1 / 28

Aðalnámsskrá í kristinfræði, siðfræði og trúarbragðafræði

Aðalnámsskrá í kristinfræði, siðfræði og trúarbragðafræði. Gagnrýni á innganginn. Svanur Sigurbjörnsson. Formáli aðalnámskrár. “Kristin fræði, siðfræði og trúarbragðafræði er sjálfstæð námsgrein í grunnskóla en hefur ráðstöfunartíma sameiginlega með samfélagsgreinum í viðmiðunarstundaskrá.”

yen
Download Presentation

Aðalnámsskrá í kristinfræði, siðfræði og trúarbragðafræði

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Aðalnámsskrá í kristinfræði, siðfræði og trúarbragðafræði Gagnrýni á innganginn Svanur Sigurbjörnsson

  2. Formáli aðalnámskrár • “Kristin fræði, siðfræði og trúarbragðafræði er sjálfstæð námsgrein ígrunnskóla en hefur ráðstöfunartíma sameiginlega með samfélagsgreinum íviðmiðunarstundaskrá.” • “Meginbreyting frá fyrri námskrá er aukin áhersla á önnur trúarbrögð enkristni. Verður það að teljast eðlilegt í ljósi vaxandi fjölmenningar í landinuog aukinna tengsla á milli ólíkra menningarsvæða í veröldinni. Breytinginkemur einkum fram á miðstigi og yngsta stigi grunnskólans.” Inngangurnn gagnrýndur

  3. Inngangur aðalnámskrár • “Námi í kristnum fræðum, siðfræði og trúarbragðafræðum er ætlað að stuðla að menntun og þroska nemenda og efla skilning þeirra á íslensku samfélagi og menningu í fortíð og nútíð.” Inngangurnn gagnrýndur

  4. Inngangurinn: “trúarþroski” • “Þeir þroskaþættir, sem greininni er einkum ætlað að efla, eru trúar-,siðgæðis- og félagsþroski þannig að nemendur verði sífellt hæfari til að taka ábyrga afstöðu í trúarlegum, siðferðilegum og félagslegum efnum.”   • “Með trúarþroska er hér átt við hæfni til að fást við trúarleg viðfangsefni á grundvelli þekkingar og skilnings.” Inngangurnn gagnrýndur

  5. Inngangurinn: “trúarþroski” • Hugtakið trúarþroski hér verður að telja ákaflega vafasamt. Þroski er eitthvað sem manneskja hefur tileinkað sér persónulega og er hann sambland þekkingar, dómgreindar og persónulegrar skoðunar. Trúarþroski væri því eitthvað sem væri við hæfi að tala um hjá prestum eða öðru því fólki sem hefur tileinkað líf sitt trú. Það væri t.d. algerlega óviðeigandi að tala um stjórnmálaþroska hjá nema í stjórnmálafræði en aftur viðeigandi þegar talað er um stjórnmálamennina sjálfa. Hægt er að tala um menntaþroska námsmanns en vafasamt að kenna þroska hans við ákveðnar greinar. Inngangurnn gagnrýndur

  6. Inngangurinn: “kristilegt siðgæði” • “Þá er náminu ætlað að hafa mótandi áhrif á skólastarfið sem á að einkennast af lýðræðislegu samstarfi, kristilegu siðgæði og umburðarlyndi, sbr. lög um grunnskóla frá 1995 og efla þannig virðingu og skilning í samskiptum einstaklinga og þjóða með ólík lífsviðhorf.” Inngangurnn gagnrýndur

  7. Inngangurinn: “kristilegt siðgæði” • Námskráin tók gildi í ágúst 2007, áður en grunnskólalögunum var breytt (vor 2008), þannig að ekki lengur er talað um „kristilegt siðgæði“ í þeim, heldur „kristilega arfleifð“. • Það er ákaflega vafasamt að “ætla [náminu] að hafa mótandi áhrif á skólastarfið”. Hvernig er hægt að réttlæta það að einhver námsgrein eigi að hafa áhrifavald yfir því hvernig skólastarf fari fram? Það er menntastefnan og kennsluhættirnir sem eiga að hafa áhrif á framkvæmd kennslu ákveðinna greina en ekki öfugt. Kennslugreinar eru ekki siðareglur eða starfsreglur kennara og nemenda. Inngangurnn gagnrýndur

  8. Inngangurinn: “kristilegt siðgæði” • Málsgreinin er einnig í mótsögn við sjálfa sig því hvernig getur það gengið að móta eigi skólastarf eftir „kristilegu siðgæði“ eingöngu þegar í raun á að sýna öllum lífsviðhorfum skilning? • Ein af megin undirstöðum mannréttinda er rétturinn til jafnrar meðferðar óháð því hvort fólk er í einhverjum meirihluta eða minnihluta innan þjóðfélaga. T.d. eiga fatlaðir rétt á því að komast inn í opinberar byggingar í hjólastólum sínum. • Jöfn meðferð felst EKKI í því að gefa einum hópi fólks forréttindi umfram aðra eins og hér er gert. Inngangurnn gagnrýndur

  9. Inngangurinn: “95% rökin” • “Kristin trú hefur verið mótandi afl í íslensku þjóðlífi í þúsund ár og er enn enda eru um 95% þjóðarinnar skráð í kristin trúfélög. Saga og menning þjóðarinnar verður vart skilin án þekkingar á kristinni trú og siðgæði ogsögu kristinnar kirkju. Sama gildir um vestræna sögu og menningu. • Bókmenntir og aðrar listir sækja vísanir og minni í texta Biblíunnar og daglegt íslenskt mál er ríkt af orðatiltækjum og líkingum sem sóttar eru þangað.” Inngangurnn gagnrýndur

  10. Inngangurinn: “95% rökin” • Takið eftir hversu lítið vægi vestræn hugmyndafræði fær í þessari málsgrein og hversu óljóst orðalagið er. • Ekki er minnst á upplýsinguna eða það sem kalla mætti siðfræði nútímans og almenna heimspeki. • Ekki er minnst á þá ríku hefð í íslensku máli sem komin er frá ásatrú. Íslenska menningu er erfitt að skilja án þekkingar á heiðinni trú flestra landnema landsins. Inngangurnn gagnrýndur

  11. Inngangurinn: “95% rökin” • Fyrst að ákveðið var að nefna tölur um trúarskoðanir þjóðarinnar þá verður að teljast ákaflega óheiðarlegt hér að nefna aðeins tölur úr trúfélagskráningunni sem er sjálfvirk við fæðingu barna og endurspeglar ekki raunverulegar lífsskoðanir á Íslandi. • Börn ætti ekki að skrá í lífsskoðunarfélög. • Einstaklingur við 16 aldur á sjálfur að ákveða hvar hann/hún vill vera í félagi. Inngangurnn gagnrýndur

  12. Inngangurinn: “95% rökin” • Könnun Gallup frá 2004 sem stofnanir innan Þjóðkirkjunnar sjálfrar létu framkvæma, sýndi með góðri vissu að 1/5 hluti þjóðarinnar er „ekki trúaður“ • Aðeins um helmingur þjóðarinnar kallaði sig kristinn. • Þetta er allt annar veruleiki en þessi skráðu 95% gefa í skyn þó sú tala segi ýmislegt annað um stóran hluta þjóðarinnar. Inngangurnn gagnrýndur

  13. Inngangurinn: ómissandi grunnur??? • “Önnur og ólík samfélög verða heldur ekki skilin án þekkingar á ríkjandi trúarbrögðum og siðferðilegum gildum.” Inngangurnn gagnrýndur

  14. Inngangurinn: ómissandi grunnur??? • Vissulega þarf að þekkja öll trúarbrögð til að hafa samanburð og skilja mismunin en það er t.d. alveg hægt að skilja búddasið án þess að þekkja nokkuð um kristni. • Það er rangt að ganga út frá því að kristni sé einhver grunnur sem verður að læra áður en annað er lært í siðfræði og trúarbrögðum þó að auðvitað sé hún stór hluti af heilsteyptu námi í þessum fræðum. Inngangurnn gagnrýndur

  15. Inngangurinn: eigin rætur og umburðarlyndi • “Námi í almennum trúarbragðafræðum er ætlað að miðla þeirri þekkingu og auka þannig skilning á ólíkum menningar- og trúarhefðum. • Traust þekking á eigin rótum og skilningur á ólíkum lífsviðhorfum stuðlar að umburðarlyndi og víðsýni.” Inngangurnn gagnrýndur

  16. Inngangurinn: eigin rætur og umburðarlyndi • Það er ekki gefið að „traust þekking á eigin rótum“ stuðli að umburðarlyndi þó að „skilningur á ólíkum lífsviðhorfum“ geri það. Hér er verið að klína saman ólíkum hlutum og reynt að gera það að einhverri staðreynd að þekking á kristni stuðli að umburðarlyndi. • Auðvitað er þekkingin af hinu góða en hún ein dugir ekki til að siðgæði umburðarlyndis komist til skila. Inngangurnn gagnrýndur

  17. Inngangurinn: umræða þroskar dómgreind • “Mikilvægur þáttur í þroskaferli hvers einstaklings er mótun heilbrigðrar sjálfsmyndar. Hún felur meðal annars í sér heildstætt lífsviðhorf og skilning á sjálfum sér sem einstaklingi og sem hluta af stærri heild. • Skólinn þarf því að gefa nemendum tækifæri til að fást við viðfangsefni sem tengjast leit þeirra að svörum við spurningum um merkingu lífsins og siðræn gildi og miðla þekkingu þar að lútandi. Umræða um þessi efni þroskar dómgreind nemendanna og eykur þeim víðsýni. • Hvatning til að taka afstöðu á forsendum þekkingar og skilnings stuðlar að sjálfræði að því er varðar lífsviðhorf og gildismat.” Inngangurnn gagnrýndur

  18. Inngangur: umræða þroskar dómgreind • Loksins eitthvað sem hægt er að vera alveg sammála. Inngangurnn gagnrýndur

  19. Inngangurinn: uppeldishlutverk skóla • “Uppeldishlutverk grunnskólans hefur aukist jafnt og þétt þótt meginábyrgð uppeldis sé foreldranna. • Góð samvinna skóla og heimilis skiptir því sköpum. Mikilvægur þáttur uppeldismótunarinnar er siðgæðisuppeldið. • Sérhvert þjóðfélag byggist á ákveðnum grundvallargildum. Skólanum erætlað að miðla slíkum gildum.” Inngangurnn gagnrýndur

  20. Inngangurinn: uppeldishlutverk skóla • Hér er verið að tala um það kallað hefur verið í máli sumra „menntavæðing“, þ.e. að skólarnir séu í aukni máli að taka við hlutverki foreldra í vissum uppeldismálum eins og lífsskoðunum. Það er umdeilt hvort að skólar eigi að taka þessa ábyrgð yfir og því er sérstakt að hér skuli í raun ákveðið að gera það. • Að megin inntaki er ég þó sammála þessari málsgrein og lykilatriði hennar er setningin: „Sérhvert þjóðfélag byggist á ákveðnum grundvallargildum“. Inngangurnn gagnrýndur

  21. Inngangurinn: rætur gildanna • “Í íslensku samfélagi eiga þessi gildi sér kristnar rætur. Nægir þar að nefna virðingu einstaklingsins fyrir sjálfum sér og öðrum, fyrir mannréttindum og helgi mannlegs lífs, umhverfinu og öllu lífi. • Skólinn þarf því að temja nemendum að spyrja um skyldur sínar, réttindi og ábyrgð í samskiptum sínum við einstaklinga, samfélagið og umhverfi sitt.” Inngangurnn gagnrýndur

  22. Inngangurinn: rætur gildanna • Það er lygi að segja „Í íslensku samfélagi eiga þessi gildi sér kristnar rætur.“ og nefna ekkert annað. Þessi grundvallargildi eiga sér alls ekki bara rætur í kristni og það þurfti byltingu veraldlegra hugmynda endurreisnarinnar og sérstaklega upplýsingarinnar upp úr 1650 sem áttu sér djúpar rætur í heimsspeki Forn-Grikkja, til að fá fram þau mannréttindi sem við njótum í dag. Í heild má segja að þau áhrif hafi í raun haft miklu meiri áhrif á kristnina sjálfa og allt lífsviðhorf fólks í nútímanum en kristnin. Inngangurnn gagnrýndur

  23. Inngangurinn: rætur gildanna • Kristin kirkjuyfirvöld voru í reynd oftar frekar dragbítar á framfarir en fylgismenn, þó vissulega væru þar góðar undantekningar. • Bækur veraldlegrar hugmyndafræði breytast með tímanum eftir því sem hugmyndum manna fleygir fram en Biblían stendur í stað, utan mildandi tilfærslna sem kallaðar eru „nýjar þýðingar“. • Leiðarvísir kristninnar, Biblían inniheldur mjög misvísandi siðferðisleg skilaboð og það þurfti utanaðkomandi veraldleg siðræn áhrif til að betri þættir hennar fengu fyllilega að njóta sín. Inngangurnn gagnrýndur

  24. Inngangurinn: rætur gildanna • Þó að kristin kirkja sé sú stofnun sem er lang mest áberandi og á langa sögu yfirráða yfir hugum manna hérlendis, er það ekki kristin hugmyndafræði sem mest áhrif hafði á siðgæði vestrænna þjóða síðastliðnar aldir. • Áhrif eru ekki mæld í stofnunum, en ef við gerðum það má segja að öll sú veraldlega þekking og stjórnarfar sem stofnanir eins Háskóli Íslands og íslenska ríkið og eru fulltrúar fyrir, séu mun stærri og áhrifameiri en kirkjan. Inngangurnn gagnrýndur

  25. Inngangurinn: rætur gildanna • Samkvæmt áðurnefndri Gallup könnun er það aðeins um 8% fólks á Íslandi sem trúir á himnavist eftir dauða sinn. • Hvað segir það okkur um raunverulegt fylgi kristinna hugmynda sem skera sig eitthvað útúr almennum siðferðishugmyndum? Inngangurnn gagnrýndur

  26. Inngangurinn: fylgið skiptir ekki öllu • Spurningin um fylgi skiptir ekki öllu máli. Í menntamálum skiptir það höfuðmáli að víðsýnis sé gætt og að nemandinn fái fræðslu um alla þá hugmyndafræði lífsskoðana sem hafa mótað vestrænt þjóðfélag og fjarlægari heima. • Í dag er markmið námskrárinnar nánast eignað kristninni og verulega skortir á markmiðssetningu í veraldlegri siðfræði og heimsspeki. Inngangurnn gagnrýndur

  27. Inngangurinn: útundan • Nægir að nefna þar hugtök eins og skynsemishyggju, heimspekilega efnishyggju, rökhyggju, náttúruhyggju, frjálsa hugsun, veraldarhyggju, húmanisma og heimspekilega tilvistarstefnu. • Þá skortir verulega á að hinni fornu ríkjandi trú landsmanna, ásatrúnni, sé gerð nægileg skil. Innan hennar er talsverð heimspeki og boðskapur sem snertir persónuleika fólks á Norðurlöndum meira en t.d. kristnin. Inngangurnn gagnrýndur

  28. Inngangurinn: ályktun • Námsskránni og námsefninu þarf að breyta til að gera breiðu litrófi veraldlegra og trúarlegra lífsskoðana betur skil og ná meira jafnvægi og víðsýni í menntun barna okkar. - Svanur Sigurbjörnsson Stjórnarmaður í Siðmennt Inngangurnn gagnrýndur

More Related