1 / 16

Guðbjörg Sigurðardóttir Skrifstofustjóri í forsætisráðuneyti 7. maí 2008

Guðbjörg Sigurðardóttir Skrifstofustjóri í forsætisráðuneyti 7. maí 2008. Stefnan um upplýsingasamfélagið 2008-2012. Stefnur um upplýsingasamfélagið. 1996: Framtíðarsýn ríkisstjórnar Íslands um upplýsingasamfélagið 2004: Auðlindir í allra þágu – Stefna ríkisstjórnarinnar um

holleb
Download Presentation

Guðbjörg Sigurðardóttir Skrifstofustjóri í forsætisráðuneyti 7. maí 2008

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Guðbjörg Sigurðardóttir Skrifstofustjóri í forsætisráðuneyti 7. maí 2008 Stefnan um upplýsingasamfélagið 2008-2012

  2. Stefnur um upplýsingasamfélagið 1996: Framtíðarsýn ríkisstjórnar Íslands um upplýsingasamfélagið 2004: Auðlindir í allra þágu – Stefna ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið 2004-2007 2008: Netríkið Ísland - Stefna ríkisstjórnar Íslands um upplýsingasamfélagið 2008-2012

  3. Mótun nýrrar stefnu • Stefnumótunarnefnd • Kjarnahópur: Ráðuneytisstjórar allra ráðuneyta • Ráðgjafahópur: Hagsmunaaðilar og stjórnsýsla • Opið samráð á Island.is

  4. Stefnumótunarnefnd • Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri, formaður • Guðfinna S. Bjarnadóttir, þingmaður • Hreinn Hreinsson, vefritstjóri • Lára Stefánsdóttir, varaþingmaður • Þórður Heiðar Þórarinsson, fjármálastjóri Með nefndinni starfaði Halla Björg Baldursdóttir, formaður verkefnisstjórnar um rafræna stjórnsýslu Starfsmaður nefndarinnar var Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir, stjórnmálafræðingur

  5. Stefnumótunarferlið 7. sept. ‘07 Ríkisstjórn samþykkir að móta nýja stefnu 6. nóv. ‘07 Stefnumótunarnefnd hefur störf des. ‘07 Fundir með ráðuneytisstjórum 9. jan. ‘08 Dagsfundur með fulltrúum hagsmunaaðila, ríkis og sveitarfélaga 25. jan. ‘08 Fundur með ráðuneytisstjórum 8. febr. ‘08 Opið samráð á Island.is hefst 7. apr. ‘08 Stefnumótunarnefnd lýkur vinnu við stefnuna 22. apr. ‘08 Stefnan samþykkt í ríkisstjórn

  6. Stefnan um upplýsingasamfélagið 2008-2012

  7. Einkenni - áhersla - framtíðarsýn Einkenni nýrrar stefnu er megináhersla á að stórauka framboð á þjónustu opinberra aðila á Netinu sbr. framtíðarsýn stefnunnar: Íslendingar verði fremstir þjóða í rafrænni þjónustu og nýtingu upplýsingatækni Leiðarljós: Notendavæn og skilvirk þjónusta, engar biðraðir

  8. Þrjár meginstoðir • Þjónusta • Skilvirkni • Framþróun

  9. Þjónusta Ísland verði netríki – gæðaþjónusta með sjálfsafgreiðslu á einum stað • Sjálfsafgreiðsla á Netinu – umsóknir, vottorð, tilkynningar, tímapantanir, gagnaskil • Netmiðstöð – öll þjónusta aðgengileg á einum stað á Island.is • Upplýsingaþjónusta – aðgengi að persónubundnum og almennum gögnum í vörslu opinberra aðila • Netborgarinn – gæðaþjónusta miðuð við þarfir allra

  10. Þjónusta – dæmi um aðgerðir Sjálfsafgreiðsla: • Tilkynning um búferlaflutninga innanlands, fæðingarvottorð og hjúskaparstöðuvottorð • Bifreiðaskráning og eigendaskipti bifreiða. Einnig þjónusta vegna skírteina flugmanna og skráningar skipa • Tímabókanir í heilbrigðiskerfinu til að auðvelda aðgengi að heilbrigðisþjónustu • Umsóknir um vörumerki, hönnun, einkaleyfi og greiðslur hjá Einkaleyfastofu og upplýsingar og erindi frá eftirlitsskyldum aðilum til Fjármálaeftirlitsins

  11. Skilvirkni Netríkið verði skilvirkt, einfalt og öruggt – gögn ferðist milli stofnana en ekki fólk • Samræmt heildarskipulag – stöðlun, samræming, samvinna og öryggi • Einfaldari stjórnsýsla – lykilverkefni • Rafræn skilríki, rafrænar greiðslur, rafræn innkaup • Samræmt aðgengi að lykilskrám í vörslu opinberra aðila • Minni skriffinnska, aukin sjálfvirkni • Hindrunum rutt úr vegi, meðal annars lagalegum • Störf óháð staðsetningu

  12. Skilvirkni – dæmi um aðgerðir • Netríkið Ísland mun taka í notkun rafræn skilríki, rafrænar greiðslur og rafræn innkaup • Unnið verður að því að innkaup ríkisins verði rafræn. Útboð á vegum ríkisins, pantanir, reikningar og greiðslur • Allar greiðslur af hálfu ríkisins verði rafrænar • Hægt verði að greiða rafrænt fyrir þjónustu ríkisins

  13. Framþróun Samkeppnishæfni netríkisins byggist á virku lýðræði, góðri menntun og öflugu atvinnulífi • Nýsköpun og rannsóknir – vera skrefinu á undan • Menntun – virk notkun upplýsingatækni við nám og kennslu • Samskipti og lýðræði – auknir möguleikar fólks til þátttöku í ákvarðanatökuferlum opinberra aðila, tilraunir með rafrænar kosningar á sveitarstjórnarstigi • Atvinnulíf – áhersla á útvistun og notkun upplýsingatækni til að bæta alþjóðlegt samkeppnisumhverfi íslenskra fyrirtækja

  14. Framþróun – dæmi um aðgerðir • Auka aðkomu almennings að stefnumótun, reglusetningu og annarri ákvarðanatöku opinberra aðila • Styrking á rafrænni þjónustu IMPRU • Fjarnám fyrir veiðikorta- og skotvopnapróf • Gerð stafræns námsefnis fyrir grunn- og framhaldsskóla

  15. Framkvæmdaáætlun • Í framkvæmdaáætlun fyrir 2008-2012 kemur fram hvernig fé verður skipt niður á verkefni og ár á tímabilinu • Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið ber ábyrgð á þeirri vinnu • Verkefnisstjórn um rafræna stjórnsýslu metur kostnaðaráætlanir verkefna • Framkvæmdaáætlunin og fjármögnun einstakra verkefna verður endurskoðuð árlega í ljósi forgangsröðunar aðgerða og þess hvernig framgangur verkefna verður

  16. Fylgjum framkvæmdinni eftir Hittumst að ári og förum yfir stöðuna

More Related