1 / 15

Skólareglur

Skólareglur. Reglur um umgengni, hegðun, ástundun og hvað er gert þegar reglurnar eru brotnar. 1. Umgengni. Nemendum ber að ganga vel um húsnæði skólans og lóð. Þeim ber að fleygja öllu rusli í þar til gerð ílát hvort sem er inni í skólanum eða á lóð hans. 2. Reykingar.

zaza
Download Presentation

Skólareglur

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Skólareglur Reglur um umgengni, hegðun, ástundun og hvað er gert þegar reglurnar eru brotnar.

  2. 1. Umgengni • Nemendum ber að ganga vel um húsnæði skólans og lóð. Þeim ber að fleygja öllu rusli í þar til gerð ílát hvort sem er inni í skólanum eða á lóð hans.

  3. 2. Reykingar • Reykingar eru óheimilar í húsnæði skólans og á lóð hans. Það sama á við um tóbaksnotkun af öðru tagi.

  4. 3. Meðferð áfengis og fíkniefna • Neysla og meðferð áfengis og annarra vímuefna er óheimil í skólanum og innan vébanda hans að öðru leyti. Þar með eru taldir viðburðir á vegum nemenda sem fara fram annars staðar og ferðalög í nafni skólans.

  5. 4. Meðferð á eigum skólans • Nemendum ber að fara vel með þá muni sem þeir fá að láni í tengslum við kennslu eða aðra starfsemi í skólanum. Slíkt lán á að vera með vitund og samþykki kennara eða annarra starfsmanna þegar það á við. Öllum hlutum ber að skila í sama ástandi innan tiltekins tíma.

  6. 4. Meðferð á eigum skólans • Eiga slík lán við um hluti á borð við: • - tölvur og annan búnað tölvustofu • - verkfæri og annan búnað af verkstæðum skólans • - kennslutæki af öðru tagi, eins og segulbandstæki, sjónvörp, myndbandstæki • - bækur af bókasafni • - annað, t.d. lykla • Að taka hluti ófrjálsri hendi, hvort sem er úr eigu skólans, starfsmanna hans ellegar nemenda, er þjófnaður sem kann að verða kærður til lögreglu.

  7. 5. Hegðun í tímum og á öðrum vettvangi innan vébanda skólans • Truflun í kennslustundum af hvaða tagi sem er (tala saman, sinna ekki fyrirmælum kennara, notkun farsíma o.s.frv.) er með öllu óviðunandi. Ber nemanda að taka tillit til annarra í þeim efnum og gæta þess að hann valdi ekki ónæði.

  8. 5. Hegðun í tímum og á öðrum vettvangi innan vébanda skólans • Kennari hefur fulla heimild til þess að taka á slíkum málum. Ef nemandi tekur ekki tillit til athugasemda kennara um slíka hegðun er kennara heimilt að vísa honum úr tíma. • Við endurtekin brot og ef brot telst af einhverjum ástæðum alvarlegt, ber kennara að vísa nemanda til skólameistara eða aðstoðarskólameistara sé sá fyrrnefndi ekki viðlátinn.

  9. 6. Ástundun • Þegar nemandi staðfestir umsókn sína um skólavist hefur hann jafnframt samþykkt að fara að þeim reglum sem í skólanum gilda og að leitast við að uppfylla þær kröfur sem skólinn gerir til hans um námið.

  10. 6. Ástundun • Ber nemendum því að stunda námið af samviskusemi. Í því felst m.a. að þeir taki þátt í tímum og fylgist með, komi undirbúnir í kennslustundir og vinni og skili verkefnum á tilsettum tíma. Ef í ljós kemur að nemandi stundar ekki námið í einstökum áföngum sem skyldi á hann á hættu að missa próftökurétt sinn.

  11. 7. Tölvur • Um notkun nemenda á tölvubúnaði gilda reglur sem gefnar eru út sérstaklega og eru nemendum aðgengilegar. Viðurlög við brotum á þeim eru þau sömu og að neðan greinir um brot af öðru tagi.

  12. 8. Neysla matar og drykkjar • Neysla matar og drykkjar í kennslustofum er óheimil nema sérstaklega hafi verið verið samið um slíkt við kennara.

  13. 9. Viðurlög • Kennarar og aðrir starfsmenn skólans hafa fullt umboð til þess að tilkynna brot til skólameistara. Verða á þeim vettvangi ákveðin frekari viðurlög.

  14. 9. Viðurlög • Ítrekuð brot og þau sem talist geta alvarleg, hvort sem er í tengslum við umgengni, meðferð á eigum skólans eða agabrot í kennslustundum eða annars staðar innan vébanda skólans, geta varðað brottvikningu. Sé málið talið það alvarlegt er fjallað um það á vettvangi skólaráðs áður en endanleg ákvörðun um viðurlög er tekin.

  15. 9. Viðurlög • Sé um að ræða brot á borð við eiturlyfjaneyslu, sölu eða dreifingu á slíkum efnum, þjófnað eða innbrot, hvort sem er inn í hús og hirslur skólans ellegar tölvubúnað hans, er mál kært til lögreglu.Skólameistari

More Related