1 / 23

Umhverfisstjórnun: Hreinn ávinningur

Umhverfisstjórnun: Hreinn ávinningur. Anne Maria Sparf Umhverfisfæðingur M.Sc. Umís ehf. Environice www.environice.is anne@environice.is. Umhverfisvandamál - dæmi.

aelan
Download Presentation

Umhverfisstjórnun: Hreinn ávinningur

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Umhverfisstjórnun: Hreinn ávinningur Anne Maria Sparf Umhverfisfæðingur M.Sc. Umís ehf. Environice www.environice.is anne@environice.is

  2. Umhverfisvandamál - dæmi • 2/3 af vistkerfum Jarðar eru í hnignun - Alvarlega spillt eða nýtt á ósjálfbæran hátt. Yfir 16.000 tegundir eru í útrýmingarhættu.130.000 km2 af regnskógum hverfa árlega. Árleg hnignun landssvæða er tvisvar sinnum flatarmál Íslands. • Loftlagsbreytingar: Hitastig hefur hækkað um 0,7°C síðan 1906. Nýjustu spár gera ráð fyrir frekari hækkun um 1,8°C til 4°C gráður. Áhrifin eru víðtæk, allt frá takmörkun á matvælaframleiðslu, aðgengi að hreinu vatni, heilsu og öryggi, hráefni fyrir framleiðslu o.fl. Hundruð milljóna munu þjást af völdum hungurs, vatnsskorts, flóða, hitabeltisstorma o.s.frv. • Mengun: Áætlað er að meira en tvær milljónir mannadeyi á ári hverju vegna loftmengunar, innandyra sem utan. Kína er talið vera eitt mengaðasta land í heimi. Áætlað er að um 750.000 manns deyi árlega þar í landi vegna mengunar.

  3. Orsakir umhverfisvandamála? Mannfjöldi X Neysla X Tækni = Umhverfisáhrif • Þróunarríki – fyrsti hringurinn stærstur • Iðnríki – miðhringurinn stærstur • Tækni getur haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif eftir því hvernig henni er beitt •  Hvar og hvernig eru hráefnin, tækin, tólin o.fl. framleidd?

  4. Af hverju umhverfisstarf? • Öll starfsemi hefur einhver umhverfisáhrif • Öllum fyrirtækjum ber að taka ábyrgð og minnka neikvæð umhverfisáhrif starfseminnar (Mengunarbótareglan) • Þótt áhrif einstaka fyrirtækja er kannski litið, verður samfellda áhrifin allra hugsanlega stór Jafnvel minnstu fyrirtæki þurfa að sýna ábyrgð og taka á sínum umhverfismálum

  5. Hvað er í húfi?Samkeppnishæfni fyrirtækja • „Fyrirtæki sem skortir vilja eða getu til mæta kröfum sjálfbærrar þróunar munu tapa ... • Viðskiptavinunum • Ímyndinni • Fjárfestunum • Bestu starfsmönnunum • til þeirra sem standa sig betur,ekki í neinni sérstakri röð,heldur öllum í einu“ • Bob Pickard, Shell Canada

  6. Líklegur ávinningur • Rekstarsparnaður • Bætt ímynd • Betri þjónusta • Betri ferlisstjórnun • Bætt samskipti við hagsmunaaðila = Bætt samkeppnishæfni og aukin arðsemi

  7. Umhverfisstjórnunarkerfi • Sá hluti stjórnunarkerfis fyrirtækis sem er notaður til að þróa og innleiða umhverfisstefnu og stjórna umhverfisþáttum þess • Ferlisbundin nálgun til að setja markmið og takmörk um bætta frammistöðu í umhverfismálum

  8. Umhverfisþættir og umhverfisáhrif Umhverfisþáttur: Hluti af starfsemi fyrirtækis, vöru eða þjónustu sem getur haft gagnkvæma verkun á umhverfið Umhverfisáhrif: Allar breytingar á umhverfinu, neikvæðar eða jákvæðar, sem að einhverju eða öllu leyti stafa frá umhverfisþátttum fyrirtækis

  9. Orsök og afleiðing Orsök: Input/Output Starfsemi Vörur Þjónusta Afleiðing Umhverfisþættir Umhverfisáhrif Markmið umhverfisstjórnunarkerfis: Að hafa stjórn yfir umhverfisþættir starfseminnar, vöru og/eða þjónustu til að minnka neikvæð umhverfisáhrif fyrirtækisins

  10. Umhverfisþættir • Útblástur í andrúmsloftið • Losun í vatn, á landi • Notkun hráefna og nátturuauðlinda • Orkunotkun • Orkulosun, s.s varmi, geislun, titring • Úrgang og aukaafurðir • Beinir og óbéinir umhverfisþættir • Venjulegar og óvenjulegar rekstraraðstæður, neyðarástand

  11. Umhverfisstjórnunarferlið,skv. ISO 14001 Umhverfisvottun Vilji til að bæta frammistöðu í umhverfismálum Stöðugar umbætur

  12. 1. Umhverfisúttekt • Bera kennsl á umhverfisþætti og umhverfisáhrif fyrirtækisins og meta mikilvægi þeirra • Skilgreina venjulegar og óvenjulegar aðstæður, neyðarástand og slys • Bera kennsl á viðeigandi lagalegar og aðrar kröfur • Könnun á núverandi venjum og verklagi við umhverfisstjórnun (þ.m.t. innkaup) • Aðferðafræði: Viðtöl, gátlistar, skoðun og mælingar

  13. 2. Umhverfisstefna • Tilgangur og stefna fyrir umhverfisstarf fyrirtækisins • Yfirlýsing um stöðu fyrirtækisins gagnvart umhverfinu • Tekur tillit til helstu umhverfisþátta og umhverfisáhrifa • Skuldbinding um stöðugar umbætur og mengunarvarnir • Skuldbinding um að fylgja viðeigandi lagalegum og öðrum kröfum (varðandi umhverfisþætti) • Skapi umgerð til að setja fram og rýna umhverfismarkmið og takmörk í umhverfismálum • Kynnt fyrir öllu starfsfólki og er aðgengilegt almenningi

  14. 3. Markmiðasetning og áætlanagerð • Fyrirtækið skal setja fram, innleiða og viðhalda skjalfestum markmiðum í umhverfismálum, ásamt áætlunum til að ná settum markmiðum og takmörkum • Markmiðin og takmörkin eiga að vera mælanleg, tímasett og í samræmi við umhverfisstefnuna

  15. 4. Innleiðing og starfræksla • Auðlindir, hlutverk, ábyrgð: Hver, hvað, hvenær og hvernig? • Hæfni, þjálfun og vitund: Hvatning og þátttaka starfsmanna – Allir með! • Innri samskipti ásamt samskiptum við hagsmunaaðila • Skjalfesting og skjalastýring: m.a. umhverfisstefna, markmið og takmörk, lýsing á meginhlutum umhverfisstjórnunarkerfis, auk ýmissa skjala og skráa • Rekstrarstýring: Verklagsreglur fyrir umhverfisstarfið • Viðbúnaður og viðbrögð við neyðarástandi

  16. 5. Gátun • Mæla og fylgjast með lykiltölum • Reglulegt mat á því hvort lagalegar og aðrar kröfur séu uppfylltar • Mat á hvort kröfur staðalsins séu uppfylltar • Auðkenning, geymsla, verndun, endurheimt, varðveislutími og förgun skráa • Regluleg úttekt á skilvirkni umhverfisstjórnunarkerfis (Innri úttekt)

  17. 6. Rýni stjórnenda • Niðurstöður innri úttekta og mat á hlítingu við lagalegar kröfur og aðrar kröfur • Samskipti við hagsmunaaðila, m.a. kvartanir • Frammistaða fyrirtækisins í umhverfismálum • Hefur markmiðum og takmörkum verið náð? • Umbótatillögur  Hugsanlegar breytingar á umhverfisstjórnunarkerfinu, í samræmi við skuldbindingu um stöðugar umbætur

  18. Markaðsmál Samfélagsleg ábyrgð Fjármál Umhverfis- stjórnun Öryggis- mál Gæða- mál Daglegur rekstur Starfs- mannamál Umhverfisstjórnunsem hluti af heild • Umhverfisstjórnun á að vera hluti af allri starfsemi fyrirtækisins og eitthvað sem allir starfsmenn þekkja vel • Umhverfisstjórnun er hluti af almenn gæðastjórnun

  19. Hvað er umhverfisvottun? • Staðfesting utanaðkomandi aðila á að viðkomandi fyrirtæki (vara og/eða þjónusta) stæðist þær kröfur sem gerðar eru, í þessu tilviki um gæði og umhverfislegt ágæti fyrirtækisins • Óháð vottun er nauðsynleg til að tryggja trúverðugleikann • Gæðastaðall fyrir reksturinn og trygging fyrir viðskiptavininn

  20. Hvernig á að velja? • Stöðluð umhverfisstjórnunarkerfi eða umhverfismerki? • Hvaða merki/kerfi eru í boði innan geirans? • Hver er útbreiðsla kerfisins? Er merkið traust? • Nýtist merkið við markaðssetningu? Þekkja okkar viðskiptavinir merkið? • Hversu hár er kostnaðurinn sem fylgir notkun? • Hversu einfalt er kerfið í notkun? • Hvaða áhrif hefur kerfið á frammistöðu í umhverfismálum?

  21. Kostnaður - Ávinningur • Jafnvægi verður að vera milli þess sem lagt er í og þess sem fæst til baka • Kostnaður við úrbætur verður að skila sér til baka í lægri rekstrarkostnaði. • Kostnaður við vottun eða merki verður að skila sér til baka í betri ímynd og meiri viðskiptum Þorleifur Þór Jónsson, SAF Maí 2005. Umhverfisvottun – tálsýn eða tækifæri

  22. Hvað einkennir gott umhverfisstjórnunarkerfi? • Auðvelt að innleiða (þarf lítinn tíma, fjármagn og mannafl) • Er einfalt og auðvelt í notkun, þarfnast ekki sérstakra hæfileika eða þekkingar • Nægileg aðstoð í boði: heimasíður, staðbundinn stuðningur, ráðgjöf   • Leiðir til minni útgjalda og bættrar ímyndar á sviði umhverfismála = bætir samkeppnisstöðuna • Bætir frammistöðu í umhverfismálum: skilvirkari notkun hráefna, minni úrgangur o.fl. dregur úr neikvæðum áhrifum á umhverfið

  23. Umhverfisstarf er ábyrgð allra • Umhverfisstarf er lykilþáttur í góðum rekstri og nauðsynlegt fyrir framtiðina: • Fyrir samkeppnisstöðu Íslands á heimsmarkaði • Fyrir komandi kynslóðir • Fyrir fjárhagslega afkomu

More Related