir bankastarfsemi. Retail Banking – hefðbundin bankastarfsemi með útíbúum og innlánastarfsemi Wholesale Banking – Stærri kúnnar og áhersla á millibankamarkaði Universal Banking – Alhliða fjármálaþjónusta + bankaviðskipti.

isra
Download Presentation

Tegundir bankastarfsemi

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Tegundir bankastarfsemi Ásgeir Jónsson

  2. Tegundir bankastarfsemi Retail Banking – hefðbundin bankastarfsemi með útíbúum og innlánastarfsemi Wholesale Banking – Stærri kúnnar og áhersla á millibankamarkaði Universal Banking – Alhliða fjármálaþjónusta + bankaviðskipti

  3. 1. Retail banking - Viðskiptabankastarfsemi • Bankaviðskipti í hefðbundnum skilningi með innlánum og útlánum. Mikil velta, lítil framlegð. • Aðaláherslan á ‘maturity transformation’ í gegnum seljanleikatryggingu og greiðsluþjónustu þar sem almenningur leggur inn fjármuni á lágum eða engum vöxtum sem síðar er nýtt til útlána. • Gríðarlegur fastur kostnaður með útibúaneti, greiðslukerfi etc. en breytilegur kostnaður er lítill. • Viðskiptabankar þurfa sífellt að vera á verði gagnvart lausafjáráhættu, útlánaáhættu og svo framvegis. • Viðskiptabankastarfsemi er samt sem áður mun áhættuminni en aðrar tegundir bankastarfsemi ef nægjanlega góð seljanleikatrygging er til staðar með A) innlánatryggingu og B) Seðlabanka sem lánveitenda til þrautarvara. • Viðskiptabankastarfsemi á heimamarkaði myndar oft bakbein fyrir útrás á erlenda markaði þar sem áhersla er á universal banking og Wholesale banking. Dæmi um þetta er Deutsche Bank eða íslensku bankarnir.

  4. 2. Whole sale banking - heildsölubankastarfsemi • Heildsölubankar hafa 4 einkenni. • Háðir fjármögnun á millibankamörkuðum • Mikil viðskipti með erlendar myntir • Lítil velta, mikil framlegð – áhersla á „off-balance sheet activities”. • Fjármögnun sniðin að hæfi kúnnans (Liability management) • Tímalengdir eigna og skulda standast yfirleitt nokkuð á hjá heildsölubönkum ‘maturity match’. Þeir geta ekki notað ‘law of large numbers’ til þess stunda maturity mismatch • Heildsölubankar taka fjármuni að láni á millibankamörkuðum tiltölulega háum vöxtum og hafa þannig breytilegan kostnað en sleppa við fasta kostnaðinn sem fylgir viðskiptabankastarfsemi. • Þannig eru heildsölubankar ‘liquidity distributers’ fremur en ‘liquidity makers’ og skapa virði með ‘delegated monitoring’ etc. • Heildsölubankar eru viðkvæmir fyrir óróleika á mörkuðum og hækkunum á fjármagnskostnaði þar sem þeir fjármagna sig iðulega á breytilegum vöxtum á millibankamarkaði.

  5. 3. Universal banking – Alhliða bankaþjónusta • ‘Universal’ banks eru í tryggingastarfsemi, fjárfestingastarfsemi, sjá um hlutabréfaviðskipti og gera flesta þá hluti er fyrirtæki á fjármálamarkaði gera. • Raunar er universal banking leyft í flestum löndum heimsins nema í Bandaríkjunum þar sem mjög ströng höft hafa verið á starfsemi banka, sérstaklega eftir kreppuna miklu. • Í Þýskalandi eru allir stórir bankar universal og í Bretlandi er bönkum leyft að stunda universal banking út frá dótturfélögum sínum. • Universal banking ætti að gefa færi á breiddarhagræði (economies of scope) þar sem fjölbreytt viðfangsefni standa bönkunum til boða. • Hins vegar gætu önnur vandamál skapast vegna annarra þátta, hagsmunaárekstra, samkeppnismála etc. • Gríðarleg umræða um universal banking í Bandaríkjunum á tíunda áratugnum um leið og slakað var á höftum í bankarekstri. • Erfitt að finna rök fyrir því að banna universal banking en hins vegar er nauðsyn að herða eftirlit með starfsemi bankanna.

  6. 3. Universal banking – Alhliða bankaþjónusta • Álitaefni vegna universal banking • Bankarnir verða of stórir og einstakar fjármagnsstofnanir hafa því of mikil áhrif á fjármálastöðugleika (too big to fail) sem leiðir til þess að þeir öðlast sjálfkrafa ríkisábyrgð og taka því of mikla áhættu. Auðveldara er að fylgjast með smærri og sérhæfðari bönkum sem síðan er hægt að láta rúlla. • Svar: Fjölbreyttari bankastarfsemi gefur betri kost á áhættudreifni enda hafa mestu erfiðleikar í bankarekstri yfirleitt verið tengd sérhæfðri eða svæðisbundinni starfsemi. • Universal banking hindrar starfsemi hlutabréfamarkaði (sjá t.d. Bandaríkin v.s. Þýskaland) • Svar: Hið gagnstæða virðist eiga við þar sem alhliða bankaþjónusta liðkar töluvert fyrir hlutabréfaviðskiptum þar sem bankarnir geta tryggt seljanleika og fjármögnun t.d. við yfirtökur eða í krísum. Munurinn á hlutabréfamarkaði Þýskalands og Ameríku má rekja til annarra stofnanaþátta. Hins vegar kann tilvist alhliða bankaþjónustu að minnka þörf fyrirtækja fyrir fjármögnun á hlutabréfamarkaði. T.d. ef bankar eiga hlut í fyrirtækjum og mann í stjórn eru þeir líklega viljugri til þess að lána fyrirtækinu fjármagn.

  7. 3. Universal banking – Alhliða bankaþjónusta • Álitaefni vegna universal banking • Bankarnir verða og stórir og ryðja öðrum fjármálafyrirtækjum til hliðar og einsleitni og skortur á samkeppni tekur við. • Svar: Takmörk fyrir stærðarhagkvæmninni og stórar bankastofnanir gefa samt svigrúm fyrir lítil sérhæfð eða svæðisbundin fjármálafyrirtæki. Takmörk fyrir því hvað bankar geta náð miklum árangri allri fjármálastarfsemi, s.s. tryggingasölu. Ljóst að í Þýskalandi er fjöldi sparisjóða og smærri fjármálafyrirtækja. Hins vegar hljóta samkeppnismál alltaf að vera til umræðu á mörkuðum sem einkennast af fákeppni. • Universal banking leiðir til of mikils samþjöppunar valds og hagsmunaárekstra • Svar: Að einhverju leyti er þetta föst tortryggni á bönkum og fjármálamönnum. Hagsmunaárekstrar geta samt verið til staðar. Fyrirtæki sem leggja fjárfestingaáætlanir fram fyrir banka til þess að fá lán gætu óttast að önnur svið bankans myndu grípa gæsina sjálf. Bankar og yfirstjórnir fyrirtækja gætu tengst hagsmunasamböndum, s.s. raunin er í Þýskalandi, sem koma í veg fyrir umbætur eða breytingar á starfsemi fyrirtækjanna. Vafamál að bankamenn eigi að koma nálægt óskyldum rekstri nema í neyð eða tímabundið meðan er verið að endurskipuleggja fyrirtækin.

  8. Universal banking – viðskiptalíkan íslensku bankanna (einkum KB) • Í upphafi er lítið fyrirtæki í einkaeigu sem hefur gott business plan eða áætlanir um stækkun eða útrás. • Fyrirtækið ræðir við fyrirtækjaráðgjöf einhverra bankanna sem leggur á ráðin með stækkun og/eða kaup á öðrum fyrirtækjum. Bankinn útvegar síðan alhliða fjármögnun með beinum lánveitingum (debt finance), kaupum á hlutafé (equity finance) eða lánaábyrgðum (underwriting). • Athugið að eguity finance er mjög mikilvægt. Sýnir fyrirtækinu að bankinn hafi fulla trú á því að áætlanir gangi eftir. Bankinn er þá líka í betri aðstöðu til þess að fylgjast með. Athugið sú regla gildir t.d. fyrir Kaupþing að bankinn skipar ekki menn í stjórn fyrirtækisins þrátt fyrir að eiginfjárhlutur gæti leyft slíkt. • Þegar reksturinn er farinn að sýna árangur mun bankinn aðstoða við skráningu á hlutabréfamarkaði og ábyrgast útboð á hluta/skuldabréfum. Þar sem öll fyrirtæki eru lítil á Íslandi er ekkert til sem heitir 'small cap premium'. • Þegar áætlanir um vöxt hafa gengið eftir mun bankinn selja sinn hlut í fyrirtækinu og taka hagnað. • Þessi feril er dæmigerður fyrir Bakkavör, Baug, Medicare Flögu, Össur og fleiri fyrirtæki. Hlutirnir ganga þó ætíð misvel.

  9. Alþjóðleg bankastarfsemi • Seðlabanki Englands skilgreinir alþjóðleg bankaviðskipti sem öll bankaviðskipti í erlendum gjaldmiðlum. Tvenns konar sýn á alþjóðleg bankaviðskipti. • Bankastarfsemi er hluti af þjónustugeiranum og þjónusta er eðli málsins staðbundin og óskiptanleg (non-tradable), og því bundin við staðsetningu kúnnans. • Bankaþjónusta byggir á upplýsinga- og fjármagnsflæði sem fer auðveldlega á milli landa og er því skiptanleg (tradable) líkt og viðskipti með iðnaðarvörur. • Þessi tvíhyggja veldur m.a. því að alþjóðleg bankaviðskipti geta verið töluvert flókin. (sjá nánari umfjöllun annars staðar um internationalization and globalization).

More Related