1 / 6

Efnisheimurinn

Efnisheimurinn. 4. kafli. Efnahvörf. Tvö eða fleiri efni sameinast og mynda nýtt efni (t.d. Na + Cl → NaCl) eða eitt efni sundrast og tvö eða fleiri efni myndast (t.d. 2 H 2 O → 2 H 2 + O 2 ). Efnajöfnur. Dæmi um efnajöfnu er t.d. 2 H 2 + O 2 → 2 H 2 O

von
Download Presentation

Efnisheimurinn

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Efnisheimurinn 4. kafli

  2. Efnahvörf • Tvö eða fleiri efni sameinast og mynda nýtt efni (t.d. Na + Cl → NaCl) eða eitt efni sundrast og tvö eða fleiri efni myndast (t.d. 2 H2O → 2 H2 + O2 ). • Efnajöfnur. • Dæmi um efnajöfnu er t.d. 2 H2 + O2 → 2 H2O • Athugið að fjöldi frumeinda í vinstri hlið efnajöfnu verður að vera sá sami og í þeirri hægri. • Vinstri hlið: 4 H og 2 O = 6 frumeindir • Hægri hlið: 4 H og 2 O = 6 frumeindir • 2 Hg + O2 → 2 HgO • NH4HCO3 → NH3 + H2O + CO2 • 6 CO2 + 6 H2O → C6H12O6 + 6 O2

  3. Að stilla efnajöfnu • Að stilla efnajöfnu er að skrifa hana upp þannig að jafnmargar frumeindir verði í vinstri og hægri hlið hennar. • Stilltu eftirfarandi efnajöfnur: • Ca + O2 → CaO • Svar: 2 Ca + O2 → 2 CaO • Mg + N2 → Mg3N2 • Svar: 3 Mg + N2 → Mg3N2 • Na + Cl2 → NaCl • Svar: 2 Na + Cl2 → 2 NaCl • NH3 + O2 → N2 + H2O • Svar: 4 NH3 + 3 O2 → 2 N2 + 6 H2O

  4. Sýrur og basar • Sýrur • Sameiginlegt einkenni á öllum sýrum er súrt bragð. Ekki nota bragðprófun til að rannsaka hvort efni er sýra. • Sýra er efni sem gerir vatn súrt. • Í sýrum eru vetnisfrumeindir. Þegar sýran er sett í vatn klofnar hún og gefur frá sér vetnisjónir. Það eru H+ jónirnar sem gera vatnið súrt. • Sterkar og varasamar sýrur eru kallaðar rammar en sýrur sem eru ekki eins sterkar eru kallaðar daufar sýrur og eru margar þeirra lífrænar (kolefnissambönd)

  5. Basar • Basar eru andstæður sýrna. Ef basi er settur út í vatn verður vatnið basískt. • Með því að bragða á venjulegri handsápu kemst maður að því hvað basískt bragð merkir. • Hlutleysing • Þegar sýra og basi blandast saman eyða þau hvort öðru og mynda salt og vatn. • Saltsýru og vítissóda blandað saman • HCl + NaOH → NaCl + H2O

  6. Mæling á sýrustigi • Þegar ákvarða skal hvort efni er sýra eða basi er notaður pH kvarði sem er talnakvarði frá 0 til 14 (Sjá mynd 4.21 bls. 72). • Hlutlausar lausnir hafa pH gildið jafnt og 7 • Súrar lausnir hafa pH gildið minna en 7 • Basískar lausnir hafa pH gildið stærra en 7 • Hættulegustu efnin eru þau efni sem hafa pH gildið nálægt 0 eða 14.

More Related