1 / 25

Heildarendurskoðun grunnskólalaga

Heildarendurskoðun grunnskólalaga. Fundur nefndar um endurskoðun grunnskólalaga með fulltrúum Grunns 22. maí, 2006. Meginsjónarmið 1. Lög um grunnskóla setji meginmarkmið uppeldis- og menntunar í grunnskólum á Íslandi. Yfirmarkmið lagabundin.

wray
Download Presentation

Heildarendurskoðun grunnskólalaga

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Heildarendurskoðun grunnskólalaga Fundur nefndar um endurskoðun grunnskólalaga með fulltrúum Grunns 22. maí, 2006

  2. Meginsjónarmið 1 • Lög um grunnskóla setji meginmarkmið uppeldis- og menntunar í grunnskólum á Íslandi. • Yfirmarkmið lagabundin. • Útfærsla og framkvæmd í höndum skóla og sveitarfélaga. • Leiði til fjölbreytileika og aðlögunar að aðstæðum í hverju héraði.

  3. Meginsjónarmið 2 • Ný lög endurspegli aukið lýðræði í grunnskólum. • Krefji sveitarfélög um farveg fyrir aukinni þátttöku foreldra og nemenda í stjórn skólans og foreldra í skólastarfi. • Ýti undir aukna virknin og ábyrgð skólasamfélagsins.

  4. Meginsjónarmið 3 • Tryggt sé sjálfstæði sveitarfélaga til reksturs og stefnumótunar um (leik- og) grunnskóla. • Að í lögum séu sem minnstar hindranir til þróunar grunnskólans, m.a. í rekstrarlegu tilliti.

  5. Stefnumörkun og ábyrgð • Sveitarstjórnum skal gert í lögum að setja sér skólastefnu, sem byggir á lögum, en útfærir framkvæmd eftir aðstæðum á hverjum stað.

  6. Skólastjórn • Sveitarstjórnum skal gert kleift að svara samfélagsbreytingum og þróun, hvað varðar stjórn skólastofnana í átt að lýðræðislegri nútímastjórnun. • Opnað sé fyrir margs konar möguleika á ýmis konar nálgun við stjórn skóla, bæði leik- og grunnskóla. • Athuga þarf hvort yfirfara þurfi lögverndunarlög samhliða slíkum breytingum. • 23. gr. grunnskólalaga – um ráðningu skólastjóra - hindrun í gerð rekstrarsamninga um grunnskóla

  7. Dæmi. • Tveggja og þriggja skólastjóra teymi. • Að skólastjóra grunnskóla skuli gert kleift að stýra skóla, þar sem leikskóladeildir eru til staðar. • Að leikskólastjóra skuli gert kleift að stýra leikskóla þar sem grunnskóladeildir eru til staðar. • Að hægt sé að stýra grunnskóla og tónlistarskóla úr sama stólnum.

  8. Námsskrár og mismunandi einstaklingar • Grunnskóli fyrir lífið. Undirbúningur fyrir lífið, ekki bara framhaldsskóla. • Að hver einstaklingur fái að nema eftir getu og áhuga og að kennarar geti notað þær kennsluaðferðir sem þeim finnst henta til að nemendur nái árangri og séu hamingjusamir. • Að lög bindi ekki námsskrár þannig að ekki megi víkja út frá viðmiðum svo koma megi til móts við þarfir hvers og eins t.d. í fjölbreytileika í námsvali.

  9. Forsenda einstaklingsmiðaðs náms • Tímabært er að afnema viðmiðunarstundaskrá í núverandi mynd. • Auðvelda frávik, þar sem tekið er tillit til áhuga- og færnimiðaðs náms í samráði við foreldra. • Námsskrár (með reglugerðarígildi) styðjist eingöngu við meginmarkmið. • Ráðuneyti / matsdeild gefi eftir sem áður út viðmiðunar-námsskrár (ekki með reglugerðarígildi), þar sem fram koma áfangamarkmið og þrepamarkmið.

  10. 29. og 30. gr. endurskoðaðar -breytingar á faggreinaáherslu • Núverandi aðalnámskrá grunnskóla útfærir nánar ákvæði laga (30. gr.) um kjarnagreinar og aðrar skyldunámsgreinar og segja til um áherslur og vægi. • Hér er lagt til að horfið verði frá þessu og hugtakið kjarnagreinar verði afnumið ásamt hugtakinu skyldunámsgreinum.

  11. Námsgreinar eiga ekki að vera markmið í sjálfum sér • Námssvið skulu ekki kennd við námsgreinar heldur markmiðsþætti menntunar eins og: • Þekkingu og þekkingaröflun • Samvinnu, samskipti og tjáningu • Frumkvæði og sjálfstæði • Menningu og samfélag • Náttúru, umhverfi og hreyfingu • Listir og verkmenntir • Lífsleikni og heilbrigði • Námsgreinar ekki markmið, heldur leið og aðferð við að ná menntunar og uppeldismarkmiðum

  12. Lýðræði og áhrif • Við hvern grunnskóla skal vera heimilt að stofna skólaráð, sem hefur samráð við skólastjórnendur um stjórn skólans. • Sveitarstjórn setur skólaráði erindisbréf í samræmi við aðstæður í héraði.

  13. Hugsanleg útfærsla • Í ráðinu eiga sæti 2 foreldrar (kosnir um leið og fulltrúar í foreldraráð, einn kosinn á hverju ári til tveggja ára), skólastjórnandi, fulltrúi kennara (sem jafnframt er fulltrúi allra starfsmanna) og einn oddamaður, en hann skal tilnefndur af fræðslunefnd (áður skólanefnd sveitarfélags) eða sitja í slíkri nefnd. • Nemendaráð skal kallað til samráðs við skólaráð.

  14. Hlutverk skólaráða • Að tryggja aðkomu foreldra til áhrifa á skólastarf og þjónustu sveitarfélagsins. (Komi í stað foreldraráða?). • Að vera boðleið foreldra til skóla og sveitarstjórnar. • Að vera skólanum ráðgefandi um stjórn og skipulag skóla. • Að vera fræðslunefnd ráðgefandi um hag og umgjörð skólans og skólastarfs.

  15. Verkefni • Að fjalla um skólanámskrá með sama hætti og foreldraráð gerðu áður. • Árlega að gera tillögu til sveitarstjórnar (fræðslunefndar) um almenna stundaskrá (áður viðmiðunarstundaskrá) skólans. • Að öðru leyti í samræmi við erindisbréf sveitarstjórnar (fræðslunefndar) hverju sinni.

  16. Sveitarstjórnarlög áfram virt • Skólanefndir sveitarfélags, sem stjórnsýslulegur umboðsmaður sveitarstjórnar, verða áfram við lýði, en beri heitið fræðslunefndir. • Í erindisbréfi sveitarstjórnar til skólaráðs hvers grunnskóla, skal gera grein fyrir hvernig tengsl og samskipti séu milli skólaráðs og fræðslunefndar.

  17. Framkvæmd og hindranir • Orðalag á lögum þurfa að vera þannig að stærri og minni sveitarfélög lendi ekki í hindrunum við framkvæmd grunnskólalaga með ákvæðum þessum. • Ath. stærstu sveitarfélög geta lagskipt stjórnskipulagi enn frekar; skólaráð - fræðslunefnd (við þjónustumiðstöðvar) -menntaráð. • Ath. minni sveitarfélög gætu hugsanlega þurft að hafa heimild til að slá saman fræðslunefnd og skólaráði.

  18. Mat á skólastarfi • Til að meta skóla, verði búin til matspakki. • Um væri að ræða altækt mat á getu skólans til að ná meginmarkmiðum grunnskólalaga. • Mat aldrei sjaldnar en á (5-10)? ára fresti, hver skóli.

  19. Framkvæmd verði kostuð af menntamálaráðuneyti og sveitarfélögum (tekið af jöfnunarframlögum til grunnskóla). • Um væri að ræða ytra mat, sem væri stýrt af menntamálaráðuneyti / Námsmatsstofnun. • Altækt mat á skóla verði framkvæmt að ósk sveitarfélags, en einnig tilviljunarkennt skv. ákvörðun ráðuneytis.

  20. Samræmd próf ?? • Ef áðurnefndur matspakki dugar ekki mætti líta til samræmdra prófa með eftirfarandi hætti: • Samræmd könnunarpróf verði áfram við lýði eins og verið hefur í 4. og 7. bekk. • Samræmd könnunarpróf í 9. bekk komi í stað prófa við lok grunnskóla. • Þau hafi sama tilgang og markmið eins og prófin í 4. og 7. bekk.

  21. Réttur til sérkennslu • Grunnskóli er fyrir alla. • Mikilvægt að varðveita þau réttindi nemenda sem felast í 37. grein núverandi grunnskólalaga. • En þó grunnskóli sé fyrir alla má skerpa á hlutverki skólans, með því að setja skýr mörk milli grunnskólans og annarra stofnana samfélagsins, t.d. heilbrigðisstofna og heilsugæslu. • Það gerist meðal annars með því að skýra skil milli uppeldis og kennslu annars vegar og meðferðar hins vegar.

  22. Sérfræðiþjónusta • Setja þarf viðmið um lágmarksþjónustu sem allir eiga að njóta án tillits til búsetu. • Sveitarstjórn tekur ákvörðun um hvort þjónustustig er hækkað umfram lágmarksviðmið. • Meira val skóla, hvaða sérfræðiþjónusta hentar best. • Áhrif almennra forvarna mætti styrkja í lagaramma. • Reynsla stóru forvarnarverkefnanna gefið góða raun.

  23. Sérfræðiþjónusta og aðrar stofnanir • Sveitarstjórnum og heilbrigðisstofnunum auðveldað að taka upp samstarfsverkefni á sviði þjónustu við börn á leik- og grunnskólaaldri • Mörk sérfræðiþjónustu og annarra þjónustu mætti skýra og staðfesta. • Skólinn aðlagi sig að þörfum allra barna, en börnin aðlagi sig ekki að þörfum skólans og skipulags hans. • Til þess að svo megi verða þurfa m.a. aðrir sem eiga að sinna þörfum einstaklinga að eiga greiðari aðgengi að skólanum, svo þeir geti lagt með mannafla og fjármunum börnum lið í skólaumhverfi sínu í samræmi við skyldur.

  24. Réttindi minni sveitarfélaga • Tryggja þarf réttindi minni sveitarfélaga. • Mismunur milli sveitarfélaga á ekki að leiða til ójafnaðar þegnanna, en fjölbreytileika úrlausna og tilboða. • Leiðir: • Jöfnunarsjóður • Regluleg endurskoðun á verkaskiptingarlögum milli ríkis og sveitarfélaga í takt við raunveruleikann

  25. Endurmenntun og mannauðsstjórnun í skólum • Tryggja þarf í lögum, þar sem endurmenntun er lagabundin, að áhrif hvers og eins sveitarfélags á ráðstöfun endurmenntunarframlaga sé tryggð betur en í núverandi lögum. • Það er eðlilegt þar sem sveitarfélag ber ábyrgð á rekstri og þróun grunnskólans og mannauði þeirrar stofnunar.

More Related