1 / 30

Kafli 2 - etnógrafían

Kafli 2 - etnógrafían. 1. Þátttökuathugun. Malinowski á Trobríand Áhersla á heildræna nálgun. 2. Kort af Trobríand úr dagbók Malinowski. 3. Aðferðafræði Malinowski. Þrjú grundvallaratriði: V ísindaleg afstaða til markmiða og þekkingar á aðferðum.

aqua
Download Presentation

Kafli 2 - etnógrafían

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Kafli 2 - etnógrafían 1

  2. Þátttökuathugun Malinowski á Trobríand Áhersla á heildræna nálgun 2

  3. Kort af Trobríand úr dagbók Malinowski 3

  4. Aðferðafræði Malinowski Þrjú grundvallaratriði: Vísindaleg afstaða til markmiða og þekkingar á aðferðum. Góð vinnuaðstaða, að mannfræðingurinn búi meðal fólksins fjarri öðrum hvítum mönnum. Nauðsyn þess að beita margvíslegum aðferðum. 4

  5. Aðferðir frh. Þrír megin flokkar mannfræðiupplýsinga: hvað fólk segist gera hvað fólk gerir í rauninni hvernig/hvað fólk hugsar um gjörðir sínar (goðsögur, mýtur osfrv.) 5

  6. Malinowski – Lokatakmark rannsakandans... Grasp the native’s point of view, his relation to life, to realize his vision of the world 6

  7. Aðferð í hnotskurn: Mannfræðingurinn á að dvelja í að minnsta kosti eitt ár, helst tvö, á vettvangi, sökkva inní samfélagið sem hann er að kanna, læra tungumálið og taka þátt í daglegum athöfnum. Mannfræðingurinn á að vissu leiti að verða einn af hópnum, að geta séð menninguna innan frá 7

  8. Síða úr umdeildri dagbók Malinowskis 8

  9. Hagnýting mannfræðinnar í nýlendum og í stríði Dæmi: E.E. Pritchard (reyndar meðal Zande á myndinni) skoðaði Núer fólkið sem nýlendustjórnvöld höfðu mikinn áhuga á að skilja betur. Á tímum seinni heimstyrjaldarinnar þjálfaði hann meðlimi Anuak fólksins til að berjast gegn ítölskum hermönnum í Súdan 9

  10. Málsvaramannfræði (advocacy anthropology) Dæmi: Hindmarsh-eyju brúin. Í Suður-Ástralíu komu fram kröfur frá samfélagi innfæddra af Ngarrindjeri ættbálkinum um að stöðva byggingu brúar sem þeir töldu skemma heilaga staði á eyjunni. Teiknimynd úr áströlsku blaði ’95 birtist sýn margra Ástrala á innfædda og stuðningsmenn þeirra 10

  11. Vettvangurinn ekki lengur bara framandi – heima mannfræði Dæmi: Hortense Powdermaker var leiðandi í rannsóknum á eigin samfélagi. Fyrst samfélag blökkumanna í kringum Mississippi og svo meðal kvikmyndagerðamanna í Hollywood 11

  12. Mannfræðingar frá fyrrum nýlendum Dæmi: Prakash Reddy frá Indlandi gerði sína þátttökuathugun í litlu dönsku þorpi 12

  13. Annarskonar vettvangar: Björg Star Wars Galaxies 13

  14. Hvað er þátttökuathugun? „Besta” eigindlega aðferðin Þá upplifum við sjálf það sem gerist en þurfum ekki að fara í gegnum aðra. Viðtöl eru praktískari en þátttökuathugun gefur “réttari” niðurstöðu. Gott að nota báðar aðferðir saman. Áhersla á réttmæti (að gögnin gefi raunverulega innsýn inn í líf fólks) ekki alhæfingargildi (yfir á stærra þýði) eða áreiðanleika (að geta endurtekið rannsóknina) 14

  15. Spurningin Rannsóknarspurningin er stór höfuðverkur Er hún geranleg? Er hún ‘söluvænleg’? Aðleiðsla - Ekki fara af stað með tilgátur til að sanna eða afsanna Verið opin fyrir því að rannsóknarspurningin kunni að breytast 15

  16. Aðgengi Hversu erfitt? Hversu viðkvæmt? Hversu vel þarftu að falla inn í hópinn? Er betra að þekkja til samfélagsins eða er best að fara á mjög framandi stað? Hliðarverðir og lykil þátttakendur 16

  17. Bláeyg á vettvangi Lesa samt um samfélagið/efnið Valin skynjun? Láta það ekki hafa áhrif á hvernig þú sérð hlutina – er það hægt? Vera meðvituð um hvaða áhrif þinn bakgrunnur kann að hafa á hvernig þú sérð hlutina – speglun (reflexivity) 17

  18. Áhrif þín á þátttakendur Breytir vera þín eitthvað niðurstöðunum? Hættir vera þín einhvern tíma að skipta máli? Er þetta eitthvað sem ég ætti að hafa áhyggjur af út frá siðferðislegum þáttum? Hafa þau eitthvað gagn eða ógagn af veru þinni? Hvaða áhrif hafa þættir eins kyn, kynþáttur, aldur, stétt, menntun osfrv á það hvaða upplýsingar þú færð? Færðu kannski táknræna stöðu? 18

  19. Stig þátttöku Fluga á vegg Engin samskipti við þátttakendur í rannsókn Þeir sem eru rannsakaðir vita jafnvel ekki af því Könnuður sem þátttakandi (Observer as participant) Rannsakandi forðast að hafa áhrif á þátttakendur í rannsókn Spyr við og við til að fá skýringar á því sem fram fer. Þátttakandi sem könnuður (Participant as observer) Þátttakendur fá alla vitneskju um fyriráætlun rannsakanda. Rannsakandi leggur áherslu á tengsl á vettvangi Full þátttaka Rannsókn unnin undir fölsku flaggi 19

  20. Að gera þátttökuathugun Gæta þess að ætla sér ekki að vera of lengi, ca. 1 klst. er nóg í fyrstu athugun. Margir upplifa vandræðagang í upphafi og eru óöruggir. Mikilvægt að hafa samið vel um veru sína fyrirfram. Gæta þess að taka ekki að sér of mikla vinnu, þannig að maður lokist af. Að byrja á að fá tilfinningu fyrir staðnum, yfirlit yfir hann. Reyna að komast afsíðis og punkta hjá sér, teikna yfirlitsmynd eða annað sem hjálpar til við að muna. 20

  21. Tengsl við þátttakendur Leiðir til að öðlast traust: Finna leiðir til að aðstoða þátttakendurna Finna eitthvað sameiginlegt Virka auðmjúkur en ganga ekki of langt í að leika hlutverk Mynda tengsl við þá sem aðrir bera virðingu fyrir á staðnum Átta sig á tungumáli og viðteknum venjum; gera þær að sínum, en samt innan skynsamlegra marka. 21

  22. Skráning nótna Mikilvægt er að skrá niður allt það sem mögulega getur skipt máli, frekar meira en minna. Skráið niður strax að lokinni þátttökuathugun, þá eru atburðir ferskastir í minninu og ekki ræða um hana við neinn fyrr en skráningu er lokið. Mikil nákvæmni er nauðsynleg Góð rannsókn byggist á nákvæmri skráningu hrágagna Það sem ekki er ritað gerðist aldrei Skrá ALLT. Það skiptir allt máli. 22

  23. Hverju á að lýsa? Hverju á að beina athygli að? Fólki. Það gefur okkur aukinn skilning að lýsa útliti fólks vel í nótum Samræðum milli fólks. Ef við munum ekki orðrétt er hægt að segja: „Hann sagði eitthvað á þá leið ...” Staðnum og aðstæðum. Atburðum og merkingu þeirra. Athöfnum fólks og hvernig þú tókst þátt í þeim. Samhengi Forsendum, venjum og siðum Tilfinningum (þínum eigin og annarra (erfiðast)) 23

  24. Að muna það sem gerðist Vera vakandi, með virka hlustun, horfa, einbeita sér að því sem fyrir augu og eyru ber. Skipta reglulega á milli breiðs og þröngs sjónarhorns. Horfa á heildarmyndina og svo þröngt, o.s.frv. Hlusta eftir „lykilorðum” sem hægt er að hengja minnisatriði á. Muna vel það fyrsta og það síðasta í samræðum. Auðveldar að muna allt sem kom á milli. Endurspila atburði og samræður í huganum. Fara af staðnum þegar við getum ekki munað meira Skrifa vettvangsnótur STRAX 24

  25. Að muna … Teikna yfirlitsmynd Setja sjálfan sig inn í myndina og rifja upp hvernig maður hreyfði sig um. Lesa yfir og bæta inn því sem hefur gleymst. Nýta sér aðstæður til að skrá hjá sér eða tala inn á upptökutæki T.d. ef við erum stödd á fundi eða þar sem aðrir eru með penna og blað, þá stingur ekki í stúf að við gerum það líka. Nýta salernisferðir til að tala inn á upptökutæki það sem hefur gerst fram til þeirrar stundar. 25

  26. MINNISPUNKTAR Staðurinn Fólkið Athafnir Hlutir Viðburðir Tímaröð Tilfinningar 26

  27. Að setja upp nótur Forsíða Yfirlitsmynd sem hægt er að vísa í inn í lýsingum á atburðum. Breiðari spássía öðru megin Brjóta texta tiltölulega oft upp með einu bili. Setja beinar tilvísanir í orð þátttakenda í gæsalappir. 27

  28. Skráning nótna GERA AFRIT af skránni. Setja A.R. (Athugasemdir Rannsakanda) í sviga og aðskilja frá öðrum texta. Aðskilja hugleiðingar frá lýsingum. Hugleiðingar eiga heima í A.R. Skrifa í tímaröð það sem gerðist, ekki draga saman eða leggja mat. Reyna að halda hlutleysi og segja frá því sem þið sáuð og heyrðuð. Það eru gögn. Muna: Það sem ekki er skráð eru ekki gögn. Skrifa meira en minna. 28

  29. Dæmi um aðferðir á vettvangi Lífssögur (life histories) – þátttakendur segja eigin sögur Atburðagreining – fylgst með einhverju gerast og fólk síðan spurt út í atburðinn Kortagerð – umhverfi og/eða tengsl fólks sett fram á myndrænan hátt Spurningakönnun – kerfisbundin athugun á einhverju þýði eða úrtaki Ættrakning – fjölskyldutengsl teiknuð upp Greining félagsneta – félagsleg tengsl teiknuð upp Táknfræði (Ethnosemantics) – skráning á því hvernig viðmælendur flokka heiminn með ákveðnum orðaforða Efnismenning greind 29

  30. Dæmi um aðferðir á vettvangi Skráning með hljóði eða/og myndum Sögusöfnun – goðsögum, bröndurum, dæmisögum o.s.frv. Menningarsaga – hvaða áhrif höfðu miklar breytingar á samfélagið (t.d. félagslegar, náttúrulegar eða tæknilegar) Skjalagreining – öll skrifuð gögn sem kunna að snerta rannsóknarefnið Viðtöl við lykilþátttakendur Rýmisrýni (proxemics) – hvernig fólk notar rými í félagslegum samskiptum Læra (á) tungumál – sumir mannfræðingar vinna í samfélögum þar sem tungumálið hefur ekki verið skráð niður og jafnvel þótt tungumál séu skrifuð niður í orðabækur eru þau oft notuð á annan máta en kemur þar fram 30

More Related