1 / 11

Hijab

Hijab. Á þessum glærum verður nokkrum orðum eytt í hugleiðingar um klæðaburð og réttindi múslimakvenna þar sem þau mál hafa vakið miklar tilfinningar og hörð skoðanaskipti á Vesturlöndum . Hijab - Frelsun eða kúgun?

stew
Download Presentation

Hijab

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Hijab Á þessum glærum verður nokkrum orðum eytt í hugleiðingar um klæðaburð og réttindi múslimakvenna þar sem þau mál hafa vakið miklar tilfinningar og hörð skoðanaskipti á Vesturlöndum. Hijab - Frelsun eða kúgun? • Hijab er slæðan sem múslimakonur bera á höfðinu. Ekki blæjan fyrir andlitinu. Í Kóraninum er talað um Hijab en ekki talað um að konur eigi að bera blæju fyrir andlitinu. Hijab er dregið af orðinu hajaba sem þýðir að hylja eða loka og getur einnig þýtt gardínur. • í Kóraninum segir ekki að konur þurfi að hylja andlit og hendur • Þar segir hins vegar: Konur skulu klæðast af hógværð og karlar eiga einnig að klæðast af hógværð. Ganga t.d. ekki um með “sixpakkinn” beran. Máramenning

  2. Hijab Berbneskar konur frá N-Afríku. Þær eru með hijab, sem hylur hár þeirra. Þær nota ekki blæjur fyrir andlitið. Það er helst í eyðimerkurlöndum arabíuskagans sem konur nota blæjur. Í Afghanistan neyddu talíbanar konur til að hylja sig allar. En til sveita í Afghanistan hafði ekki tíðkast að konur hyldu andlit sitt fyrir tíð talibana. Karlar hylja einnig hárið og andlitið á nokkrum stöðum s.s. Tuarekar í Máretaníu og Sahara Íslenskar konur á 19. öld með hijab? A.m.k. með slæðu sem felur hárið. Hijab hjá múslimum á að fela hárið sem er djásn konunnar og ber ekki að tjalda því sí svona. En blæja fyrir andlitið er annað mál. Í fáum löndum múslima nota konur blæjur fyrir andlitið. Enda er ekki kveðið á um það í Kóraninum. Þessi kona bregður slæðunni fyrir andlitið svo myndatökumenn nái ekki að taka af henni mynd. Máramenning

  3. Hijab • Múhameð vildi að konur hyldu vissa parta líkamans til að koma í veg fyrir losta hjá karlmönnum. • Hvað segir í Kóraninum um klæðaburð fólks? Úr Kóraninum, 24 þætti: Segið trúuðum mönnum að þeir skuli beina sjónum sínum burt frá freistingum og aftra girndum holdsins. Þá verður líf þeirra hreinna. Guð veit allt sem þeir hafast að. (24:30) Segið trúuðum konum að þeim beri að beina sjónum sínum burt frá freistingum og vernda hreinleik sinn, að hylja sína prýði, nema þá sem sýnd er að eðlilegum hætti, að bregða blæju yfir barm sinn og eigi sína fegurð hans öðrum en eiginmanni sínum, föður sínum, tengdaföður, sonum sínum, stjúpsonum, bræðrum sínum, bræðrasonum og systrasonum, þernum sínum, ambáttum og vönuðum, þjónum og börnum sem ekkert vita um kvenlega nekt. Og eigi skulu þær slá fótum í gangi, svo sem til að sýna sín földu djásn. (24:31-32) Máramenning

  4. Hijab Úr þætti 24 í Kóraninum: Vítalaust skal það vera gömlum konum, sem eru úrkula vonar um hjúskap, að leggja frá sér klæði sín án þess að opinbera þokka sinn. En betra er þeim að láta það ógert. (24:60) Úr þætti 33 í Kóraninum: Það skal vera vítalaust að konur Spámannsins sýni sig án blæju feðrum sínum, bræðrum, sonum...Spámaður seg þú konum þínum, dætrum þínum og konum sanntrúaðra að sveipa þétt um sig skikkjum sínum. Best fer á því, svo að þær þekkist og verði ekki fyrir áreiti.(33:59-60)) Máramenning

  5. Hijab Þáttur 7 í Kóraninum: Ó þér börn Adams! Vér höfum gefið yður klæði til að hylja nekt yðar og vera yður til augnayndis; en best eru klæði réttlætisins.(7:26) Þér börn Adams! Búist hreinlega til líkama og sálar þegar þér gangið í bænahús. Etið og drekkið, en forðist óhóf. Guð hefur eigi mætur á þeim hóflausu. (7:31) Fleira er ekki sagt um klæðnað í Kóraninum en ýmislegt fleira kemur fram í Hadith sem er skráð af ýmsum eftir dauða Múhameðs og á að lýsa venjum hans og nánustu samferðamanna og þykir því vera til eftirbreytni. Bókstafstrúarmenn í Islam sem krefjast þess að konur hylji andlit sitt rökstyðja mál sitt með því að vísa í Hadith sem hefur ekkert með Kóraninn að gera. Máramenning

  6. Hijab • Í Hadith, þessari bók um hefðir sem áður er greint frá og var samin síðar af misjöfnum mönnum, kemur ýmislegt fram um klæðnað. • Oftast er vitnað í eftirfarandi lýsingu: Asma, dóttir Abu Bakr kom að spámanninum[þ.e. Múhameð] í þunnum klæðum. Spámaðurinn sneri sér undan og sagði “ Ó Asma, þegar kona verður kynþroska er ekki viðeigandi að hún sýni aðra líkamshluta en þessa og benti á andlit hennar og hendur. Aðrar Hadith frásagnir segja aðeins frá því að það eigi ekki að klæðast gegnsæjum klæðnaði eða klæðnaði sem ætlaður er hinu kyninu. Máramenning

  7. Hijab • Nákvæmar reglur um klæðaburð kvenna hafa verið byggðar á túlkunum á þessum þáttum (súrum) kóransins og á bók hefðanna, þ.e. Hadith. • Að hylja hárið er þannig túlkun á orðinu Khimar (slæða) í þætti 24 sem segir að draga eigi khimar yfir barminn. Þannig á slæðan að ná yfir hárið og yfir barminn líka. • Mörgum múslimskum konum finnst hijab frelsa sig frá útlitskröfum samfélagsins. • Reyndar finnst mörgum konum sem eru í hijab það frelsandi tilfinning. Frelsandi frá kröfum samfélagsins um útlit kvenna, frelsi frá því að vera þrælar tískunnar o.s.frv. Auðmýkt í klæðaburði sem bæði körlum og konum er uppálagt í íslam gerir það að verkum, segja margir múslimar, að bæði kynin eru metin út frá greind og hæfileikum en ekki út frá kynferði og útliti. Máramenning

  8. Hijab • Er einhverjum klæðnaði þröngvað upp á Vesturlandakonur? • Velja Vesturlandabúar sér fatnað eingöngu með tilliti til þæginda og hentugleika? • Það sem sumum finnst kúgun finnst öðrum frelsi. • Frelsi til að fylgja tísku og kröfum samfélags um útlit eða frelsi frá því að þurfa að fylgja þessum straumum. • Er það kannski feminismi að klæðast hijab? "We want to stop men from treating us like sex objects, as they have always done. We want them to ignore our appearance and to be attentive to our personalities and mind. We want them to take us seriously and treat us as equals and not just hase us around for our bodies and physical looks." Múslimsk kvenréttindakona • Nýlega lýsti klerkur múslima í Ástralíu skoðun sinni á klæðaburði kvenna og nauðgunum Sjá grein: http://www.theaustralian.news.com.au/story/0,20867,20646437-601,00.html Korselett og krínólínur Máramenning

  9. Hijab Þessar hugmyndir kvenna á Vesturlöndum um útlit og tísku er kannski ekki allt til þæginda, - eða hvað? Eða eru þetta kannski hugmyndir einhverra annarra? Rétt eins og Vesturlandabúum finnst ótrúlegt að múslimakonur gangi sjálfviljugar með slæðu á höfðinu til að hylja hárið, þá finnst múslimakonum ótrúlegt að konur á Vesturlöndum gangi sjálfviljugar um hálfberar og oft í óþægilegum klæðnaði sem hindrar hreyfingar. Máramenning

  10. Stjórnað af hefðum • Hefðir verða til smá saman án þess að menn geri sér grein fyrir ferlinu. Eitthvað sem þykir fáranlegt í dag, þykir í góðu lagi eftir nokkra áratugi. • Konur sýndu ekki olnbogana eða hnén fyrir hundrað árum síðan án þess að vera álitnar gálur. Það var beinlínis klámfengið. Konur gengu í krínólínum og korselettum og gátu hvorki sest almennilega né náð andanum svo vel væri. Hver var að kúga hvern þá? Þetta var á Vesturlöndum fyrir aðeins 100 árum. • Íslenskar bóndakonur voru með slæður og það þótti fínt. Enginn taldi þær kúgaðar fyrir vikið. Múslimakonur eru á sama hátt með slæður yfir hárinu. Nú hefur ýmislegt breyst svo ekki sé meira sagt... • Sóðalegt að vera loðinn undir höndum ef um konu er að ræða... Konur eru orðnar svo léttklæddar í dag að sífellt þarf að vera að raka sig...á kálfum, undir höndum... Nú eru konur farnar að leggja á sig að láta raka sig reglulega á allra heilagasta svæðinu... Algengt er orðið að strákar láti vaxa á sér bringuna og nárann…Smá saman verða konur og karlar samdauna og finnst þetta allt eðlilegt og óþægilegt að vera öðruvísi. • Konur og karlar setja sílikon í varir, eða rass og brjóst • Konum sem eru vanar að vera með slæðu yfir hárinu finnst ljótt og óþægilegt að vera með hárið bert. • Hvað finnst íslenskum konum um að fara með loðna kálfana í sund eða út að spássera í stuttbuxunum? • Við erum ekki annað en hefðir þegar allt kemur til alls og dettum óafvitandi smá saman niður í ýmislegt hátterni sem við nánari umhugsun er kannski alveg út í hött... Máramenning

  11. Nokkur atriði um múslimakonur • Fjölkvæni er úrelt. • Aðeins stundað í auðugustu arabaríkjum á Arabíuskaganum og við Persaflóann reyndar á sumum svæðum í nokkrum Afríkuríkjum. • Einnig stundað meðal margra sem teljast kristnir. T.d. hjá masaíum sem er þjóðflokkur í Kenýa. Margar kýr = margar konur. Enda er fjölkvænið ævaforn hefð og stunduð víðsvegar um heim óháð því hver trúarbrögðin eru. • Heimanmundur er eign kvennanna og þær geta ráðstafað honum að vild • Laun fyrir vinnu utan heimilis er eign konunnar og hún getur ráðstafað þeim að vild. Laun karlsins eiga að fara í framfærslu fjölskyldunnar • Sjá um foreldra í ellinni er skylda sonanna. Því vilja foreldrar eiga sem flesta syni. Dætur eru lausar undan þeirri kvöð. Ef enginn er sonurinn rennur þessi skylda til nánasta karlkynsættingja. • Jafnrétti kynjanna eykst í löndum múslima og konur eiga þar sæti á þingi og eru jafnvel ráðherrar. Í Kuveit voru konur að fá kosningarétt 2004/5. Kvenréttindi hafa aukist mikið í löndum múslima síðustu áratugi og verða brátt svipuð og við þekkjum hér á landi. En gott er að hafa í huga þegar við gagnrýnum kvenréttindi í löndum múslima að það tók konur á Vesturlöndum nokkur þúsund ár að ná þeim rétti sem þær hafa í dag. Máramenning

More Related