170 likes | 415 Views
Sólin. Orka sólar. Sólin fær orku sína úr kjarnahvörfum í kjarna sólar. Í kjarnahvörfunum umbreytist massi í orku í samræmi við jöfnu Einsteins: E = mc 2
E N D
Orka sólar • Sólin fær orku sína úr kjarnahvörfum í kjarna sólar. • Í kjarnahvörfunum umbreytist massi í orku í samræmi við jöfnu Einsteins: E = mc2 • Kjarnahvörfin eru kjarnasamruni sem geta aðeins orðið við mjög hátt hitastig t.d. verður samruni vetniskjarna aðeins við hitastig sem er hærra en 107 K • Samruni vetniskjarna á sér stað í innsta hluta sólar þar sem nægilega hátt hitastig og þrýstingur skapa þau skilyrði sem þarf.
Orka sólar myndast við vetnissamruna. Fjórir vetniskjarnar mynda Helíum-kjarna og orku.
Innri gerð Sólar. • Líkan af sólu byggist á eðlisfræðilögmálum, vökvastöðujafnvægi ríkir, og varmajafnvægi, orkan berstgegnum ytri lög sólar á mismunandi hátt • Vetnissamruni er talin eiga sér stað á frá miðju sólar út í radíus 0.25·Rsólar • Umhverfis innsta hlutann er geislunarhvolf sem nær út í 0.71·Rsólar • Í geislunarhvolfinu berst orkan með geislun, (gegnsætt) • Umhverfis geislunarhvolfið er næstum ógegnsætt (opaque) gas, þar er hitastig og þrýstingur lægri en innar í sólinni og orkan berts með heitu lofti sem stígur upp að yfirborðinu, • Í iðuhvolfinu berst orkan með iðustraumurm.
Ljóshvolfið • Ljóshvolfið er neðsta lagið í lofthjúpi sólar. • Lofthjúpur sólar er í þremur lögum, ljóshvolf, lithvolf og kórónan. • Allt sem er innan við ljóshvolfið telst þá vera sólin. (Innan sólarinnar) • Hið sýnilega yfirborð sólarinnar, ljóshvolfið er jafnframt neðsta lag lofthjúpsins.
Iðustraumar í ljóshvolfinu • Iðustraumar í ljóshvolfinu valda því að það sýnist grófkornótt í góðum sjónauka. Ljósari svæði (heitt loft) sést með dekkri bakgrunn (kaldara loft sem leitar niður).
Sólblettir • Sólblettir eru svæði þar sem hitastig eru nokkur hundruðum gráða lægri en meðalhitasig ljóshvolfsins. Virðast dökkir blettir því umhverfið er mun heitara og bjartara.
Lithvolfið • Fyrir ofan ljóshvolfið er lithvolfið (chromosphere) Þar er eðlismassi loftsins lægri en hitastig hærra en í ljóshvolfinu. • Lithvolfið er þunnt lag sem getur sést við sólmyrkva. • Sólbroddar (spicules) teygja sig upp úr lithvolfinu.
Kóróna • Ysta lag lofthjúps sólar er kórónan. Þar er eðlismassi afar lítill en hitastigið mjög hátt. Efnið er þarmeð mjög jónað og kallast plasma. • Þar sem kórónan teygir sig lengst, slitnar stundum frá henni efni. Það berst frá sólu sem sólvindur að mestu leyti róteindir og rafeindir - Sólvindur
Sólgos og Sólvindur • Öflugt gasstreymi berst oft frá sólblettaþyrpingu í stuttan tíma. Gasið er heitt, jónað og fylgir segullínum. Þetta fyrirbæri er oft mjög öflugt og kallast sólgos. • Sum gos eru svo öflug að efnið berst frá sólu út í sólkerfið - sólvindur
Norðurljós • Rafhlaðnar agnir frá Sólu (sólvindur) berst að pólum Jarðar vegna segulsviðsins. • Þegar agnirnar lenda á lofthjópnum örva þær atóm lofthjúpsins. • Atóm aförvast aftur með því að send frá sér ljós. • Þau myndast aldrei neðar en í 60 km hæð. • Litur ljósins ræðst af efnasamsetningu lofthjúps. • Gulgrænn : Súrefni í 60 – 100 km hæð • Rauður : Súrefni í 300 km hæð • Blár : Jónað köfnunarefni • Rauðleitir jaðrar og gárur : Óhlaðið köfnunarefni