1 / 32

Háendurreisn

Háendurreisn. 15. kafli í Gombrich. Háendurreisn. Upphaf sextándu aldar (1500 og eitthvað) er þekktasta skeið ítalskrar listar Jafnframt eitt merkasta tímabil listasögunnar Þetta var tími mikilla meistara, Leonardo da Vincis, Michelangelos, Rafaels og Tizians, Correggios og Giorgiones

nira
Download Presentation

Háendurreisn

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Háendurreisn 15. kafli í Gombrich

  2. Háendurreisn • Upphaf sextándu aldar (1500 og eitthvað) er þekktasta skeið ítalskrar listar • Jafnframt eitt merkasta tímabil listasögunnar • Þetta var tími mikilla meistara, Leonardo da Vincis, Michelangelos, Rafaels og Tizians, Correggios og Giorgiones • Norðan Alpafjalla voru það Dürer og Holbein

  3. Háendurreisn • Upphafið má rekja allt aftur til listbyltingar Giottos • Frægð hans var svo mikil að borgarráð Flórensborgar fylltist stolti og bauð listamanninum að teikna klukkuturn á dómkirkjuna • Barátta hinna ýmsu borga um að tryggja sér fræga listamenn sem fegrað gætu stræti og torg og skapað varanleg listaverk, jók mikið samkeppni á milli listamanna • Listamenn voru í upphafi tímabilsins ekkert sérstaklega vinsælir en voru mjög gráðugir í frægð

  4. Háendurreisn • Á Ítalíu var sægur smáfursta sem þyrsti í frægð og frama sjálfum sér og borgríki sínu til handa • Besta leiðin til að tryggja sér ævarandi orðstír var að reisa glæstar byggingar, skrautleg grafhýsi, flottar freskur ofl • Þar sem furstarnir börðust um bestu listamennina gátu listamennirnir farið að setja skilyrði fyrir vinnu sína

  5. Háendurreisn • Oft gátu þá listamennirnir valið sér verkefni og unnið eftir sínu höfði • Listamaðurinn var loksins frjáls • Húsagerðarlist var besta dæmið um þessi umskipti • Tempietto í San Pietro er gott dæmi um þetta, eftir Donato Bramante (til hægri)

  6. Leonardo da Vinci 1452-1519 • Fæddist í þorpinu Vinci, skammt frá Flórens • Lærlingur hjá Andrea del Verrocchio • Seinna fór hann til Mílanó, var við hirðina árin 1482-99 hjá Ludovico Sforza, hertoga af Mílanó • Fékk þar störf við allt mögulegt, flugeldasýningar, mála, hanna styttu • Taldi það seinna vera bestu ár lífs síns

  7. Klettamadonnan, 1483 • Dúlúðlugt myndsvið • Máluð skömmu eftir að hann flutti til Mílanó • Minnir á ljóðræn verk Botticellis • Breytti myndinni svo um 1506-08, aðalbreytingarnar voru klæði engilsins, geislabaugar á Jesús og Jóhannes, og engillinn bendir ekki á Jóhannes eins og í upprunalegu

  8. Hefðarkonan með hreysiköttinn, 1490 • Hreysiköttur einkennisdýr Sforza ættarinnar, var m.a. á skjaldarmerki hennar • Ekki vitað fyrir vissu hver fyrirsætan var • Kannski eiginkona eða hjákona hertogans

  9. Síðasta kvöldmáltíðin, 1495-98

  10. Síðasta kvöldmáltíðin, 1495-98 • Unnin fyrir matsal munka klaustursins í Santa Maria della Grazie (Mílanó) • Stærðfræðilegt verk, mikil hugsun á bak við uppsetninguna • Nýstárlegt að Júdas sé ekki í eiginlegri merkingu aðskilinn hinum postulum (er þó sálfræðilega einangraður) • Var farið að skemmast á tímum Leonardos

  11. Síðasta kvöldmáltíðin, 1495-98 • Svo hjuggu munkarnir dyr í verkið til þess að komast fljótlegra inn í eldhús (skemmdu það) • Napóleonsstríð: hermenn Frakka notuðu salinn sem vopnageymslu, grýttu og skemmdu verkið í drykkjarlátum • Verkinu bjargað í seinni heimstyrjöld • Oft búið að gera við það og reyna að ná upphaflega handverki Leonardos tilbaka

  12. Mona Lisa, 1502 • Margt á huldu um þetta verk, hver er Mona? • Margar kenningar; Leonardo sjálfur, ungur maður í dulargervi konu, ofl • Líklegast er að ung kaupmannakona sé Mona, frumkvæði Leonardos að mála hana • Dulúðlegur svipur hennar, eitthvað sem Leonardo reyndi að ná fram í öllum myndum

  13. Andrea del Verrocchio 1435-1488 • Lærifaðir da Vincis • Einn af fremstu meisturum Flórensborgar • Málari, myndhöggvari • Var svo frægur að borgarráð Feneyja pantaði hjá honum minnismerki um Bartolommeo Colleoni, einn af herforingjum borgarinnar • Riddarastytta hans sannar hve verðugur hann var sem arftaki Donatellos

  14. Bartolommeo Colleoni, 1479 • Andrea del Verrocchio • Brons • Feneyjum • Mikil líffræðileg nákvæmni í hestinum • Mikil nákvæmni

  15. Michelangelo Buonarroti 1475-1564 • Flórensbúi, vel stæður, rótgróin ætt • 13 ára fór hann í læri hjá Ghirlandio • Bjó hjá Lorenzo de Medici, stjórnanda Flórens • Hafði þar aðgang að klassísku höggmyndasafni Medici ættar • Undraverðir hæfileikar í höggmyndalist • Flutti heim til Flórens við dauða Lorenzo en flúði seinna til Bologna • Leit alltaf á sig sem myndhöggvara fremur en málara

  16. Engillinn frá Bologna, 1494-95 • Michelangelo var aðeins um tvítugt þegar hann hjó út þennan engil • Meistaraleg meðferð klæðanna er með ólíkindum hjá svona ungum listamanni • Kertastjaki

  17. Bakkus með satýr 1496-97 • Merkileg að því leyti að þetta er eina verk Michelangelos sem hefur ekki trúarlegan eða alvarlegan undirtón • Hann vildi sanna að hann stæði jafnfætis myndhöggvurum fornaldar • Í raun fyrsta höggmynd af grískum guði frá því í fornöld

  18. Pietá, 1498-1500 • Með þessari var frægð Michelangelos tryggð • Menn dáðust að henni frá fyrstu tíð • Nær þarna markmiði allra myndhöggvara 15. aldar að gera tjáningarríka, tignarlega og fagra höggmynd sem er samt líka raunsæ • Þetta er eina myndin sem hann merkti með nafni sínu

  19. Davíð, 1501-04 • Þessi stytta er frábrugðin ýmsum fyrri styttum af Davíð, því hún sýnir hann með slöngvivaðinn um öxl áður en hann lætur Golíat fá það óþvegið • Vann verkið með leynd • Vakti óskipta aðdáun borgarbúa, þeir völdu því stað fyrir framan ráðhúsið

  20. Sixtínska kapellan, 1508-12 • Vatikaninu • Michelangelo málaði í loftinu myndröð af atburðum Biblíunnar frá sköpun til Nóaflóðs • Fyrir altari er Dómsdagsmyndin, sem hann gerði um 30 árum síðar • Þráaðist lengi við að byrja á loftmyndunum og tjáði páfa að hann væri myndhöggvari en ekki málari

  21. Sixtínska kapellan, 1508-12 • Þegar hann loks fékkst til verksins virtist hann ætla að taka því rólega og réði til sín fjölda aðstoðarmanna • Skyndilega skipti hann um skoðun og rak þá alla, vann verkið algjörlega einn • Júlíus páfi var sá eini sem fékk stundum að sjá verkið (hann hafði ráðið Michelangelo) • Veggirnir í kappellunni höfðu verið skreyttir um 1485 af fremstu listamönnum Ítalíu

  22. Sixtínska kapellan, 1508-12

  23. Rafael Sanzio 1483-1520 • Frá Urbino, faðir hans var málari og skáld þar • Nam líklega hjá Piero Perugino sem vann víða, t.d. í Flórens, Róm og Perugia • Hann fór til Flórens 1504 til að fylgjast með keppni Leonardos og Michelangelo • Varð snemma vinsæll fyrir madonnumyndir sínar • Tók það besta frá öllum málurum og bræddi saman (eklektismi, úrvalsstefna)

  24. Madonnumyndir • Rafael málaði fjöldan allan af madonnumyndum sem þykja misgóðar • Eflaust vegna þess að hann var með marga lærlinga og aðstoðarmenn á stofunni sinni sem sáu að miklu leyti um útfærsluna eftir frumdrögum meistarans • Þannig að sumar eru verri og aðrar betri (þær betri eru eflaust þegar hann kom mest að gerð myndarinnar)

  25. Rafael • Eignaður gríðarlegur fjöldi mynda (margir aðstoðarmenn) • Mjög skilvirkur, helling af myndum • Hafði mikil áhrif, var trúnaðarvinur margra kardinála og tveggja páfa • Sagan hermir að hafi átt að gera hann að kardinála um það leyti sem hann lést • Var arkitekt Péturskirkjunnar í Róm 1514-20 • Fylgdu honum alltaf margir þegar hann fór út

  26. Madonna del Granduca, 1505 • Það voru madonnumyndir á borð við þessa sem festu Rafael í sessi og gerðu hann að einum vinsælasta málara samtíðar sinnar • Málar Maríu íðilfagra og dreymandi (lærði eitthvað af Leonardo og Perugino) • Madonnumyndir hans skipta tugum og eru misgóðar • Þessi mynd undir sterkum áhrifum sfumato Leonardos, þess vegna dökkur bakgrunnur

  27. María á enginu, 1505-06

  28. La belle Jardiniére, 1507

  29. Dísin Galatea, 1512-14 • Innblásturinn sótti Rafael í ljóð eftir flórenska ljóðskáldið Poliziano sem einnig veitti Botticelli innblástur að Fæðingu Venusar • Freska

More Related