210 likes | 478 Views
Upphaf Grikkja (750 – 450 f. Kr). Forn-grísk goðafræði og eldri náttúruspekingarnir. Upphaf Grikkja. Tímabilaskipting í sögu Grikkja: Mínóska menningin á Krít 2000 - 1500 f. Kr. Mýkenumenningin á meginlandinu 1500 – 1200 f. Kr. “Myrku aldirnar” 1200 – 800 Nýlendutíminn 800-500
E N D
Upphaf Grikkja (750 – 450 f. Kr) Forn-grísk goðafræði og eldri náttúruspekingarnir
Upphaf Grikkja • Tímabilaskipting í sögu Grikkja: • Mínóska menningin á Krít 2000 - 1500 f. Kr. • Mýkenumenningin á meginlandinu 1500 – 1200 f. Kr. • “Myrku aldirnar” 1200 – 800 • Nýlendutíminn 800-500 • Lýðræðistíminn hefst, gullöld Aþenu (klassísk fornöld) 508-338 f. Kr. Þorsteinn Kruger / Valdimar Stefánsson
Hómer • Kviður Hómers eru söguljóð sem líklega eru ort á 8. öld f. Kr: • Eignuð blinda skáldinu Hómer og eiga að gerast um 1200 f. Kr. • Ævintýralegar goðsögur með einhverjum sannleikskjarna • Ilíonskviða og Ódysseifskviða • Elstu rituðu heimildir um trúarhugmyndir Grikkja • Lítt heildstæð fjölgyðistrú • Grunnbókmenntir Grikkja öldum saman Þorsteinn Kruger / Valdimar Stefánsson
Hómer • Í Hómerskviðum virðast mennirnir vera peð á skákborði breyskra guða • Sjálfir voru guðirnir ódauðlegir og allir þeir helstu bjuggu á tindi Ólympsfjalls, hæsta fjalls Grikklands • Mönnum var hins vegar skipað í undirheima Hadesar eftir dauðann, þar sem þeir dvöldu til eilífðar í óljósri skuggaveröld, eins konar millistigi á tilvist og tilvistarleysis Þorsteinn Kruger / Valdimar Stefánsson
Hesíódos • Hesíódos var skáld og fræðagrúskari sem uppi var á 8. öld f. Kr. og ritaði Goðafæðingu • Hann var fyrstur til að fella grísku goðafræðina í samfellt kerfi allt frá sköpun heimsins úr óreiðu (kaos) í skipulega heild (kosmos) • Hann skipti sögu mannsins í nokkur skeið, gullöld í upphafi en síðan hafði allt farið á verri veg, stig af stigi Þorsteinn Kruger / Valdimar Stefánsson
Trúarheimur Grikkja • Trúarheimur Grikkja var í raun tvískiptur í grunninn • Annars vegar voru það Ólympsgoðin sem flestar sögurnar tengdust • Hins vegar voru það ýmis konar vættir og dísir, sem gjarnan voru af myrkari uppruna en Ólympsgoðin, og þekktastar þeirra eru örlagadísirnar og refsinornirnar Þorsteinn Kruger / Valdimar Stefánsson
Hin apollonska lífsskoðun • Sú lífsskoðun að allir kraftar heimsins leiti jafnvægis í skipulegri heild var um margt einkennandi fyrir Grikki til forna • Með skynsamlegri íhugun mátti finna sálarjafnvægi og þar með lífshamingjuna hér og nú, því einskis væri að vænta í öðru lífi • Þessi lífsskoðun hefur verið kennd við Apollon, guð ljóss, lista og spásagna Þorsteinn Kruger / Valdimar Stefánsson
Véfréttin í Delfí • Véfréttin í Delfí var við lýði frá um 700 f. Kr. til um 400 e. Kr. og taldist einn mesti helgistaður í Grikklandi • Hún var helguð guðinum Appollon og voru áhrif hennar mikil á líf og stjórn Grikklands • Sérstök prestastétt sá um að túlka goðsvörin sem hofgyðjur komust að í miðilsástandi • Kjörorðin „þekktu sjálfan þig“ og „hóf er best“ voru rituð yfir inngang hofsins Þorsteinn Kruger / Valdimar Stefánsson
Líf eftir dauðann? • Hin apóllonska lífsskoðun höfðaði fyrst og fremst til valdastéttarinnar enda hafði hún aðallega veraldleg markmið, til dæmis að bæta efnahag manneskjunnar, efla uppskeru og veita almenna velsæld • Eftir dauðann fóru menn í undirheima til Hadesar og ráfuðu þar án kvala eða gleði • Mjög mikilvægt var því að eiga afkomendur sem héldu nafni manns á lofti enda var það eina framhaldslífið sem kostur var á Þorsteinn Kruger / Valdimar Stefánsson
Launhelgar • Meðal lægri stétta náðu ýmis konar launhelgar miklum vinsældum • Megininntak þeirra var að komast í milliliðalaust samband við guðdóminn með vígslum, helgisiðum og öðrum trúarathöfnum • Elstu merkin um slíkan átrúnað tengist dýrkun vínguðarins Díonýsosar en hann var endurborinn eftir að Hera, kona Seifs, hafði látið drepa hann og Seif, óafvitandi, éta hjarta hans Þorsteinn Kruger / Valdimar Stefánsson
Díonýsosardýrkun • Dýrkendur Díonýsosar voru einkum konur og stunduðu svallveislur að næturþeli í skógarlundum sem náðu hámarki þegar dýrkendurnir drápu geithafur, naut, eða jafnvel mann, og átu • Goðsögnin um Díonýsos þykir hafa lýst tvíeðli mannsins, það er að hann hefði ódauðlega sál þótt líkaminn væri dauðlegur • Launhelgarnar hafa einnig tengst fornri frjósemisdýrkun Þorsteinn Kruger / Valdimar Stefánsson
Orfeusartrúin • Á 7. öld f. Kr. hófst trúarvakning á Grikklandi sem kennd hefur verið við þjóðsagnarpersónuna Orfeus • Orfeusartrúin varð eins konar göfgun díonýsosardýrkunar en hún boðaði m. a. að hver og einn hlyti dóm eftir dauðann • Einnig voru uppi kenningar innan hennar um sálnaflakk og endurholdgun • Rekja má trúarkenningar um synd og sekt manna og tvíhyggju til Orfeusartrúar Þorsteinn Kruger / Valdimar Stefánsson
Fyrstu heimspekingarnir • Upphaf vestrænnar heimspeki er rakið til vesturstrandar Litlu-Asíu um 600 f. Kr. • Þar komu fram svokallaðir náttúruspekingar • Þeir höfnuðu goðsögulegum skýringum á fyrirbærum náttúrunnar og leituðu skýringa á þeim í efnisveruleikanum sjálfum • Þeir reyndu að finna frumveru (αρχε (arke): lögmál eða innsta eðli) sem nota mætti til að skýra efnisveruleikann Þorsteinn Kruger / Valdimar Stefánsson
Náttúruspekingarnir • Náttúruspekingunum hefur verið skipt í tvo aðalflokka, þá eldri og þá yngri • Eldri náttúruspekingarnir (5. öld f. Kr.) störfuðu utan Grikklands og leituðu að innsta eðli tilverunnar, sem ýmist gat verið tiltekið efni, síbreytileikinn eða óbreytanleikinn • Yngri náttúruspekingarnir (4. öld f. Kr.) störfuðu einkum í Aþenu og reyndu að sætta hin ólíku sjónarmið sem fram höfðu komið Þorsteinn Kruger / Valdimar Stefánsson
Þales frá Míletos • Þales frá Míletos í Litlu-Asíu hefur bæði verið nefndur faðir heimspekinnar og fyrsti vísindamaðurinn • Líklega lærði hann bæði af Egyptum og Babýlóníumönnum og hafði þaðan þekkingu í flatarmálsfræðum og kunnáttu til að segja fyrir um sólmyrkva • Þales taldi vatn vera innsta eðli tilverunnar en þar sem ekkert er varðveitt af skrifum hans er ekki vitað hvaða rök hann hafði fyrir því Þorsteinn Kruger / Valdimar Stefánsson
Míletos-spekingarnir • Anaximander var lærisveinn Þalesar og hélt því fram að frumveranværi með öllu óskilgreinanlegt; upphaf og endir alls • Anaximenes var lærisveinn Anaximanders og hann hélt því fram að loftið væri innsta eðli tilverunnar • Hereklít (sem reyndar var frá Efesus) fullyrti að hreyfingin eða breytingin væri innsta eðlið en ytra tákn hennar væri eldurinn • Einkunnarorð hans voru: πανταρεĩ (allt streymir, þ. e. ekkert varir) Þorsteinn Kruger / Valdimar Stefánsson
Heraklít • Þannig eyðist og myndast alheimurinn á sérhverju augnabliki • Samkvæmt Heraklít verða allir hlutir til í átökum andstæðna en ná jafnvægi fyrir tilstilli frumaflsins sem hann kallaði logos (orð, rök, áætlun, hlutfall, hugsun...) • Með kenningum sínum nálgaðist hann ýmsar nútímakenningar eðlsifræðinnar, s. s. lögmálið um varðveislu massans og um jafnvægi Þorsteinn Kruger / Valdimar Stefánsson
Pýþagóras og trúarregla hans • Pýþagóras frá Samos settist að á Suður – Ítalíu og stofnaði þar orfeusartrúarreglu sem uppgötvaði tengsl tónlistar við stærðfræði • Pýþagóras rannsakaði líka regluna um hlutföll hliðarlengda í réttum þríhyrningi • Pýþagóringar töldu að leyndardóma tilverunnar væri að finna í talnahlutföllum en er þeir uppgötvuðu óræðar tölur hrundi heimsmynd þeirra Þorsteinn Kruger / Valdimar Stefánsson
Xenófanes og Eleatarnir • Xenófanes frá Jóníu settist einnig að á Ítalíu og kenndi í borginni Eleu. Hann taldi að mennirnir hefðu skapað guðina í sinni mynd. • Parmenídes frá Eleu fullyrti að öll hreyfing og öll breyting væri blekking; innsta eðlið væri eilíft og óbreytanlegt en skynheimurinn allur sjónhverfing • Zenón frá Eleu studdi kenningu Parmenídesar með þverstæðum, m. a. um Akkilles og skjaldbökuna Þorsteinn Kruger / Valdimar Stefánsson
Parmenídes • Parmenídes var í algjörri andstöðu við Heraklít og varð það til þess að síðari heimspekingar lögðu alla áherslu á að reyna að samræma þessar andstæðu kenningar • Parmenídes taldi einnig að ómögulegt væri að komast að sannleikanum gegnum skynreynslu, aðeins rökhugsunin (logos) gæti leitt menn til sannleikans • Tvíhyggja Parmenídesar varð afar áhrifamikil í allri sögu vestrænnar heimspeki Þorsteinn Kruger / Valdimar Stefánsson