1 / 11

Skólasóknarreglur

Skólasóknarreglur. Reglur um mætingar, veikindi og aðrar fjarvistir. Skyldumæting í alla tíma. Nemendur skulu sækja allar kennslustundir og koma stundvíslega til kennslu.

pepper
Download Presentation

Skólasóknarreglur

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Skólasóknarreglur Reglur um mætingar, veikindi og aðrar fjarvistir.

  2. Skyldumæting í alla tíma • Nemendur skulu sækja allar kennslustundir og koma stundvíslega til kennslu. • Kennari merkir við í upphafi kennslustundar. Komi nemandi eftir það telst hann koma of seint. Nemandi telst fjarverandi úr kennslustund ef hann kemur eftir að 20 mínútur eru liðnar af kennslustundinni.

  3. Fjarvistarstig • Sé nemandi fjarverandi hlýtur hann 1 fjarvistarstig fyrir hverja kennslustund. Komi nemandi of seint í kennslustund hlýtur hann ½ fjarvistarstig. • Ef nemandi er mikið fjarverandi telst hann hættur í áfanganum (fallinn á mætingu). ÍSL1024 hámark 10 fjarv.STÆ1026 og NÁT1036 hámark 15 fjarv.

  4. Verklegir áfangar • Verklegir og próflausir áfangar geta haft aðrar viðmiðunarreglur. Nemendum er gerð grein fyrir þessu í kennsluáætlun áfangans. (Spyrja kennara og fylgjast vel með eigin mætingum.)

  5. Veikindi • Veikindi reiknast ekki til frádráttar á fjarvistarstigum, þ.e. nemandi er skráður fjarverandi, en undir ákveðnum kringumstæðum er heimilt að taka tillit til þeirra,. • Það er algerlega á hendi nemenda að koma skýringum á fjarvistum (t.d. vottorðum vegna lengri veikinda) til kennslustjóra.

  6. Eftirlit • Skólastjórnendur og umsjónarkennarar fylgjast með mætingum nemenda og áminna þá sem ekki mæta sem skyldi. • Skólinn mun jafnframt hafa samband við foreldra/forráðamenn þeirra nemenda sem ekki eru sjálfráða (16 og 17 ára) fari fjarvistir þeirra úr böndum. • Fari nemandi yfir hámark fjarvista mun kennari vísa honum úr áfanga og tilkynna það kennslustjóra.

  7. Réttmætar fjarvistir • Nemandi sem fallinn er í áfanga á mætingu getur leitað til kennslustjóra telji hann sig hafa réttmætar ástæður fyrir fjarveru. Ef kennslustjóri tekur skýringar nemanda gildar getur hann, að höfðu samráði við kennara, heimilað nemanda áframhaldandi setu í áfanganum með ströngum skilyrðum.

  8. Mjög fáar undanþágur • Undanþága frá þessum reglum er yfirleitt ekki veitt og þá einungis af skólameistara eða aðstoðarskólameistara.

  9. Tilkynna fjarvistir • Forráðamenn nemenda eiga að hringja í skólann og tilkynna veikindi og aðrar óviðráðanlegar fjarvistir. Ef nemandi hefur aðsetur fjarri heimili má hann hringja sjálfur. • Segja frá nafni og umsjónarkennara og/eða braut og ástæðum fjarvista.

  10. Umsjónarkennarar fylgjast með • Það er hlutverk umsjónaraðila að fylgjast með mætingum umsjónarnemenda sinna og áminna þá ef þær eru ekki sem skyldi. • Ef nemandi er yngri en 18 ára þá er það jafnframt hlutverk umsjónaraðila að hafa samband við heimili ef ástæða er til. • INNA sýnir fjarvistir og mætingar. Nemendur og kennarar hafa aðgang að Innu. Foreldrar nemenda undir 18 ára aldri geta fengið aðgang að INNU.

  11. Nemendur bera ábyrgð! • Nemendur bera ábyrgð á eigin mætingu. Þeir geta fylgst með stöðu sinni í upplýsingakerfinu INNU og eiga að þekkja þær reglur sem gilda um skólasókn. • Þeir bera jafnframt ábyrgð á því að ganga frá sínum málum ef fjarvistir þeirra verða fleiri en heimilt er samkvæmt reglum skólans.

More Related