1 / 25

40. Á bæarhellunni

Síðustu bók lauk að vori. Þessi bók byrjar haustið eftir. Finna er dáin. Nonni og Helgi tala saman. Athugið samtalið vel. Þeir vilja ekki leyfa Gvendi að vera með í samtalinu. 40. Á bæarhellunni. Bjartur finnur 2 kindur dauðar. Önnur var hengd.

vincenzo
Download Presentation

40. Á bæarhellunni

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Síðustu bók lauk að vori. Þessi bók byrjar haustið eftir. Finna er dáin. Nonni og Helgi tala saman. Athugið samtalið vel. Þeir vilja ekki leyfa Gvendi að vera með í samtalinu. 40. Á bæarhellunni

  2. Bjartur finnur 2 kindur dauðar. Önnur var hengd. Bjartur neitar að trúa á drauga, kallar þetta rottugáng og fær sér kött! Er Kólumkilli þarna að verki? 41. Rottugángur

  3. Bjartur horfir á Ástu Sóllilju þvo sér og snyrta sig um kvöld. Ýmsar hugsanir bærast í brjóstum Bjarts og Ástu Sóllilju. 42. Vinstri vángi

  4. Bjartur finnur 10 ær, ýmist dauðar eða í andarslitrunum. Nonni segir Bjarti að Helgi sjái stundum einhverja undarlega veru nálægt bænum. Helgi gefur óljósar skýringar. Bjartur veit ekki hverju hann á að trúa. 43. Samtal við æðri öfl

  5. Sagnir af dularfullum atburðum í Sumarhúsum fréttast niður í sveit. Margir forvitnir gestir koma í Sumarhús. Draugurinn kemur skilaboðum til fólks gegnum Helga og Nonna. 44. Að gánga

  6. Kunningjar Bjarts og presturinn þiggja kaffi og ræða ýmis mál; erfiða tíma og um sálina. Bjartur rekur alla út og segist hafa gert boð fyrir réttvísina. 45. Um sálina

  7. Hreppstjórinn kemur en sýslumaður kemst ekki vegna veðurs. Nóg kjöt er til í Sumarhúsum. Helgi fer út í hríðina og hverfur. Hreppstjórinn talar við Beru gömlu um að réttast væri að leysa upp heimilið. 46. Réttvísin

  8. Haldin eru jól í Sumarhúsum. Ásta Sóllilja er enn með sektarkennd út af atburðinum í kaupstaðarferðinni. Hún tengir hann við dauða Finnu. Bjartur tilkynnir Ástu Sóllilju að hann ætli burt í vinnu niðri í Firði. Hún kvíðir því mjög að þau börnin verði ein. 47. Hægri vángi

  9. Nonni og Gvendur tala saman. Nonni álítur að best sé að taka tóbak til að sætta sig við hlutina. Þeir stelast í lambatóbakið og verða fárveikir. 48. Ó púra oftími

  10. Í Sumarhús kemur gestur. Hann reynist vera kennari barnanna sem Bjartur hefur ráðið. Kennarinn talar mjög vel um Ingólf Arnarson. Bruni (Túliníus Jensen) flutti burt fyrir jól. Bjartur er farinn að vinna hjá Ingólfi. Kennarinn er með námsbækur sem vekja fögnuð og aðdáun barnanna. 49. Betri tímar

  11. Börnin eru hugfangin af lærdómnum; Gvendur af reikningi Nonni af landafræði Ásta Sóllilja af skáldskap 50. Skáldskapur

  12. Vísur Fiðlu - Bjarnar Mér verður hússins dæmi sem í hallri brekku stendur, búið er að brátt muni falla. Böl í skap er runnið. Svigna súlur fornar en salviðurinn dofnar. Svo kveður mann hver þá mor(g)nar mæddur í raunum sínum.

  13. Mér verður skipsins dæmi sem skorðulaust kúrir eitt við æginn kalda engan stað fær góðan. Rísa brattar bárur, í briminu illa þrymur. Svo kveður mann hver þá mor(g)nar mæddur í raunum sínum.

  14. Mér verður fuglsins dæmi sem fjaðralaus kúrir, skríður hann skjótt að skjóli skundar hann veðrum undan. Týnir söng og sundi, sína gleðina fellir. Svo kveður mann hver þá mor(g)nar mæddur í raunum sínum.

  15. Mér verður hörpunnar dæmi þeirrar sem á vegg hvolfir stjórnarlaus og strengja, stillarinn er frá fallinn. Fellur á sót og sorti saknar mans úr ranni. Svo kveður mann hver þá mor(g)nar mæddur í raunum sínum.

  16. Kennarinn virðist eitthvað lasinn; er utan við sig , óglaður og hóstar mikið. Hann sendir bréf niður í Fjörð og biður Finsen lækni um meðal við hóstanum. 51. Guð

  17. Meðal kennarans kemur og hann tekur gleði sína á ný. Um nóttina vakna börnin við að kennarinn er alsæll og býður þeim að óska sér. Gvendur óskar sér að fé Bjarts dafni vel. Nonni óskar sér annarra landa. Kennarinn skrifar bréf og segir Nonna að koma því niður í Fjörð. 52. Óskastundin

  18. 52. Óskastundin - frh. Kennarinn “slökti ljósið og tók Ástu Sóllilju.”

  19. Ástu Sóllilju líður hörmulega. „Henni fanst sér hefði verið slátrað.“ Kennarinn er mjög „lasinn“ og fullur samviskubits. Ásta Sóllilja huggar hann. 53. Hið óumflýjanlega

  20. Bjartur er á leið heim í Sumarhús. Þegar hann kom niður í Fjörð var Túliníus Jensen farinn á hausinn og horfinn úr landi með inneign Bjarts. Bjartur neyddist til að fá vinnu hjá Ingólfi Arnarsyni Jónssyni, í kaupfélaginu. 54. Þegar maður á lífsblóm

  21. Bjartur er að líta eftir fé á heiðinni, þegar hann finnur illa útleikið lík unglingspilts. Hann kastar vettlingnum sínum til líksins - og fer. 55. Hörpudagar

  22. Nonni kemur að Ástu Sóllilju grátandi og reynir að hugga hana. Hann skilur ekki af hverju hún er að gráta en finnur til mikillar samúðar. 56. Stóra systir

  23. Bjartur fær bréf. Það er frá móðurbróður Nonna, sem býður honum til sín, til Ameríku. Nonni kveður. Hallbera gefur honum sína dýrmætustu eign. 57. Dreingurinn og löndin

  24. Rauðsmýrar-maddaman skilar Ástu Sóllilju úr fermingarfræðslunni. Ásta Sóllilja er ófrísk, komin fjóra mánuði á leið. Bjartur verður fjúkandi reiður. 58. Rauðsmýrarfrúin bíður ósigur

  25. Bjartur kemur heim seint um kvöld. Hann slær Ástu Sóllilju og skipar henni á brott. Ásta Sóllilja heldur niður í Fjörð. Hún heldur dauðahaldi í rómantíska dagdrauma. 59. Það er ég

More Related