1 / 58

Skóli á nýrri öld – Málþing til heiðurs Gerði G. Óskarsdóttur sjötugri 6. september 2013

Skóli á nýrri öld – Málþing til heiðurs Gerði G. Óskarsdóttur sjötugri 6. september 2013. Framtíð íslenska menntakerfisins. Hvert er ferðinni heitið? Jón Torfi Jónasson jtj@hi.is http://www.hi.is/~jtj/ Menntavísindasvið HÍ. Um hvað ættum við að ræða?.

ziv
Download Presentation

Skóli á nýrri öld – Málþing til heiðurs Gerði G. Óskarsdóttur sjötugri 6. september 2013

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Skóli á nýrri öld – Málþing til heiðurs Gerði G. Óskarsdóttur sjötugri6. september 2013 Framtíð íslenska menntakerfisins. Hvert er ferðinni heitið? Jón Torfi Jónasson jtj@hi.ishttp://www.hi.is/~jtj/ Menntavísindasvið HÍ

  2. Um hvað ættum við að ræða? • Sögu menntunar, - skólakerfisins, hlutverks, inntaks, verklags • Hlutverk þess í framtíðinni • Hvernig ákveðum við það? Af hverju tökum við mið? • Hverju má eða ætti að breyta? • Hver ætti að hafa forgöngu um það, framkvæma breytingar? Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  3. Upplýsingaþjóðfélagið? • Við lifum í umhverfi upplýsinga • En við leggjum að jöfnu upplýsingar og staðreyndir eða fróðleik • (þekkingar-, lærdómssamfélag) • Staðreyndir: lýsa veginn? • Spurningar eða staðhæfingar: • Höfum við ofmetið verulega gildi upplýsinga og jafnframt lært að leiða þær hjá okkur ; lært í besta falli að yppta öxlum en almennt vanist því eða sætt okkur við að gera ekkert með þær. Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  4. Nú er 2013 • En ekki 1950, eða 1970 • Menntakerfið vinnur einkum með ungu fólki sem margt hvert mun hafa starfsvettvang á árunum 2020-2060 • Dæmi: Kennaranemar sem búa sig nú til starfa munu eftir 15-20 ár vinna með ungu fólki sem hefur sinn starfsvettvang á árunum 2040-2080 • Og hvað með það? • Ekkert? Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  5. Hvað með sögu skólakerfisins? • Hvað lá til grundvallar kerfinu þegar það var í mótun? • A.m.k. annar veruleiki í mjög mörgu tilliti en gilti um 1950 • Hvernig hefur það breyst? • Vaxið, styrkst, einfaldast, einangrast? … Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  6. Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  7. Hvert ætti að vera hlutverk þess í framtíðinni? • Sama og fyrr? • Hver eru höfuð viðfangsefni menntunar á þessari öld? • Hvað verður að víkja? • Hverjir eru verndarar óbreytts kerfis - óbreyttrar menntunar? • Á hvaða forsendum? Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  8. Hverju má eða ætti að breyta? • Formi? • Já • inntaki? • Já • verklagi? • Já • En verður það gert? • Sennilega alltof hægt Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  9. Losum okkur við úreltar hugmyndirLátum af því að halda • að leikskólastarf sé léttvægt gæslustarf - leikskólinn er sennilega mikilvægasta uppeldis- og þroskastöðin á lífsleiðinni • að skólar eigi að einangra sig við fræðslu – skóli á að vera menningarstofnun, uppeldisstofnun og frjór og agaður vinnustaður fyrir alla; skólar eiga að vera stofnanir sem mennta og þroska - þessu verður að snúa alveg við í hugum fjölmargra • að hugsa menntun í öllum aðalatriðum sem grunnmenntun; þetta skiptir miklu máli bæði fyrir framhaldsskóla og háskóla • að í skóla undirbúi maður sig undir framtíðarstarfið – en ekki fjölþætta þátttöku í samfélagi sem breytist sífellt hraðar • að góðu skólastarfi verði aðeins – eða helst stýrt með mælingum og eftirliti Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  10. Losum okkur við úreltar hugmyndirTeljum ekki lengur • að kennarar undirbúi sig að mestu undir tíma utan kennslustunda og kenni svo í kennslustund • að kennarar læri í grunnnámi flest það sem mestu skiptir fyrir framtíðina í kennarastarfinu Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  11. Hver ætti að hafa forgöngu um það, framkvæma breytingar? • Stjórnvöld? • Samtök fagfólks • Einstakar stofnanir? Einstakir starfsmenn Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  12. Hvert er ferðinni heitið? Áskoranir fyrir menntakerfið • Vörpun framtíðar yfir á menntakerfið • Tenging rannsókna og menntastarfs • Markmið menntunar og tengsl hennar við lýðræði og jafnræði • Umbreyting frá grunnmenntun til símenntunar • Hvernig kennarar geti orðið raunverulegir frumkvöðlar menntabreytinga • Hvernig heildstæð fagmennska kennarans verður ráðandi um skipan kennaramenntunar Tregðan í menntakerfinu Hvaða skref ætti að stíga í menntun? Leiðsögn um næstu skref Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  13. Hvert er ferðinni heitið? • Leikskólinn á að vega sífellt þyngra sem vettvangur uppeldis og þroska • Grunnskóli og framhaldsskóli verða að huga miklu meira að nútíð og framtíð en þeir hafa gert, með því að breyta formi, inntaki og verklagi • Skólakerfinu verður að breyta frá því að vera grunnnámskerfi yfir í símenntunarkerfi; þetta á einkum við um framhaldsskóla og háskóla • Menntakerfið verður að kerfisbinda umræðu um menntun til framtíðar og tryggja stöðuga þróun. • Fagmennska verður að vera leiðandi afl breytinga og þróunar; fagfólkið verður að staðfesta burði sína til þess að sinna því verkefni. Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  14. Kærar þakkir og til hamingju með afmælið Gerður Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  15. Kærar þakkir og til hamingju með afmælið Gerður Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  16. Til umhugsunar • Fortíðin og menntun • Nútíðin og menntun • Framtíðin og menntun • Eðli og gildi menntunar • Tækni og menntun • Hver á að gera hvað, kunna hvað? – til hvers ætlumst við af kennurum? Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  17. Hvar erum við stödd? Að öðru jöfnu? Sennilega er eitt brýnasta verkefnið að flytja nútíma skólann betur og ákveðnar inn í framtíðina. Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  18. Tvö sjónarhorn ― tvær sögur Um skipan og inntak menntunar. Hvernig við virðum fortíðina, glímum við nútíðina og undirbúum undir framtíðina. Fortíðin Í henni liggja rætur menningarlegra gilda sem skópu það besta sem við erfum frá fyrri kynslóðum og tengja okkur við þær. Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  19. http://jonas.ms.is/ Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  20. Tvö sjónarhorn ― tvær sögur Um skipan og inntak menntunar. Hvernig við virðum fortíðina, glímum við nútíðina og undirbúum undir framtíðina. Fortíðin Nútíðin Nútíminn er orðinn svo flókinn, frekur og alltumlykjandi að hann hlýtur að vera mikilvægt viðfangsefni menntunar. Hann verður að vega sífellt þyngra sem lykilþáttur skólastarfs. Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  21. Sofðu, unga ástin mín, - úti regnið grætur. Mamma geymir gullin þín, gamla leggi og völuskrín. Við skulum ekki vaka um dimmar nætur. Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  22. Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  23. Tvö sjónarhorn ― tvær sögur Um skipan og inntak menntunar. Hvernig við virðum fortíðina, glímum við nútíðina og undirbúum undir framtíðina. Fortíðin Nútíðin Ég hef lagt mikla áherslu á að bæði fortíð og nútíð skipta miklu máli. En það gerir framtíðin líka! Og hvernig kemur hún við sögu? Framtíð okkar Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  24. Framtíðin og menntun • Framtíðin og menntun • Hvað vitum við um framtíðina? • Hvernig hugsum við um framtíðina? • Hvernig á skólinn að bregðast við framtíðinni? • Hvernig kemur þetta mál inn á „mitt” borð? • Hvað breytist? Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  25. Menntakerfi – um hvað snýst umræða um menntun?Kann að vera að hún sé úrelt; passi betur við 1950? Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  26. Framtíðin og menntun: hvar er framtíðin? Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  27. Dæmi um veldisvöxt Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  28. Dæmi um veldisvöxt Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  29. Dæmi um tímarit um loftslagsbreytingar Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  30. Framtíðin og menntun • Hvaða rök gætu verið fyrir því að hyggja að framtíðinni? • Og hvað gerist ef við hyggjum ekki að henni? Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  31. Framtíðin og menntun • Atvinnumarkaðurinn breytist mjög hratt. Breytingar í umheiminum krefjast þess, m.a. umbylting starfa og hreyfanleiki innan menningarsvæða og á vinnumarkaði. Mikil hreyfing vinnuafls á milli svæða og landa; hreyfing á milli starfa, auk þess sem störfin sjálf breytast hratt. Landslagið er þegar gjörbreytt frá því sem það var fyrir 10 árum. • Krafan um nýja færni í þágu kviks atvinnulífs og breytts samfélags er sterk. Þetta er umræða sem kannski er í senn komin lengst og styst. Það eru ríflega 20 ár síðan farið var að gera kröfu um færni 21stu aldarinnar (21stcenturyskills), en lítið hefur gerst þar til nú að komnir eru fram grunnþættir aðalnámskrár mennta- og menningarmálaráðuneytisins, sbr. einnig það sem Evrópusambandið hefur sett fram. • Þróun vísindalegrar og tæknilegrar þekkingar kallar á gagngera endurskoðun námsefnis í fjölmörgum greinum; sennilega þó enn frekar á algjörlega ný viðfangsefni. Tvöföldunartími þekkingar er 10-15 ár í fjölmörgum greinum; verklag breytist stöðugt, en gæti breyst meira. Það eru miklu meiri breytingar að ég tel, en flestir gera sér grein fyrir; samt er lítil grundvallar endurskoðun í gangi. Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  32. Framtíðin og menntun • Lykiláskoranir 21. aldarinnar (“grand challenges”), sem krefjast úrlausnar af hálfu næstu kynslóða. Dæmi: aðgangur að vatni, fæðu, orku. Fátækt, flóttafólk, fólksflutningar, breytt aldurssamsetning þjóða og samskipti þeirra. Kröfur um greiðar samgöngur. Tilflutningur lífsgæða. Hlýnun jarðar. • Mikil nýting auðlinda krefst þess og almenn krafan um sjálfbæran heim. Sjálfbærni, nýting auðlinda, orkuframleiðsla; sjá t.d. UNESCO verkefnið Teaching and Learning for a Sustainable Future. • Tækniþróun leyfir algjöra byltingu í verklagi á fjölmörgum sviðum. Tvöföldunartími þekkingar og þróunar í þessum geira eru iðulega tvö ár, sbr. reiknigetuna; við vitum ekki hvaða möguleikar opnast með þessari auknu reiknigetu, en vitum að þeir margfaldast líka og þar með möguleg nýting tækninnar. Reiknigeta eftir 30-40 ár verður nálægt samanlagðri reiknigetu heila mannkyns miðað við reikniaðgerðir á sek. fyrir 1000 dollara. Temjum ungu fólki t.d. að nota verkfæri framtíðar. • Umbylting samskiptatækninnar kallar á breytingar. Nýtt vefumhverfi stundum, kallað Web 2.0, og horft fram á 3.0 (semanticweb) , 4.0 (symbioticweb) og sv. frv. Þróun farsíma og tafla (tablets) síðastliðin ár undirstrikar að þar eru undanfarar verkfæra sem 10-12 ára börn nú munu telja algjörlega úrelt þegar þau koma á tvítugsaldurinn. Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  33. Framtíðin og menntun • http://www.kurzweilai.net/ • http://www.technologyreview.com/ • http://edudemic.com/ • http://www.iftf.org/our-work/global-landscape/ten-year-forecast/ • http://www.futuretech.ox.ac.uk/ Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  34. Framtíðin og menntun • Aragrúi rannsókna á menntun, kennslu og skólastarfi býður upp á gjörbreytta starfshætti og inntak. Tugir þúsunda rannsókna eru birtar mánaðarlega á mörgum sviðum uppeldis- og menntamála; en hvernig finna þær sér farveg inn í menntastarfið? Það er óljóst og það gerist mjög hægt. En þær bjóða upp á eða kalla á talsverðar breytingar á skólastarfi. En látum rannsóknir á því sem nú er ekki taka öll völd, heldur láta þær sá fræum nýrra hugmynda; og þær eru margar. • Breytt menning, breytt samfélag. Örfá dæmi, … • Tengsl barna, raunar fólks almennt við náttúruna virðast dvína mjög (naturedeficit). • Samkeppni foreldra og barna virðist færast í aukana (hyper-parenting). • Harðnandi auglýsingamarkaður sem nær til barna og unglinga. • Netnotkun barna er víða mjög mikil, með öllum þeim kostum og löstum sem henni fylgir. • Möguleikar á lýðræðislegri þátttöku aukast mjög. • Umræða undanfarinna ára krefst breyttra áherslna; m.a. tilmæli um að menntakerfið sinni mun betur siðvæddu uppeldi. Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  35. Tvö sjónarhorn ― tvær sögur Sagan um þróun menntunar. Hugmyndir nútímans um menntun; hvað við getum lært af eldri hugmyndum og hverjar ættu að vera hugmyndir framtíðar um menntun! Um skipan og inntak menntunar. Hvernig við virðum fortíðina, glímum við nútíðina og undirbúum undir framtíðina. Saga menntunar Fortíðin Nútíðin Nútíma hugmyndir um menntun Menntun framtíðar Framtíð okkar Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  36. Eðli og gildi menntunar • Gömul og góð gildi – gamlar og nýjar hugmyndir um menntun Rifja upp samræðuna Menon, sem Sókrates tók þátt í; hún hefst á spurningu Menóns: “Sókrates, verður dyggðin kennd… ?” Hugmyndir heilags Ágústínusar um einstaklingsbundið nám; um að gera trúna að eign hvers fyrir sig; sjá einnig Lúter og síðan Pietistana Hugmyndir Tómasar frá Aquino Hugmyndir Komeníusar og Erasmusar um menntun til manneskju Hugmyndir Pestalozzis um menntun hjarta, hugar og handar Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  37. Eðli og gildi menntunar Menntun fyrir • atvinnulífið, • samfélagið, • einstaklinginn, • nútíðina, • og framtíðina Menntun fyrir skólakerfið? Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  38. Eðli og gildi menntunar Athuga hvaða orð eru notuð, þau gefa starfinu inntak - merkingu Dyggðir, mennska (humanismi), upplýsing - enlightenment, lestur, læsi fræðsla, fróðleikur, fræðslulög, upplýsingasamfélag, þekkingarsamfélag færni, hæfni, miðlun, þátttaka, framkvæmd Kennsla, nám, lærdómur, lærdómssamfélag „þú lærdómur bókfræðslubleikur, þú blóðlausi heiðarlegleikur" Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  39. Eðli og gildi menntunar Hvað með að leggja til grundvallar hugtökin: • Menntun, manneskja, menning - • Menningarskóli „Tilgangur almenns æðri menningarskóla er því eigi sá, að gjöra nemendurna „latínulærða" eða „lærða", heldur að manna þá í bezta skilningi orðsins. Nöfnin latínuskóli og lærði skóli eru því alveg rangnefni á slíkum skóla. Væri ekki rjettast að kalla hann hreint og beint menningarskóla ?” (Bogi Melsted, 1888, Um menningarskóla eða um "lærða skólann" í Reykjavík og samband hinna læ… bls. 11) Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  40. Tækni og menntun • Hverju breytir tæknin í lífi okkar? • og við viljum ýta undir eða gera okkur mat úr • og við viljum draga úr eða finna mótvægi við • Hvað verður öðru vísi eftir 15-20 ár? • Tækni og menntun, hvað er átt við? • Hverju gæti tæknin breytt? Hvernig viljum við nota hana? Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  41. Staðan tekin Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  42. Staðan tekin Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  43. Staðan tekin Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  44. Framtíðin og menntun • Alls kyns framþróun og miklar breytingar, en hvernig ætti menntakerfið að bregðast við eða öllu heldur að taka frumkvæðið? • Hve mikið af starfi skólans á að snúast um framtíðina? • Hverju á að taka mið af? • Hver á að fylgjast með? • Hver á að taka á málinu? Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  45. Nýr heimur, ný átök um námskrá Nýjar greinar, námssvið, sjálfbærni, samfélagsþátt-taka, siðfræði, mannréttindi, … Endurnýjun faggreinanna, m.a. sem kennslugreina Faggreinar skólakerfis 19. og 20. aldar; hefðbundnir kennsluhættir Ný menning náms og starfs, ný verkfæri; nýtt hlutverk kennara Ný færni, nýir grunnþættir menntunar – nýjar hugmyndir um menntun Hlutverk skólans sem mennta- og menningarstofnunar samfélagsins verði áréttað Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  46. Hver á að gera hvað, kunna hvað – til hvers ætlumst við af kennurum? • Hvernig breytist hlutverk kennarans? Hvert verður hlutverk hans? • eða • Hvernig gæti hlutverk kennarans breyst – ef hann vill? Hvert gæti orðið hlutverk hans – ef hann vill? • Hver á að gera hvað, kunna hvað – til hvers ætlumst við af kennurum? • Fjórða leiðin: skóli hefur frumkvæði að breytingum (Hargreaves & Shirley) Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  47. Tregða Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  48. Tregðuspá Menntakerfi breytast mjög hægt; það er deginum ljósara þegar saga þeirra er skoðuð, þetta snertir bæði ramma þeirra, inntak og verklag. Áhyggjuefni og draumar frumkvöðla í menntamálum voru í mörgum höfuð-atriðum þau sömu við lok 19. aldar og við lok þeirrar 20. Það eru fjölmargar veigamikil rök sem hníga að því að skólakerfi og menntun breytist mjög hægt; menntakerfið verður smám saman strandaglópur. Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  49. Hvers vegna tregða; fyrir henni eru nokkrar megin ástæður. Hefðir og íhaldssöm viðhorf og verklag halda menntakerfum í viðjum gamals tíma. Hefðirnar eru sterkar, sömuleiðis íhaldsöflin, og þau koma úr mörgum áttum. Þetta tengist að verulegu leyti gömlum gildum, gömlu inntaki og gömlu verklagi. En einnig sterkum hagsmunum. Sumt gamalt ber að halda í heiðri en annað síður. Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

  50. Hvers vegna tregða; fyrir henni eru nokkrar megin ástæður. Fyrsta ástæða Íhaldssöm umræða og hugmyndir fjölmargra hagsmunaaðila bæði innan, en ekki síður utan, menntakerfisins sem eðlilega ráða ferðinni að talsverðu leyti. Hér er m.a. vísað í afstöðu foreldra og stjórnmálamanna; íhaldssamar (en að vísu óljósar) kröfur atvinnulífsins um að menntun eigi að þjóna því; kennaramenntun – bæði hvað varðar inntak og skipulag, sem tengist einnig tímanum síðan þeir útskrifuðust; fornum hugmyndum háskóla um menntun ungs fólks, almennt fornfálegum hugmyndum um inntak og mögulega nýtingu nýrrar tækni og nýrrar þekkingar almennt. Hér koma einnig við sögu of sterk ítök mælikvarða (prófa) sem viðhalda fornum áherslum. Einnig má vera að verndun áunninna kjararéttinda komi hér við sögu. Jón Torfi Afmæli Gerðar Sept 2013

More Related