1 / 12

Kynning á skýrslu Hagfræðistofnunar: Hagstjórnarumhverfið og sambýli atvinnuvega

Kynning á skýrslu Hagfræðistofnunar: Hagstjórnarumhverfið og sambýli atvinnuvega. Hagstjórn á framkvæmdatímum. Undanfarin ár hafa breytingar á íbúðalánamarkaði og framkvæmdir í stóriðju og virkjunum valdið mikilli þenslu í hagkerfinu. Hvort tveggja má rekja til aðgerða opinberra aðila.

matsu
Download Presentation

Kynning á skýrslu Hagfræðistofnunar: Hagstjórnarumhverfið og sambýli atvinnuvega

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Kynning á skýrslu Hagfræðistofnunar:Hagstjórnarumhverfið og sambýli atvinnuvega

  2. Hagstjórn á framkvæmdatímum • Undanfarin ár hafa breytingar á íbúðalánamarkaði og framkvæmdir í stóriðju og virkjunum valdið mikilli þenslu í hagkerfinu. • Hvort tveggja má rekja til aðgerða opinberra aðila. • Við þessar aðstæður er mikil þörf á aðhaldi í rekstri ríkis og sveitarfélaga. • Seðlabanki hefur hækkað vexti til þess að hamla gegn þenslunni og í fyrsta sinn hafa erlendir fjárfestar sýnt krónubréfum áhuga.

  3. Peningamálin • Þunginn af aðhaldi í efnahagslífinu undanfarin ár hefur lent á Seðlabankanum. • Vextir hafa hækkað og raungengi krónunnar líka. • Eftir á að hyggja hefur aðhald bankans þó ekki verið nóg, því að verðbólga hefur tvisvar farið verulega fram úr verðbólgumarkmiðinu frá því að það var tekið upp. • Gengi krónunnar hefur sveiflast töluvert eftir verðbólgumarkmið var tekið upp. • Það stafar þó ekki eingöngu af því að markmiðið er annað en áður (því að gengi og verðbólga eru nátengd), heldur einnig því að erfitt hefur reynst að ná og halda verðbólgunni á markmiðinu.

  4. Þáttur ríkisins • Frá 1997 hefur oftast verið afgangur á rekstri ríkissjóðs. • Útgjöld ríkissjóðs farið vaxandi undanfarin ár. • Vöxtur útgjalda ýtir undir þenslu þó að tekjur vaxi jafnmikið. • Lækkun skatta og fyrirheit um ráðstöfun á söluvirði Símans til framkvæmda draga úr aðhaldi ríkissjóðs.

  5. Þáttur sveitarfélaga • Á síðasta aldarfjórðungi hefur hlutur sveitarfélaga í útgjöldum hins opinbera vaxið úr rúmum fimmtungi í tæpan þriðjung. • Þau vega því meira í hagstjórninni en áður. • Sveitarfélög hafa verið rekin með halla í fjögur af hverjum fimm árum undanfarinn aldarfjórðung (þegar ekki er litið til tekna af eignasölu). • Útgjöldin vaxa mest þegar hagvöxtur er mestur. • Aukning útgjalda sveitarfélaga og hallarekstur hafa ýtt undir uppsveifluna undanfarin ár.

  6. Þáttur sveitarfélaga • Kosningar skapa freistnivanda í fjármálum sveitarfélaga. • Það sem gerist eftir kosningar fær stundum lítið vægi í hugum þeirra sem sækjast eftir endurkjöri. • Á endanum ber ríkið ábyrgð á fjárhag sveitarfélaganna. • Slíkt getur ýtt undir ábyrgðarleysi í fjármálastjórninni.

  7. Leiðir til úrbóta í fjármálum sveitarfélaga • Taka ber til athugunar hvort ekki eigi að framfylgja betur ákvæðum laga um að jöfnuður sé á rekstrarreikningi sveitarfélaga á ári hverju. • Dönskum sveitarfélögum er t.a.m. óheimilt að taka lán til eigin rekstrar. • Aðeins stofnanir sem innheimta þjónustugjöld mega taka lán. • Nákvæmar reglur gilda um það hvaða starfsemi þau fyrirtæki mega taka að sér sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélaga. • Önnur fyrirtæki í þeirra eigu eru hlutafélög. • Einnig þarf að skoða heimildir sveitarfélaga og fyrirtækja þeirra til þess að fjárfesta á sviðum sem ekki falla undir þjónustuhlutverk þeirra.

  8. Hagstjórn og atvinnulíf • Gengi krónunnar, bæði nafngengi og raungengi, hefur verið hærra undanfarin ár en verið hefði ef meira aðhald hefði verið sýnt í rekstri ríkis og sveitarfélaga. • Hátt raungengi kemur meðal annars fram í því að kaupmáttur launa á almennum markaði hefur aukist um meira en 40% undanfarinn áratug, mun meira en búast hefði mátt við í venjulegu árferði.

  9. Hagstjórn og atvinnulíf • Mikil og hröð hækkun launa kemur sér illa fyrir útflutning og rekstur sem keppir við innflutning. • Verst er þetta þó fyrir ný fyrirtæki í útflutningi. • Miklar gengissveiflur eru einnig bagalegar fyrir greinarnar. • Hugsanlega má þó halda því fram að sveiflur í gengi krónunnar verndi íslensk fjármálafyrirtæki fyrir erlendri samkeppni.

  10. Hagstjórn og atvinnulíf • Innflutningur vinnuafls hefur mildað áhrif uppsveiflunnar á vinnumarkaðinn undanfarin ár. • Án hans hefði kaupmáttur launa þurft að hækka meira. • Ekki má þó gleyma því að með því að flytja inn fólk til að vinna hér á landi þurfa landsmenn að leggja í kostnað í framtíðinni til að aðlaga það að íslensku þjóðlífi.

  11. Niðurstöður • Stjórn peningamála var of lengi að taka við sér þegar ljóst var að mikið hagvaxtarskeið væri að hefjast. Seðlabankavextir hækkuðu of hægt og of lítið. • Peningastefnan hefur ekki haft nægan stuðning af ríkisfjármálunum. Vaxandi ríkisútgjöld og lækkun skatthlutfalla hafa ekki dregið úr þenslunni.

  12. Niðurstöður • Sveitarfélögin leika nánast lausum hala. Hallarekstur sveitarfélaga og vaxandi útgjöld sveitarfélögin ýtir undir uppsveifluna. Hér þarf að verða breyting á, ef til vill með atbeina ríkisvaldsins. • Nýjar aðstæður á fjármálamarkaði kunna að kalla á nýjan gjaldmiðil, og þá væntanlega evru, ef hagstjórnin tekst ekki betur en að undanförnu.

More Related