1 / 25

Endurreisn

Endurreisn. Vestur-Evrópa vaknar (14. – 17. öld) (bls. 197 – 207). Endurreisn. Endureisnin á upptök sín í ítölsku borgríkjum 14. aldar en barst til Norður-Evrópu á 15. öld Klassískar hugmyndir fornaldar voru þá enduruppgötvaðar og hafðar til fyrirmyndar

ata
Download Presentation

Endurreisn

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Endurreisn Vestur-Evrópa vaknar (14. – 17. öld) (bls. 197 – 207)

  2. Endurreisn • Endureisnin á upptök sín í ítölsku borgríkjum 14. aldar en barst til Norður-Evrópu á 15. öld • Klassískar hugmyndir fornaldar voru þá enduruppgötvaðar og hafðar til fyrirmyndar • Endureisninni fylgdi blómaskeið bæði í listum og fræðastörfum og verk endurreisnarmanna voru bæði frumleg og mikilfengleg • Endurreisnarmenningin grundvallaðist að sjálfsögðu einnig á þeirri menningu sem hún var sprottin úr; menningu miðalda Valdimar Stefánsson 2008

  3. Ítalskir borgarar • Undir lok miðalda var mikil gróska í ítölsku efnahagslífi vegna stóraukinnar verslunar • Aukin verslun ýtti undir þéttbýlismyndun og breytingu á verslunarháttum • Sjálfsþurftarbúskapur og vöruskiptaverslun vék fyrir peningaverslun og fyrstu bankarnir voru stofnaðir • Ítalskir athafnamenn í verslun og iðnaði högnuðust vel og mynduðu öfluga og sístækkandi borgarastétt Valdimar Stefánsson 2008

  4. Ítalskir borgarar • Kaupmennskan krafðist lestrar-, skriftar- og reikningskunnáttu enda fjölgaði skólum • Starfstíma borgarbúa þurfti að mæla nákvæmlega og eru elstu vélrænu klukkurnar frá þessum tíma • Veraldlegur, samræmdur tími tók við af tíma náttúrunnar og kirkjunnar • Upphaf nútímaborgaralífs má þannig á ýmsan máta rekja til ítölsku borgríkjanna • Voldugustu borgríkin á þessum tíma voru Feneyjar og Flórens Valdimar Stefánsson 2008

  5. Medici-ættin • Öflugasta fjölskyldan af borgaralegum uppruna var Medici-ættin í Flórens • Hún varð fljótt þekkt fyrir öfluga menningarstarfsemi og varði miklu fé til að kaupa listaverk og réðu jafnan bestu listamenn sem völ var á til að starfa í skjóli sínu • Menningarstarfsemi þessari var beinlínis ætlað að sýna valdastöðu og sveipa ættina dýrðarljóma • Medici-ættin var nánast einráð í Flórens um áratugaskeið og á þeim tíma reis menning borgarinnar hæst Valdimar Stefánsson 2008

  6. Listmálarar endureisnarinnar • Í samræmi við breytt samfélag breyttist einnig myndefni málara á endurreisnartímanum • Á miðöldum hafði kirkjan verið nánast einráð um alla listsköpun en nú höfðu efnaðir borgarar tekið hlutverki hennar • Listin tók á sig veraldlegri blæ og höfðu listmálararnir gjarnan hversdagslífið að fyrirmynd • Helsta tekjulind málara var að mála mannamyndir (portrett) oftast eftir pöntun auðugra fjölskyldna • Einnig var mannslíkaminn vinsælt myndefni Valdimar Stefánsson 2008

  7. Listmálarar endurreisnarinnar • Á miðöldum hafði myndlist fyrst og frems táknræna merkingu og líkindi með raunveruleikanum skiptu ekki miklu máli • Myndir voru málaðar án dýptar og persónur voru hverjar öðrum líkar • Með endurreisninni tóku málarar að gera tilraunir með ljós og skugga í myndum sínum, juku þær lífi og hreyfingu og fengu þeim nýja dýpt • Þannig náði myndlistin nýjum hæðum á endurreisnartímanum og eru ýmsir þeirra skoðunar að þeim hæðum hafi nútímalistin enn ekki náð Valdimar Stefánsson 2008

  8. Miðaldamálverk: Harmurinn eftir di Bondone (um 1305) Valdimar Stefánsson 2008

  9. Fæðing Venusar (1486) eftir Sandro BotticelliHann var einn fyrsti endurreisnarmálarinn Valdimar Stefánsson 2008

  10. Leonardo da Vinci • Einn þekktasti málari endurreisnarinnar var Leonardo da Vinci (1452 – 1519) • Frægustu myndir hans eru Mona Lisa og Síðasta kvöldmáltíðin • Hann var ekki aðeins yfirburðamaður í myndlist heldur einnig myndhöggvari, verkfræðingur og hugmyndaríkur uppfinningamaður • Hann stundaði auk þess krufningar á líkum til að kynnast starfsemi mannslíkamans og gerði uppdrætti af vélmennum og flugvélum svo fátt eitt sé nefnt Valdimar Stefánsson 2008

  11. Leonardo da Vinci Sjálfsmynd (1512 – 1515) Mona Lisa (1505 – 1507) Valdimar Stefánsson 2008

  12. Leonardo da Vinci Síðasta kvöldmáltíðin (1498); málað á klausturvegg Valdimar Stefánsson 2008

  13. Michaelangelo Buonarroti • Michaelangelo (1475 – 1564) er einn helsti listamaður 16. aldarinnar • Hann var fyrst og fremst myndhöggvari en málaði einnig fjölmörg stórfengleg kirkjulistaverk • Þekktasta málverk hans er Sköpun Adams í lofti Sixtinsku kapellunnar í Róm • Einnig stýrði hann smíði Péturskirkjunnar í Róm á lokastigum hennar Valdimar Stefánsson 2008

  14. Michaelangelo: tvær höggmyndir Pietà (1498 – 1499) Davíð (1501 – 1504) Valdimar Stefánsson 2008

  15. Michaelangelo Hluti af lofti sixtínsku kapellunnar; Sköpun Adams (1508 – 1512) Valdimar Stefánsson 2008

  16. Rafael • Sá fjórði í þessari röð þekktustu myndlistarmanna heims er Raffaello Sanzio, betur þekktur sem Rafael (1483 – 1520) • Þrátt fyrir að hafa ekki náð fertugsaldri er hann lést var hann þá þegar orðinn einn virtasti arkitekt og málari samtímans • Langflest málverka hans eru trúarlegs eðlis en hann þykir vera meistari í að gæða myndefni sitt sérstökum yndisþokka • Að auki var hann mikilvirkur arkitekt og teiknaði bæði kirkjur og hallir Valdimar Stefánsson 2008

  17. Rafael: tvö málverk Maddonna hertogans (1505) Ummyndunin (1517 1520) Valdimar Stefánsson 2008

  18. Menntastefna endurreisnarinnar • Sú menntastefna sem fram kemur á endurreisnartímanum er nefnd húmanismi eða manngildisstefna • Í húmanismanum er leiðin til aukins þroska órjúfanlega tengd aukinni menntun • Einnig er lögð áhersla á sjálfstæði mannsins varðandi skoðanamyndun og viðhorf • Veraldar- og einstaklingshyggja eru lykilhugtök húmanismans þar sem heimsafneitun miðalda er hafnað og jarðlífið metið meira en líf eftir dauðann Valdimar Stefánsson 2008

  19. Húmanisminn • Nútímatextafræði á rætur að rekja til endurreisnartímans þegar húmanistar tóku til við að rannsaka á skipulegan hátt texta fornaldar og fór málfræðingurinn Lorenzo Valla (1407 – 1457) þar fremstur í flokki • Húmanistar stofnuðu víða skóla þar sem fjölbreytt námsefni var í boði enda var tilgangurinn sá að útskrifa siðaða hefðarmenn sem væru vel að sér í mörgum greinum Valdimar Stefánsson 2008

  20. Desedirius Erasmus frá Rotterdam • Þekktasti húmanisti endurreisnartímans er án vafa Erasmus frá Rotterdam (1466 – 1536) en hann var virtasti fræðimaður síns tíma • Hann þýddi meðal annars Nýja testamentið úr frummálinu, grísku, árið 1516 og tileinkaði páfanum í Róm verkið • Þekktasta rit hans er þó Lof heimskunnar sem er ádeila á spillingu innan kirkjunnar • Þrátt fyrir gagnrýni sína á kaþólsku kirkjuna gekk hann aldrei til lið við mótmælendatrúnna en reyndi frekar að sætta þessa andstæðu flokka Valdimar Stefánsson 2008

  21. Niccolo Machiavelli (1469 – 1527) • Ein af afleiðingum húmanismans var aukin áhersla á veraldleg málefni, samfélagsmál og stjórnmál • Frægasta stjórnmálarit þessa tíma er tvímælalaust Furstinn, eftir Flórensbúann Niccolo Machiavelli, rituð árið 1513 en ekki gefin út fyrr en eftir dauða höfundarins • Ritið er eins konar námsbók í stjórnun ríkis og einkennist af raunsæi og hispursleysi gagnvart siðaboðum samtímans Valdimar Stefánsson 2008

  22. Fornmenntastefnan • Áhugi endurreisnarmanna á fornöld og leit þeirra að horfinni þekkingu í gömlum bókum leiddi til stóraukins áhuga norrænna menntamanna á fornum handritum; svonefndrar fornmenntastefnu • Á Íslandi kom þessi stefna m. a. fram í endurnýjaðri annálaritun eftir um 150 ára þögn á því sviði • Auk þess jukust stórlega uppskriftir fornra skinnhandrita en með tilkomu pappírsins varð mun auðveldara að varðveita þá fornu mennt Valdimar Stefánsson 2008

  23. Arngrímur lærði • Á Íslandi varð séra Arngrímur Jónsson (1568 – 1648) frumkvöðull fornmenntastefnunnar • Hann stundaði viðamikið fræðastarf, safnaði og skrifaði upp gömul handrit og samdi rit um ýmis málefni • Að fyrirmælum Guðbrands Þorlákssonar ritaði hann stutt verk þar sem andmælt var missögnum útlendinga um Ísland og Íslendinga • Þekktasta verk hans er þó tvímælalaust Crymogea, Íslandssaga frá landnámi til siðbreytingar, rituð á latínu Valdimar Stefánsson 2008

  24. Árni Magnússon • Á 17. öld vaknaði áhugi norrænna fræðimanna á fornum handritum Íslendinga og upphófst þá keppni á milli Svía og Dana um að eignast slík handrit • Áhrifamesti handritasafnari Dana er tvímælalaust Árni Magnússon (1663 – 1730) en hann var einn fremsti handritafræðingur heimsins á sínum tíma • Hann kom upp stóru safni í Kaupmannahöfn en hluti af því varð eldi að bráð árið 1728 • Eftir dauða hans var safn hans gert að Árnastofnun sem í dag er starfrækt bæði í Reykjavík og Kaupmannahöfn Valdimar Stefánsson 2008

  25. Íslensk endurreisn • Endurreisnin og húmanisminn í Evrópu varð þannig til þess að Íslendingar urðu hlutgengir í menningarsamfélagi Evrópuþjóða • Endurreisnin sunnar í álfunni snerist um að uppgötva menningu fornaldar á nýjan leik en Íslendingar áttu ekkert eldra en nokkurra alda gömul rit • Eigi að síður þótti sérstaða þessarar miðaldamenningar slík að athygli vakti víðsvegar um álfuna Valdimar Stefánsson 2008

More Related