1 / 12

Sigurður Tómas Magnússon Lagadeild

LÖGVARÐIR HAGSMUNIR. Sigurður Tómas Magnússon Lagadeild. Aðgengi að dómstólum. Í 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar segir:

evadne
Download Presentation

Sigurður Tómas Magnússon Lagadeild

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. LÖGVARÐIR HAGSMUNIR Sigurður Tómas Magnússon Lagadeild

  2. Aðgengiaðdómstólum • Í 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar segir: • ,,Öllumberrétturtilaðfáúrlausn um réttindisín og skyldureða um ákæru á hendursér um refsiverðaháttsemimeðréttlátrimálsmeðferðinnanhæfilegstímafyriróháðum og óhlutdrægumdómstóli.” • Þessirétturtilaðgengisaðdómstólumnýtureinnigverndarskv. túlkunMannréttindadómstólsEvrópu á 1. mgr. 6. gr. MannréttindasáttmálaEvrópu Lögvarðir hagsmunir

  3. Allir í málviðalla • Geta þá allir farið í mál við alla um hvaða þrætuefni sem þeir vilja, hvenær sem þeir vilja ? • Svarið er nei • Það sem stendur m.a. í veginum er sú grundvallarregla í réttarfari sem nefnd er ,,krafan um nauðsyn lögvarinna hagsmuna” Lögvarðir hagsmunir

  4. Krafan um nauðsynlögvarinnahagsmuna • Litið hefur verið á það sem grundvallarreglu í réttarfari að eitt meginskilyrðið fyrir því að dómstólar leysi úr sakarefni væri að það skipti máli fyrir stöðu stefnanda að lögum að fá dóm um það. • M.ö.o. stefnandi máls þarf að hafa lögvarða hagsmuni af því að fá dóm um kröfu sína. • Þessi grundvallarregla er hvergi berum orðum lögfest. • Þessi regla hefur einnig verið talin í gildi í nágrannalöndum okkar. Lögvarðir hagsmunir

  5. Lögvarðirhagsmunir • Grundvallarreglan um nauðsyn lögvarinna hagsmuna tengist: • ákvæði1. mgr. 24. gr. eml. um að dómstólarhafivaldtilaðdæma um hvertþaðsakarefnisemlög og landsrétturnátilnemaþaðséskiliðundanlögsöguþeirrasamkvæmtlögum, samningi, venjueðaeðlisínu. • 1. mgr. 25. gr. eml um að dómstólar leysi ekki úr lögspurningum. • Að auki felur meginreglan í sér það skilyrði að sakarefnið verði að vera þannig vaxið að úrlausn þess hafi raunhæft gildi fyrir réttarstöðu aðilanna. Lögvarðir hagsmunir

  6. Lögvarðirhagsmunir • Dómstólar verða að beita reglunni af varfærni með hliðsjón af 1. mgr. 70. gr. stjskr. og 1. mgr. 6. gr. MSE • H 171/2004 (skipulag Sjálandshverfis í Garðabæ) • ,,Þótt sýna verði varfærni þegar til álita kemur að vísa máli frá dómi vegna skorts á lögvörðum hagsmunum, er það niðurstaða dómsins, þegar framangreint er virt og litið til þeirra sjónarmiða og raka sem vísað er til í stefnu og kröfugerð stefnenda grundvallast á, að hagsmunir þeirra, þar með taldir grenndarhagsmunir, séu ekki nægilega ríkir til þess að þeir geti talist hafa slíka lögvarða hagsmuni, sem hér um ræðir, af því að efnisdómur gangi um dómkröfur þeirra í málinu.” Lögvarðir hagsmunir

  7. Lögvarðirhagsmunir • Spurningin um nauðsyn lögvarinna hagsmuna lýtur að sakarefninu eins og það er lagt fyrir í tilteknu máli. • H 171/2004 (skipulag Sjálandshverfis í Garðabæ) • Telja verður að stefnendur gætu haft sértæka hagsmuni af tilteknum þáttum varðandi skipulag Sjálandshverfis, sem þá teldust lögvarðir í skilningi laga, svo sem að því er varðar hæð húsa þar eða þætti sem áhrif hefðu á verðgildi fasteigna þeirra. Af hálfu stefnenda hefur ekki verið vísað til hagsmuna af þessu tagi. Málinu var vísað frá dómi. • H 459/2005 (Hellisheiðarvirkjun) • Kröfu um ógildingu á áliti kærunefndarinnar á skaðabótaskyldu O gagnvart T var vísað frá dómi þar sem álit nefndarinnar var ekki bindandi fyrir málsaðila að lögum. Lögvarðir hagsmunir

  8. Lögvarðirhagsmunir - dómar • H 1994.1451 (EES-samningurinn) • Málið var höfðað til viðurkenningar á því að í samningi um Evrópska efnahagssvæðið fælist framsal á stjórnarskrárbundnu valdi og að slíkt framsal yrði aðeins gert með því móti, að stefnanda gæfist kostur á, sem kjósanda til Alþingis, að koma að málinu. Hæstiréttur staðfesti frávísunarúrskurð héraðsdóms m.a. með eftirfarandi rökum: • „Samkvæmt 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 verða dómstólar ekki krafðir álits um lögfræðileg efni nema að því leyti, sem nauðsynlegt er til úrlausnar um ákveðna kröfu í dómsmáli. Krafa sóknaraðila er ekki lögvarin í skilningi 2. mgr. þessa ákvæðis og felur því í raun í sér beiðni um álit dómstóla án tengsla við úrlausn ákveðins sakarefnis. “ • Niðurstaðan í samræmi við hefðbundnar kröfur um nauðsyn lögvarinna hagsmuna. Lögvarðir hagsmunir

  9. Lögvarðirhagsmunir - dómar • H 52/2011 (Úthafsrækja) • Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem máli R hf. á hendur Í var vísað frá dómi. Í málinu krafðist R hf. þess að viðurkennt yrði með dómi að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefði verið óheimilt að ákveða ekki með reglugerð þann heildarafla sem veiða mætti af úthafsrækju á fiskveiðiárinu 2010 til 2011. Í úrskurði héraðsdóms, sem staðfestur var í Hæstarétti með vísan til forsendna hans, var talið að í viðurkenningarkröfu R hf. fælist krafa um að dómurinn léti í ljós álit sitt á lögfræðilegu ágreiningsefni án þess að leyst væri úr því hver réttarstaða R hf. væri í því samhengi og án þess að kveðið væri á um réttindi hans og hagsmuni sem hann hefði lýst að hann hefði af því að veiðar á úthafsrækju yrðu takmarkaðar á fiskveiðiárinu. Slík kröfugerð væri ekki tæk og fullnægði ekki því skilyrði að R hf. hefði lögvarða hagsmuni af úrlausn um kröfuna.Þar með væru ekki uppfyllt skilyrði 1. og 2. mgr. 25 gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sakarefnið ætti því ekki undir dómstóla og bæri með vísan til þess og 1. mgr. 24. gr. laganna að vísa málinu frá dómi Lögvarðir hagsmunir

  10. Lögvarðirhagsmunir • Geta menn þá þurft að brjóta lög til að geta látið reyna á túlkun þeirra eða hvort lögin t.d. standist stjórnarskrá ? • Oftast hægt að finna einhvern flöt á málshöfðun • Viðurkenningarkröfur geta stundum leyst málið Lögvarðir hagsmunir

  11. Lögvarðirhagsmunir • Krafan um nauðsyn lögvarinna hagsmuna getur leitt til þess að sakarefni sé búið til beinlínis í þeim tilgangi að fá dómstóla til að svara spurningum um lagatúlkun eða stjórnskipulegt gildi laga. • H 1997.3337. (Kvótamál) Í málinu lét stefnandi reyna á stjórnskipulegt gildi fiskveiðistjórnunarkerfisins. Dæmi um að vel hafi tekist til að þessu leyti. • H 2001.4126 (Sjómannaafsláttur) Ekki tókst eins vel til í þessu máli en í því vildi stefnandi láta reyna á stjórnskipulegt gildi sjómannaafsláttar en málinu var vísað frá dómi þar sem kröfugerðin var talin lögspurning í reynd. Lögvarðir hagsmunir

  12. Lögvarðirhagsmunir – danskurdómur • Dómur Hæstaréttar Danmerkur, 12. ágúst 1996.U 1996.1300 H. • Málið höfðuðu 12 einstaklingar til þess að láta reyna á stjórnskipulegt gildi Maastrichtsamningsins. Stefnendur töldu sig hafa, sem danskir ríkisborgarar, nægjanlegra lögvarinna hagsmuna að gæta. Hæstiréttur féllst á það og hratt frávísunarúrskurði Eystri landsréttar. Í dóminum segir m.a.: • Der er således ikke realistiske processuelle alternativer til sagsøgernes anerkendelsessøgsmål, hvis sagsøgerne skal have mulighed for at opnå en dansk retsafgørelse af spørgsmålet om grundlovens grænser, og det må indgå med betydelig vægt ved afgrænsningen af begrebet retslig interesse. Domstolen må derfor nødvendigvis slække på det - i forhold til udenlandske forfatninger - strænge og rigoristiske aktualitetskrav, der hidtil sædvanligvis har væreet opstillet i retspraksis. Lögvarðir hagsmunir

More Related