1 / 17

Íslensk málsaga Dregið til stafs, bls. 119-125

Íslensk málsaga Dregið til stafs, bls. 119-125. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Dregið til stafs.

tamyra
Download Presentation

Íslensk málsaga Dregið til stafs, bls. 119-125

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Íslensk málsagaDregið til stafs, bls. 119-125 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir

  2. Dregið til stafs Í flestum löndum setja menn á bækur annað tveggja þann fróðleik, er þar innan lands hefir gjörst, eða þann annan, er minnissamlegastur þykir, þó að annars staðar hafi heldur gjörst, eða lög sín setja menn á bækur, hver þjóð á sína tungu. Fyrsta málfræðiritgerðin

  3. Sögulegur tími • Sögulegurtími hefst um 3000 f.Kr. Þegar Súmerar taka upp ritlistina. • Súmerar bjuggu þar sem nú heitir Írak. • Skriftarkunnáttan gerir mönnum kleift að varðveita reynslu sína á bókum og miðla henni þannig frá kynslóð til kynslóðar. • Ritlistin varð til hjá akuryrkjuþjóðum sem þurftu að færa bókahald yfir birgðahald sitt. • Kóngar létu líka skrifa frásagnir af merkum atburðum.

  4. Hvers konar skrift er til? • Atkvæðaskrift • Þegar hvert tákn vísar til tveggja eða fleiri hljóða. • Myndletur • Þegar tákn vísar til orðs eða orða. • Letur Egypta var af þessu tagi. • Þetta letur var margrætt og erfitt gat verið að tákna huglæg orð á borð við samúð, þoka, snillingur, þurrkur. • Hljóðletur • Þegar hvert tákn stendur fyrir eitt hljóð. • Föníkum og Palestínumönnum datt þessi nýjung í hug. • Einfalt táknkerfi sem flestir geta lært.

  5. Hvers konar skrift er til? • Ýmsir fróðleiksmolar • Á tölvuborði með íslenskum stöfum eru 30 leturtákn. • Ef til væri tölvuborð fyrir myndletur væru lyklarnir a.m.k. 3400. • Venjulegur dagblaðalesandi þyrfti að kunna u.þ.b. 5000 tákn! • Fræðimenn þyrftu að kunna 30.000 táknmyndir!

  6. Hvers konar skrift er til? • Ýmsir fróðleiksmolar, frh. • Tölustafirnir okkar eru myndletur sem Arabar bjuggu til. Táknin 1,2,3... eru alls staðar eins þótt menn beri orðin fram með mismunandi hætti í mismunandi löndum. • Föníkar höfðu bara samhljóð í sínu letri en Grikkir bættu sérhljóðum inn í stafrófið. • Rómverjar lærðu að skrifa af Grikkjum. Þeir löguðu stafrófið að sínu máli og notuðu einungis hástafi. Hástafirnir sem við notum er klassískt rómverskt letur!

  7. Hvaða kosti hefur lágstafaletur? • Það er seinlegt að skrifa hástafaletur þar sem hver stafur er myndaður af beinum línum án tengingar við aðra stafi. • Mun fljótlegra er að skrifa lágstafaletur sem er myndað með bogadregnum línum og hver stafur tengist innbyrðis svo að aldrei þarf að lyfta penna. • Rómverjar bjuggu til s.k. léttiskrift en frá henni er fyrsta lágstafaletrið komið. • Lágstafaletrið var með minni bókstöfum og þeir náðu ekki eins hátt upp í línu. Sumir náðu þó niður fyrir línuna. • Lágstafir eru myndaðir með bogadregnum línum og eru tengdir saman með tengidráttum.

  8. Hvaða kosti hefur lágstafaletur? • Rómverjar skrifuðu með tilskorinni fjöður sem þeir nefndu penna. Þaðan er alþjóðlega orðið yfir skriffæri komið! • Fornþjóðir skrifuðu frá hægri til vinstri . • Rómverskir skrifarar komu á þeirri reglu að skrifa frá vinstri til hægri enda er það auðveldara fyrir rétthenta. • Hebreska og arabíska eru þó enn skrifaðar frá hægri til vinstri.

  9. Hverjir kenndu skrift? Hverjir lærðu að skrifa? • Embættismenn þurftu að læra að skrifa eða láta aðra skrifa fyrir sig. • Þegar kristni festi rætur í rómarveldi varð kirkjan að gríðarlega stórri stofnun með miklu skrifræði. • Klerkar og embættismenn kirkjunnar urðu því sem næst einráðir á ritvellinum.

  10. Hverjir kenndu skrift? Hverjir lærðu að skrifa?, frh. • Skriftin þróaðist með ólíku móti í hverju landi en franskakarlungaletrið, sem svo er kallað eftir frönsku konungsættinni, mótaði þó leturgerðina á meginlandi Evrópu. • Íslendingar tóku þetta letur upp og hefur það varðveist á elstu handritabrotum frá því um 1150 og fram yfir 1300.

  11. Hverjir kenndu skrift? Hverjir lærðu að skrifa?, frh. • Á Írlandi og Englandi mótuðu menn s.k. uncialskrift eða eyjaletur. • Sú leturgerð átti rætur að rekja til rómverskrar léttiskriftar. • Áhrif frá þessari leturgerð bárust til Íslands um Noreg á 12. öld. • Bókstafurinn ð er t.d. fenginn úr eyjaletri en nú eru Íslendingar og Færeyingar einu þjóðirnar sem nota hann.

  12. Hverjir kenndu skrift? Hverjir lærðu að skrifa?, frh. • Skriftarkunnáttan breiddist út um heim allan með kristninni. • Í vestanverðri Evrópu og Skandinavíu er notað latneskt letur en kýrillískt letur er notað í austanverðri álfunni. • Skýringin á þessu er sú að þjóðir Vestur- og Norður-Evrópu tóku við kristni frá Páfanum í Róm en flestar þjóðir austur-Evrópu tóku við kristni af trúboðum frá Konstantínópel (Istanbúl).

  13. Hvað er gotneskt letur? • Forn rómversk byggingarlist einkenndist af mjúkum bogamynduðum steinhleðslum. • Rómversk leturgerð dregur dám af þessu en hún einkennist af bogadregnum línum. • Gotnesk byggingarlist einkennist af oddum í stað boga. • Þetta hefur skilað sér inn í leturgerð en stafir í gotnesku letri eru með grönnum leggjum og hvössum hornum. • Þessarar skriftar fer að gæta í íslenskum handritum um 1300 en vafalítið hefur hún borist hingað í gegnum Noreg. • Smám saman varð til gotneskléttiskrift eða fljótaskrift sem kölluð er svo til aðgreiningar frá gotneskubókletri. • Léttiskriftin var notuð í bréfum og embættisbókum en bókletrið í biblíuþýðingum og Íslendingasögum.

  14. Hvað er gotneskt letur?, frh. • Gotnesk skrift var almennt notuð fram til um 1850 en þá tók latínuletur við. • Það afbrigði latínuleturs sem afar okkar og ömmur lærðu í skóla var gjarnan kallað koparstunga/tengiskrift. • Nú er svokölluð formskrift kennd í skólum landsins en hún dregur dám af hinu forna rómverska letri.

  15. Á hvað var skrifað? • Nokkrum öldum fyrir Krist komust menn í Litlu-Asíu upp á lagið með að verka skinn á sérstakan hátt svo hægt væri að skrifa á það. • Íslendingar bjuggu yfir þessari þekkingu. • Skinnin voru verkuð, skorin í misstór stykki og brotin saman. • Skinnblað = pergament

  16. Á hvað var skrifað?, frh. • Skinnið var dýrt og menn gerðu því hvað þeir gátu til að spara það. • Skrifararnir notuð s.k. bönd til að skammstafa orðin. • K, kr, krg með striki yfir = konungur. • Í byrjun 15. aldar hefst innflutningur á pappír. • Hann var dýr svo að í fyrstu var hann lítið notaður. • Eftir miðja 16. öld fer pappír hins vegar að verða ódýrari og þá hefst prentöld á Íslandi. • Fjöldinn allur af bókum er prentaður og gefinn út.

  17. Hvað voru þeir eiginlega að skrifa? • Bréf embættismanna og afrit þeirra (engar ljósritunarvélar til!) • Eignaskrár kirkjunnar og trúarleg rit. • Íslendingasögur, fornaldarsögur, riddarasögur o.m.fl. sem skrifað var af bændum landsins. • Rímur fylla stærstan hluta þeirra pappírshandrita sem varðveist hafa.

More Related