1 / 24

Bylgjur í aflfræði

Bylgjur í aflfræði. Eðlisfræði 1 V/R 18. fyrirlestralota 16. kafli í Benson og 15. kafli í Fylgikveri. 16. Bylgjur: Yfirlit. B. 324. Einkenni bylgna, útbreiðsla, summuregla, endurkast, framferð, bylgjubrot, öldubeygja

raffaello
Download Presentation

Bylgjur í aflfræði

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Bylgjur í aflfræði Eðlisfræði 1 V/R 18. fyrirlestralota 16. kafli í Benson og 15. kafli í Fylgikveri

  2. 16. Bylgjur: Yfirlit B. 324 • Einkenni bylgna, útbreiðsla, summuregla, endurkast, framferð, bylgjubrot, öldubeygja • Hraði ákvarðast af eiginleikum “burðarefnis”, t.d. togkrafti og massaþéttleika í streng • Hreintóna (harmonic) bylgjur • Munurinn á hraða efnis og bylgju • Stæðar bylgjur, m.a. hermandi (resonant) • Orkuflutningur í bylgjum • Bylgjujafnan (diffurjafna)

  3. Hvað er bylgja? B. 324-326 og víðar • Bylgja er truflun sem berst út frá e-s konar upptökum, án þess að efni flytjist verulega til • Bylgjur geta borist um fjaðrandi eða fljótandi efni skv. lögmálum aflfræðinnar, t.d. fjaðurbylgjur í streng eða stöng, hljóð í lofti eða öðru straumefni og yfirborðsbylgjur á vökva • Rafsegulbylgjur geta borist um tómarúm skv. lögmálum rafsegulfræðinnar (jöfnum Maxwells) • Smásæjar efniseindir hegða sér stundum eins og bylgjur, í samræmi við skammtafræðina

  4. Stærðfræðileg lýsing á bylgjum Sbr. F. 64, B. 330-331 • Lýsum trufluninni með falli y = f (x,t) • Fyrir t = 0 er húnf (x,0) = g(x) • Eftir tímann t hefur truflunin færst til eftir x-ásnum: y = f (x,t) = f (x-vt,0) = g(x-vt) f(x,0) f(x,t) vt x x x - vt f kallast bylgjufall

  5. Þverbylgjur og langsbylgjur 1 F. 64, B. 325 • Í þverbylgju er sveiflan (hreyfingin) þvert á útbreiðslustefnuna. • Ath: Svigrúmsvídd 2 • Dæmi: Þverbylgjur í streng, rafsegulbylgjur • Í langsbylgju er sveiflan í útbreiðslustefnuna • Dæmi: Hljóð, togspennubylgjur

  6. Þverbylgjur og langsbylgjur 2 F. 64, B. 325 • Stundum getur sama efni flutt báðar tegundir • Eins getur bylgjan verið blönduð, sbr. jarðskjálftabylgjur

  7. F. 64-65, B. 331-2 Hreintóna bylgjur 1: Harmónískt bylgjufall • Bylgja er hreintóna (harmonic) ef f (x,t) er á forminu y = A cos k(x – vt) • Þegar frumbreytan k(x – vt) breytist um 2p, endurtekur fallið sig. • Þarna mætti allt eins nota sínus.

  8. Hreintóna bylgjur 2: Bylgjulengd og tíðni F. 64-65, B. 331-2 y = A cos k(x – vt) • Fyrir fast t fæst bylgjulengdin l, og fyrir fast x fæst sveiflutíminnT og tíðnin n: l = 2p/k, T = 2p/kv = l/v n = 1/T = v/l, w = 2pn = kv

  9. Hreintóna bylgjur 3: Rithættir og framferð F. 65-66, B. 332 • Við getum skrifað y með tvennum öðrum hætti: y = A cos((2p/l)x – 2pnt) = A cos(kx-wt) • Skoðum betur framferðina á myndunum. • Takið eftir muninum á v og y/t

  10. Hreintóna bylgjur 4:Bylgjujafnan F. 65-66, B. 331-332 y = A cosk (x - vt) = A cos(2px/l - 2pnt) = A cos(kx - wt) • Með því að diffra þetta tvisvar og bera saman við fyrri jöfnur um hraða o.fl. fáum við diffurjöfnu bylgjunnar, bylgjujöfnuna:  2y/t2 = v2  2y/2x • Þessi jafna gildir almennt um allar bylgjur í einni vídd, þ.e. sem lýst er með einu rúmhniti x. Hana má oft leiða út frá eðlisfræðilegum eiginleikum efnisins eða til dæmis út frá jöfnum Maxwells.

  11. Bylgjur í streng F. 66-67, B. 327-8 og víðar • Með því að skoða massabút Dm eins og myndin sýnir má leiða út bylgjujöfnuna: 2y/ x2 = (m/T) 2y/  t2 • Með samanburði við alm. jöfnuna sjáum við að v = Ö(T/m) • Vaxandi fall af T, en minnkandi af m • Óháður sveifluvídd, bylgjulengd eða tíðni

  12. Samlagning bylgna 1: Reglan • Bylgjur leggjast saman skv. bylgjuföllum (B. 326-327)

  13. Samlagning bylgna 2: Bylgjuvíxl fyrir hreintóna bylgjur • Hreintóna bylgjur með fasamun (F. 67-8): y = A cos(kx - wt) + A cos(kx - wt + d)= 2A cos(kx- wt +d/2) cos(d/2) • Út kemur ein, ný hreintóna bylgja • Bylgjuvíxl eða samliðun (interference) • Eyðandi eða styrkjandi (eftir gildinu á d) • Einkennandi fyrir bylgjur

  14. Samlagning bylgna 3: Hviður F. 68-69 • Höfum tvær bylgjur með svipaðri bylgjulengd: y = A (cos(k1x – w1t) + cos(k2x – w2t)) • Út kemur, t.d. fyrir t = 0: y = 2A cos(Dk x/2) coskmx Dk = k1 – k2, km = (k1+k2)/2 • Eiginlega löng bylgja sinnum stutt, sbr. mynd • Tíðni hviðna = mismunurinn

  15. Samlagning bylgna 4: Setning Fouriers F. 69 • Sérhvert lotubundið fall má skrifa sem röð af sínus- og kósínusföllum: f(x) = ½ A0 + S (An cos nkx + Bn sin nkx) n = 1, 2, 3, ...; k = 2p/l, l er lotan • Þetta er ein undirstaða þess að hreinar sveiflur og hreintóna bylgjur (hljóð) eru svo mikilvægar í tilverunni • Einfaldir hlutir gefa frá sér hreinar sveiflur og nema þær

  16. Stæðar bylgjur 1: Grunnur • Í F. (69-70; sbr. aðra túlkun í B. 333) er sýnt fram á að bylgjujafnan hefur lausnir eins og y = 2A cos kx cos wt • þar sem w = kv • og sin getur líka verið í stað cos; slíkt fer eftir svokölluðum randskilyrðum. • En í öllum tilvikum er bylgjan stæð og hnútar og bugpunktar skiptast á, sjá næstu glæru.

  17. Stæðar bylgjur 2: Mynd • Myndin sýnir stæða bylgju á mism. tímum, frá t = 0 upp í t = T/2 með jöfnum millibilum. Þegar t = T/4 er útslagið 0 alla leið. Punktarnir x = np eru bugpunktar en x = (2n + 1)p/2 eru hnútapunktar. • Þetta gætu verið bylgjur í streng, orgelpípu osfrv.

  18. Stæðar bylgjur 3: Eiginsveiflur F. 70-71, B. 336 • Strengur fastur í báða enda, y(0) = y(L) = 0 • Fyrra skilyrðið útilokar cos kx og hitt gefur sinkL = 0, kL = np, l = 2L/n f = n v/(2L) (eigintíðni) • Ef hægri endinn er hins vegar laus fæst þar að dy/dx = 0, kL = (2n+1)p/2

  19. B. 333-336, vantar beina umræðu í F. Stæðar bylgjur 4: Sem hermisvörun • Stæðar bylgjur myndast oft sem hermisvörun, sbr. hermur í sveiflufræðinni

  20. Endurkast, framferð, öldubrot 1 B. 328-330; vantar í F, því miður! • Þessi þrjú atriði eru líka einkenni á bylgjum, í rauninni velþekkt: • Bylgjur endurkastast t.d. á (skörpum) skilum milli efna • Hluti bylgjunnar fer líka inn í nýtt efni (framferð, transmission) • Ef bylgjan kemur á ská inn að skilum milli efna, þá “brotnar” hún, þ.e. framferðarbylgjan breytir um stefnu Sjá myndir á næstu glæru

  21. Endurkast, framferð, öldubrot 2 B. 328-9, vantar í F. • Endurkastað bylgjuhögg er ýmist viðsnúið eða ekki

  22. Endurkast, framferð, öldubrot 3 B. 330, vantar í F. • Endurkast frá skilum milli efna fer eftir ölduhraða í efnunum • Þetta á líka við um öldubrotið! • Á myndunum er það massaþéttleikinn á strengjunum sem ræður hraðanum og þar með hegðun endurköstuðu bylgjunnar.

  23. Öldubeygja 1 Vantar í B. og F., og það er synd! • Bylgjur beygja fyrir horn (diffraction) • Það er þó háð öldulengd, í samanburði við opin sem bylgjan fer í gegnum, sbr. myndirnar

  24. Öldubeygja 2 • Sbr. til dæmis hljóð fyrir utan dyr eða víðóma hljóð í stofum • Raufagler (öldubeygja og bylgjuvíxl) • Langar rafsegulbylgjur (langbylgjur í útvarpi) beygja fyrir jarðbunguna. • Stuttar rafsegulbylgjur (sjónvarp, farsími) beygja ekki fyrir bunguna og jafnvel ekki fyrir fjöll eða niður í dali. • Þess vegna þurfum við svo margar endurvarpsstöðvar og þess vegna eru fjarskiptatungl svo mikilvæg.

More Related