1 / 21

Íslenskar bókmenntir til 1550 Íslendingasögur Bls. 73-80

Íslenskar bókmenntir til 1550 Íslendingasögur Bls. 73-80. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 303 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Einstakar sögur – þróun sagnaritunar I (1200-1230). Hinar elstu Íslendingasögur eru taldar ritaðar á fyrsta þriðjungi 13. aldar. Þær eru þessar: Grænlendinga saga

helena
Download Presentation

Íslenskar bókmenntir til 1550 Íslendingasögur Bls. 73-80

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Íslenskar bókmenntir til 1550ÍslendingasögurBls. 73-80 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 303 Herdís Þ. Sigurðardóttir

  2. Einstakar sögur – þróun sagnaritunar I (1200-1230) • Hinar elstu Íslendingasögur eru taldar ritaðar á fyrsta þriðjungi 13. aldar. Þær eru þessar: • Grænlendinga saga • Heiðarvíga saga • Kormáks saga • Hallfreðar saga • Bjarnar saga Hítdælakappa • Egils saga

  3. Einstakar sögur – þróun sagnaritunar I (1200-1230) • Allar þessar sögur, nema Grænlendinga saga, gerast á vestanverðu Íslandi, þar af tvær í Húnaþingi. • Sumar þessara sagna fjalla um skáld sem ortu um norkska kristniboðskonunga. • Sumir hafa því viljað eigna sögurnar Þingeyrarmunkum en þeir höfðu áður ritað um þessa konunga.

  4. Einstakar sögur – þróun sagnaritunar I (1200-1230) • Margar þessara sagna þykja bera merki frumsmíðar. • Einkum er Heiðarvíga saga laus í reipunum.

  5. Einstakar sögur – þróun sagnaritunar I (1200-1230) • Allar hinna fyrstu sagna eru stuttar nema Egils saga. • Hún er talin vera þeirra yngst, rituð um 1230. • Egla markar tímamót í ritun Íslendingasagna; er elst hinna löngu sagna þar sem mun flóknara efni er tekið til meðferðar en í hinum styttri sögum. • Egla ber einnig af hinum eldri um stíl og alla efnismeðferð. • Snorri Sturluson olli álíka breytingu á ritun konungasagna á sama tíma. Sigurður Nordal telur Snorra höfund Eglu, sbr. bls. 73-74.

  6. Einstakar sögur – þróun sagnaritunar I (1200-1230) • Sigurður Nordal taldi Fóstbræðra sögu vera með elstu Íslendingasögunum, ritaða um 1200. • Jónas Kristjánsson hefur hins vegar fært gild rök að því að sagan sé mun yngri, þ.e. frá síðari hluta 13. aldar. • Þetta er gott dæmi um hvernig nýjar rannsóknir geta breytt niðurstöðum í þessum fræðum! • Áður fyrr töldu margir að margar eða allar sögurnar væru ritaðar á 12. öld.

  7. Einstakar sögur – þróun sagnaritunar II (1230-1260) • Með Egils sögu má telja að komið sé jafnvægi a milli sagnfræði og listar í ritun Íslendingasagna. • Næstu þrjá áratugina eða svo eru skrifaðar sögur í svipuðum anda, þ.e. • Víga- Glúms saga Gísla saga Súrssonar • Reykdæla saga Laxdæla saga • Ljósvetninga saga Eyrbyggja saga • Valla-Ljóts saga Eiríks saga rauða • Droplaugssona saga Vatnsdæla saga • Vopnfirðinga saga

  8. Einstakar sögur – þróun sagnaritunar II (1230-1260) • Sagnaritunin breiðist fljótt út um landið. • Víga-Glúms saga, Reykdæla saga, Ljósvetninga saga og Valla-Ljóts saga gerast í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu. • Víga-Glúms saga er elst þeirra, talin rituð um 1230. • Skömmu áður hafði Sighvatur Sturluson, bróðir Snorra, sest að á Grund í Eyjafirði – tilviljun?? • Á þverá, hinu forna höfuðbóli Víga-Glúms, var klaustur stofnað 1158.

  9. Einstakar sögur – þróun sagnaritunar II (1230-1260) • Droplaugs sona saga gerist austur á Héraði og er talin elst austfirskra sagna.

  10. Einstakar sögur – þróun sagnaritunar II (1230-1260) • Enn sem fyrr er þó hlutur Vesturlands mestur í sagnaritun. • Laxdæla gerist í Dölum og er meðal hinna stærri og merkari sagna. • Eyrbyggja er breiðfirsk og er með lengstu sögum, nær yfir sögu margra ættliða eins og Laxdæla.

  11. Einstakar sögur – þróun sagnaritunar II (1230-1260) • Talið er að sögurnar sem skrifaðar voru á bilinu 1230-1260 eigi fyrst og fremst rætur að rekja til munnlegra heimilda. • Um sumt hafa höfundar þó haft ritaðar heimildir (t.d. ættartölur). • Flestir höfundarnir hafa hirt meira um sagnfræði en listræna sköpun. Sem heild verður þó að telja þessar sögur betur skrifaðar en hinar eldri, ef Egla er undanskilin.

  12. Einstakar sögur – þróun sagnaritunar III (1270-1300) • Á síðasta fjórðungi 13. aldar rís list Íslendingasagna hæst. Frá þeim tíma eru m.a. þessar sögur: • Gunnlaugs saga ormstungu • Hænsna-Þóris saga • Bandamannasaga • Hrafnkels saga Freysgoða • Brennu-Njáls saga

  13. Einstakar sögur – þróun sagnaritunar III (1270-1300) • Þessar sögur virðast allar meira mótaðar af fagurskyni en sagnfræði. • Sögurnar eru heilsteyptar, lausar við brotalamir í samsetningu. • Hrafnkels saga þykir bera af í þessu samhengi. • Sigurður Nordal segir að hún sé ein fullkomnasta smásaga sem til sé í heimsbókmenntunum.

  14. Einstakar sögur – þróun sagnaritunar III (1270-1300) • Brennu-Njáls saga verður að teljast mesta afreksverkið í hinni fornu sagnaritun. • Höfundur hefur leitað efnisfanga í ættartölur, eldri Íslendingasögur (t.d. Laxdælu), fornaldarsögur (lýsingar á víkingaorrustum), lagaformúlur, helgisögur (Ámundi blindi) og fyrirburðarsögur (gandreiðin, jötunninn í draumi Flosa).

  15. Einstakar sögur – þróun sagnaritunar III (1270-1300) • Höfundi Njálu tekst að steypa öllu þessu efni saman í listræna heild. • Njála þykir lýsa betur en nokkur önnur Íslendingasaga hugsunarhætti 13. aldar manna, hugsjónum þeirra og heimspeki.

  16. Einstakar sögur – þróun sagnaritunar III (1270-1300) • Atburðir Bandamannasögu gerast síðar en atburðir annarra Íslendingasagna, eða eftir 1030. • Baráttan er ekki háð með vopnum heldur orðum. • Sagan er gamansöm; deilt er á spillt höfðingjavald. • Gerist að miklu leyti á alþingi.

  17. Einstakar sögur – þróun sagnaritunar III (1270-1300) • Gunnlaugs saga og Hænsna-Þóris saga eru báðar borgfirskar. • Gunnlaugs saga er rómantísk ástarsaga • Hænsna-Þóris saga lýsir aftur á móti hversdagslegu lífi fólks betur en nokkur önnur saga.

  18. Einstakar sögur – þróun sagnaritunar IV (1300-1350) • Síðasta skeið Íslendinga sagna; hnignunarskeiðið. • Raunsæis gætir minna en bera fer á ýkjum og yfirnáttúrulegu efni. • Greina má sterk áhrif frá fornaldar- og riddarasögum. • Grettis saga er merkasta sagan frá þessu skeiði. Hún er hlaðin þjóðsagnaefni en lýsing Grettis er að mörgu leyti raunsæ. Stíll sögunnar er einnig frábær.

  19. Samantekt um þróun sagnaritunar og einstakar sögur • Flestar Íslendingasögurnar eru frá Vestur- og Norðvesturlandi. • Í þessum landshlutum hefur sagnaritun líklega fyrst blómgast: • Ari fróði • Þingeyrarklaustur • Snorri í Reykholti • Flestir landshlutar eignuðust sína sögu en þó er Skagafjörður undantekning á þessu. Kannski hafa Hólamenn ekki hirt um að fóstra þjóðlega menningu.

  20. Íslendingaþættir • Íslendingaþættir eru stuttar sögur. • Þeir fjalla oft um Íslendinga sem dveljast við erlendar konungahirðir og er konungur oft önnur aðalpersónan. • Íslendingaþættir hafa flestir geymst í konungasögum. • Talið er að elstu þættirnir séu eldri en elstu Íslendingasögurnar en ritun þáttanna stóð allt fram á 14. öld.

  21. Íslendingaþættir • Bestu Íslendingaþættirnir eru fullkomlega sambærilegir við bestu sögurnar, t.d. • Auðunar þáttur vestfirska • Hreiðars þáttur heimska • Þorsteins þáttur stangarhöggs • Sneglu-Halla þáttur • o.fl.

More Related