1 / 24

MOSAR

MOSAR. 3 fylkingar: soppmosar Hepatophyta hornmosar Anthocerophyta baukmosar Bryophyta. Íslensk mosaheiti eru flest komin frá Bergþóri Jóhannssyni mosafræðingi Hepatophyta með kúlulaga gróhirslu. Soppur = knöttur, bolti. Soppmosar Anthocerophyta með hornlaga gróhirslu. Hornmosar

shelly-chen
Download Presentation

MOSAR

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. MOSAR 3 fylkingar: soppmosar Hepatophyta hornmosar Anthocerophyta baukmosar Bryophyta

  2. Íslensk mosaheiti eru flest komin frá Bergþóri Jóhannssyni mosafræðingi Hepatophyta með kúlulaga gróhirslu. Soppur = knöttur, bolti. Soppmosar Anthocerophyta með hornlaga gróhirslu. Hornmosar Bryophyta gróhirsla með loki. Baukur = krukka, dós, askja. Baukmosar

  3. Mosar eru nú taldir til 3ja fylkinga, þ.e. þær plöntur sem hingað til hafa verið flokkaðar sem mosar eru í raun og veru fjarskyldar.Sameiginlegt hinum 3 fylkingum er: • Eggfrumur og sæðisfrumur eru umluktar fjölfrumu vefjum: egghirslu og frjóhirslu. • Einfaldar plöntur, án æðakerfis og með minni sérhæfing en aðrir hópar og með minni sérhæfingu en aðrir hópar plantna. • Kynliður ríkjandi og óháður grólið. • Til að frjóvgun geti átt sér stað verður bifhærð sæðisfruma að synda að eggfrumu. Eitt egg situr neðst í flöskulaga egghirslu og þangað þarf sáðfruman að synda. • Kynliður er festur við undirlagið með einfruma eða fjölfruma þráðum, rætlingum. Rætlingarnir skipta litlu máli fyrir upptöku á næringarefnum • Gróliður er áfastur kynlið og treystir á hann fyrir næringu, festingu o.s.fr., að minnsta kosti að hluta. • Oftast sígrænar og fjölærar.

  4. Einkenni mosa Bygging Útlitslega séð má skipta mosum í tvennt: þallaga og blöðótta. Einföldustu soppmosar eru ekki greinóttir með blöðum heldur mynda einfalt þal, þ.e. þunnan, flatan og lítt sérhæfðan vef. Þalið kvíslgreinist oft. Sumir slíkir soppmosar hafa ílangar frumur í miðju þalinu sem sennilega sjá um flutning efna. Þallaga soppmosar hafa ekki eiginleg loftaugu, en þó hafa þeir op á efra borði þalsins sem liggja að svampkenndu og loftfylltu rými. Einfruma rætlingar festa mosann við undirlagið. Aðrir mosar (blöðóttir soppmosar, hornmosar og baukmosar) eru greinóttir með “blöðum”. Rætlingar festa mosann við undirlagið, ýmist einfruma (soppmosar, hornmosar) eða fjölfruma (baukmosar). Sumar tegundir lifa í sambýli við svepp eða blágrænbakteríu sem auka næringarefnaupptöku. Eiginlegar rætur finnast ekki hjá mosum. Baukmosar og hornmosar hafa loftaugu. Blöð mosa eru yfirleitt aðeins eitt frumulag að þykkt. Þó er miðhluti blaðs horn- og baukmosa stundum þykkari með aflöngum frumum sem sérhæfa sig í flutningi efna, vatns (hydroids) eða ljóstillífunarafurða (leptoids). Starfrænt séð eru þessar frumur því hliðstæðar við viðar- og sáldvef æðplantna en byggingarlega eru frumur mosanna miklu einfaldari og í veigamiklum atriðum frábrugnar eiginlegum æðfrumum (t.d. er ekkert tréni í vatnsflutningsfrumum mosa).

  5. Einkenni mosa, 2 Kynæxlun Kynfrumur mosa, líkt og kynfrumur allra plantna, eru myndaðar inni í fjölfruma æxlunarfærum. Eggfrumur myndast í egghirslum, sáðfrumur í frjóhirslum. Sáðfrumur mosa eru bifhærðar og þurfa að synda að egginu. Til þess að æxlun geti átt sér stað verður því að vera vatn í umhverfinu. Eftir frjóvgun þroskast okfruman innan veggja móðurplöntunnar og myndar nýjan, fjölfruma 2n einstakling með endurteknum mítósuskiptingum. Orku of efni til þessa vaxtar fær ungviðið frá móðurplöntunni. Þetta ferli finnst hjá öllum plöntum. Mosar og æðplöntur eru þvi stundum nefnd “embryophytes2 sem útleggst fósturplöntur. Gró Eins og allar plöntur mynda mosar gró sem hafa um sig geysilega sterkan vegg sem gerður er að hluta úr sporopolleníni. Örverur vinna nánast ekki á þessu efni og gró haldast því órotnuð mjög lengi.

  6. Einkenni mosa, 3 Kynlaus æxlun Margir mosar geta fjölgað sér kynlaust með s.k. æxliknöppum, (gemma, flt. gemmae), litlum kúlum sem myndast í sérstökum skálum. Nýir einstaklingar geta líka vaxið upp af bútum sem brotnað hafa af kynliðnum. Vöxtur Hjá mosum eins og hjá öllum plöntum, skiptast á kynliður og gróliður og er kynliðurinn aðalplantan hjá mosum. Þegar gró spírar hjá baukmosum og soppmosum, vex samt ekki strax upp kynliður með byggingu fullþroska einstaklings, heldur myndast fyrst greinóttir þræðir, forkím eða protonema (et, protonemata flt), sem líkjast mest þörungi. Þesir greinóttu þræðir geislast út frá gróinu og mynda kringlóttan massa. Á tilteknum radíus út frá miðjunni vaxa svo út greinar sem mynda augsýnilega kynlið. Hornmosar hafa ekki protonema skeið.

  7. Hepatophyta – soppmosar, áður lifrarmosar • einföldustu mosar og þar með • einföldustu lífverur sem teljast til plantna • gróhirsla á löngum legg, smá, einföld að gerð og skammlíf • án eiginlegra loftaugna og • oftast án flutningsfruma • gróliður alla tíð að mestu háður kynlið um næringu • vantar kútíkúlu • rætlingar oftast aðeins einnar-frumu útvöxtur úr þalinu • sumir mynda protonema • af sumum taldir óskyldir og af öðrum uppruna en aðrar plöntur • alls um 6.000 tegundir • skiptast í tvo hópa • flókna þallaga soppmosa (complex thalloid liverworts) • blöðótta soppmosa (leafy liverworts) og einfalda þallaga lifrarmosa

  8. soppmosinn Petalophyllum ralfsii

  9. Þversneið af þali soppmosa af ættkvíslinni Marchantia (stjörnumosar) op ljóstillífandi frumur rætlingur

  10. Anthocerophyta – hornmosar • með loftaugum • án eiginlegra flutningsfruma • gróhirsla á stuttum legg, flókin að gerð, langlíf • gróliður ljóstillífar og er að mestu sjálfum sér nógur um næringu • hafa kútíkúlu • mynda ekki protonema • alls um 100 tegundir, en aðeins 1 hér á landi Eina íslenska tegundin er hverahnýfill (Phaeoceros carolinianus). Hverahnýfill hefur aðeins fundist við jarðhita hér á landi. Nokkrir fundarstaðir eru þekktir á Suðurlandi og einn á Vesturlandi

  11. hornmosi af ættkvíslinni Anthoceros tvílitna gróliður; gróhirsla rifnar þegar gróum er dreift kynliður

  12. Hornmosi af ættkvíslinni Phaeoceros

  13. Haddmosi, Polytrichum sp

  14. Bryophyta – baukmosar eða blaðmosar • með loftaugum • sumir með flutningsfrumum sem flytja annaðhvort vatn eða ljóstillífunarafurðir, hafa þó ekki eiginlegt æðakerfi • gróhirsla á sterkum legg, flókin og langlíf, opnast með loki kynliður skiptist í tvö skeið; á hinu fyrra myndar plantan fíngerða, greinda þræði og líkist mest þörungi (forkím = protonemata) en upp af þessum þráðum vex síðan hinn eiginlegi mosi (“leafy gametophyte) • yfir 9000 tegundir

  15. Dreifing gróa hjá mosa af flokknum Bryidae opkrans í raka opkrans að þorna Utan á gróhirslunni er hetta (calyptra sem dettur af þegar gróhirslan er fullþroska. Efst á gróhirslunni er tvöfaldur krans af tönnum, opkrans (peristome). Frumurnar sem mynda tennurnar breyta lögun eftir rakastigi andrúmsloftsins; þegar rakt er falla ytri tennurnar að innri tönnunum en í þurrki vindast þær út á við og þá opnast gróhirslan og gróin fjúka út. þurr gróhirsla

  16. ytri og innri hringur tanna í opkransi lok (operculum hetta gró forkím rætlingar

  17. Barnamosinn Sphagnum pulchrum Sérkennileg gerð barnamosablaða gerir það að verkum að barnamosar geta tekið upp allt að 20falda þyngd sína að vatni.

  18. Tildurmosi, Hylocomium splendens

  19. Mosar á Íslandi

More Related