1 / 12

Menning sjálfshrifningar

Menning sjálfshrifningar. Þegar hún var 14 ára gömul sagði fyrirsætufyrirtæki að andlit hennar væri of feitt. Það var dauðadómur (Toronto Sun, 1994) Sheena Carpenter lést í nóvember 1993. Hún fannst á eldhúsgólfinu í íbúð móður sinnar. Hún var 22 ára gömul og var tæp 23 kíló.

garth
Download Presentation

Menning sjálfshrifningar

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Menning sjálfshrifningar Þegar hún var 14 ára gömul sagði fyrirsætufyrirtæki að andlit hennar væri of feitt. Það var dauðadómur (Toronto Sun, 1994) Sheena Carpenter lést í nóvember 1993. Hún fannst á eldhúsgólfinu í íbúð móður sinnar. Hún var 22 ára gömul og var tæp 23 kíló. Sheena var aðeins ein af sláandi fjölda ungra kvenna sem verða gagnteknar af útliti og lögun líkama sinna og skaðast eða láta jafnvel líf sitt vegna átröskunar. Menning sjálfshrifningar

  2. Menning sjálfshrifningar Á hverjum tíma er ein af hverjum tveimur konum í einhvers konar megrunarkúrum. Þessar tölfræðilegu staðreyndir birtast að því er virðist í megrunariðnaðinum, sem er iðnaður upp á 33 billjónir dollara á ári! Þessi upphæð felur ekki í sér alls konar ævingaprógröm, leikfimi, heilsuræktarklúbba eða fegrunaraðgerðir. Þegar bandarískar konur voru spurðar í könnun sem náði yfir öll Bandaríkin hvað myndi veita þeim mesta hamingju, þá völdu þær “það að vera grannar”, fram yfir allt annað. Menning sjálfshrifningar

  3. Menning sjálfshrifningar Konurnar völdu “það að vera grannar”, fram yfir t.d. starfsframa, ást (romans), frægð og völd. Þessar tölfræðilegu upplýsingar birta sláandi þjóðfélagsvandamál sem er að verða að faraldri í heiminum. 19 % framhaldsskólastúlkna hafa greinst með bulilima nevrosa, átröskun, sem getur í sumum tilvikum orðið lífshættuleg. Talið er að 85 % kvenna séu óánægðar með þyngd sína og útlit. Menning sjálfshrifningar

  4. Menning sjálfshrifningar Á síðast liðnum áratug náði umræðan um átraskanir eyrum margra.Tala þeirra sem glíma við átraskanir fer stöðugt hækkandi. Vísindamenn eru að skoða hugsanlega orsakaþætti. Einn stærsti orsakaþátturinn er félags/menningarlegur þrýstingur, áhrif fjölmiðla og samfélags. Krafan um að vera grannur og fallegur þannig að aðrir samþykki mann! Menn keppast við að réttlæta sig fyrir mönnum. Það nægir ekki að Guð tekur okkur í sátt eins og við erum! Menning sjálfshrifningar

  5. Menning sjálfshrifningar Árið 1980 gaf Christopher Lasch út bókina Culture of Narcissism. (Warner Books 1980), Menning sjálfhrifningar. Undirtitill hennar er American Life in An Age of Diminsihing Expectaion. Líf í Bandaríkjunum á tímum minnkandi væntinga. Þótt Lasch varpi ljósi á margt í samtímanum býður hann engar lausnir. Bókin lýsir lífi sem er að deyja að hans mati, menning samkeppni og einstaklingshyggju, sem í öfgum sínum endar með stríði allra gegn öllum. Hamingjuleit manna endar í lokuðu sundisjálfshrifningar. Það er sú freisting sem nútímamaðurinn hefur því miður fallið fyrir. Menning sjálfshrifningar

  6. Menning sjálfshrifningar • Fólk í dag er á móti öllum sem taka mið af fortíðinni í umræðu um aðstæður í samtímanum eða reyna að nota liðna tíð til að fella dóma um samtímann. • Trúararfurinn skiptir ekki máli. Það er ekki lengur spurt um gömlu göturnar, hver sé hamingjuleiðin. • Hinn nýi maður sjálfshrifningar er ekki haldinn sektarkennd heldur kvíða.Hann veit ekki hvers vegna hann er kvíðafullur, ef svo væri gætum við talað um ótta. Menn óttast hryðjuverkamenn sem geta borið niður hvar sem er í heiminum. • En þegar menn losna undan því sem þeir kalla “hjátrú hins liðna” fara þeir jafnvel að efast um eigin tilvist. Fólk sem veit ekki hvaðan það kemur veit ekkert hvert það er að fara. • Afneitun fortíðarinnar reynist við nánari skoðun fela í sér örvæntingu samfélags sem getur ekki horfst í augu við farmtíðina. Menning sjálfshrifningar

  7. Menning sjálfshrifningar • Fjölmiðlarnir, með sína stjörnudýrkun, sem er samofin töfraljóma og spennu, hafa gert Bandaríkjamenn að þjóð aðdáenda og bíógesta. • Fjölmiðlarnir auka þannig á drauma sjálfshrifningar og frama og hvetja almúgamanninn til að samsama sig stjörnunum og hata “hjörðina”. Um leið gera fjölmiðlarnir það stöðugt erfiðara fyrir almúgamanninn að samþykkja hversdagstilveruna. Hún verður nánast óbærileg. • Þessi sjálfhverfa hugsun varpar ljósi á siðferðisviðhorf nútímasamfélagsins. • Sjálfshrifning er megin inntak bandarískrar menningar eins og ýmsir hafa bent á og sjálfshrifning er allt annað en að bera kærleiksríka umhyggju fyrir sjálfum sér! Menning sjálfshrifningar

  8. Menning sjálfshrifningar • Lasch segir að sumir haldi því fram að sjálfshrifningin eigi meira sameiginlegt með sjálfsfyrirlitningu en aðdáun á eigin sjálfi. Það er mikið rétt, sá sem elskar og virðir sjálfan sig á auðvelt með að elska og virða aðra. • Hver öld þróar sínar eigin myndir áráttuhegðunar að mati Lasch. Á tímum Freud voru það móðursýki og taugaveiklun (compulsive neurosis) í dag eru það jaðarfyrirbrigði (borderline) og geðklofasýki. • Hugmyndafræðin um persónulegan þroska, sem er bjartsýn á yfirborðslegan hátt, birtir djúpa örvæntingu og uppgjöf. • Þetta er trú þeirra sem eru án trúar. Það reynist jafnvel erfitt að treysta Guði kærleikans og náunganum. Menning sjálfshrifningar

  9. Menning sjálfshrifningar • Laun dygðarinnar er að hafa lítið til þess að biðjast afsökunar á eða iðrast yfir þegar lífinu lýkur. • Jákvætt mat vina og nágranna, sem fyrrum gaf manni til kynna að hann hefði lifað góðu lífi, var grundvallað á því sem hann hafði afrekað. • Nú leita menn viðurkenninga sem lofar ekki verk þeirra heldur persónueinkenni eða útlit. • Menn óska þó ekki svo mjög eftir því að vera mikils metnir og að dáðst sé að þeim. • Þeir þrá ekki frægð fyrst og fremst heldur töfraljóma og spennu stjörnudýrkunar. Menning sjálfshrifningar

  10. Menning sjálfshrifningar • Almannatengsl og áróður hefur upphafið ímyndina og gerviatburði eða ættum við að segja ímyndaða gerviatburði. Fólk talar stöðugt um sínar ímyndir sem stundum verða ímyndanir. • Hinn nýi maður vill láta sér lynda við aðra og skipuleggja sitt einkalíf í samræmi við kröfur stórra stofnana, hinna frægu og þeirra sem hafa völdin. • Jafnvel hans eigin persóna verður söluvara sem öðlast markaðsgildi og þannig spillir hann gildismati sínu. Menning sjálfshrifningar

  11. Menning sjálfshrifningar • Ef þú brosir ekki þá ertu ekki lengur “geðfelldur náungi”. • Þú þarft að vera “geðfelldur náungi” til þess að selja þjónustu þína, sem þjónustustúlka, sölumaður eða jafnvel læknir!! • Hin bandaríska trúarregla (cult) vingjarnleikans hylur en upprætir ekki grimma (murderous) samkeppni um gæði, stöður og völd. • Þessi samkeppni hefur orðið villimannlegri á öld minnkandi eftirvæntinga. Menning sjálfshrifningar

  12. Menning sjálfshrifningar • Ég vil geta þess í lokin að Christopher Lasch hefur skrifað aðra metsölubók en The Culture of Narcissism (Warner Books 1980), Menningu sjálfshrifningar. • Hann skrifaði einnig metsölubókina The True and Only Heaven (Norton 1991)Hinn eini sanni himinn. Undirtitill hennar er Progress and Its Critics.Framþróunin og gagnrýnendur hennar. • Báðar þessar bækur hafa vakið mikla athygli og verið í umræðunni. Þær eru gott dæmi um uppbyggilega gagnrýni sem forðar mönnum frá því að sofna á verðinum og hætta að standa vörð um lífið og almannaheill. Menning sjálfshrifningar

More Related