1 / 23

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis - Hvað tekur við? -

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis - Hvað tekur við? -. dr. j ur. Páll Hreinsson hæstaréttardómri. Upphafið að endalokunum.

nitza
Download Presentation

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis - Hvað tekur við? -

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis- Hvað tekur við? - dr. jur. Páll Hreinsson hæstaréttardómri

  2. Upphafið að endalokunum • 25. september 2008 leitaði stjórnarformaður Glitnis til Seðlabanka Íslands eftir fyrirgreiðslu þar sem allt benti til þess að bankinn gæti ekki staðið við greiðslu á stóru láni sem var á gjalddaga 15. október það ár. • Stjórnarformaðurinn óskaði eftir veðláni að fjárhæð 600 milljónir evra.

  3. Aðgerðirnar báru ekki árangur • Fjárhæðin sem um ræddi var nærri fjórðungur gjaldeyrisforða Seðlabankans. • Glitnir hafði átt í vandræðum með að fjármagna sig á erlendum mörkuðum í um eitt ár. • Seðlabankanum hafði ekki tekist að neinu ráði að efla gjaldeyrisforða sinn. • Stærsta bankarán Íslandssögunnar.

  4. Fall bankanna 7. og 8. október 2008 • Stóru íslensku bankarnir þrír sem voru kerfislega mikilvægir fyrir íslenskt samfélag féllu og voru teknir yfir að skilanefndum 7. og 8. október 2008.

  5. Niðurstöður endurmats bankanna • Niðurstöður endurmatsins sýndu að virði eignanna eftir niðurfærslu var tæplega 40% af bókfærðu virði þeirra við fall bankanna. • Munurinn svarar til rúmlega 7.000 milljarða króna.

  6. Vöxtur bankanna

  7. Skuldsetning eigenda bankanna • Eigendur allra stóru bankanna þriggja og Straums-Burðaráss fengu óeðlilega greiðan aðgang að lánsfé hjá þessum bönkum að því er virðist í krafti eignarhalds síns.

  8. Glitnir banki hf.

  9. Kaupþing banki hf.

  10. Landsbanki Íslands hf.

  11. Samþjöppun áhættu

  12. Viðbrögð stjórnvalda 2006 • Grípa hefði þurft til aðgerða í síðasta lagi á árinu 2006 til þess að eiga möguleika á að koma í veg fyrir fall bankanna án þess að það kæmi verulega niður á verðmæti eigna þeirra.

  13. Vaxandi áhyggjur frá nóvember 2007 • Starfshópur í Seðlabanka Íslands um viðbrögð við lausafjárvanda. • Viðbúnaðarhópur hjá Fjármálaeftirlitinu. • Samáðshópur stjórnvalda.

  14. Fundurinn 7. febrúar 2008 • Formaður bankastjórnar hélt fundi með fyrirsvarsmönnum matsfyrirtækja og leiðandi banka í London í byrjun febrúar. • „Íslensku bankarnir ... hafa stefnt sér og það sem verra er, íslensku fjármálalífi, í mikla hættu, jafnvel í hreinar ógöngur.“ • „Hættulegt er að hafast ekkert að í þeirri von að markaðir opnist óvænt ... Nauðsynlegt er að hefjast þegar handa við að vinda ofan af stöðunni svo hún verði ekki óleysanleg.“ • Seðlabankinn lagði ekki fram tillögur um hvað þyrfti að gera til að vinda ofan af stöðunni. • Ráðherrar óskuðu ekki eftir tillögum bankastjórnar um hvaða úrræði væru tæk í stöðunni. • Ekki var gripið til sérstakra ráðstafana.

  15. Vondar fréttir héldu áfram að berast ráðherrum • 1. apríl 2008 upplýsti bankastjórn Seðlabanka Íslands forsætisráðherra og utanríkisráðherra að 193 milljónir punda hefðu runnið út af Icesave reikningum Landsbankans í London og bankinn gæti aðeins þolað slíkt útstreymi í um sex daga. • 14. apríl 2008 kom út skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, árituð sem algjört trúnaðarmál, þar sem lögð er rík áhersla á að minnka íslensku bankana. • 23. apríl 2008 hringdi Davíð Oddsson í forsætisráðherra og tilkynnti að Seðlabanki Bretlands hefði hafnað því að gera gjaldeyrisskiptasamning við Seðlabanka Íslands. • Viðbrögð ráðherra: Að bregðast við ímyndarvanda bankanna og auka gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands.

  16. Ríkisstjórnin • Staða bankanna og lausafjárkreppan voru lítið sem ekkert rædd á fundum ríkisstjórnar. • Forsætisráðherra, utanríkisráðherra og fjármálaráðherra höfðu gleggstar upplýsingar en gáfu ríkisstjórninni ekki skýrslu um ástand mála. • Oddvitar stjórnarflokkanna.

  17. Fundir bankastjórnar Seðlabankansmeð ráðherrrum • Fundir forsætis-, fjármála- og utanríkisráðherra með bankastjórn Seðlabankans um vanda bankanna og lausafjárkreppuna á árinu 2008. • A.m.k. fimm fundir frá febrúar til maí 2008. • 7. febrúar: Dökk mynd af stöðu og framtíðarhorfum bankanna. • 1. apríl: 193 m. punda útflæði af Icesave-reikningum. LÍ þolir í 6 daga. • Viðskiptaráðherra ekki boðaður á neinn fundanna. • Ekki heldur upplýstur um það sem kom fram á fundunum. Ein undantekning er frá því. • Forsætisráðherra bar að upplýsa viðskiptaráðherra um fundina þannig að hann gæti rækt starfsskyldur sínar.

  18. Samráðshópur stjórnvalda • Samráðshópur forsætis-, fjármála- og viðskiptaráðuneyta, Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleika og viðbúnað. • Í hópnum sátu ráðuneytisstjórar, seðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins. • Verkefni samráðshópsins skv. samkomulagi frá 21. febrúar 2006. • „Vettvangur upplýsinga- og skoðanaskipta.“ • „Ráðgefandi og tekur ekki ákvarðanir um aðgerðir.“ • Ekki formlega falin gerð sameiginlegrar viðbúnaðaráætlunar.

  19. Samráðshópur stjórnvalda • Tillögur um nauðsyn viðbúnaðar sem einstakar stofnanir lögðu fram í samráðshópnum fengu hvorki formlega afgreiðslu þar né hjá ráðherrum sem áttu fulltrúa í hópnum. • Þegar á hólminn var komið og bankarnir riðuðu til falls var ekki til nein sameiginleg viðbúnaðaráætlun stjórnvalda. • Stjórnvöld stilltu ekki saman strengi í samráðshópnum um að leggja formlega að Landsbankanum að flytja Icesave-reikningana yfir í dótturfélag.

  20. Samráðshópur stjórnvalda • Þegar kom að samningu hinna svokölluðu neyðarlaga, þ.e. laga nr. 125/2008, má í stórum dráttum segja að það eina sem kom sýnilega að notum úr vinnu samráðshóps stjórnvalda hafi verið þau drög að ákvæði sem varð að 100. gr. a í lögum um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. • Mikið skortir á að unnið hafi verið að viðbúnaðarmálum ríkisins á skipulegan og vandaðan hátt. • Viðlagaæfingin sem haldin var í september 2007.

  21. Hugmyndafræði eftirlitsleysisins • Menn eiga að geta treyst þvík að eigendur og stjórnendur banka fari varlega í rekstri sínum þar sem þeir hafa mestra hagsmuna að gæta við að fara sér ekki að voða. • Almannahagsmunir og einkahagsmunir þurfa alls ekki að fara saman. • Kenningar Paul Krugman.

  22. Skortur á sjálfstæði • Réttar ákvarðanir voru oft ekki teknar þar sem sá, sem taka átti ákvörðunina, hafði ekki nægilegt sjálfstæði gagnvart þeim sem ákvörðuninni skyldi beint að.

  23. Hvað tekur við? • Ein af forsendum þess að við náum sáttum er að þeir, sem brutu af sér, verði kallaðir til ábyrgðar og látnir axla hana. • Er núverandi dómskerfi í stakk búið til að takast á við þau verkefni sem framundan eru? • Besta lausnin er að stofna millidómstól skipuðum 6 dómurum sem gætu starfað í tveimur deildum.

More Related