1 / 13

Íslensk málsaga Að beygja orðin á ýmsa lund, bls. 101-106

Íslensk málsaga Að beygja orðin á ýmsa lund, bls. 101-106. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Hvað gerist þegar orð eru beygð?. Íslenska er mikið beygingamál . Orðin taka breytingum eftir samhengi hverju sinni: Beygingarformdeildir nafnorða :

gypsy
Download Presentation

Íslensk málsaga Að beygja orðin á ýmsa lund, bls. 101-106

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Íslensk málsagaAð beygja orðin á ýmsa lund, bls. 101-106 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir

  2. Hvað gerist þegar orð eru beygð? • Íslenska er mikið beygingamál. Orðin taka breytingum eftir samhengi hverju sinni: • Beygingarformdeildir nafnorða: • kyn, tala, fall, beyging • Beygingarformdeildir lýsingarorða: • kyn, tala, fall, beyging, stig • Beygingarformdeildir sagnorða: • persóna, tala, tíð, háttur, mynd, beyging

  3. Hvernig hefur beyging nafnorða breyst? • Íslendingar hafa varðveitt fallbeygingu nafnorða (og fallakerfi almennt) betur en aðrar Norðurlandaþjóðir. • Íslendingar og Færeyingar beygja nafnorð enn í fjórum föllum en Danir, Norðmenn og Svíar nota bara tvö. • Ýmsar smávægilegar breytingar hafa þó orðið í aldanna rás: • Köttur – köttu (ft.), Skjöldur – skjöldu (ft.). • Læknir – læknar (ft.) - læknirar (ft.) –læknar (ft.)

  4. Hvað er sterk og veik beyging nafnorða? • Sterkbeygð nafnorð enda á samhljóða í eignarfalli eintölu. skálar hests barns • Veikbeygð nafnorð enda á sérhljóða í öllum föllum eintölu. Kanna hani hjarta könnu hana hjarta könnu hana hjarta könnu hana hjarta • Sum orð hafa óreglulega beygingu, s.s. ær og kýr. ær kýr á kú á kú ær kýr • Oft fara menn rangt með beygingu þessara orða eða reyna að sneiða hjá þeim (rolla, belja).

  5. Hvað er sterk og veik beyging nafnorða? • Tilhneigingin virðist vera sú að veikbeygðum nafnorðum fjölgar: • Orð á borð við spurning, drottning, lotning og tilhneiging eru farin að fá „veika“ beygingu. • Tökunafnorð skipa sér flest í raðir veikbeygðra orða, s.s. skvísa, gæi, jeppi, tappi. • Þetta er þó ekki einhlítt, sbr. frík, sánd, kók, djönk.

  6. Hefur beyging sagnorðanna breyst? • Sagnorð tíðbeygjast til þess að hægt sé að greina frá því hvenær eitthvað gerðist. • Beygingarendingar hafa riðlast svolítið en beygingarformið er í meginatriðum eins og það var í öndverðu. • ek valda (f.ísl) ég valdi (nt.ísl) • við kallim (f.ísl) við köllum (nt.ísl) • þú kallask (f.ísl) þú kallast (nt.ísl)

  7. Hljóðskipti í beygingu sagna • Hljóðskipti er það kallað þegar tiltekin sérhljóð skiptast á í stofni orðs eftir ákveðnum reglum. • Þetta er mjög algengt í sagnbeygingu, sbr. kennimyndir sterkra sagna : • Hljóta – hlaut – hlutum – hlotið • Líta – leit – litum – litið • Hlaupa – hljóp – hlupum – hlaupið

  8. Hljóðskipti í beygingu sagna, frh. • Veikbeygðar sagnir taka ekki hljóðskiptum í kennimyndum heldur bæta við sig tannhljóðsviðskeyti í þátíð eintölu: • kalla – kallaði – kallað • telja – taldi – talið • telta – velti – velt

  9. Hvernig beygjast tökusagnir? • Flestar nýjar sagnir raða sér í flokk veikbeygðra sagna enda er veika sagnbeygingin töluvert einfaldari en sú sterka. • Dæmi um nýjar veikbeygðar sagnir: • bóna, fríka, meika, fíla. • Einnig hafa nokkrar sagnir sem áður beygðust sterkt fært sig yfir í flokk veikbeygðra sagna: • rita (ríta), bjarga, hjálpa (hjalpa).

  10. Fjölmörg orð eru búin til með hljóðskiptum • Hljóðskipti eru afar frjó þegar búin eru til ný orð, ýmist með hljóðunum óbreyttum eða með hljóðvörpum og klofningu. • Sjá dæmi á bls. 118. • Sjá einnig hinar 7 virku hljóðskiptaraðir í íslensku á bls. 119.

  11. Ein beygingarformdeild hefur týnst: tvítala • Fornöfn eru fallorð og tilheyra flokki kerfisorða (það bætast ekki ný orð við þeirra flokk). • Til forna voru persónufornöfn á þessa lund: Eintala Tvítala Fleirtala 1. pers. ég við vér 2. pers. þú þið þér 1 2 3 + • Þær breytingar hafa orðið að gamla tvítalan hefur glatast sem beygingarformdeild en orðmyndir hennar eru nú notaðar eins og fleirtalan að fornu (þ.e. 2 +). • Gamla fleirtalan hefur fengið nýtt hlutverk: Orðmyndir hennar eru aðeins notaðar í hátíðlegu máli.

  12. Hefur beyging lýsingarorða breyst? • Lýsingarorð með endingunni –legur enduðu áður á –ligur: • glæsiligur > glæsilegur • sæmiligur > sæmilegur • Að öðru leyti hafa litlar breytingar orðið á beygingu lýsingarorða í aldanna rás. • Merking þeirra hefur þó raskast lítillega, t.d. Merkti orðið sæmiligur eitthvað mjög gott.

  13. Niðurstaðan er þá þessi • Beygingar hafa sáralítið breyst frá fornu máli og er það öðru fremur sérkenni íslensks máls í samanburði við skyld Norðurlandamál og önnur germönsk mál. • Einungis ein beygingarformdeild hefur glatast; tvítalan, aðrar eru fastar í sessi. • Sú tilhneiging er meðal málnotenda að hafa ný sagnorð og nafnorð þannig að beygingar þeirra séu með einföldu móti. • Festa í beygingum hefur þau áhrif að forn texti með nútímastafsetningu hefur ekki á sér formlegt yfirbragð nema hvað orðaforðann varðar.

More Related