s etningarhlutar frumlag ums gn andlag sagnfylling einkunn forsetningarli ur atviksli ur tengili ur n.
Download
Skip this Video
Loading SlideShow in 5 Seconds..
S etningarhlutar frumlag, umsögn, andlag, sagnfylling, einkunn, forsetningarliður, atviksliður, tengiliður PowerPoint Presentation
Download Presentation
S etningarhlutar frumlag, umsögn, andlag, sagnfylling, einkunn, forsetningarliður, atviksliður, tengiliður

Loading in 2 Seconds...

play fullscreen
1 / 8

S etningarhlutar frumlag, umsögn, andlag, sagnfylling, einkunn, forsetningarliður, atviksliður, tengiliður - PowerPoint PPT Presentation


 • 328 Views
 • Uploaded on

S etningarhlutar frumlag, umsögn, andlag, sagnfylling, einkunn, forsetningarliður, atviksliður, tengiliður. Á sama hátt og orð eru flokkuð í orðflokka eftir merkingu og beygingu má flokka orð í setningarhluta eftir stöðu þeirra og hlutverki í setningu.

loader
I am the owner, or an agent authorized to act on behalf of the owner, of the copyrighted work described.
capcha
Download Presentation

PowerPoint Slideshow about 'S etningarhlutar frumlag, umsögn, andlag, sagnfylling, einkunn, forsetningarliður, atviksliður, tengiliður' - sherry


An Image/Link below is provided (as is) to download presentation

Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author.While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server.


- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - E N D - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Presentation Transcript
s etningarhlutar frumlag ums gn andlag sagnfylling einkunn forsetningarli ur atviksli ur tengili ur
Setningarhlutarfrumlag, umsögn, andlag, sagnfylling, einkunn, forsetningarliður, atviksliður, tengiliður
 • Á sama hátt og orð eru flokkuð í orðflokka eftir merkingu og beygingu má flokka orð í setningarhluta eftir stöðu þeirra og hlutverki í setningu.
 • Orðin geta gegnt ólíkum hlutverkum innan setninga.
   • Stúlkan ekur bíl. frumlag
   • Ég hjálpa stúlkunni. andlag
   • Guðrún er stúlka. aagnfylling
   • Ég stend hjá stúlkunni. hluti forsetningarliðar
   • Páll er faðir stúlkunnar. einkunn

Námsgagnastofnun - Málbjörg

setningarhlutar frumlag frumlags gildi
Setningarhlutar:Frumlag - frumlagsígildi
 • Frumlag er gerandinn í setningunni. Það er fallorð og er oftast í nefnifalli. Ef frumlagið er í aukafalli, þ.e. stendur með ópersónulegri sögn, er það kallað frumlagsígildi.

Dæmi:

   • Tumi er köttur. Frumlag
   • Hann er grár. Frumlag
   • Enginn á fallegri kött. Frumlag
   • Halldóri fannst gaman. Frumlagsígildi

Námsgagnastofnun - Málbjörg

setningarhlutar ums gn
Setningarhlutar:Umsögn
 • Umsögn er sögn í persónuhætti. Í hverri setningu er ein umsögn. Hún getur verið samsett og er þá mynduð með hjálparsögn.

Dæmi:

   • Tumi er köttur.
   • Skrifaðir þú þessa bók?
   • Halldór mun hafa skrifað þessa bók.

Námsgagnastofnun - Málbjörg

setningarhlutar sagnfylling og andlag
Setningarhlutar:Sagnfylling og andlag
 • Sagnfylling er fallorð í nefnifalli sem stendur með áhrifslausri sögn og gefur henni merkingu. Án sagnfyllingarinnar yrði setningin ótæk.

Dæmi:

   • Tumi er köttur.
   • Þessi bók eftir Halldór er skemmtileg.
 • Andlag er fallorð í aukafalli sem stýrist af áhrifssögn. Stundum geta verið tvö andlög með sömu sögn.

Dæmi:

   • Tumi borðar fisk (þf.).
   • Bókina (þf.) skrifaði Halldór.
   • Ég gaf Tuma (þgf.) fisk (þf.).

Námsgagnastofnun - Málbjörg

setningarhlutar forsetningarli ur
Setningarhlutar:Forsetningarliður
 • Forsetningarliður er forsetning ásamt fallorði sem hún stýrir falli á.Forsetningarliður inniheldur alltaf a.m.k. tvö orð.

Dæmi:

   • Ég setti ól á Tuma.
   • Músin hljóp frá Tuma.
   • Halldór skrifaði stundum um ömmu sína.
   • Þessi bók fjallar um gamla konu.

Námsgagnastofnun - Málbjörg

setningarhlutar einkunn
Setningarhlutar:Einkunn
 • Einkunn er fallorð, oft lýsingarorð eða fornafn, sem stendur hliðstætt öðru fallorði og þrengir merkingu þess. Einkunnum er stundum skipt í hliðstæðar einkunnir og eignarfallseinkunnir.
 • Hliðstæð einkunn: Sambeygist nafnorðinu sem hún á við.

Dæmi:

   • Tumi litli borðar kaldan fisk.
   • Halldór skrifaði skemmtilega bók.
   • Þetta er köttur kennarans.
 • Eignarfallseinkunn: Er í eignarfalli en stendur með nafnorði í öðru falli.

Dæmi:

   • Þetta er köttur konunnar.
   • Ég sá kött Jónasar.

Námsgagnastofnun - Málbjörg

setningarhlutar atviksli ur og tengili ur
SetningarhlutarAtviksliður og tengiliður
 • Atviksliður er hvert einstakt atviksorð í setningu.

Dæmi:

   • Tumi borðar aldrei mýs en stundum fugla.
   • Halldór skrifaði mjög margar bækur.
 • Tengiliður er hver einstök samtenging í texta.

Dæmi:

   • Tumi borðar kjöt og fisk en aldrei mýs.
   • Halldór skrifaði bækur sem ég hef lesið.

Námsgagnastofnun - Málbjörg

setningarhlutar setningarlegt hlutverk or s
SetningarhlutarSetningarlegt hlutverk orðs
 • Sama orð getur staðið sem margir mismunandi setningarhlutar. Orðið Tumi getur t.d. gegnt fimm mismunandi hlutverkum eftir stöðu innan setningarinnar.

Dæmi:

   • Tumi er köttur. frumlag
   • Kötturinn heitir Tumi. sagnfylling
   • Ég gef Tuma mat. andlag
   • Ég er eigandi Tuma. einkunn
   • Ég fer út með Tuma. hluti forsetningarliðar

Námsgagnastofnun - Málbjörg