1 / 12

Endurreisn í Evrópu

Endurreisn í Evrópu. III.6. Endurreisn. Hugtakið endurreisn (Renaissance)vísar í áhuga Evrópumanna á 15. og 16. öld að endurreisa menningu Grikkja og Rómverja til forna. Vaxandi borgarastétt á Norður-Ítalíu tók að fjárfesta í list.

frieda
Download Presentation

Endurreisn í Evrópu

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Endurreisn í Evrópu III.6

  2. Endurreisn • Hugtakið endurreisn (Renaissance)vísar í áhuga Evrópumanna á 15. og 16. öld að endurreisa menningu Grikkja og Rómverja til forna. • Vaxandi borgarastétt á Norður-Ítalíu tók að fjárfesta í list. • Áður hafði kaþólska kirkjan verið nær eini kaupandi að henni. • Myndefnið varð fjölbreytilegra og myndirnar raunsærri.

  3. Fæðing Venusar - Botticelli

  4. Medici ættin • Medici ættin í Flórens var stórkaupandi að list. • Meðal frægra málara og myndhöggvara endurreisnarinnar voru: • Sandro Botticelli (+1510): Fæðing Venusar • Leonardo da Vinci (+1519): Mona Lisa • Michelangelo Buonarroti (+1564): Hvelfingin í sixtínsku kapellunni í Vatekaninu • Rafael (+1520): Dísin Galatea [Skoðið myndir bls. 198-201]

  5. Mona Lisa – Leonardo da Vinci

  6. Húmanismi • Húmanismi var einn angi sem spratt upp af hugmyndum endurreisnarinnar. • Í stað þess að horfa á æviskeið mannsins sem undirbúning fyrir lífið eftir dauðann eins og kirkjan boðaði lögðu húmanistarnir áherslu á að dvölin hér jörð hefði einnig gildi í sjálfu sér. • Aukinn áhugi á gömlum ritum, textarannsóknum og menntun almennt. • Húmanistarnir trúðu því að menntun gerði menn að betri mönnum.

  7. Frægir endurreisnarmenn… • Erasmus frá Rotterdam (+1536). Á meðal verka hans var þýðing Nýja testamentisins úr frummálinu, grísku, og Lof heimskunnar þar sem hann gagnrýndi kirkjuna fyrir spillingu. Erasmus hélt þó tryggð við kaþólsku kirkjuna. • Marteinn Lúter flokkast líka undir húmanista og þýðing Biblíunnar yfir á þýsku er gott dæmi um það. • Niccolo Machiavelli (+1527) skrifaði Furstann, og má lesa það rit sem gagnýni á stjórnendur sem hugsa um að skara eld að eigin köku.

  8. Endurreisnin- Renaissance • Hvaða áhrif haldið þið að það hafi haft á líf fólks þegar endurreisnarmenn fóru að boða þá kenningu að lífið á jörðinni hefði gildi í sjálfu sér? Á hvaða hátt fór fólk að haga sér öðruvísi en það hafði gert á miðöldum? (Sjá aftast í k. II.1)

  9. Húmanismi á Íslandi III.7

  10. Endurreisn á Íslandi • Á Íslandi birtist húmanisminn einkum í miklum áhuga á fornsögum og annálaritun. • Arngrímur lærði Jónsson (+1648) gaf út varnarrit á latínu til þess að leiðrétta ranghugmyndir útlendinga um Ísland. • Útlendingar höfðu skrifað skrípa lýsingar á landi og þjóð – fólk ruddalegt, þótti vænna um hundana sína en börn, sóðar, trúleysingjar o.s.frv. • Árið 1609 skrifaði hann fyrstu samfelldu Íslandssöguna á latínu: Crymogæa

  11. Handrit • Erlendis vaknaði mikill áhugi á gömlum íslenskum handritum. • Árni Magnússon (+1730) safnaði handritum um gjörvallt Ísland. • Flutti til Kaupmannahafnar þar sem stór hluti þess varð eldi að bráð 1728

  12. Í kaflanum segir frá því þegar Danir féllust á að afhenda Íslendingum verulegan hluta íslenskra miðaldahandrita sem voru varðveitt í Kaupmannahöfn. Hvað finnst ykkur rétt og sanngjarnt í því máli? Skoðið t.d. eftirfarandi atriði: • a)Áttu Íslendingar einhvern rétt á að krefjast handritanna? Árni Magnússon hafði jú gefið Kaupmannahafnarháskóla þau. • b) Áttu Íslendingar að sætta sig við að hluti handritanna yrði eftir í Kaupmannahöfn eða heimta þau öll? • c) Áttu Danir að láta handritin af hendi? • d) Í kaflanum segir að Danir eigi hugsanlega eftir að fá meiri heiður af eftirlátssemi sinni í handritamálinu en Íslendingar af handritunum sjálfum. Þetta er ögrandi staðhæfing sem þið skuluð taka afstöðu til frekar en læra og trúa. Hvað finnst ykkur?

More Related