1 / 18

Kína á 20. öldinni

Kína á 20. öldinni. Frá upplausn til alþýðulýðveldis Bls. 148-153. Kína um aldamótin 1900. Um aldamótin 1900 var ástandið í Kína að flestu leyti afar slæmt Vestræn ríki, s. s. England, Þýskaland, Bandaríkin o. fl. höfðu skipt ríkinu í áhrifasvæði og réðu þar því sem þeir vildu

dinah
Download Presentation

Kína á 20. öldinni

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Kína á 20. öldinni Frá upplausn til alþýðulýðveldis Bls. 148-153

  2. Kína um aldamótin 1900 • Um aldamótin 1900 var ástandið í Kína að flestu leyti afar slæmt • Vestræn ríki, s. s. England, Þýskaland, Bandaríkin o. fl. höfðu skipt ríkinu í áhrifasvæði og réðu þar því sem þeir vildu • Öll alþýðan hataði útlendingana en ekki síður keisarastjórnina sem hafði engin tök á ástandinu • Aldamótaárið braust síðan út mikil uppreisn sem beindist einkum gegn útlendingum, félagsskapurinn sem hratt henni af stað kenndi sig við hnefa og þaðan tók uppreisnin nafn og var nefnd boxarauppreisnin Valdimar Stefánsson 2007

  3. Boxarauppreisnin • Í Peking voru erlendir diplómatar drepnir af uppreisnarmönnum, trúboðar voru víða teknir af lífi sem og kristnir kínverjar • Vesturveldin brugðust við með því að senda fjölmennt herlið á vettvang sem braut uppreisnina á bak aftur með miklu harðræði og manndrápum • Kínverjar þurftu að sæta afarkostum og greiða Vesturveldunum himinháar skaðabætur • Afleiðingarnar urðu því vatn á millu þjóðernissinna sem juku í kjölfarið fylgi sitt meðal þjóðarinnar en keisarastjórnin veiktist að sama skapi • Dagar keisarastjórnarinnar voru taldir Valdimar Stefánsson 2007

  4. Lýðveldið Kína • Til forystu fyrir lausbeisluðu bandalagi þjóðernissinna valdist læknirinn Sun Yat-sen en takmark hans var að koma á lýðveldi í Kína • Árið 1912 var gerð uppreisn gegn keisarastjórninni og í þetta sinn heppnaðist hún og 4000 ára keisaraveldi lauk • Nýr flokkur þjóðernissinna, Guomindang, kaus Sun Yat-sen sem fyrsta forseta lýðveldisins • Nú leit loks út fyrir að Kína færi að rétta úr kútnum en annað kom á daginn því Vesturveldin studdu hershöfðingjann Yuan Shih-kai til valda en hann var í raun óháður stríðsherra sem lét það verða sitt fyrsta verk að banna starfsemi Guomindangs Valdimar Stefánsson 2007

  5. Timabil stríðsherranna • Eftir dauða Yuan Shih-kai árið 1916 tók við tímabil stríðsherranna • Kína skiptist upp í fjölmörg svæði og réði einn stríðsherra yfir hverju þeirra í krafti eigins hers og með stuðningi landeigenda og útlendinga • Ríkisstjórnin í Peking varð nánast valdalaus og oftast nær undir stjórn einhvers stríðsherrans • Hagur alþýðunnar versnaði enn og nú tóku hugmyndir kommúnista að skjóta rótum í landinu • Sovétríkin urðu vinsæl meðal þjóðarinnar og Sun Yat-sen sneri úr útlegð frá Japan og tók að endurreisa flokk sinn og her með aðstoð Sovétmanna og Kommúnistaflokkur Kína rann samanvið Guomindang Valdimar Stefánsson 2007

  6. Chiang Kai-shek kemst til valda • Sun Yat-sen lést árið 1925 en tveimur árum síðar náði Guomindang völdunum á ný og myndaði ríkisstjórn í Nanking • Sá sem tók við völdum af Sun Yat-sen hét Chiang Kai-shek og fljótt kom í ljós að honum hugnaðist ekki sú vinstri slagsíða sem kominn var á flokkinn • Í apríl 1927 stóð hann fyrir fjöldamorðum á kommúnistum í Shanghai þar sem þúsundir manna voru myrtir • Skömmu síðar hafði Chiang Kai-shek tekist að hreinsa Guomindang af öllum kommúnískum áhrifum og Guomindang varð eini löglegi flokkur landsins og Chiang í raun einræðisherra Valdimar Stefánsson 2007

  7. Innrás Japana • Í fyrstu naut Chiang nokkurs fylgis meðal landsmanna en það breyttist fljótt þegar einræðistilburðir og spilling nýju stjórnarinnar komu í ljós • Árið 1931 réðust Japanir inn í Mansjúríu, nyrsta hérað Kína, lögðu það undir sig og nefndu Mansjúkó en Chiang gerði lítið til að hindra það • Fimm árum síðar héldu Japanir síðan áfram að leggja undir sig Kína en stjórn Guomindangs flúði undan innrásarliðinu lengra inn í landið • Chiang virtist greinilega meira í mun að útrýma kommúnistum úr Kína en losa landið við innrásarherinn og varð það til að grynnka enn á fylgi hans Valdimar Stefánsson 2007

  8. „Gangan mikla“ • Þrátt fyrir ofsóknir Guomindangs hafði kommúnistum tekist að ná árangri á víðáttumiklu svæði í Suðvestur-Kína þar sem þeir höfðu eigin stjórn • Vegna sífelldra árása þjóðernissinna ákváðu kommúnistarnir að flytja sig um set yfir í norðurhluta landsins • Þessi aðgerð var nefnd „Gangan mikla“ og lauk henni 1935 er leifar af fylkingu kommúnista náði til Yenan í Norður-Kína undir forystu Maó Tsetung • Kommúnistar efldust fljótt í Yenan, m. a. vegna harðar andstöðu þeirra við innrásarher Japana Valdimar Stefánsson 2007

  9. Samvinna á stríðsárunum • Stuðningur við kommúnista fór því vaxandi en tiltrú Kínverja á Chiang Kai-shek og Guomindang minnkaði enn • Flestir kínverjar töldu það rangt að verja kröftunum í borgarastyrjöld meðan japanski herinn réð stórum hluta landsins • Kommúnistar buðu jafnan samstarf gegn hinum sameiginlega óvini en Chiang hafnaði því jafnharðan uns samherjar hans þvinguðu hann til að skipta um skoðun • Á árunum 1937-1945 unnu því þjóðernissinnar og kommúnistar saman gegn Japönum en mun meira mæddi þó á kommúnistum í bardögum og hlutu þeir fyrir það meiri stuðning landa sinna Valdimar Stefánsson 2007

  10. Alþýðulýðveldið Kína • Strax að styrjöldinni lokinni hófst borgarastríðið á nýjan leik • Chiang Kai-shek fékk gífurlega aðstoð frá Bandaríkjunum sem vildu alls ekki að Kína yrði kommúnismanum að bráð • En stjórn þjóðernissinna var löngu rúin trausti alþýðunnar og jafnvel sinna eigin hermanna sem gengu unnvörpum kommúnistum á hönd • Árið 1949 var svo öllu lokið og Chiang flúði ásamt félögum sínum til Taívan en meginland Kína var sameinað undir stjórn kommúnista • Óumdeildur leiðtogi hins nýja alþýðulýðveldis var Maó Tsetung Valdimar Stefánsson 2007

  11. Kommúnistastjórnin í Kína • Kínverska byltingin var fyrsta kommúnistabyltingin sem heppnaðist frá því í Rússlandi 1917 og hefði mátt ætla að Sovétmenn væru himinlifandi en það var aðeins á yfirborðinu • Kínverskir kommúnistar sættu sig ekki við að taka við fyrirmælum frá Moskvu en Sovétmenn litu á sig sem óskoraða leiðtoga kommúnismans • Vináttusamningur ríkjanna var þó staðfestur og Sovétmenn sendu fjölda ráðgjafa til Kína • Á Vesturlöndum var kommúnistastjórninni í Kína ekki fagnað og hún fékk ekki aðgang að Sameinuðu þjóðunum fyrr en nokkrum áratugum síðar en stjórn Chiangs á Taívan hélt sæti Kína fram að því Valdimar Stefánsson 2007

  12. Kommúnistastjórnin í Kína • Kommúnistar tóku þegar til við að endurreisa þjóðfélagið eftir eyðileggingu stríðsins • Bændur voru látnir ganga í stór samvinnufélög sem áttu að vera sjálfum sér næg um flest og framleiða að auki vörur og afurðir sem ríkið ákvað • Hin byltingarsinnaða hugmyndafræði Maós skyldi vera kínverskri alþýðu leiðarljós inn í framtíðina • Öllum andstæðingum kommúnismans var miskunnarlaust útrýmt og engin andstaða við flokkinn var liðin Valdimar Stefánsson 2007

  13. „Stóra stökkið“ • Árið 1958 var nýrri herferð hrundið af stað og samvinnufélögin sameinuð í risastórar alþýðukommúnur • Ætlun Maós var að koma Kína inn í nútímann með því að margfalda iðnaðarframleiðslu jafnframt aukningu í landbúnaði • Herferðin var nefnd „Stóra stökkið fram á við“ og mistókst hrapalega • Miljónir manna létust úr hungursneyð sem herferðin var beinn valdur að • Eftir þetta ákvað Maó að láta eitthvað af völdum sínum í hendur raunsærri manna Valdimar Stefánsson 2007

  14. Kína einangrast • Í utanríkismálum kom til uppgjörs á milli Kína og Sovétríkjanna • Kínverskir kommúnistar höfnuðu afhjúpunum Khrústsjovs á Stalín og töldu að Sovétmenn væru búnir að gleyma hugsjónum marx-leninismans • Vinslitin við Sovétríkin einangruðu Kína á alþjóðavettvangi og einungis kommúnistar í Albaníu fylgdu Kínverjum að málum • Vaxandi persónudýrkun á Maó formanni leiddi meðal annars til þess að önnur ríki höfnuðu öllu samstarfi við Kína Valdimar Stefánsson 2007

  15. Menningarbyltingin • Árið 1966 hóf Maó nýja herferð sem nefnd var menningarbyltingin • Hugsunin á bak við hana var meðal annars sú að byltingarástand yrði viðvarandi ástand í kínversku samfélagi • Tengja átti alþýðuna, flokkinn og herinn í eitt ósigrandi byltingarafl • Helstu þátttakendurnir í menningarbyltingunni voru rauðu varðliðarnir, milljónir ungmenna sem lyftu persónudýrkuninni á Maó upp í nýjar hæðir • Íhaldssömum flokksmönnum var ýtt út í kuldann og róttækni varð skylda sérhvers kommúnista Valdimar Stefánsson 2007

  16. Menningarbyltingin • Mennta- og vísindamenn og fólk í stjórnunarstöðum varð einkum fyrir barðinu á rauðu varðliðunum • Milljónir manna þurftu að standa frammi fyrir skríparéttarhöldum og margir voru teknir af lífi • Mikill fjöldi fólks var sent út í sveitirnar í pólitíska endurhæfingu en Maó hélt því fram að réttar hugmyndir yrðu eingöngu til í striti sveitalífsins • Bókasöfn voru eyðilögð, sem og ýmsar ævagamlar fornminjar og öll erlend áhrif fordæmd sem úrkynjun Valdimar Stefánsson 2007

  17. Deng Xiaoping • Í raun var menningarbyltingin aðferð Maós til að losa sig við íhaldsamari og raunsærri valdamenn í flokknum • Menningarbyltingin var blásin af að nokkrum árum liðnum en þá hafði Maó í raun misst tökin á henni • Maó féll frá árið 1976 og þá náðu íhaldsmenn undirtökunum í flokknum • Helsti leiðtogi þeirra Deng Xiaoping breytti áherslum mjög mikið, iðnaður var stórefldur, landið opnað fyrir erlenda fjárfestingu og dregið úr miðstýringu Valdimar Stefánsson 2007

  18. Mannréttindamál • Í mannréttindamálum hafa kínverskir valdamenn verið tregari til breytinga • Mikla athygli vakti þegar hernum var beitt gegn friðsamlegum mótmælum námsmanna á Torgi hins himneska friðar árið 1989 og féllu þar mörg hundruð námsmenn • Þrátt fyrir þrýsting frá alþjóðasamfélaginu hafa valdamenn hunsað allar kröfur um bætt ástand í mannréttindamálum • Möguleikar kínverska markaðarins hafa einnig leitt til þess að leiðtogar frjálsra ríkja hafa horft framhjá þeirri kúgun sem kínverskir kommúnistar beita á þjóð sína og ekkert bendir svo sem til þess að það eigi eftir að breytast á næstunni Valdimar Stefánsson 2007

More Related