230 likes | 418 Views
Umhverfisstjórnun: Hreinn ávinningur. Anne Maria Sparf Umhverfisfæðingur M.Sc. Umís ehf. Environice www.environice.is anne@environice.is. Umhverfisvandamál - dæmi.
E N D
Umhverfisstjórnun: Hreinn ávinningur Anne Maria Sparf Umhverfisfæðingur M.Sc. Umís ehf. Environice www.environice.is anne@environice.is
Umhverfisvandamál - dæmi • 2/3 af vistkerfum Jarðar eru í hnignun - Alvarlega spillt eða nýtt á ósjálfbæran hátt. Yfir 16.000 tegundir eru í útrýmingarhættu.130.000 km2 af regnskógum hverfa árlega. Árleg hnignun landssvæða er tvisvar sinnum flatarmál Íslands. • Loftlagsbreytingar: Hitastig hefur hækkað um 0,7°C síðan 1906. Nýjustu spár gera ráð fyrir frekari hækkun um 1,8°C til 4°C gráður. Áhrifin eru víðtæk, allt frá takmörkun á matvælaframleiðslu, aðgengi að hreinu vatni, heilsu og öryggi, hráefni fyrir framleiðslu o.fl. Hundruð milljóna munu þjást af völdum hungurs, vatnsskorts, flóða, hitabeltisstorma o.s.frv. • Mengun: Áætlað er að meira en tvær milljónir mannadeyi á ári hverju vegna loftmengunar, innandyra sem utan. Kína er talið vera eitt mengaðasta land í heimi. Áætlað er að um 750.000 manns deyi árlega þar í landi vegna mengunar.
Orsakir umhverfisvandamála? Mannfjöldi X Neysla X Tækni = Umhverfisáhrif • Þróunarríki – fyrsti hringurinn stærstur • Iðnríki – miðhringurinn stærstur • Tækni getur haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif eftir því hvernig henni er beitt • Hvar og hvernig eru hráefnin, tækin, tólin o.fl. framleidd?
Af hverju umhverfisstarf? • Öll starfsemi hefur einhver umhverfisáhrif • Öllum fyrirtækjum ber að taka ábyrgð og minnka neikvæð umhverfisáhrif starfseminnar (Mengunarbótareglan) • Þótt áhrif einstaka fyrirtækja er kannski litið, verður samfellda áhrifin allra hugsanlega stór Jafnvel minnstu fyrirtæki þurfa að sýna ábyrgð og taka á sínum umhverfismálum
Hvað er í húfi?Samkeppnishæfni fyrirtækja • „Fyrirtæki sem skortir vilja eða getu til mæta kröfum sjálfbærrar þróunar munu tapa ... • Viðskiptavinunum • Ímyndinni • Fjárfestunum • Bestu starfsmönnunum • til þeirra sem standa sig betur,ekki í neinni sérstakri röð,heldur öllum í einu“ • Bob Pickard, Shell Canada
Líklegur ávinningur • Rekstarsparnaður • Bætt ímynd • Betri þjónusta • Betri ferlisstjórnun • Bætt samskipti við hagsmunaaðila = Bætt samkeppnishæfni og aukin arðsemi
Umhverfisstjórnunarkerfi • Sá hluti stjórnunarkerfis fyrirtækis sem er notaður til að þróa og innleiða umhverfisstefnu og stjórna umhverfisþáttum þess • Ferlisbundin nálgun til að setja markmið og takmörk um bætta frammistöðu í umhverfismálum
Umhverfisþættir og umhverfisáhrif Umhverfisþáttur: Hluti af starfsemi fyrirtækis, vöru eða þjónustu sem getur haft gagnkvæma verkun á umhverfið Umhverfisáhrif: Allar breytingar á umhverfinu, neikvæðar eða jákvæðar, sem að einhverju eða öllu leyti stafa frá umhverfisþátttum fyrirtækis
Orsök og afleiðing Orsök: Input/Output Starfsemi Vörur Þjónusta Afleiðing Umhverfisþættir Umhverfisáhrif Markmið umhverfisstjórnunarkerfis: Að hafa stjórn yfir umhverfisþættir starfseminnar, vöru og/eða þjónustu til að minnka neikvæð umhverfisáhrif fyrirtækisins
Umhverfisþættir • Útblástur í andrúmsloftið • Losun í vatn, á landi • Notkun hráefna og nátturuauðlinda • Orkunotkun • Orkulosun, s.s varmi, geislun, titring • Úrgang og aukaafurðir • Beinir og óbéinir umhverfisþættir • Venjulegar og óvenjulegar rekstraraðstæður, neyðarástand
Umhverfisstjórnunarferlið,skv. ISO 14001 Umhverfisvottun Vilji til að bæta frammistöðu í umhverfismálum Stöðugar umbætur
1. Umhverfisúttekt • Bera kennsl á umhverfisþætti og umhverfisáhrif fyrirtækisins og meta mikilvægi þeirra • Skilgreina venjulegar og óvenjulegar aðstæður, neyðarástand og slys • Bera kennsl á viðeigandi lagalegar og aðrar kröfur • Könnun á núverandi venjum og verklagi við umhverfisstjórnun (þ.m.t. innkaup) • Aðferðafræði: Viðtöl, gátlistar, skoðun og mælingar
2. Umhverfisstefna • Tilgangur og stefna fyrir umhverfisstarf fyrirtækisins • Yfirlýsing um stöðu fyrirtækisins gagnvart umhverfinu • Tekur tillit til helstu umhverfisþátta og umhverfisáhrifa • Skuldbinding um stöðugar umbætur og mengunarvarnir • Skuldbinding um að fylgja viðeigandi lagalegum og öðrum kröfum (varðandi umhverfisþætti) • Skapi umgerð til að setja fram og rýna umhverfismarkmið og takmörk í umhverfismálum • Kynnt fyrir öllu starfsfólki og er aðgengilegt almenningi
3. Markmiðasetning og áætlanagerð • Fyrirtækið skal setja fram, innleiða og viðhalda skjalfestum markmiðum í umhverfismálum, ásamt áætlunum til að ná settum markmiðum og takmörkum • Markmiðin og takmörkin eiga að vera mælanleg, tímasett og í samræmi við umhverfisstefnuna
4. Innleiðing og starfræksla • Auðlindir, hlutverk, ábyrgð: Hver, hvað, hvenær og hvernig? • Hæfni, þjálfun og vitund: Hvatning og þátttaka starfsmanna – Allir með! • Innri samskipti ásamt samskiptum við hagsmunaaðila • Skjalfesting og skjalastýring: m.a. umhverfisstefna, markmið og takmörk, lýsing á meginhlutum umhverfisstjórnunarkerfis, auk ýmissa skjala og skráa • Rekstrarstýring: Verklagsreglur fyrir umhverfisstarfið • Viðbúnaður og viðbrögð við neyðarástandi
5. Gátun • Mæla og fylgjast með lykiltölum • Reglulegt mat á því hvort lagalegar og aðrar kröfur séu uppfylltar • Mat á hvort kröfur staðalsins séu uppfylltar • Auðkenning, geymsla, verndun, endurheimt, varðveislutími og förgun skráa • Regluleg úttekt á skilvirkni umhverfisstjórnunarkerfis (Innri úttekt)
6. Rýni stjórnenda • Niðurstöður innri úttekta og mat á hlítingu við lagalegar kröfur og aðrar kröfur • Samskipti við hagsmunaaðila, m.a. kvartanir • Frammistaða fyrirtækisins í umhverfismálum • Hefur markmiðum og takmörkum verið náð? • Umbótatillögur Hugsanlegar breytingar á umhverfisstjórnunarkerfinu, í samræmi við skuldbindingu um stöðugar umbætur
Markaðsmál Samfélagsleg ábyrgð Fjármál Umhverfis- stjórnun Öryggis- mál Gæða- mál Daglegur rekstur Starfs- mannamál Umhverfisstjórnunsem hluti af heild • Umhverfisstjórnun á að vera hluti af allri starfsemi fyrirtækisins og eitthvað sem allir starfsmenn þekkja vel • Umhverfisstjórnun er hluti af almenn gæðastjórnun
Hvað er umhverfisvottun? • Staðfesting utanaðkomandi aðila á að viðkomandi fyrirtæki (vara og/eða þjónusta) stæðist þær kröfur sem gerðar eru, í þessu tilviki um gæði og umhverfislegt ágæti fyrirtækisins • Óháð vottun er nauðsynleg til að tryggja trúverðugleikann • Gæðastaðall fyrir reksturinn og trygging fyrir viðskiptavininn
Hvernig á að velja? • Stöðluð umhverfisstjórnunarkerfi eða umhverfismerki? • Hvaða merki/kerfi eru í boði innan geirans? • Hver er útbreiðsla kerfisins? Er merkið traust? • Nýtist merkið við markaðssetningu? Þekkja okkar viðskiptavinir merkið? • Hversu hár er kostnaðurinn sem fylgir notkun? • Hversu einfalt er kerfið í notkun? • Hvaða áhrif hefur kerfið á frammistöðu í umhverfismálum?
Kostnaður - Ávinningur • Jafnvægi verður að vera milli þess sem lagt er í og þess sem fæst til baka • Kostnaður við úrbætur verður að skila sér til baka í lægri rekstrarkostnaði. • Kostnaður við vottun eða merki verður að skila sér til baka í betri ímynd og meiri viðskiptum Þorleifur Þór Jónsson, SAF Maí 2005. Umhverfisvottun – tálsýn eða tækifæri
Hvað einkennir gott umhverfisstjórnunarkerfi? • Auðvelt að innleiða (þarf lítinn tíma, fjármagn og mannafl) • Er einfalt og auðvelt í notkun, þarfnast ekki sérstakra hæfileika eða þekkingar • Nægileg aðstoð í boði: heimasíður, staðbundinn stuðningur, ráðgjöf • Leiðir til minni útgjalda og bættrar ímyndar á sviði umhverfismála = bætir samkeppnisstöðuna • Bætir frammistöðu í umhverfismálum: skilvirkari notkun hráefna, minni úrgangur o.fl. dregur úr neikvæðum áhrifum á umhverfið
Umhverfisstarf er ábyrgð allra • Umhverfisstarf er lykilþáttur í góðum rekstri og nauðsynlegt fyrir framtiðina: • Fyrir samkeppnisstöðu Íslands á heimsmarkaði • Fyrir komandi kynslóðir • Fyrir fjárhagslega afkomu