1 / 24

Einbeiting

Einbeiting. Að einbeita sér að réttum hlutum á réttum tíma. Hvað er einbeiting?. Að veita einhverjum atriðum fullkomna athygli Hæfileikinn til að veita atriðum sem skipta ekki máli enga athygli Útiloka allskonar áreiti. Einbeiting og athygli.

risa-arnold
Download Presentation

Einbeiting

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Einbeiting Að einbeita sér að réttum hlutum á réttum tíma Hafrún Kristjánsdóttir og Rúnar Helgi Andrason

  2. Hvað er einbeiting? • Að veita einhverjum atriðum fullkomna athygli • Hæfileikinn til að veita atriðum sem skipta ekki máli enga athygli • Útiloka allskonar áreiti Hafrún Kristjánsdóttir og Rúnar Helgi Andrason

  3. Einbeiting og athygli • Þegar viðtöl eru tekin við þjálfara og/eða leikmenn eftir kappleiki er einbeitingaskortur og/eða einbeitingarleysi mjög algeng skýring slakrar frammistöðu eða mistaka. • Finna má 3713 greinar þar sem orðasambandið „misstum einbeitinguna” eða „einbeitingaleysi” kemur fyrir á íþróttasíðum Morgunblaðsins frá árinu 1990. Hafrún Kristjánsdóttir og Rúnar Helgi Andrason

  4. Nokkur dæmi • Sigurður Jónson sagði til dæmis eftir leik Íslands og Rússlands í knattspyrnu árið 1999: „Við misstum svo einbeitinguna eitt andartak, gerðum mistök og var refsað fyrir það. Menn eru mjög svekktir vegna þess.“ • Anna María Sveinsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Keflavíkur í körfuknattleik, skýrði forskotsmissi liðsins í bikarúrslitaleik á eftirfarandi hátt: „Svo kom einbeitingaleysi um tíma því þegar allt gekk vel ætluðum við að skora fimm stig í hverri sókn og fyrir vikið fór að ganga illa í vörninni og við fórum svo að slaka of mikið á í sókninni.” • Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, vildi kenna einbeitingaleysi um tap íslenska landsliðsins fyrir Þjóðverjum 1997. Hann hafði ekki skýringu á því hvers vegna leikmenn voru ekki nægjanlega einbeittir. Hann sagði: „Það er erfitt að skýra það [ meint einbeitingarleysi]. Það þarf ofboðslega mikla einbeitingu í handbolta og miklu skiptir að einbeita sér að réttu hlutunum. Í síðasta verkefni okkar, á móti Dönum, var gífurleg einbeiting og uppskeran samkvæmt því.” Hafrún Kristjánsdóttir og Rúnar Helgi Andrason

  5. Nýlegt fótboltadæmiFimmtudagurinn 7 feb 2008 “Vantaði einbeitingu og rétt hugarfar” ...... “Það er verulega svekkjandi að hafa tapað aftur fyrir Kýpurbúum því við erum með betra lið en þeir. En menn geta sjálfum sér um kennt, það vantaði einbeitingu og rétt hugarfar” sagði Lúkas Kostic þjálfari við Morgunblaðið Hafrún Kristjánsdóttir og Rúnar Helgi Andrason

  6. Oliver Kahn er með þetta! • Íþróttamenn verða að undirbúa einbeitingu í stað þess að vonast til þess að hún verði til staðar þegar hún skiptir máli Hafrún Kristjánsdóttir og Rúnar Helgi Andrason

  7. Tvennt getur truflað einbeitingu • Umhverfisáreiti • Myndavélaflass. • Öskur áhorfenda. • Veður. • Tuð eða áreiti frá leikmönnum og þjálfurum • Innra áreiti • Hugsanir – Óhjálplegar kvíðavekjandi hugsanir eða hugsanir um fortíð eða nánustu framtíð. • Tilfinningar. • Sársauki. Hafrún Kristjánsdóttir og Rúnar Helgi Andrason

  8. Hvað skal einbeita sér að? • Mikilvægt að átta sig á muninum á því sem við getum stjórnað fullkomlega og því sem við getum ekki stjórnað • Látum það sem við getum ekki stjórnað lönd og leið • Einbeitum okkur á því sem við höfum fullkomlega stjórn á Hafrún Kristjánsdóttir og Rúnar Helgi Andrason

  9. Fyrri mistök Búið og gert Nánustu framtíð “Hvað ef” leikurinn Veðrið Áhorfendur Hvernig þeir láta Leikmenn Fífl verða alltaf til Hegðun le 21 aðrir inn á vellinum Tækniatriði Hlaupaleiðir Sjónarhorn Staðsetning Samskipti Leikmenn Meðdómara Líkamstaða Hugsanir Fleira? Óstjórn - Stjórn Hafrún Kristjánsdóttir og Rúnar Helgi Andrason

  10. Keep it simple!! • Ekki hægt að beina athygli að öllu • Veljið 2 – 3 mikilvæg atriði sem þið leggið áherslu á að einbeita ykkur að • Ef vel gengur er mögulegt að fjölga Hafrún Kristjánsdóttir og Rúnar Helgi Andrason

  11. Lögmál um einbeitingu Æfa þarf einbeitingu Of mikil spenna og kvíði hefur neikvæð áhrif á einbeitingu Íþróttamenn missa einbeitingu þegar þeir veita atriðum sem skipta ekki máli eða eru ekki undir þeirra stjórn athygli Ekki er hægt að fókusa á margt í einu Íþróttamenn eru einbeittir þegar þeir veita atriðum sem eru sértæk, skipta máli og eru undir þeirra stjórn athygli

  12. Aðferðir til að æfa einbeitinguÁttaðu þig á þinni einbeitingu • “Rannsakaðu” í leik /leikjum hvernig einbeiting þín er. • Hvert beinir þú athyglinni? • Þegar einbeiting er ekki góð hvaða áhrif hefur það á frammistöðu • En þegar hún er góð, hvernig er frammistaðan þá? Hafrún Kristjánsdóttir og Rúnar Helgi Andrason

  13. Aðferðir til að æfa einbeitinguVertu raunsær • Mjög erfitt að halda einbeitingu lengi í einu • Tekur langan tíma að geta “haldið út” í 90 mín • Mikilvægt því að átta sig á kritískum mómentum í fótboltaleik • Almennt krítísk móment • Lítið eftir • Persónuleg kritísk móment • Eftir að einhver hefur drullað yfir mig Hafrún Kristjánsdóttir og Rúnar Helgi Andrason

  14. Aðferðir til að æfa einbeitinguLykilorð • Er form af sjálfstali • Segjum okkur hvað skal gera • Notum sjálfstal á krítískum mómentum alltaf! • Horn = Staður (rétt staðsetning og sjónarhorn) Hafrún Kristjánsdóttir og Rúnar Helgi Andrason

  15. Aðferðir til að æfa einbeitinguAukið áreiti á æfingaleikjum • Reynið að auka áreiti í æfingaleikjum • Hjálpið félögum með því að “áreita” þá • Viðvani – Flugvöllur og íbúar Hafrún Kristjánsdóttir og Rúnar Helgi Andrason

  16. Aðferðir til að æfa einbeitinguÆfið að skipta um fókus • Í leik þurfum við að geta skipt um fókus oft • Ekki sjálfsagt að geta gert þetta auðveldlega • Veljið 2 – 3 atriði og æfið ykkur á æfingu að skipta um fókus snögglega • Tvo líkamsparta við lyftingar • Öndun vs kálfar á hlaupum Hafrún Kristjánsdóttir og Rúnar Helgi Andrason

  17. Aðferðir til að æfa einbeitinguRútínur • Rútínur • Setjið lykilorð inn í ykkar rútínur • Skilgreinið hvenær og hvar • Því fleiri rútínur því betra • Muna: Rútína er ekki sama og hjátrú. Hafrún Kristjánsdóttir og Rúnar Helgi Andrason

  18. Brjótum þetta upp - Æfing • Tveir og tveir saman • Annar að einbeita sér hinn að trufla • Þið fáið blað með tölunum 00 – 99 á • Verkefnið er að x-a yfir tölunnar í röð • Fyrst 00 og svo næsta • Xið yfir eins mörg númer og hægt er á 45 sek • Skiptið um hlutverk • Prófið aftur báðir – engin áreiti. Hafrún Kristjánsdóttir og Rúnar Helgi Andrason

  19. Spurningar • Hvernig áhrif hafði félagi ykkar á ykkur? • Þegar gekk best hvernig var einbeitingin? • Hvernig getum við yfirfært þetta yfir á fótboltaleik? Hafrún Kristjánsdóttir og Rúnar Helgi Andrason

  20. Æfing – taka tvö • Skrifið niður á blað ykkar það versta sem gæti gerst fyrir ykkur á fótboltavelli • Dæma víti í bikarúrslitum sem þið fattið um leið að er rangt • Reka rangan mann af velli • Missa algjörlega tökin og lenda í líkamlegum átökum • Fá brjálaðan áhorfenda inn á völlinn eftir að hafa dæmt rangstöðu á 91. mín Hafrún Kristjánsdóttir og Rúnar Helgi Andrason

  21. Æfing - Taka tvö • Gerið nú æfinguna aftur • Hugsið á sama tíma um þetta sem þið skrifuðu á blaðið • Hvaða afleiðingar myndi það hafa? • Hvernig myndi ykkur líða? Hafrún Kristjánsdóttir og Rúnar Helgi Andrason

  22. Spurningar • Hvaða áhrif höfðu hugsanir ykkar? • Þegar gekk best hvernig var einbeitingin? • Hvernig getum við yfirfært þetta yfir á fótboltaleik? Hafrún Kristjánsdóttir og Rúnar Helgi Andrason

  23. Æfing 2 • Skilgreinið amk tvö krítiskmóment sem þið gætuð “líklega” lent í: • Persónulegt • Almennt • Veljið lykilorð og skrifið merkingu þess • Prófið að nota í næstu leikum Hafrún Kristjánsdóttir og Rúnar Helgi Andrason

  24. Hvað skal gera? - Samantekt • Gera sér grein fyrir mun á stjórn og óstjórn • Rannsaka eigin einbeitingu í æfingaleikjum • Skilgreina krítísk móment • Persónulegt • Almennt • Ákveða lykilorð fyrir mómentin • Nota lykilorð!!! – Æfing, Æfing, Æfing • Aukið áreiti í æfingaleikum • Æfið að skipta um fókus • Rútínur Hafrún Kristjánsdóttir og Rúnar Helgi Andrason

More Related