1 / 28

Stikilbólga (Mastoiditis)

Stikilbólga (Mastoiditis). Gunnar Einarsson læknanemi. Stikilbólga (mastoiditis) er alvarleg sýking í slímhúðarþekju holrýma í stikilhluta (processus mastoideus) gagnaugabeins (os temporalis). Sýkingin er fylgikvilli miðeyrnabólgu (otitis media) sem er algeng hjá börnum.

amal
Download Presentation

Stikilbólga (Mastoiditis)

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Stikilbólga(Mastoiditis) Gunnar Einarsson læknanemi

  2. Stikilbólga (mastoiditis) er alvarleg sýking í slímhúðarþekju holrýma í stikilhluta (processus mastoideus) gagnaugabeins (os temporalis). • Sýkingin er fylgikvilli miðeyrnabólgu (otitis media) sem er algeng hjá börnum

  3. StikilbólgaFaraldsfræði (1) • Stikilbólga er sýking í slímhúðarþekju stikilholrýma gagnaugabeins og er fylgikvilli miðeyrnabólgu • bráð stikilbólga (acute mastoiditis) • langvinna stikilbólga (chronic mastoiditis) • Algengast er að börn sýkist á aldrinum 6-13 mánaða • Kynjahlutfall er jafnt

  4. StikilbólgaFaraldsfræði (2) • Fyrir daga sýklalyfja var stikilbólga fylgikvilli í 5-10% tilfella bráðrar miðeyrnabólgu. • Dánartíðni mældist þá 2/100000 börn • Í dag er stikilbólga sjaldgæfur atburður í þróuðum löndum • Dánartíðni <0.01/100000 börn • Nokkur Evrópulönd og N-Ameríka: nýgengi 1,2-4,2/100.000 íbúa (1991-1998) • Hæsta nýgengi er lýst í Danmörku og Hollandi en lægst í N-Ameríku og Skotlandi

  5. StikilbólgaMeintilurð og sjúkdómsvaldar • Bakteríur dreifa sér frá miðeyra inn í holrými stikilhluta og valda bólguviðbragði í slímhúðarþekju. • Stikilhellir lokast og hindrun verður á útflæði vökva • Þrýstingur hækkar í stikilholrými • Abscess myndun • Getur leitt til eyðileggingar á beini • Sjúkdómsvaldar: • S. Pneumoniae • H. Influenzae • P. Aeruginosa • M. Catarrhalis • Mycobacterium tegundir • S. pyogenes • Aspergillus • Staphylococcus tegundir • Nocardia asteroides (nýlegt case report) • cholesteatoma

  6. StikilbólgaSögutaka og skoðun • Saga: • Nýleg miðeyrnabólga • Endurteknar miðeyrnabólgur • Eyrnaverkur (otalgia) • Verkur í stikilhluta • Hiti • Höfuðverkur • Hvítvoðungar sýna ósértæk einkenni (lystarleysi, þyngdartap, pirring og niðurgang) • Skoðun • Bólga yfir stikli • Beinið er aumt viðkomu og roði getur verið til staðar. • Roði í hljóðhimnu • Útbungandi hljóðhimna • Útstætt eyra

  7. StikilbólgaMismunagreiningar • Eyrnabólga • Miðeyra • Hlust • Áverki á eyra og/eða stikli • Eitlastækkun á hálsi • Heilahimnubólga • Húðnetjubólga (cellulitis) • Bólga í gl. parotis • Cysta eða tumor í beini • Höfuðkúpubrot-basal fractura • Battle´s sign

  8. StikilbólgaRannsóknir • Blóðprufur • Status, diff • Blóðræktun • Ástunga á hljóðhimnu • Gram´s litun • Ræktun • Myndrannsóknir • CT höfuð: 87-100% næmi • MR höfuð: ef grunur um intracranial fylgikvilla • Mænuástunga • Ef grunur um intracranial fylgikvilla

  9. StikilbólgaMeðferð (1) • Þriðju gráðu Cephalosporin • Ceftriaxone • Fullorðnir: 1-2 g IV 12-24h • Börn: 50-75 mg/kg IV 24h • Eða • Oxacillin • Fullorðnir: 1-2 g IV 4h • Börn: 200 mg/kg/24h IV 6h • Gentamycin • Fullorðnir: 5-7.5 mg/kg/24 h IV • Börn: 5-7.5 mg/kg/24 h IV

  10. StikilbólgaMeðferð (2) • Ástunga á hljóðhimnu • Rörísetning • Mastoidectomy

  11. StikilbólgaFylgikvillar • Heyrnartap • Meningitis • Encephalitis • Thrombophlebitis • Osteomyelitis • Petrositis • Epidural abscess • Subperiosteal abscess • Heila abscess • Citelli´s abscess • Bezold´s abscess • Labyrinthitis • vertigo • Bell´s palsy • Gradinego syndrome

  12. StikilbólgaHorfur • Ef engir alvarlegir fylgikvillar • Fullur bati

  13. Stikilbólga hjá börnum á Íslandi • Íslensk rannsókn frá árinu 2007 • Faraldsfræði: 1984-2002 • Sjúkraskrár 28 barna með stikilbólgu: 1999-2002 • Fylgni sýklalyfjanotkunar við nýgengi stikilbólgu: 1989-2002

  14. Stikilbólga hjá börnum á Íslandi • Faraldsfræði 1984-2002:

  15. Stikilbólga hjá börnum á Íslandi • Skoðun sjúkraskráa á tímabilinu 1999-2002: • Tuttugu og átta börn yngri en 18 ára greindust með stikilbólgu • 19 drengir (68%) og 9 stúlkur (32%) • Meðalaldur var tæp 4 ár • Miðaldur var 2 ár og 2 mánuðir (4 mánaða-15 ára og 8 mánaða) • Sextán (57%) barnanna höfðu aldrei áður greinst með eyrnabólgu (miðaldur 12 mánuðir)

  16. Stikilbólga hjá börnum á Íslandi • Skoðun sjúkraskráa á tímabilinu 1999-2002 (28 börn með stikilbólgu):

  17. Stikilbólga hjá börnum á Íslandi • Skoðun sjúkraskráa á tímabilinu 1999-2002 (28 börn með stikilbólgu): • Rannsóknir • Fjöldi hvítra blóðkorna >15.000 x 109/L hjá 11 börnum (41%) • CRP var mælt hjá 24 börnum og reyndist vera yfir 40 mg/L hjá 15 þeirra • Sökk var mælt hjá 9 börnum og reyndist vera á bilinu 9-102 mm/klst

  18. Stikilbólga hjá börnum á Íslandi • Skoðun sjúkraskráa á tímabilinu 1999-2002 (28 börn með stikilbólgu): • Rannsóknir • CT höfuð var tekið hjá 13 börnum • Þétting í stikilholrýmum sást hjá öllum og beinskemmdir hjá þremur • Sýni voru tekin til ræktunar frá miðeyra, hlust og/eða stikilholrými hjá 19 barnanna • Bakteríur ræktuðust í sýnum 14 barna • Streptococcus pneumoniae • Pseudomonas aeruginosa • Blönduð flóra

  19. Stikilbólga hjá börnum á Íslandi • Skoðun sjúkraskráa á tímabilinu 1999-2002 (28 börn með stikilbólgu): • Rannsóknir • Blóðræktanir voru gerðar hjá 11 börnum sem voru allar neikvæðar • Fylgikvillar • Alls greindust átta börn (29%) með fylgikvilla eftir stikilbólguna • Fjögur greindust með ofvöxt þekjufrumna í miðeyra • þrjú með graftarpoll yfir stikli • þrjú með beinskemmdir í stikilholrými • tvö með beinskemmdir í miðeyra • eitt með andlitstaugarlömun.

  20. Stikilbólga hjá börnum á Íslandi • Skoðun sjúkraskráa á tímabilinu 1999-2002 (28 börn með stikilbólgu): • Meðferð • Öll börnin fengu sýklalyf í æð • Fyrsta lyf: Ceftriaxone eða Cefuroxime • Gerð var hljóðhimnuástunga hjá 17 (61%) • fimm (18%) börn fóru í aðgerð á stikli í legunni eða dagana eftir útskrift

  21. Stikilbólga hjá börnum á Íslandi • Samband nýgengis stikilbólgu hjá börnum og sýklalyfjanotkunar (1989-2002): • Sala sýklalyfja í mixtúruformi á landsvísu var notuð sem mælikvarði á sýklalyfjanotkun hjá börnum • Salan var umreiknuð í ráðlagða dagskammta á hverja 1000 íbúa á dag (DDD/1000íbúa/dag). • Notuð voru ársfjórðungsmeðaltöl fyrir árin 1989-2002

  22. Stikilbólga hjá börnum á Íslandi • Samband nýgengis stikilbólgu hjá börnum og sýklalyfjanotkunar (1989-2002):

  23. Stikilbólga hjá börnum á Íslandi • Samantekt (1): • Nýgengi stikilbólgu hjá börnum hefur aukist síðustu tvo áratugina • Fylgni var á milli vaxandi nýgengis stikilbólgu og minnkandi sýklalyfjanotkunar hjá börnum á tímabilinu 1989-2002

  24. Samantekt (2): • Niðurstöðurnar styðja að vert sé gefa vissum áhættuhópum sýklalyf við miðeyrnabólgu til að koma í veg fyrir stikilbólgu • Börn undir tveggja ára aldri ætti að meðhöndla því þau fá oftar stikilbólgu en eldri börnin • Eldri börn með sögu um þrálátar eyrnabólgur eru einnig í áhættu

  25. Takk fyrir

More Related