1 / 62

Stofnmat byggt á aldursgreindum afla - Fyrri hluti

Stofnmat byggt á aldursgreindum afla - Fyrri hluti. Fyrirlestur #7 Haustönn 2006 Einar Hjörleifsson. UPPRIFJUN Mat á heildardánarstuðli (Z). Mat á heildardánarstuðli (Z).

harper
Download Presentation

Stofnmat byggt á aldursgreindum afla - Fyrri hluti

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Stofnmat byggt á aldursgreindum afla - Fyrri hluti Fyrirlestur #7 Haustönn 2006 Einar Hjörleifsson

  2. UPPRIFJUNMat á heildardánarstuðli (Z)

  3. Mat á heildardánarstuðli (Z) • Áður hefur verið sýnt fram á að hægt er að fylgja einstökum árgöngum eftir í veiðum með því að skoða fjölda í afla (Cay) og fá mat á heildardánarhlutfalli árgangs (Z) eftir að hann er að fullu genginn í veiði • Forsendur sem að þurfa að halda eru að sóknin og veiðimynstur hafi verið nokkuð stöðug á tímabilinu sem að árgangur er að ganga í gegnum veiðina.

  4. Ýsa: Fjöldi í lönduðum afla

  5. Mat á heildardánarstuðli eldri fiska 90 92 89 91 88 87

  6. UPPRIFJUNMat á fjölda fiska

  7. Um fjölda fiska sem koma í veiði • Sýnt hefur verið fram á að fjöldi fiska sem að kemur inn í stofninn á hverju ári getur verið mjög breytilegur: • Fjöldi í afla (Cay) eftir árgöngum er mjög breytilegur. Uppistaða í ársafla á hverju tímabili getur verið úr einum eða tveimur árgöngum. • Fjöldi í stofnmælingu (Uay) eftir árgöngum er mjög breytilegur. • Magnið sem að veitt er úr hverjum árgangi virðist ráðast af magni fisks (árgangastærð) áður en að veiðar hefjast. • Skoðum þessa síðustu fullyrðingu aðeins nánar ---->

  8. Lágmarksstofnstærð • Lágmarksstofnstærð árgangs sem að fullu er genginn í gegnum veiði má meta með því að leggja saman fjölda landaðra fiska úr árganginum: • k: aldur sem að árgangurinn kemur fyrst inn í veiðina. • Athugið að hér erum við í raun að gera ráð fyrir að náttúrulegur dauði sé núll.

  9. Ýsa: Lágmarksstofnstærð (fjöldi) • Lágmarksfjöldi 2ja ára fiska árið 85 sem þurfti að vera til staðar til að standa undir veiði 83 árgangsins á næstu árum er 22 milljónir fiska (þ.e. summa af afla árgangsins) • Athugið summan gildir ekki fyrir árganga sem nú eru í veiði (gráskyggt). • Til umhugsunar: Hver eru áhrif brottkasts (óskráðs veiðidauða) á þetta mat (sem byggir eingöngu á lönduðum afla)?

  10. Aldursgreindar vísitölur þorsks Aldur YC 84 YC 91 YC 00 1 Fjöldavísitala 8 Ár 1985 2003

  11. Ýsa: Er samhengi milli U2 og N2,min? U2=Rallvísitala 2ja ára fisks N2,min=Summan af afla árgangsins blátt: enn í veiði

  12. Ýsa: Er samhengi milli U2 og afla? U2=Rallvísitala 2ja ára fisks blátt: enn í veiði

  13. Ýsa: Væntanlegur afli? Y=0.40U2 + 16.7 aflaspá 99 árgangs Ráðgjöf Hafró fyrir 2002/03: 55 þús. tonnÁ hverju skyldi hún byggjast?

  14. Stofnmatslíkan

  15. Stofnmatslíkan • Stofnmatslíkan gerir í raun ekkert annað en að draga saman upplýsingarnar sem að liggja í mæligögnunum: • Heildardauði: Ræðst af því hversu hratt fiskarnir týna tölunni í afla • Fjöldi fiska í árgangi sem genginn er í gegnum veiðina: Metinn út frá því hvað mikið fæst í afla úr hverjum árgangi • Fjöldi fiska í árgangi sem að nú er í veiðum: Metinn út frá nýjustu rallmælingu og “sögulegu” sambandi milli rallvísitalna og fjölda í árgangi.

  16. Z = M + F • Vandamálið sem þarf að leysa er að aðgreina þann dauða sem er vegna náttúrulegra orskaka og þann dauða sem að er vegna veiðanna. Þ.e við þurfum að greina á milli: Z = M + F • Þessi þættir (M og F) koma báðir við sögu í stofn- og aflajöfnunum sem við munum nota til að gera stofnmat.

  17. Stofnmat byggt á M=fasti • Sýnt hefur verið fram á að vísitala ákveðins aldurs úr stofnmælingum í þorski og ýsu hefur marktækt spágildi á væntanlegan fjölda í árið á eftir. • Það eitt og sér segir okkur að náttúrulegur dauði er ekki mjög breytilegur. • Þ.e.a.s. náttúrulegur dauði, hver svo sem hann er, er nokkuð fast hlutfall af þeim fiskum sem er á lífi hverju sinni. • Gerum til bráðabirgða eftirfarandi útleiðslu ........

  18. M = ? -> M = 0.2

  19. M = 0.2 • Leiðum út stofnmat út frá stofnjöfnunni og aflajöfnunni þar sem við gerum ráð fyrir að M sé einhver fasti (gerum hér ráð fyrir að það sé 0.2) • Engar spurningar nú um þennan Akilesar hæl fiskifræðinnar ....... ! • Síðar munum við skoða aðferðir til þess að meta stærðargráðuna á M. • Einnig munum við skoða afleiðingar þess að við höfum rangt fyrir okkar um stærðargráðuna á M. • Ef enn er einhver efi um að M sé nokkurnveginn fasti (hver svo sem hann er), rifjum upp rallgögnin .......

  20. Þorskur: U4 = f(U3)

  21. Innra samhengi gagna í ralli • Það að breytileiki í fjöldavísitölu ákveðins aldursflokks skýrist að mestu leiti af fjöldavísitölu sama árgangs einu ári fyrr gefur okkur tilefni til að álykta: • Að stærðargráðan af M er nokkuð stöðug milli ára • Það að sjá nokkurnveginn línulegt samband milli aldurflokkana óháð magns gefur okkur tilefni til að álykta • Að M virðist ekki vera háð þéttleika • Til umhugsunar: Hvernig myndi framangreint línurit vera ef við gerðum ráð fyrir þéttleikaháðum afföllum?

  22. Inngrip okkar er F • Stærð árgangs virðist ráðast mjög snemma á lífskeiðinu. • Stærð árgangs virðist ráðast áður en að við sjáum ástæðu til að nýta stofninn, a.m.k. er varðar þorsk og ýsu. • Ef að við ætlum okkur að stjórna veiðum, a.m.k. til skemmri tíma litið þá er það í formi veiðidauða (F): • Til umhugsunar: Í umræðum í fjölmiðlum hefur því verið haldið fram að með því að veiða meira aukum við þyngd stofnsins sem aftur þýðir að við getum veitt enn meira! • Komum að þessari sýn síðar í kúrsinum

  23. INNGANGUR: Saga stofnmælinga = saga af tæknilegri útfærslu

  24. Bakreikningur vs. framreikningur • Stofnmat sem byggt er á gögnum um aldursgreindan afla má gera með tvennum hætti: • “Bakreikningur” • Aðferð sem þróuð var fyrst • Byggir á því að bakreikna fjölda í stofni með því að bæta náttúrulegum dauða við fjölda landaðra fiska • Gerir ekki ráð fyrir neinni skekkju í lönduðum afla • Byggir ekki á formlegri tölfræði, er í raun bara “reikniverk”, en með markfall fyrir rallvísitölu sem er lágmarkað þannig að spáð rallvísitala sé með sem minnsta fráviki frá mældri vísitölu. • “Framreikningur” • Byggir á því að framreikna stofnstærð og afla • Er með formlegt tölfræðilegt markfall sem er lágmarkað þannig að spáður afli OG rallvísitala eftir aldri sé með minnsta frávik frá mældum afla.

  25. Bakreikningur vs. framreikningur Í bakreikningi byrjum við á að meta fjölda fiska á lífi í lok tímabilsins Í framreikningi byrjum við á að meta fjölda fiska á lífi í upphafi tímabilsins

  26. Bakreikningur vs. framreikningur • Að grunni til er enginn munur á bakreikningi og framreikningi • Tæknilega séð var einfaldara að gera bakreikning fyrir tíma tölvunnar. • Það var að vísu háð þeim annmörkum að gert var ráð fyrir að engar skekkjur væru í aldursgreindum afla • Í dag getum við að forminu til gert, hvort sem er fram eða bakreikninga. • Framreikningar eru á vissan hátt einfaldari, bæði er varðar skilning sem og er varðar tæknilega útfærslu í líkanasmíð.

  27. Tölfræðileg aldursafla greining Líkan sem byggir á framreikningi á stofnstærð þar sem gert er ráð fyrir að skekkja sé í mæligögnum: Aldursgreindum afla OG rallvísitölum Eftirfarandi glærur eiga eingöngu við þetta líkan.Síðar verður fjallað um bakreikning á stofnstærð

  28. Tölfræðileg aldursaflagreining • Mælingar: • Aldursgreindum afla (Cay) OG • Aldurgreindar vísitölur úr ralli (Uay) • Stuðlar: • Fjölda fiska sem koma inn í veiði á hverju ári (Niy) • i táknar yngsta aldursflokkin • Fjöldi fiska á fyrsta árinu (Naj) • j táknar fyrsta árið • Veiðimynstur eftir aldri (sa) • Veiðidauða í viðmiðunaraldursflokkir á hverju ári (Fy) • Veiðanleikastuðul (qa) fyrir hvern aldurshóp • Skilyrði fyrir bestu lausn • Að frávik á metnum afla (Cay-hat) og mældum afla (Cay) OG metnum rallvísitölum (Uay-hat) og mældum vísitölum (Uay) sé sem minnst.

  29. Tölfræðilíkanið í orðum • Búum til stofn þannig að við: • Höfum fast veiðimynstur (í tíma) sem er fall af aldri • Veiðidauða (á einhverjum viðmiðunaraldri) fyrir hvert ár • Fjölda fiska sem koma inn í veiði á hverju ári (stærð árganga) • Reiknum út: • Fjölda landaðra fiska eftir aldri (Cay-hat) • Athugið að summan af margfeldi fjölda og þyngdar eftir aldri gefur heildarafla hvers árs (Yy) • Rallvísitölu fyrir hvern aldur (Uay-hat) • Jöfnur: • Stofnjafnan • Lýsir afdrifum fiska í tíma • Aflajafnan • Lýsir fjölda fiska sem að drepast vegna veiða.

  30. Líkanið á stærðfræðimáli

  31. Mat á veiðimyntri I • Veiðimynstur lýsir hlutfallslegri veiði í mismunandi aldurshópa innan hvers árs. • Einfaldast er að gera ráð fyrir að veiðimynstur því að það sé hið sama yfir öll árin. Veiðidauði fyrir hvern aldurshóp svo því lýst sem: • Fay: Fiskveiðidauði fiska á aldrinum a á árinu y • sa: Veiðimynstur fiska á aldrinum a • Fy: Fiskveiðidauði einhvers viðmiðunaraldurshóps á árinu y • Oft er viðmiðunaraldurshópurinn elsti fiskurinn en stundum er notað meðaltal aldurshópa sem að algengastir eru í veiðinni

  32. Mat á veiðimynstri II • Einfaldast er að meta veiðimynstri sem fall af aldri með “logistic-falli”: • sa er mælikvarði á sókn í yngri fiski sem fall af elsta fiski. • a50 er aldur þar sem veiðidauði er helmingur þess í elsta fiski. • a95 er aldur þar sem veiðidauði er 95% þess sem það er í elsta fiski. • Með því að nota eitthvert fall spörum við fjölda stuðla sem við þurfum að meta

  33. Veiðimynstur Sókn í 4.8 ára fisks er 50% af sókn í elsta fiskinn Sókn í 7 ára fisks er 95% af sókn í elsta fiskinn a95 a50

  34. Mat á nýliðun og fiskveiðidauða • Meta þarf fjölda nýliða sem koma inn í veiði á hverju ári • Gerum hér ráð fyrir að nýliði komi inn sem 3ja ára fiskur (N3y) • Metinn fiskveiðidauði (Fy) ásamt veiðimynstri eftir aldri er notað til að meta fjölda fiska á lífi eftir aldri og árum (Na+1,y+1) skv. aflajöfnunni:

  35. Metnar stuðlar Athugið að .... Með öðrum orðum: Stofnstærð (Nay) fyrir sérhvert ár og sér- hvern aldur er fall af nýliðun og “uppsöfnuðum” dauða.

  36. Hvað höfum við gert? Gráskyggðir reitir: Metnir stuðlar

  37. Mat á Cay • Þegar búið er að meta fjölda fiska á lífi er einfalt að reikna aldursgreindann afla (Cay-hat) skv. aflajöfnunni:

  38. Fellum líkanið að mæligögnum • Fram til þessa erum við eingöngu búnin að setja upp líkan til þess að fylgja eftir árgöngum og reikna út afla. • Þetta líkan er í raun sambærlegt líkaninu um afrakstur og hrygningarstofn á nýliða (sjá síðar), nema hér fylgjum við eftir mörgum árgöngum af mismunandi stærð og getum haft mismunandi veiðidauða á hverju ári. • Við gætum notað þetta líkan eitt og sér til þess að búa til einhvern ímyndaðann stofn (þetta gerum við í hermilíkaninu). • Þessi upsetning ásamt einhverju falli sem spáir árgangastærð sem falli af hrygningarstofni er t.d. notað í áhættugreiningu • Ef að við höfum hinsvegar mælingar á aldursgreindum afla þá er hægt að reyna að fella líkanið að gögnum (mælingum). • Finnum þannig bestu lausn fyrir fjölda fiska sem koma inn í veiði á hverju ári, veiðimynstur eftir aldri (sa) og veiðidauða á hverju ári (Fy) þannig að frávik á metnum afla (Cay-hat) og mældum afla (Cay) [OG metnum rallvísitölum (Uay-hat) og mældum vísitölum (Uay) sé sem minnst sjá hér á eftir)].

  39. Lágmörkun frávika - Cay • Með því að lágmarka frávikið á mældum afla (Cay) og metnum afla (Cay-hat) fæst besta tölfræðilega matið á stofnstærð í upphafi (Nay), veiðimynstri (sa) og fiskveiðidauða (Fy):

  40. Lágmörkun frávika - Cay • Athugið að lágmörkun á: • þýðir í orðum að við finnum þá samsetningu á gildum fyrir sa, Fy og Nay sem að best lýsa mældum afla. • Þetta er í raun það sama og sagt er neðst í glæru 37

  41. Lágmörkun frávika - vægi á Ca • Oft eru upplýsingar um aldursgreindan afla misnákvæmar eftir aldri. Þá eru settar vogtölur á frávikin eftir aldri, þannig að upplýsingar um aldursflokka sem að eru mældar með mestu nákvæmni vega þyngst: • Oftast er sett hlutfallslega minna vægi á aldurhópa sem er fágætir í aflasýnum (yngstu og elstu fiskarnir) þar sem matið á þeim er ónákvæmara, eðli málsins samkvæmt

  42. Mat byggt eingöngu á Cay • Ef ekki liggja fyrir önnur áreiðanleg gögn er möguleiki, með því að setja ákveðin skilyrði, á að meta stofnþróun út frá aflagögnum eingöngu. Ef vitað er að veiðidauði breytist ekki mikið milli ára má t.d. lágmarka eftirfarandi:

  43. Dæmi: Ufsinn

  44. Ufsi: Mældur vs. metinn afli Lágmarkssumma frávikanna (í öðru veldi að sjálfsögðu) gefur besta matið á sa, Fy og Nay

  45. Mældur vs. metinn afli Frávik líkans og gagna: Eftir því sem frávikin eru minni því betur fellur líkanið að gögnunum Frávik á heildarafla ætti einnig að vera sem minnstur. “Neyðum” stundum líkanið til að falla að heildarafla.

  46. Viðbótarupplýsingar • Ef fyrir liggja viðbótarupplýsingar er mjög auðvelt að bæta þeim við í líkanið. Ef til eru aldursgreindar vísitölur má t.d. meta stofnstærð sem: • þar sem ba er metið. Lágmörkunin er þá skv. .........

  47. Lágmörkun I

  48. Lágmörkun II • Oft er sett mismunandi vægi á gögnin: • og er þá byggt á utanaðkomandi upplýsingum

  49. Lágmörkun III • Með mismunandi vogtölum á aldur (vegna þess að mæling mismunandi aldurshópa er misnákvæm) verður lágmörkunin:

  50. Hvað höfum við gert? Gráskyggðir reitir: Metnir stuðlarGögn: Aldursgreindur afli og vísitala úr stofnmælingum

More Related