1 / 27

Samhent samfélag í Laugalæk

Samhent samfélag í Laugalæk. Guðrún Ebba Ólafsdóttir. Teymisvinna á unglingastigi. Framgangur þróunarverkefnis í Laugalækjarskóla þar sem allir kennarar í bóklegum greinum tveggja árganga eiga með sér ríkulegt samráð um: skipulag á námi umönnun einstaklinga forfallakennslu

ilya
Download Presentation

Samhent samfélag í Laugalæk

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Samhent samfélag í Laugalæk Guðrún Ebba Ólafsdóttir

  2. Teymisvinna á unglingastigi • Framgangur þróunarverkefnis í Laugalækjarskóla þar sem allir kennarar í bóklegum greinum tveggja árganga eiga með sér ríkulegt samráð um: • skipulag á námi • umönnun einstaklinga • forfallakennslu • uppbrot á skólastarfinu • þverfagleg verkefni • stundatöflugerð • Rík áhersla er á að efla forystuhlutverk kennara í skólastarfinu.

  3. Meginmarkmið þróunarverkefnisins • Forysta um fagleg mál og valddreifing Að auka svigrúm kennara til vaxandi og sameiginlegrar forystu um skipulag náms og kennslu. • Samstarf Að efla samstarf kennara, skapa þeim tækifæri til að deila þekkingu um nám og kennslu og byggja þannig upp samhent samfélag sterkra fagmanna.

  4. Meginmarkmið þróunarverkefnisins • Einstaklingsmiðun og samvinna nemenda Lögð er áhersla á einstaklingsmiðun í smærri hópum, t.d. kynskiptum hópum, hefðbundnum bekkjum en einnig er horft til aukinnar blöndunar hópa bæði innan árgangs og milli árganga t.d. í þemavinnu og smiðjum. Samfara einstaklingsmiðuninni er lögð áhersla á samvinnu meðal nemenda og aukna samkennd þeirra á meðal. • Framtíðarfarvegur Samstarf kennara miði að því að leita að ákjósanlegum farvegi fyrir nám og kennslu og skapa þannig sátt og sameiginlega framtíðarsýn um starfið í 7. og 8. bekk skólans.

  5. Sagan • Þróunarverkefnið hófst haustið 2005 og hefur verið í þróun síðan. • Laugalækjarskóli er unglingaskóli og þar ríkir hefð fyrir fagkennslu. Reynt er að fækka kennurum í hverjum bekk ef kostur er þannig að hver kennari kenni helst tvö fög. Á þann hátt er ætlunin að auka á nánari kynni nemenda og kennara til að stuðla að öryggi og vellíðan ásamt því að skapa þannig grunn fyrir einstaklingsmiðað nám.

  6. Sagan • Skólaárið 2006 – 2007 var kennarastarfið innan teymisins metið sem fullt starf; vikustundir hvers kennara voru færri en kennsluskylda segir til um og meiri tími féll þannig til annarra starfa en allt samkvæmt kjarasamningi og fjármagnað með þróunarstyrk Reykjavíkur. • Í ár eru kennarar í teyminu með hefðbundinn vinnutíma. Gerður er vinnurammi við hvern og einn. Sérstakar aukagreiðslur eru fyrir þátttöku í teyminu sem að stærstum hluta koma til vegna mönnunar forfalla sem eru fyrirframgreidd.

  7. Námsmöppukerfi • Í Laugalækjarskóla er námsmöppukerfi og því fylgir markviss notkun leiðarbókar. Vægi leiðarbókarinnar hefur aukist frá því sem áður hefur verið. Lögð er áhersla á að nemendur séu virkir í persónulegri markmiðssetningu og áætlanagerð ásamt því að gefa þeim svigrúm til að meta eigin frammistöðu. Leiðarbókin er dæmi um þátt í skólastarfinu sem tekist hefur að þróa betur með teymisstarfi.

  8. Framkvæmd teymisvinnu skólaárið 2007 – 2008 • Umsjónarkennarar í 7. og 8. bekk skipa teymið sem hefur það hlutverk að sjá um alla útfærslu og framkvæmd á bóklegu námi. • Í upphafi komu stjórnendur meira að teymisstarfinu en eftir því sem það hefur þróast hefur kennarahópurinn orðið sjálfstæðari. Stjórnendur sjá um skipulagningu stundatöflu í upphafi skólaárs en sérstök frávik frá henni v/ uppbrots eru alfarið á höndum teymisins. • Vettvangur samstarfsins eru fyrst og fremst hefðbundnir fag- og skipulagsfundir ásamt fundum þar sem fjallað er um einstaka nemendur s.s. vegna hegðunar- og námsörðugleika. Fastur fundartími er á mánudögum kl. 14 – 16.

  9. Framkvæmd teymisvinnu skólaárið 2007 – 2008 • Teymið hefur orðið að samvinnuverkefni allra sem í teyminu starfa. Forysta og öll útfærsla náms og kennslu hefur færst yfir á kennara eftir því sem aðstæður leyfa með fullri vitund stjórnenda. Sem dæmi má nefna þróun og reglulega endurskoðun námskrár og kennsluáætlana og alla hefðbundna umsjón með nemendum 7. og 8. bekkjar. • Litið er á að umsjón nemenda sé sameignleg ábyrgð teymisins þó nemendum sé skipt í umsjónarbekki. Gæsla í frímínútum og matartímum er hluti af umsjónarhlutverkinu en greidd sem yfirvinna. Þó er engum kennara skylt að vera með gæslu.

  10. Framkvæmd teymisvinnu skólaárið 2007 – 2008 • Teymið sér alfarið um að manna skammtímaforföll og koma stjórnendur skólans hvergi þar nærri. Einn aðili innan teymisins hefur það hlutverk að halda utan um forföllin. Ef um langtímaforföll er að ræða eða þegar nauðsyn krefur sjá stjórnendur um að manna forföll. Lengri forföll teljast þau sem eru í viku eða lengur. • Á hverjum föstudegi er umsjónartími þar sem umsjónarkennari er með sínum umsjónarbekk. Síðasti föstudagur hvers mánaðar eru sameiginlegir umsjónartímar á milli árganga. T.d. bauð 8. bekkur 7. bekk til sín í september og fyrirhugað er að 7. bekkur endurgjaldi boðið í október. Einnig eru sameiginlegir tímar innan árganga. Nemendur sjá alfarið um skipulagningu á sameiginlegum umsjónartímum. Allir umsjónarkennarar kenna auk þess lífsleikni.

  11. Á höndum teymisins eru einnig eftirfarandi þættir: • dagskrár funda • fundarritun • kynning á starfinu til annarra starfsmanna skólans • verkaskipting innan teymisins, t.d. stundatöflugerð, finna efni, hringja í söfn og aðila eftir því sem við á • gerð vinnuskipulags, uppbrot á stundatöflu • ýmis konar samstarf við list- og verkgreinakennara, íþrótta- og sundkennara, sérkennara, stuðningsfulltrúa, námsráðgjafa, skólahjúkrun, upplýsingaver og skólamötuneyti, • regluleg kynning á starfinu til foreldra og heimsóknir foreldra í skólann • upplýsingamiðlun til foreldra um ástundun

  12. Samantekt á því sem teymið skipulagði og framkvæmdi á skólaárinu 2006 - 2007 • Óhefðbundnir dagar í upphafi skólaárs (markmiðssetning, möppukerfið, bekkjarreglur, hópefli o.fl.) • Hreyfingarvika (veggspjöld, skólahlaup, eróbikk og jóga á sal, leikfimiæfingar á ensku, heilsuakademía/herþjálfun og dansatriði frá nemendum á sal) • Alviðra 7. og. 8. bekkur • Dagur íslenskrar tungu (nýorðasmíði) • Fjöltefli og myndband með Jóni Sigurðssyni • Jólaföndur og spil • Skautaferð • Árbæjarsafn (diskó/punk) • Lestur fyrir eldri borgara

  13. Samantekt á því sem teymið skipulagði og framkvæmdi á skólaárinu 2006 - 2007 • Lestur fyrir leikskólabörn • Smiðjur (árgangablandað – myndbandsgerð, framsögn og tjáning, heimspeki, saga og enska, stærðfræði) • Dagblöð í skólum 7.b. • Upplestrarkeppni í 7. b. • Ýmiss námsgreinabundin verkefni • Reyklaus bekkur • Vordagar – þemadagar • Kjalnesingaslóðir

  14. Það sem þegar er ákveðið fyrir skólaárið 2007 – 2008 • Óhefðbundnir dagar í upphafi skólaárs • Þemavika Fjaran og hafið (fjöruferð, krufning, þjóðsagnagerð, tónlist, foreldrar komu í skólann o.fl.) • Kynjaskipt hópaskipting í 7. bekk 15. – 31. október • Sameiginlegir umsjónartímar innan árganga og þvert á árganga • Námsmat í lok annar • Möppudagur og nemendaviðtöl • Staða nemenda skoðuð– nemendur bjóða foreldrum og ræða stöðu sína í námi

  15. Það sem þegar er ákveðið fyrir skólaárið 2007 – 2008 • Lífsleikni, vinnum saman undirbúning og efni • Samþætting námsgreina (samfélagsfræði, íslenska og upplýsingaverið í 7. bekk, náttúrufræði og upplýsingaver) • Ýmiss námsgreinabundin verkefni • Fræðsla frá Blátt áfram • Kynning frá Rauða krossinum • Skáldakynning • Heilsuvika/hreyfingarvika • Smiðjur

  16. Ávinningur af teymisstarfinu • Aukin samkennd innan teymisins • Sameiginlegur undirbúningur t.d. fyrir skólasetningu, umsjónartíma, lífsleikni, námskynningu og fundi með foreldrum • Sameiginleg ábyrgð gagnvart nemendum • Aukið sjálfstæði í starfi • Mikilvægur stuðningur fyrir nýliða • Vinnuhagræðing • Hærra kaup • Skemmtilegra!

  17. Dæmi frá teymisfundi Fundur í teymi 8. október 2007 kl. 14:00. 1.  Rætt um umgengni og agavandamál, einnig rætt um einstaka bekki og nemendur. Reglur skólans eru ekki virtar nægilega og sérstaklega er 1. reglan brotin um að virða skuli vinnufrið í kennslustundum og að hegðun sem valdi truflun sé óleyfileg. Mikið er um að nemendur komi ekki með gögn í tíma. Teymið og Ingibjörg sammála um að stöðva verði óæskilega hegðun og truflun í tímum. Kennarar noti mentor.is og merki við truflun, umsjónarkennari ræði einslega við nemendur og hafi samband heim. Einnig að óska eftir því að stjórnendur ræði við nemendur sem valda mikilli truflun og láta ekki segjast. 2.  Ákveðið að kynjaskipta 7. bekk 15. – 31. okt., þ.e. fram að vetrarleyfi. Hafa 2 strákabekki og 1 stelpubekk. Hópar í list- og verkgreinum, íþróttum og sundi halda sér. Umsjónarkennarar skipti strákunum í sínum bekk í tvennt, reynt verði að láta vini halda sér. Láta Önnu Guðnýju og Óla fá skiptinguna sem síðan sjá um frekari skipulagningu. Nikulás ætlar að kanna efni í kynjafræðslu.

  18. Dæmi frá teymisfundi 3. Samþykkt að þiggja boð frá Rauða krossinum um fræðslu fyrir 8. bekk. Anna Guðný hefur samband og óskar eftir að fá fræðsluna á föstudegi, 8.U kl. 9:50, 8.A kl. 10:30 og 8.L kl. 11:40. 4.  Fræðslan frá Blátt áfram var frábær. Teymið hvetur til þess að 9. og 10. bekkur fái líka svona fræðslu. 5. Kennaranemi kemur í áheyrn hjá Önnu Guðnýju og Guðrúnu Ebba 15. – 19. október. 6.  Á málþingi KHÍ 18. – 19. okt. munu Anna Guðný, Guðrún Ebba og Jón Páll kynna þróunarverkefnið, teymið. Allir sammála um ágæti þess að taka þátt í teyminu og að það sé mikill stuðningur fyrir nýja kennara. 7. Samræmd próf í 7. bekk verða í næstu viku 8. Skólahlaup fyrirhugað fimmtudaginn 11. október.Fundi slitið kl. 15:30

  19. Anna Guðný Hafið og fjaran 24. -28. september

  20. Mávur Hafið og fjaran 24. -28. september

  21. Kannski ekkert nýtt en nýtt fyrir okkur unglingaskólann • Lærdómsríkt að hafa farið í gegnum ferlið og fundið hvernig styrkur teymis eykst • Hlutverkaskipting mikilvæg t.d. að einhver stjórni fundadagskrá

  22. Markmið • Valddreifing og aukin forysta kennara um þau mál sem þeir þekkja best • Aukin samvinna, betri árangur og sterkari liðsheild sem nýtir þekkingu allra

  23. Faglegur grunnur • Valddreifing, forysta og eignarhald • Umræða um Teacher leadership • Samvinna • The learning school/organization • Skapar fjölda sóknarfæra að öðrum faglegum málum

  24. Praktískar lausnir • Heilir árgangar í íþróttir og verkgreinar í einu – losar fleiri bóklega kennara saman • Lengri kennslulotur • Stuðningur við stundatöflubreytingar v/ uppbrota • Sameiginleg lausn forfalla

  25. Forföllin • Kennarar sjá lausnir sem stjórnendur sjá ekki • Getur aukið svigrúm kennara • Ein leið til að ná fólki meira saman • Ein leið til að auka greiðslur

  26. Ávinningur • Skapar farveg fyrir ýmsa þróun t.d. einstaklingsmiðun • Einstakur samvinnuandi, metnaður, skilvirkni og aukin starfsánægja almennt • Meðlimir teymis hafa jákvæð áhrif í öðru þróunarstarfi

  27. Ávinningur II • Sameiginlegur metnaður og trú • Kennarar finna lausnir sem stjórnendur sjá ekki • Einstakt við stuðning við nýliða • Góð yfirsýn yfir nemendur og sérþarfir

More Related