1 / 10

Staða og þróun námsmats við Grunnskólann í Borgarnesi með áherslu á frammistöðumat

Staða og þróun námsmats við Grunnskólann í Borgarnesi með áherslu á frammistöðumat. Hilmar Már Arason aðstoðarskólastjóri við Grunnskólann í Borgarnesi Námsmat – lykill að bættu námi Háskólinn á Akureyri 13. apríl 2007. Erindið.

josiah
Download Presentation

Staða og þróun námsmats við Grunnskólann í Borgarnesi með áherslu á frammistöðumat

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Staða og þróun námsmats við Grunnskólann í Borgarnesi með áherslu á frammistöðumat Hilmar Már Arason aðstoðarskólastjóri við Grunnskólann í Borgarnesi Námsmat – lykill að bættu námi Háskólinn á Akureyri 13. apríl 2007

  2. Erindið Rakin er þróun námsmats í Grunnskólanum í Borgarnesi síðustu tvo áratugi. Tilgangur námsmat skólans er að veita sem bestar upplýsingar um nemendann til nemandans sjálfs og foreldra / forráðamanna hans um leið er námsmatið hugsað til að efla og styrkja nemendur til aukins þroska. Til að ná þessu markmiði er lögð áhersla á að meta frammistöðu nemenda á víðum grunni, meta þá sem nemendur á eigin forsemdum. Við þetta mat er lögð áhersla á að meta frammistöðumarkmið skólans, þ.e. áhuga / virkni, sjálfstæði / frumkvæði, samvinnu / samskipti, vinnubrögð / umgengni og heimanám nemenda. Seinni ár hefur þátttaka nemandans sjálfs í frammistöðumatinu aukist og er hann virkur þátttandi í matinu. Einnig verður greint frá tilraun sem gerð var með svo kallaða marklista og þróun þeirra í skólanum.

  3. Skólanámskráin– sáttmálinn okkar Stjórnun Samskipti Sýn – stefna skólans Námsmat Nám og kennsla

  4. Sagan og framtíðin • 1989 – 1991 tóku 13 kennarar þátt í starfsleikninámisem var undir stjórn Bergþóru Gísladóttur, sérkennslufulltrúa við Fræðsluskrifstofu Vesturlands. • 1992 – 1993 stýrðu Meyvant Þórólfsson og Bergþóra Gísladóttir vinnu um námsmat. • 1993 – 1994 lagði Ingvar Sigurgeirsson mat á skólastarfið  og vann skýrsluna „Mat á skólastarfi – Grunnskólinn í Borgarnesi.“ • 1996 – 1997 fengu Elín Kristjánsdóttir, Hilmar Már Arason, Lilja S. Ólafsdóttir og Þór Jóhannsson styrk úr Þróunarsjóði grunnskóla til að vinna verkefnið „Frá námskrá til námsmats“ • 1999 – 2000 vinna við skólanámskrá, undir handleiðslu Ingvars Sigurgeirssonar. • 2007 – 2010 BORGARFJARÐARBRÚIN - Samfella milli grunn- og framhaldsskóla og innleiðing nýrrar námskrár í Borgarbyggð

  5. Sýn – stefna skólans Starfsfólk Gunnskólans í Borgarnesi leggur áherslu á í öllu sínu starfi með nemendum að efla þá sem einstaklinga, gera þá hæfa til að vinna með öðrum til að taka þátt í lýðræðisþjóðfélagi sem stöðugt er að taka breytingum. Við leggjum jafna áherslu á siðvit, verksvit og bókvit nemenda. Við viljum sjá ábyrga einstaklinga, sem bera virðingu jafnt fyrir sjálfum sér og umhverfi sínu, sem láta sér annt hver um annan, geta unnið með öðrum, hafa dug til að standast þrýsting neikvæðra áhrifa og bera virðingu fyrir mismunandi sjónarmiðum og einstaklingsmun. Til að við náum þessum meginmarkmiðum okkar þá leggjum við áherslu á, í samvinnu við forráðamenn, að: Efla sjálfsvirðingu / sjálfstraust og vellíðan nemenda þannig að þeir öðlist jákvæða sjálfsmynd. Að þessu er unnið m.a. með því að veita þeim jákvæða hvatningu og uppbyggjandi gagnrýni. Í skólanum er lögð áhersla á að hlusta eftir röddum nemenda. Efla hæfni nemenda til að vinna með öðrum, m.a. með því að þeir taki að sér fjölbreytt hlutverk í hópstarfi, leysi ágreiningsefni og skipuleggi samstarf sitt. Efla áhuga, iðni metnað og sköpunarkraft nemenda. Í því felst að kennarar og nemendur velja viðfangsefni sem auka ábyrgð, sjálfstæði og frumkvæði nemenda bæði í verkefnavali og vinnubrögðum. Nemendur tileinka sér skipuleg og vönduð vinnubrögð. Nemendur læra að bera ábyrgð og virðingu gagnvart sjálfum sér , öðrum einstaklingum og umhverfi sínu. Meðal leiða má nefna markvissa kennslu í lífsleikni frá upphafi skólagöngu í því skyni að auka félagslega færni þeirra. Efla kristilegt siðgæði, viðsýni, umburðarlyndi og tillitssemi. Sem dæmi um leið má nefna að nemendur læra að virða skoðanir hagsmuni og sjónarmið annarra. Einkunnarorð skólans: Sjálfstæði – ábyrgð – virðing – samhugur

  6. Stefna skólans í námsmati Námsmat Megintilgangur námsmats er að örva nemendur, aðstoða þá við námið og hvetja þá til sjálfsmats. Með mati í skólastarfi skal reynt að afla sem öruggastrar og víðtækastrar vitneskju um það hvaða árangri einstaklingar og hópar hafa náð. Meta verður alla þætti námsins, framfarir, þekkingu, skilning og leikni og láta þá vega í samræmi við áherslur í náminu. Mikilvægt er að meta bæði verklega og bóklega þætti og prófa ýmist skriflega, verklega eða munnlega eftir því sem við á. Námsmat skal miða við þau markmið er fram koma í Aðalnámskrá. Þess er enginn kostur að meta námsgengi og framfarir eingöngu með skriflegum könnunum. Mörg markmið eru þess eðlis að þau verða best metin með öðrum aðferðum, t.d. með athugunum kennara eða mati á verkefnum nemenda. Áhersla er lögð á mat á allri frammistöðu nemenda. Námsmat skal fara fram jafnaðarlega allan veturinn (símat). Kennarar þurfa að hjálpa nemendum til raunhæfs sjálfsmats, gera þeim grein fyrir markmiðum námsins og hvernig miðar í átt að þeim. Heildarvitnisburði skal skila í viðtali við nemendur og foreldra þeirra þar sem lögð eru fram gögn er sýna stöðu og framfarir nemenda, að auki skal nemendum afhentur skriflegur vitnisburður. Í skriflegum vitnisburði skulu dregnar fram niðurstöður gagna. Slíkum vitnisburði skal skila í tölum og/eða umsögnum. Upplýsingum þessum skal komið fyrir í skráningarkerfi skólans. Kennarar, aðrir en umsjónarkennarar, skili skriflegri umsögn um mat þeirra á hverjum bekk og nemenda til umsjónarkennara þar sem lagt verði mat á frammistöðu nemenda. Þegar mat er lagt á frammistöðu eða framfarir nemenda með hliðsjón af markmiðum Aðalnámskrár skal fyrst og fremst miðað við þann nemanda sem í hlut á. Þá er lagt mat á framfarir hans, dugnað og árangur miðað við hans eigin hæfileika og getu. Stefnt skal að því að meta árangur skólastarfsins í heild. Vitnisburð verður að setja fram á skýran og ótvíræðan hátt þannig að nemendur og foreldrar skilji við hvað er átt. Lögð er áhersla á munnlegan vitnisburð auk skriflegs. Þar sem gefnar eru einkunnir í tölum er notast við einkunnaskalann frá einum og upp í tíu. Aðeins er gefið í heilum og hálfum tölum og ekki er reiknað út meðaltal. Uppgjör námsmats er við annaskipti.

  7. Útfærsla námsmats Skólaárinu er skipt í 3 annir. Með þessu þriggja anna kerfi er leitast við að meta sem flesta þætti í námi nemandans, auka og bæta samstarf við heimilin. Námsmat 1. annar: Lögð er áhersla á að meta frammistöðumarkmið, þ.e. sjálfstæði / frumkvæði nemanda í vinnu, samvinnu, samskipti, heimanám o.fl. Í bóklegum greinum eru birtar niðurstöður úr verkefnum og prófum. Niðurstöðum námsmats er skilað með foreldraviðtölum. Námsmat 2. annar: Námsmat 2. annar er svipað og námsmat 1. annar. Áfram er áhersla lögð á að meta frammistöðumarkmið, en í bóklegum greinum eru birtar niðurstöður úr verkefnum og prófum. Niðurstöðum námsmats er skilað með foreldraviðtölum. Námsmat 3. annar: Námsmati 3. annar er hagað þannig að lagðar eru fyrir kannanir og niðurstöður þeirra birtar í einkunn eða umsögn. Í lok annarinnar er þeim foreldrum sem þess óska boðið upp á viðtöl við umsjónarkennara.

  8. Frammistöðumarkmið Þegar lagt er mat á frammistöðu eða framfarir nemenda, með hliðsjón af markmiðum skólans, skal fyrst og fremst miðað við þann nemanda sem í hlut á. Þá eru metnar framfarir hans, dugnaður og árangur miðað við hans eigin hæfileika og getu. Áhugi / virkni Nemandi: - leggur sig fram við námið og reynir að gera eins vel og hann getur - getur einbeitt sér að náminu - hefur úthald til að ljúka verkefnum Sjálfstæði / frumkvæði Nemandi: - kemur sér sjálfur af stað í vinnu - getur unnið eftir fyrirmælum - leitar sér aðstoðar við lausn vandamála eftir að hafa reynt að leysa þau sjálfur - kemur sjálfur með tillögur um lausn viðfangsefna Samvinna / samskipti Nemandi: - getur unnið með öðrum (hópvinna) - getur unnið með kennara - gerir sér grein fyrir ábyrgð gerða sinna - virðir reglur sem gilda í samskiptum manna (kurteisi) Vinnubrögð / umgengni Nemandi: - vandar skipulag og frágang verkefna - virðir reglur sem gilda um umgengni (skólahúsnæði, bækur og önnur gögn) Heimanám Nemandi: - skráir heimanám - skilar heimanámi eins og til er ætlast Áhersla er lögð á að leiðbeina nemendum þannig að þeir beri virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum nemendum og öllu starfsfólki skólans. Nemendur gangi vel og snyrtilega um húsnæði skólans og innanstokksmuni, svo og allt umhverfi skólans. Allt starfsfólk láti sig varða orð og æði barnanna og sé þeim góð fyrirmynd.

  9. Úr nýrri aðalnámskrár (jan 2007) • .....Megintilgangur námsmats er því sá að afla upplýsinga sem hjálpa nemendum við námið, örva þá og hvetja til að leggja sig enn betur fram. • .....Námsmat í grunnskóla skal að jafnaði framkvæmt af kennurum skólans og skulu nemendur og foreldrar og forráðamenn nemenda fá sem gleggstar upplýsingar um námsárangur. • .....Námsmat fer ekki eingöngu fram í lok námstímans heldur er það einn af föstum þáttum skólastarfs, órjúfanlegt frá námi og kennslu. Mat á námi og framförum er því hluti skólastarfsins. • .....Þess er enginn kostur að meta námsgengi og framfarir eingöngu með prófum og öðrum formlegum aðferðum. Mörg markmið eru þess eðlis að einungis óformlegum aðferðum verður við komið. • ......Kennarar þurfa að hjálpa nemendum til raunhæfs sjálfsmats, gera þeim grein fyrir markmiðum náms og hvernig miðar í átt að þeim. Upplýsinga um námsgengi verður því að afla jöfnum höndum með mati sem fram fer í hverri kennslustund og mati sem nær til lengri tímabila, t.d. skólaárs

  10. Útfærsla Sýnishorn ....

More Related