1 / 27

Mál- og hreyfiþjálfun: Grunnur lagður að lestrarnámi með Dagasögum og tónlist

Mál- og hreyfiþjálfun: Grunnur lagður að lestrarnámi með Dagasögum og tónlist Kristín Björk Jóhannsdóttir þroskaþjálfi og kennari Guðrún S. Þórarinsdóttir sérkennari. kristinbjork@vallaskoli.is. Mál- og hreyfiþjálfun

torie
Download Presentation

Mál- og hreyfiþjálfun: Grunnur lagður að lestrarnámi með Dagasögum og tónlist

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Mál- og hreyfiþjálfun: Grunnur lagður að lestrarnámi með Dagasögum og tónlist Kristín Björk Jóhannsdóttir þroskaþjálfi og kennari Guðrún S. Þórarinsdóttir sérkennari kristinbjork@vallaskoli.is

  2. Mál- og hreyfiþjálfun Námstilboð fyrir 1. – 3. bekk. Þar er unnið jöfnum höndum að því að efla mál, hreyfi- og félagsþroska. Dagasögur eru hluti af málörvun. Samverustund Dagasögur sagðar í samverustund. Nemendur hlusta og taka þátt í samræðum um athafnir daglegs lífs. Lífsleiknisögur um dagagesti Umhverfishljóð Dagalög Athafnahringur Nemendur fá tækifæri til að túlka sögurnar með látbragði og vinna með áþreifanleg verkefni. Sérhæfð lestrarkennsla Vegna áhuga nemenda varð til margvíslegt ítarefni sem komið hefur að góðu gagni við sérhæfða lestrarkennslu. Tónlist Dagalögin þjálfa takt og hrynjandi í söngtextum. Tónlist er notuð sem stýring í athafnahring. kristinbjork@vallaskoli.is

  3. Skipulag Hugmyndafræðilegur grunnur í mál- og hreyfiþjálfun Skynþroski: Skynjun og skynúrvinnsla eru mikilvægar forsendur þess að nám geti átt sér stað. Málþroski Hreyfiþroski Félagsþroski 1.Grófhreyfingar. 2. Samhæfing. 3. Jafnvægi. 4. Taktur. 5. Líkamsvitund. 6. Fínhreyfingar. • Sjálfsmynd. • Tilfinningar. • Samskipti. • Reglur. • Sjálfsagi. • Innra mál. • Hlustun. • Málskilningur. • Tjáning. kristinbjork@vallaskoli.is

  4. Allir nemendur í 1. bekk fara í skimun. Sérhannað mat í mál- og hreyfiþjálfun. Samhæfing, jafnvægi og taktur eru þættir sem eru sérstaklega skoðaðir. Tove Krogh teiknikönnun. Hugtakaskilningur, athygli, fínhreyfingar og skipulag athugað. Vandi þeirra barna sem boðið er upp á námstilboð í mál- og hreyfiþjálfun getur birst í: Skynrænum vanda. Slökum málþroska. Virkni, of eða van. Feimni og óöryggi. Þroskahömlun. Foreldrar gefa leyfi fyrir þátttöku. kristinbjork@vallaskoli.is

  5. Markmið í mál- og hreyfiþjálfun kristinbjork@vallaskoli.is

  6. Það sem barn þarf til að geta lesið: Skipulag hugsunar Færni til að flokka upplýsingar, merkja þær og skrásetja. Hvað á saman, hvað vantar og hvað er við hæfi. Greina hluta sem mynda heild. Hluta niður heildir. Þekkja röðun. Skynúrvinnsla og skipulag rýmis Þekkja hægri og vinstri Samhæfing augna, handa og fóta Röðun Áttaskyn Staðsetja eigin líkama í rými Táknferli Málræn færni Orðaforði. Skilja hugtök sem tjáð eru í orðum. Rökræða. Aðgreining orða og tákna. Skilja að tákn, orð, hljóð og munstur hafa merkingu. Sjónskyn Athyglisgáfa Aðgreining Sjónminni Raðminni Skilningur Skynræn úrvinnsla Aðgreining Minni Skilningur Heyrnræn skynjun Hlustun Aðgreining Minni Raðminni Skilningur Augnhreyfingar Hlutföll forma Skynjun á víddir mynda Litir Sjálfstjórn til að halda athygli og einbeitingu Stærð Form Taktur Tímaskyn Tímasetning Smith, Sally (1981). kristinbjork@vallaskoli.is

  7. Hvað er gert í mál- og hreyfiþjálfun? Hver kennslustund skiptist í þrjár lotur. Í fyrstu lotu sitja nemendur á mottum og mynda hring. Á mottunum er áhersla lögð á að styrkja innra mál með myndrænum fyrirmælum. Með Dagasögunum er hlustun, minni og tjáning þjálfuð. Fingraæfingar eru gerðar til að þjálfa fínhreyfingar og samhæfingu. kristinbjork@vallaskoli.is

  8. Í annari lotu er megin áhersla lögð á skyn- og hreyfiþroska. Í kennslustundum eru notaðar 6 mismunandi leiðir: Þrautaleiðangur Stöðvaþjálfun Hreyfihringur Fínhreyfihringur Þolfimi Náttúruskoðun Þessar leiðir eiga það sameiginlegt að vinna allar að því að efla samhæfingu, jafnvægi og takt. Í þriðju lotu er aftur komið saman á mottunum. Áhersla er lögð endursögn á verkefnum tímans. Allir taka saman höndum í lokin, standa kyrrir um stund og kveðjast fallega. kristinbjork@vallaskoli.is

  9. Grunnur lagður að lestrarnámi . Í sögunum segir frá ævintýrum dagagestanna Sunnu, Mána, Þorra, Möllu, Fúsa, Finns og Lukku. Hver dagagestur á sama upphafsstaf og dagurinn hans. Umhverfishljóð (hljóðmyndir) eru notuð til að stýra frásögninni og til að örva hugmyndaflug. Dagagestirnir eiga allir sitt lag og tengist söngtextinn boðskap sögunnar.

  10. Markmið Dagasögurnar hafa það markmið að efla: Málvitund og skipulagða tjáningu Tímaskilning Lífsleikni Markmiðin eru gerð nákvæmari með gátlista í kennsluleiðbeiningunum. Hægt er að nota gátlistann við gerð einstaklingsnámskrár og símat.

  11. Lífsleikni • Getur unnið með öðrum • Tekur þátt í leik • Þekkir tilfinningar og getur tjáð þær • Kann að bregðast við eigin tilfinningum • Sýnir tillitssemi • Sýnir hjálpsemi • Sýnir ábyrgð • Skilur tilgang reglna • Getur farið eftir reglum • skráðum og/eða óskráðum • Velur föt í samræmi við veður • Þekkir peninga og getur notað þá • Greinir hollan mat frá óhollum • Kann að reima skó • Veit hvað er hægt að endurnýta • Kann að flokka rusl • Gengur vel um umhverfið • Þekkir fugla í íslenskri náttúru • Þekkir steina í íslenskri náttúru • Þekkir lífríkið í hafinu • Þekkir algengar jurtir í íslenskri náttúru • Getur lesið á landakort • Þekkir áttir • Klappar eftir taktklappi • Smellir fingrum í takt • Dansar í takt við tónlist • Málþroski • Hlustar á sögu • Greinir umhverfishljóð • Hlustar og skilur fyrirmæli • Heldur athygli • Sýnir frumkvæði í tjáningu • Tekur þátt í umræðum • Getur sagt frá með: • táknum – orðum - setningum í atburðaröð. • Getur endursagt sögu • Getur farið með Dagavísur • Getur sungið Dagalögin • Framburður skýr • Heldur takti í söng • Samhæfing í söng og hreyfingu • Tímaskilningur • Gerir sér grein fyrir hvernig dagurinn líður • Þekkir vikudagana og röð þeirra • Þekkir mánuði ársins og röð þeirra • Þekkir árstíðirnar og getur aðgreint þær • Kann að lesa á klukku: • Heila tíma – hálftíma – stundarfjórðung • Mínútur – sekúndur • Getur nýtt sér klukku í daglegu lífi • Skilur og gerir greinarmun á tímahugtökum

  12. Áherslur í Dagasögum?

  13. Hvernig er unnið með Dagasögur? • Kennarinn velur hvort hann les sjálfur sögurnar eða notar upplesturinn á hljóðdiskinum. • Ef kennarinn les sögurnar getur hann stillt beint á hljóðin á diskinum samkvæmt númerum sem koma fram í sögunum.

  14. 53. Klukkan tifar Hvaða dagur er á morgun? Það er laugardagur og þá er komið helgarfrí í skólanum. 54. Vekjaraklukka hringir. Klukkan er sjö. Hver vaknar svona snemma á laugardegi? 55. Það er hún Lukka. Hún fer strax á fætur því hún er svo stundvís og borðar hollan morgunmat. Hún klæðir sig í íþróttagalla og góða sokka. Hún horfir á morgunsjónvarpið, les blaðið og gerir smá handavinnu. Tíminn líður og Lukka finnur sig til í morgungönguna. Hún fer alltaf í göngutúr á laugardögum klukkan tíu. Lukka lítur út um gluggann og á hitamælinn til að athuga með veðrið. Hvernig er veðrið í dag? Í hvaða útiföt á hún að fara? 56. Þegar hún er búin að klæða sig eftir veðrinu þá nær hún í landakortið sitt og leggur af stað. 57. Gönguhljóð. 91. Á leiðinni sér hún margt fallegt og heilsar trjánum og steinunum í huganum. Leið hennar liggur upp á stóran hól. Þar skoðar hún fjallahringinn og athugar hvað fjöllin heita á landakortinu. Það er hressandi að anda að sér fersku fjallalofti og hún tekur eftir að það hefur ýmislegt breyst í umhverfinu frá því hún kom síðast. Hvað hefur breyst? 58. Tíminn flýgur. Lukka er búin að ganga í klukkutíma, sem er 60 mínútur. Þegar hún heyrir í kirkjuklukkunni þá heldur hún heim á leið. Lukka kemur við í búðinni og kaupir í matinn og líka smá góðgæti því það er nú laugardagur, eða nammidagur. Hún borgar með sínum peningum. Klukkan er hálf tólf þegar Lukka kemur heim. Hún borðar hádegismat klukkan tólf. Þegar Lukka er búin að borða og ganga frá í eldhúsinu þá hringir síminn. 59. Símhringing. Vinkona hennar er í símanum og spyr hana hvort hún vilji koma með í sund. Þær ákveða að hittast í sundlauginni klukkan tvö. Lukka er búin með sundmiðana sína og því þarf hún að kaupa nýtt kort með 10 sundmiðum. Vinkonurnar skemmta sér vel í sundi og tíminn líður. Lukka lítur á klukkuna og þá er hún orðin korter yfir þrjú og tími kominn til að fara heim. Hálftíma síðar er Lukka komin heim til sín. Hún fær sér heitt kakó og gleymir sér alveg við að hlusta á uppáhaldslagið sitt. 60. Klukkan tifar.

  15. Dagalög Í lok hverrar sögu er lag sem tengist gesti dagsins og boðskap sögunnar. Höfundur flestra laga er Ólafur Þórarinsson tónlistarmaður. Lögin og textarnir eru miserfið og með fjölbreyttu yfirbragði til að höfða til sem flestra. Hreyfitákn fylgja nokkrum lögum og eru þau útskýrð á hverju textablaði. Takturinn í tónlistinni getur auðveldað barninu að læra textana. Einnig á sér stað samhæfing hreyfinga og hugsunar þegar barnið dillar sér við tónlistina um leið og það syngur og fylgir hreyfitáknunum. Þessi taktþjálfun er mikilvæg undirstaða fyrir lestrarnám.

  16. Klukkan tifar Lag og ljóð: Ólafur Þórarinsson Söngur: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Ólafur Þórarinsson. 1. Stóra klukkan segir: Ding-dong-ding-dong-ding-dong-ding-dong Klukkan tifar og klukkan slær. Kynnir okkur tímann í dag og í gær. Á morgun hún vísar okkur nýjan veg. Víst er klukkan stórkostleg. 2. Litla klukkan segir: Tikk-takk, tikk-takk.... Klukkan tifar og klukkan slær.. 3. En úrið segir: Ti,ti,ti,ti..... Klukkan tifar og klukkan slær... • Hreyfingar: • Sveifla höndum til hliðar og klappa. • Klappa í takt. • Þumal- og vísifingur smella saman.

  17. Námsefnið tekur mið af kenningu Howard Gardner um fjölgreind.Hér má sjá hversu fjölbreyttar leiðir Dagasögurnar bjóða upp á.

  18. Athafnahringur Læra í gegnum leik og ævintýri Í athafnahring eru ákveðnar athafnir eða verkefni gerð ávallt í sömu röð og mynda þannig hringferli. Tónlist og umhverfishljóð stýra því hversu langan tíma nemendur fá til að vinna hvert verkefni. Velja þarf tónlist sem þægilegt er að vinna undir og í samhengi við viðfangsefnið. Nemendur læra fljótt að byrja strax að vinna um leið og lagið fer af stað og stöðva þegar lagið endar. Þögnin á milli laga hefur margþættan tilgang. Getur skapað tækifæri fyrir nemandann að gefa til kynna hvort hann vilji halda áfram. Gefur tíma til að ganga frá verkefninu. Gefur tíma til að stöðva og einbeita sér að næstu fyrirmælum í hringnum.

  19. Þegar nemendur fara í athafnahring fá þeir tækifæri til að læra og meðtaka boðskapinn í sögunum í gegnum áþreifanleg verkefni sem eru í beinum tengslum við markmið í einstaklingsnámskrá.

  20. Sérhæfð lestrarkennsla Frá því að byrjað var að nota sögurnar hefur verið búið til margskonar ítarefni með þeim. Þetta efni hefur nýst vel í sérhæfðri lestrarkennslu. Léttlestrarbækur Orðmyndalestrarbækur Lesskilningsverkefni Tölvuverkefni Verkefnabækur með stafsetninga- og málfræðiæfingum Lestrar- og stærðfræðispil Dagatöl Stundatöflur Skapandi vinna

  21. Ítarefnið varð til vegna áhuga nemenda. Dagagestirnir kveiktu áhuga hjá þeim að lesa og vinna skrifleg verkefni. Í lestrarverkefnunum hefur verið unnið með texta sem tengist daglegu lífi nemenda og áhersla lögð á orðmyndir. Máni og Lukka.

  22. Lítil lestrarhefti um dagagesti.

  23. Orðmyndalestrarbækurnar eru byggðar upp með lausum orðmyndum sem nemendur raða á réttan stað í setningu eða jafnvel raða upp heilum setningum. Nemandinn les og finnur eins orðmynd og setur á réttan stað með riflás. Nemandinn raðar upp orðmyndum sjálfstætt eða með fyrirmynd. Ritun með glærupenna. Nemandinn fær orðmyndir til að klippa út og líma í verkefnabók. Ritun með blýanti.

  24. Tölvutími Áherslur: Endursögn, ritun og lestur. Ritun: Taka upp endursögn með upptökutæki í tölvu. Hlusta á söguna og búa til orðaspjöld. Raða orðaspjöldum í setningu. Skrifa í ritvinnsluforriti 3x. Endurtaka með nýjum orðum. Teikna mynd eða finna mynd úr myndasafni í samhengi við textann. Prenta út í lokin og setja í möppu. Kennsluforrit: Glói geimálfur og Minnisspil. eða Val: Velja leiki sem nemendur hafa gagn og gaman af. Leiki á leikjasíðum á neti eða leiki á geisladiskum. Muna: Sitja fallega.

  25. Spilin hafa að geyma orðapörun og stafaþrautir ásamt léttum stærðfræðidæmum sem þarf að leysa til að komast að lykilorði.

  26. Dagagestirnir birtust á stundatöflunni. Á stundatöflunum er hver dagur merktur með dagagesti og jafnvel hver dagur litaður í ákveðnum lit. Nemendur áttu auðveldara með að lesa stundatöfluna.

  27. Þemavinna með Dagasögum

More Related