1 / 8

KAFLI 8. MENNING b ls . 65 - 71

KAFLI 8. MENNING b ls . 65 - 71 . Hvenær fóru Íslendingar að skapa eigin bókmenntir? Hvernig voru bækur skrifaðar hérlendis og hverjir skrifuðu þær ? Ritmál miðalda í Evrópu var yfirleitt latína, auk þess að flestir voru ólæsir og óskrifandi.

leone
Download Presentation

KAFLI 8. MENNING b ls . 65 - 71

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. KAFLI 8. MENNING bls. 65 - 71 Hvenær fóru Íslendingar að skapa eigin bókmenntir? Hvernig voru bækur skrifaðar hérlendis og hverjir skrifuðu þær? Ritmál miðalda í Evrópu var yfirleitt latína, auk þess að flestir voru ólæsir og óskrifandi. Einn af fyrstu rithöfundum Íslendinga hét Ari Þorgislsson, fæddur 1067. Ari sem einnig var vígðurprestur, fékk viðurnefnið fróði, því hann var talinn mjög minnugur. Eina bókin sem vitað er með vissu að Ari fróði hafi skrifað er Íslendingabók sem var rituð 1122 – 1133.

  2. MENNING Frh. • Hún fjallar um sögu þjóðarinnar frá landnámi og er hún okkar besta ritheimild um fyrstu aldir Íslandsbyggðar. Ritöld hefst • Ritöld hófst með tilkomu kristinnar, en með henni barst latneska stafrófið sem við notum enn í dag. • Helstu menntastofnanir landsins voru á biskupsstólunum, klaustrum og höfðingjasetrum.

  3. Miðaldabókmenntir Íslendinga • Öll ritun var á skinn en pappír var ekki kominn til sögunnar. Handritin voru sum hver oft mikil að vöxtum og þurfti mikinn bústofn í bókagerðina. • Miðaldabókmenntir skiptust í nokkra flokka: • Þjóðarsögur: Íslendingabók, innihélt helstu atburði Íslandssögunnar fram á 12. öld. Land-náma segir ítarlega frá landnámi Íslands. • Heilagra manna sögur: Frásagnir af kristnum dýrlingum og er Hungurvaka þekktust þeirra en hún sagði frá fimm fyrstu Skálholtsbiskupunum. Hún er talin vera skrifuð á 12. öld.

  4. Miðaldabókmenntir frh. • Konungasögur: Fjölluðu einkum um Noregs- konunga, og hófst skráning þeirra á 12. öld. Merkust þeirra er Heimskringla, sem Snorri Sturluson ritaði á fyrri hluta 13. aldar. • Íslendingasögur: Þær fjalla um hefðbundið líf almennings, en frásögnin er oft stórbrotin, þar sem sagt er frá deilum sem enda með bardögum og drápum. Þær mynda sérstæðasta og mikil- vægasta hluta miðaldabókmennta okkar. • Njála, Egils saga, Laxdæla og Grettissaga hafa notið mestra vinsælda, hér heima og erlendis.

  5. Miðaldabókmenntir frh. • Samtíðarsögur: Þær segja frá ævi og átökum höfðingja á 12. og 13. öld. Sturlunga er þeirra merkust og veigamesti hlutinn er Íslendinga- saga eftir Sturlu Þórðarson. • Fornaldarsögur Norðurlanda: Ýkjusögur sem eiga sér stað í fjarlægri fortíð hins norræna heims. • Riddarasögur: Fjalla um ástir og hetjuskap glæstra riddara í Evrópu. • Snorri Sturluson, er merkasti miðaldarhöfund- ur okkar, skrifaði Heimskringlu og Snorra Eddu. • Snorra Edda inniheldur fornar goðasögur og er efnismesta heimild okkar um heiðna trú norrænna manna.

  6. Menning: sagnaskemmtun • Sagnaskemmtun hafði frá fornu fari verið iðkuð af norrænum mönnum og skáldskapur snar þáttur í lífi manna fram að ritöld. • Tveir meginflokkar í skáldskaparhefð, • Eddukvæðin sem fjalla fyrst og fremst um heiðni, goð og hetjur. • Hávamálsamanstendur af heiðnum siðaboðskap og heilræðum :Ungur var eg forðum, fór eg einn saman: þá varð eg villur vega. Auðigur þóttumst er eg annan fann: Maður er manns gaman.

  7. Sagnaskemmtun frh. • Ákveðin tímamót urðu í menningu landsmanna í kringum 1350 og gullöld íslenskrar sagnritunar lauk, en í staðinn kom veigaminni skáldskapur. • Danskvæði og rímur var sá skáldskapur sem varð til á næstu öldum • Rímurnar nutu sérstakrar hylli en þær eru löng frásagnarkvæði sem sótt er í þekktar sögur. • Forðum þjóðin fróðleiksgjörnfortíð kaus að munasálarþrek í sókn og vörnsótt í ferskeytluna.

  8. Menning: Aðrar listir • Útskurður, málmsmíði, vefnaður og saumur eru dæmi um listasköpun sem haldist hefur frá landnámsöld. • Valþjófsstaðahurðin er eitt frægasta listaverk miðalda, en talið er að Randalín Filuppusdóttir, húsfreyja á Valþjófsstað hafi skorið hana út á 13. öld. • Þorsteinn skrínsmiður, gerði helgiskríni, tengt heilögum munum dýrlingum kirkjunnar. • Altarisklæði Hóladómkirkju ofið af Helgu Sigðurðardóttur konu Jóns Arasonar biskups. • Söngur og dans var mikið iðkaður, t.d. vikivaki • Kirkjuleg tónlist hefur verið snar þáttur við kirkju- legar athafnir

More Related