130 likes | 306 Views
Námsefnissýning. 16.Ágúst 2012 Menntavísindasvið HÍ. LÍFSLEIKNI Listin að vera leikinn í lífinu Handbók í lífsleikni. María Jónasdóttir, höfundur www.allir.is. Tilgangur handbókar.
E N D
Námsefnissýning 16.Ágúst 2012 Menntavísindasvið HÍ
LÍFSLEIKNI Listin að vera leikinn í lífinu Handbók í lífsleikni María Jónasdóttir, höfundur www.allir.is
Tilgangur handbókar Lífið virðist flókið en er í raun einfalt – það erum bara við manneskjurnar sem erum að flækja það! Þessi handbók er tilraun til að setja hlutina fram á einfaldan og aðgengilegan hátt til að ná fram betri skilningi á sjálfum okkur og öðrum, lífinu og tilverunni og hvað það er sem við getum gert til að auðvelda og einfalda okkar daglega líf. Við erum í raun öll nemendur hér á jörðinni – við erum öll að leggja okkur fram við að læra á lífið! Í bókinni eru settar fram fjölmargar leiðir til að verða hæfari, skilvirkari, betri og hamingjusamari manneskja og með því verða virkari þátttakandi í að skapa hamingjusamara samfélag, öllum til aukinnar velferðar
Hversvegna var bókin skrifuð? Draumur í október 2009: Dreymdi að ætti að skrifa leiðsagnarrit fyrir nemendur hér á jörð, fólk. Hef verið leidd í gegnum skrifin – “fékk ekki leyfi” til að gefa hana út fyrr en hún var tilbúin! Útlit bókar í samræmi við útlit bókar í draumi
Inn á hvaða málaflokka kemur bókin? Siðfræði Félagsfræði Sálfræði Menntun í margvíslegum skilningi þess orðs Heimspeki Vísindi Andlega og líkamlega vellíðan Trú og trúarbrögð – sameiginlegir þættir
Fyrir hverja er bókin? Kennara á öllum skólastigum Nemendur, upp að unglingastigi undir leiðsögn Nemendur, frá unglingastigi og upp úr Leiðbeinendur / leiðsagnaraðila Foreldra Almenning
Hvernig er hægt að nota bókina? Sem uppfléttirit Tilbúnar aðferðir í fjölbreyttum viðfangsefnum Hægð að aðlaga aðferðir að öllum aldri Grípa ofan í hér og þar eða lesa í gegn frá a-ö Heildarmynd bókarinnar skýrist smám saman eftir því sem meira er lesið!
Hvar er hægt að nota bókina? Í skólastofunni, nýta tilbúnar aðferðir á staðnum Í skólastofunni, vinna með ákveðna kafla í t.d. Þemavinnu Í skólastofunni, taka fyrir ákveðna málaflokka og vinna ítarlegri verkefni út frá þeim – hugmyndabanki. Nemendur geta nýtt bókina sem hugmyndabanka til að velja sér ritgerðarefni, úrvinnsluefni og sem leiðsagnarrit í t.d. félagsfærni. Hægt er að nýta bókina sem grunn í öllum fögum – lífsleiknigrunnur er grunnur að velferð og getur því aðstoðað kennara í öllum fögum til að hjálpa nemendum við að verða leiknari í lífinu og þar með einbeittari og hæfari í því að takast á við viðkomandi fag! Hjá stofnunum, hjá leiðbeinendum, á vinnustað og inn á heimilum.
Hvar er hægt að nálgast bókina? Í bókaverslun Eymundsson um land allt, www.eymundsson.is – smásala. Hjá Griffli, Skeifunni Reykjavík – smásala. Hjá Leturprent, útgáfuaðila og prentsmiðju, www.leturprent.is - heildsala stærra upplags.
Hvar er hægt að fræðast meira? Fastir fyrirlestrar / námskeið Allann veturinn 2012 – 2013 Fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði, frá byrjun september 2012 – byrjun maí 2013. Klukkan 20.00 – 20.15 Hjá Andartaki, www.andartak.is, Skipholti 29a, Reykjavík. Í hverjum fyrirlestri er farið í efni úr bókinni, hver fyrirlestur verður einnig aðlagaður að fyrirspurnum úr sal og umfjöllum um þau málefni sem berast á staðnum hverju sinni. Þannig að á hverjum fyrirlestri breytist umfjöllunarefnið!
Hvar er hægt að fræðast meira? Umbeðnir fyrirlestrar / námskeið Fyrir kennara Fyrir nemendur Fyrir hópa, stofnanir og félagasamtök Fyrir áhugasama – allir geta notið góðs af!
Nánari upplýsingar? Glærur þessa fyrirlestrar fara inn á heimasíðuna www.allir.is. Þær verða til að byrja með á forsíðunni og verða síðan færðar undir liðinn ALLIR.is – RÁÐGJÖF, næst efst í vinstra horninu. Upplýsingar um fyrirlestra /námskeið / viðburði fara inn á heimasíðuna www.allir.is Hægt er að setja sig á póstlista inn á heimasíðu www.allir.is, efst í vinstra horninu, og fá þannig sendar upplýsingar um fyrirlestra, námskeið og viðburði.
LÍFSLEIKNI Listin að vera leikinn í lífinu Handbók í lífsleikni María Jónasdóttir Netfang: maria.jonas@simnet.is Sími: 858-5900 Heimasíða: www.allir.is