1 / 12

Ópíumstríðin og utanríkissamningar Kínverja

Ópíumstríðin og utanríkissamningar Kínverja. Háskóli Íslands KIN201G - Saga Kína II - vor 2010 Geir Sigurðsson, Jón Egill Eyþórsson. Qing veldið á 19. öld. Qianlong fellur frá 1799, Jiaqing tekur við (til 1820), síðan Daoguang (til 1850)

Download Presentation

Ópíumstríðin og utanríkissamningar Kínverja

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Ópíumstríðin og utanríkissamningar Kínverja Háskóli Íslands KIN201G - Saga Kína II - vor 2010 Geir Sigurðsson, Jón Egill Eyþórsson

  2. Qing veldið á 19. öld • Qianlong fellur frá 1799, Jiaqing tekur við (til 1820), síðan Daoguang (til 1850) • Áhyggjur menntamanna af virkni stjórnsýslukerfisins taka að vakna • Sumir taka jafnvel að draga konfúsíusarhyggju í efa • En gagnrýni voru settar þröngar skorður • Fjölgun iðjulausra menntamanna hafði samt hvetjandi áhrif á gagnrýni

  3. Tvö dæmi • Gong Zizhen 龚自珍 (1791-1841) • Gagnrýndi • Spillingu • Gagnslausa og úrelta siði • Lagakerfið • Misskiptingu auðs • Fótabindingar kvenna • Ópíumneyslu • Viðskipti við útlendinga • Hong Liangji洪亮吉(1746-1809) • Benti á • Fólksfjölgun • Ótempraðan munað borganna • Spillingu héraðsstjórna • Galla við stefnu Qianlong • Dæmdur til dauða en síðar náðaður

  4. Útlendingafælni Qing-veldisins • Trúboðum úthýst endanlega 1724 • Samskipti og viðskipti við útlendinga einskorðuðust áfram við útjaðar Kínaveldis • Lítill eða enginn áhugi á viðskiptum við Evrópubúa: • Guangzhou (Kanton) var eina höfnin sem opin var Evrópumönnum eftir 1759 • Tilboði Macartneys lávarðs um aukin við- og samskipti hafnað 1793 • Sambærilegu tilboði Amherst lávarðs hafnað á óvægnari hátt 1816

  5. Qing hélt andliti í Mið-Asíu undir þvingunum erlendra viðskiptaafla (Kokand, nú Úsbekistan), en þurfti þó að gefa eftir í samningum til að halda friðinn

  6. Ópíumvandinn • Óhagstæður viðskiptahalli Breta gagnvart Kínverjum • Ópíum innflutt frá Indlandi, fyrst með Portúgölum, síðan með Austur-Indíafélaginu til að stemma stigu við hallanum • Kínverjar féllu fyrir ópíumi og eftirsókn í það jókst hratt (þrátt fyrir bann) • Viðskiptahallinn snerist við • 1729, 200 kistur; 1790, 4000 kistur; 1835, 30000 kistur; 1838, 40000 kistur; 1858, 70000 kistur • Gekk á silfurforða Qing-veldisins • Síðar var ópíum einnig ræktað í Kína

  7. Fyrirkomulag viðskipta við sjóskrælingjana • Eftir 1759 varð til svonefnt „Kanton-kerfi“ sem takmarkaði umfang viðskipta • „Cohong“ (gonghang公行)fyrirtækin voru milliliðir keisarastjórnar og erlendra kaupmanna • Tollstjórinn í Kanton (hoppo) var fulltrúi keisarastjórnar • Hoppoinn gerði út á Cohong sem þar af leiðandi varð skuldugt gagnvart Bretum og fór raunar oft á hausinn

  8. Aðdragandi ópíumstríðsins 1839 • 1834 Austur-Indíafélagið svipt einokunarstöðu • Bretar fara fram á diplómatískt jafnræði • 1839 hafnað af kínverskum stjórnvöldum og Lin Zexu林则徐 sendur til Guangzhou til að leggja hald á ópíumbirgðir og eyða þeim

  9. Bardagar 1840-42 • Bretar sendu flota á vettvang í júní 1840 • Gufuknúin skip Breta gjörsigruðu kínversku skipin • Héldu upp með ströndinni allt til Tianjin í september • 1841 kom annar floti og sigldi inn í Yangzi á til Nanjing í ágúst 1842 • Kínverjar áttu aldrei svar við þessum árásum

  10. Nanjing„sáttmálinn“ 1842 • Úrlendisréttur (extraterritoriality), útlendingar óháðir lögsögu landsins • Skaðabótagreiðslur • Hóflegir tollar og bein samskipti við tollgæsluliða • Bestukjaraákvæði (most-favoured-nation) • Fullt viðskiptafrelsi, engin einokun, Cohong-kerfið fellt niður • Jafnræði og virðing í gagnkvæmum tilvísunum þjóðanna • Viðskiptahafnir • Guangzhou • Fuzhou • Xiamen • Ningbo • Shanghai • Eyðieyjan Hong Kong gefin Bretum • Sendiráð sett á stofn í Peking (hafnað skilyrðislaust) • Sambærilegir samningar við Bandaríkin og Frakkland (1844) og Rússland (1858)

  11. Frekari þvinganir • Annað ópíumstríð 1857-58 (Bretar og Frakkar) • Bretar höfðu hert á kröfum sínum, m.a. um sendiráð í Beijing, en aftur hafnað • Eftir Arrow-atburðinn réðust þeir á Guangzhou 1857 og tóku virki við Tianjin 1858 • Tianjin-sáttmálinn 1858 • Bretland, Frakkland, Bandaríkin og Rússland opna sendiráð í Beijing • Ópíumsala leyfð • Tíu viðskiptahafnir opnaðar til viðbótar • Réttur erlendra skipa til að sigla á Yangzi • Réttur útlendinga til frjálsra ferðalaga inni í landi • Kína greiðir skaðabætur til Breta, Frakka og breskra kaupmanna

  12. Ráðist á Beijing • Kínverjar streittust gegn samningunum • 1860 réðst fjölþjóðaher undir stjórn Breta og Frakka inn í Beijing og lögðu sumarhöllina (Yuanmingyuan 圆明园) í rúst • Qing-stjórnin lét sér loks segjast

More Related