130 likes | 536 Views
Tugabrot og prósentur. Sláið inn í vasareikni töluna: 2356,7892107 Reynið að breyta henni í 0 . Reglan er að aðeins má losna við eina tölu í einu. Tugabrot og prósentur. Tugakerfi er sætiskerfi sem miðast við grunntöluna 10
E N D
Tugabrot og prósentur Sláið inn í vasareikni töluna: 2356,7892107 Reynið að breyta henni í 0. Reglan er að aðeins má losna við eina tölu í einu.
Tugabrot og prósentur Tugakerfi er sætiskerfi sem miðast við grunntöluna 10 Belginn Simon Steven (1600) kynnti notkun tugabrota í reikningi fyrir Evrópubúum. Hann taldi það gagnast vel í sambandi við gjaldmiðla, mál og vog. Áður höfðu bæði Arabar og Kínverjar notað tugabrot.
Tugabrot og prósentur Tugakerfi er sætiskerfi þar sem gildi tölustafs ræðst af því í hvaða sæti hann er Hér hefur t.d. tölustafurinn 3 tvö gildi: 3 = 300 3 = 0,03 Fjöldi aukastafa getur verið óendanlegur. Talnahúsið getur stækkað endalaust bæði til hægri og vinstri. 348,537 = 300 + 40 + 8 + 0,5 + 0,03 + 0,007
Tugabrot og prósentur Þegar þú leggur saman eða dregur frá tugabrot þarftu að passa að láta kommurnar standast á. Dæmi: 43,05 + 9,67 43,05 + 9,67
Margföldunardæmin: 40 x 20, 0,4 x 20 og 0,04 x 200 eru öll tengd margföldun talnanna 4 x 2. 40 x 20 = 4 x 2 = 8 og svo tveimur 0 bætt við = 800 0,4 x 20 = 4 x 20 = 80 og svo komman færð um 1 aftur því 0,4 inniheldur 1 aukastaf. 0,04 x 200 = 4 x 200 = 800 og svo komman færð um 2 aftur því 0,04 inniheldur 2 aukastafi.
Tugabrot og prósentur Það sem kemur kannski á óvart: Ef þú margfaldar með tugabroti á milli 0 og 1 færðu lægri tölu í útkomu. Dæmi: 0,2 x 5 = 1,0 Ef þú deilir með tugabroti á milli 0 og 1 færðu hærri tölu. Dæmi: 5 / 0,2 = 25
Tugabrot og prósentur Prósentur, almenn brot og tugabrot eru þrjár gerðir brota. 10 % = 1/10 = 0,1 Þegar þú leysir dæmi þar sem deila á með tugabroti er ágætis leið að margfalda fyrst báðar tölurnar með 10 eða 100 þannig að þú fáir heilar tölur og deila síðan. Dæmi: 8 : 0,2 = 80 : 2 = 401,5 : 0,03 = 150 : 3 = 50
Tugabrot og prósentur Að finna hlutann þegar þú veist bæði prósentuna og heildina. Dæmi: Finndu 4 % af 1200 1) Finndu fyrst 1% af 1200 ≫ 1200/100 = 12 2) Margfaldaðu með prósentunni ≫ 4 x 12 = 48 3) 4% af 1200 eru þá 48. Einnig væri hægt að breyta 4% í tugabrotið 0,04 og margfalda. 0,04 x 1200 = 48 - sama útkoma.
Tugabrot og prósentur Prósentudæmum má skipta í þrennt: 1) Hluta 2) Heild 3) Prósentur Ég hitti í 8 skotum af 10 eða 80 % skotanna fóru í mark.
Tugabrot og prósentur Ef aflsláttur á einhverri vöru er 30 % er útsöluverðið 70 % af upphaflegu verði. Dæmi: Golfsett er á 30 % afslætti og kostar nú 21.000 kr. Hvað kostaði það upphaflega ? Lausn: 21.000 / 0,70 = 30.000 kr
Tugabrot og prósentur Dæmi: Sudoko-spil kostar 1200 kr en er nú á 30 % afslætti. Hvað kostar það nú ? Lausn 1: 1200 / 100 = 12 12 x 30 = 360 kr 1200 - 360 = 840 kr. Lausn 2: 1200/100 = 12 12 x 70 = 840 kr. Lausn 3: 1200 x 0,7 = 840 kr.
Tugabrot og prósentur Dæmi: Sudoko-spil kostar 1200 kr en hækkar nú um 30 %. Hvað kostar það nú ? Lausn 1: 1200 / 100 = 12 12 x 30 = 360 kr 1200 + 360 = 1560 kr. Lausn 2: 1200/100 = 12 12 x 130 = 1560 kr. Lausn 3: 1200 x 1,3 = 1560 kr.