1 / 9

13.kafli

13.kafli. svör. 1. Stefna í málefnum tungumáls sem þjóð hefur sammælst um, oft á löngum tíma. Þannig er oft um að ræða viðhorf og hefðir í umgengni og notkun málsins en einnig ákvarðanir sem teknar eru, af málnotendum, stofnunum og stjórnvöldum. Íslensk málstefna er þríþætt:

chibale
Download Presentation

13.kafli

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. 13.kafli svör

  2. 1. Stefna í málefnum tungumáls sem þjóð hefur sammælst um, oft á löngum tíma. Þannig er oft um að ræða viðhorf og hefðir í umgengni og notkun málsins en einnig ákvarðanir sem teknar eru, af málnotendum, stofnunum og stjórnvöldum.

  3. Íslensk málstefna er þríþætt: • A. Að halda við einkennum tungunnar, einkum beygingum og setningaskipan. • B. Að styrkja samhengi í þróun málsins frá elstu tíð þannig að gamlar bækur verði aðgengilegar ungu fólki á hverjum tíma með hæfilegum skýringum á orðaforða. • C. Að vöxtur orðaforðans sé sem mest af íslenskum orðstofnum, en tökuorð séu löguð íslensku hljóð-og beygingakerfi.

  4. 2. Ari fróði (12.öld) skrifaði á íslensku en ekki latínu sem var þá mál lærðra manna. Hann setti þarna fordæmi sem margir fylgdu upp frá því þegar íslensk fræði voru sett á bók, t.d. eru Íslendingasögur á íslensku.

  5. Fyrsti málfræðingurinn lýsti hljóðkerfi íslenskunnar í ritgerð sem hann skrifaði á 12.öld. Þannig er hann mikilvæg heimild um fornan framburð. En hann bætti líka sérhljóðatáknum (stöfum) inn í latínustafrófið sem notað var hér svo að auðveldara yrði að skrifa íslenskt mál niður.

  6. Jónas Hallgrímsson (fyrri hluti 19.aldar) var öflugur nýyrðasmiður, listaþýðandi og listaskáld. Hann skrifaði t.d. um raunvísindi og skáldskap og þurfti þá að búa til orð og aðlaga erlend orð íslenskunni til að koma nýjum hugmyndum til skila. Hann endurnýjaði forna bragarhætti og nýtti fyrstur marga erlenda sem ekki voru kunnir hér heima.

  7. Guðbrandur Þorláksson Hólabiskup (16.öld og byrjun 17. aldar) gaf Biblíuna út á íslensku. Þetta var fyrsta heildarútgáfa hennar á íslensku. Áhersla var lögð á að málið á Biblíunni væri sem lausast við erlend áhrif (dönsk-þýsk áhrif voru t.d. mikil í máli embættismanna á þessum tíma og lengi síðar). Fyrirmyndir að stíl voru sóttar til fornritanna frá 12.-14. öld og þessi þýðing lagði grunninn að kirkjumáli næstu alda á eftir.

  8. Alþýðufólk talaði ekki eins dönsku- og þýskuskotið mál og embættismennirnir. Hjá alþýðufólki varðveittist tungutak sem fylgt hafði þjóðinni frá upphafi og sprottið var úr veruleika hennar, í þjóðsögum og þjóðtrú, kvæðum og lífsbaráttu. Þannig má segja að alþýðufólk hafi talað upprunalegri íslensku meðan embættismenn töluðu og skrifuðu mál sem var mengaðra af erlendum áhrifum.

  9. Upplýsingarmenn (18.öld) þýddu og gáfu út fræðsluefni um tækni og framfarir í atvinnulífi og lögðu áherslu á að það væri á alþýðlegu og góðu máli. Gáfu út tímarit á íslensku með margbreytilegu efni, allt frá fræðslu um landbúnað til heimsbókmennta.

More Related