1 / 18

Samningsgerð

Samningsgerð. Þau atriði sem fjallað verður um í tengslum við samningagerð eru: 1. Hæfi til samningsgerðar 2. Umboð og milligöngu við samningagerð 3. Ógilda löggerninga = ógilda samninga. Hæfi til samningsgerðar. Eigandi hlutar má einn ráðstafa honum.

yosef
Download Presentation

Samningsgerð

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Samningsgerð • Þau atriði sem fjallað verður um í tengslum við samningagerð eru: 1. Hæfi til samningsgerðar 2. Umboð og milligöngu við samningagerð 3. Ógilda löggerninga = ógilda samninga

  2. Hæfi til samningsgerðar • Eigandi hlutar má einn ráðstafa honum. dæmi: A má ekki selja bíl sem B er eigandi að. Ráðstöfun réttinda – hvað felst í þessu? -Menn verða að vera hæfir til að geta rástafað réttindum sínum með samningi. Ekki er sjálfgefið að einstakilngar geti ráðstafað réttindum sem þeir eiga.

  3. Að eiga réttindin • Allir menn njóta rétthæfis. Það þýðir að þeir geta átt réttindi og borið skyldur. • Rétthæfið er ekki aðeins bundið við menn heldur geta ópersónulegir aðilar átt réttindi og borið skyldu. • Rétthæfi hefst við fæðingu • Rétthæfi lýkur við andlát

  4. Rétthæfi hefst við fæðingu • Nýfætt barn nýtur rétthæfis • Fóstri getu verið geymdur eða áskilinn réttur, ef það fæðist lifandi. • Líf fósturs nýtur réttarverndar, t.d. Þá varðar ólögleg fóstureyðing refsingu

  5. Rétthæfi lýkur við andlát • Persónubundin réttindi, eins og kostningaréttur, atvinnuréttur og réttur til menntunar fellur niður • Fjárréttindi falla ekki niður við andlát heldur flytjast þau yfir til lögaðila, dánarbús.

  6. Gerhæfi • Í gerhæfi felst að að einstaklingar geta ráðstafað réttindum sínum sjálfir og geta tekið á sig skuldbindingar. • Af hagkvæmnisástæðum er gerhæfi æskumanna bundið við ákveðinn aldur, burtséð frá andlegum þroska

  7. Lögræði • Lögræði er einn þáttur gerhæfis. • Lög nr. 71/1997 • Menn verða bæði sjálfráða og fjárráða 18 ára • Sá sem er bæði sjálfráða og fjárráða er sagður vera lögráða.

  8. Sjálfræði • Í sjálfræði felst að menn ráða einir öðru en fé sínu. Sjálfráða maður ræður því persónulegum högum sínum (hér er fyrst og fremst átt við dvalarstað og vinnu). Sálfráða maður getur gert vinnusamninga.

  9. Fjárræði 1. Í fjárræði felst að einstaklingu ræður einn - fé sín 2. Ófjárráð einstaklingur ræður einn þeim peningum sem hann hefur sjálfur aflað og þeim fjármunum sem honum hafa verið gefnir.

  10. Löggerningar ólögráða manna 1. Meginreglan er: “ Löggerningur ólögráða manns, sem hann hafði ekki heimild til að gera, binda hann ekki ” 2. Í lögræðislögunum nr. 71/1997 er ákvæði sem segir að rifta megi þeim samningum sem ólögráða maður hefur ekki heimild til að gera og skylaskyldu vegna riftunar.

  11. Svipting lögræðis • Maður er aðeins sviptur lögræði með úrskurði dómara. • Hægt er að svipta mann: a. Sjálfræði b. Fjárræði c. Hvoru tveggja og er hann sviptur lögræði

  12. Hægt er að svipta tímabundið en þá aldrei skemur en sex mánuði í senn. (muna dóminn sem við skoðuðum.)

  13. Skilyrði lögræðissviptingar • Maður er ófær um að ráða persónulegum högum sínum eða fé vegna andlegs vanþroska, ellisljóleika eða geðsjúkdóms eða annars konar heilsubrests. • Að maður sé ófær sökum ofdrykkjuog ofneyslu vímuefna að ráð persónulegum högum sínum eða fé.

  14. 3. Ef maður vegna líkamlegs vanþroska, heilsubrests eða annarra vanheilinda á óhægt með að ráða persónulegum högum sínum eða fé. • Ef nauðsyn ber til að vista mann án samþykkis hans á sjúkrahúsi sökum fyrirmæla í heilbrigðislöggjöf.

  15. Málsmeðferðin • Krafist er mjög vandaðrar málsmeðferðar • Gert er ráð fyrir hraðari málsmeðferð en í öðrum einkamálum • Afbrigðileg meðferð • Ákveðin samblanda af meðferð einkamáls og opinbers máls sem birtist í því að dómari skipar varnaraðilja verjanda eins og í opinberu máli

  16. Nauðungarvistun Meginreglan er sú að ekki er hægt að halda manni gegn vilja sínum á sjúkrahúsi. Frá þessari meginreglu er til undantekning. Undantekningin nefnist nauðungarvistun en þá er einstaklingur vistaður nauðugur á sjúkrastofnun

  17. Ferlið við nauðungarvistun • Læknir má ákveða frelsisskerðingu í allt að 48 klukkustundir. • Dómsmálaráðuneytið tekur fyrir beiðni um nauðungarvistun í allt að 21 sólarhring. Hér þurfa tiltekin skilyrði að vera fyrir hendi. • Hægt er að bera ákvörðunina fyrir dómstóla - muna hér erftir dómnum sem við fórum í varðandi nauðungarvistun.

  18. Ráðsmenn • Nýtt úrræði sem kom inn með lögum 71/1997

More Related