1 / 33

Rómarveldi á keisaraöld

Rómarveldi á keisaraöld. Rómverskur hellenismi 27 f. Kr. – 395 e. Kr. Keisaraöld hefst. Algengast er að telja keisaraöld í Róm frá árinu 27 f. Kr. en það ár þáði Oktavíanus heiðurstitilinn Ágústus af hendi öldungaráðsins og varð í raun einvaldur heimsveldisins

neorah
Download Presentation

Rómarveldi á keisaraöld

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Rómarveldi á keisaraöld Rómverskur hellenismi 27 f. Kr. – 395 e. Kr.

  2. Keisaraöld hefst • Algengast er að telja keisaraöld í Róm frá árinu 27 f. Kr. en það ár þáði Oktavíanus heiðurstitilinn Ágústus af hendi öldungaráðsins og varð í raun einvaldur heimsveldisins • Að forminu til var keisarinn aðeins fremstur meðal jafningja en í valdatíð Ágústusar voru valdi hans fá takmörk sett • Með keisaraöldinni hefst einnig Rómarfriðurinn (pax Romana, pax Augusta) en hann stóð í um 200 ár Valdimar Stefánsson 2006

  3. Keisarinn gefur tóninn • Ágústus ríkti til ársins 14 e. Kr. og lyfti mjög undir hvers kyns menningarstarfsemi í ríkinu • Helsti ráðgjafi hans í þeim efnum var Maecenas (d. 8 f. Kr.) sem naut ómældrar virðingar í listaheimi þess tíma • Þau skáld sem næst stóðu keisaranum voru jafnan vel menntuð en það merkti að vera vel að sér í grískri menningu Valdimar Stefánsson 2006

  4. Bókmenntir • Ágústus var einlægur aðdáandi fagurra bókmennta og mest þeirra sem hann taldi fela í sér uppbyggilegan siðaboðskap • Þessi smekkur stýrði síðan skáldunum er þau sömdu eða ortu; jafnan honum til heiðurs • Tryggð keisarans við arfleifð forfeðranna róaði íhaldsama lýðveldissinna en þeir voru fjölmargir í efstu stéttum samfélagsins Valdimar Stefánsson 2006

  5. Bókmenntir: Virgill • Virgill (70 –19 f. Kr.), eitt nafnkunnasta skáld Rómverja, var eitt hirðskálda Ágústusar • Höfuðverk hans, söguljóðið Eneasarkviða, hefur það að markmiði að hefja uppruna og sögu Rómar upp í hæsta veldi • Önnur helstu verk hans eru ekki síður í rómverskum anda, Búnaðarbálkur og Hjarðljóð, þar sem einfalt sveitalífið er vegsamað Valdimar Stefánsson 2006

  6. Bókmenntir: Hóras • Kímni og velvilji þykja einkenna ljóð Hórasar (65 – 8 f. Kr.) og yrkisefnin eru gjarnan sígild áhugamál lífsglaðra manna; ástir, vín og lífið sjálft • Hann er ekki síður þekktur fyrir fræðiritið Skáldskaparlistin (Ars poetica) en þar leiðbeinir hann verðandi skáldum um notkun tungumálsins • Ekki eru til neinar grískar fyrirmyndir að Ljóðabréfum (Epistulae) hans sem undirstrikar enn frekar frumlega sköpunargáfu hans Valdimar Stefánsson 2006

  7. Bókmenntir: Óvíd • Skáldið Óvíd (43 f. Kr. – 17 e. Kr) naut vináttu Hórasar og hylli samtímans en ekki keisarans sökum þess að kveðskapur hans þótti alvarleg ögrun við siðprýðistefnu Ágústusar • Ástarmál og samskipti kynjanna eru skoðuð frá fjölmörgum hliðum í verkum hans og ekki síst í Ástarlistinni (Ars amatoria) • Þekktasta verk hans á síðari tímum er þó án efa söguljóðið Umbreytingarnar (Metamorphoses) Valdimar Stefánsson 2006

  8. Bókmenntir: Júvenalis • Júvenalis sem uppi var á 2. öld e. Kr. er einn þekktasti satíruhöfundur Rómverja, en satíran er eitt frumlegasta framlag þeirra til heimsbókmenntanna • Satíran gengur út á að afhjúpa lesti mannanna; hræsni og spillingu samtíðarinnar • Júvenalis samdi beittar háðsádeilur og vandaði konum sérstaklega ekki kveðjurnar; taldi græðgi verst allra lasta en hjartagæsku mat hann mest Valdimar Stefánsson 2006

  9. Skáldsögur • Vitað er að skáldsögur voru ritaðar á keisaratímanum en fáar þeirra hafa varðveist • Nokkrir kaflar eru til úr Satyricon eftir Petróníus (d. um 65 e. Kr.) en þar er að finna krassandi lýsingar á svallveislum • Myndbreytingar (Metaporphoses) sem einnig er nefnd Gullasninn eftir Apúleius (2. öld e. Kr.) er elsta latneska skáldsagan sem varðveist hefur Valdimar Stefánsson 2006

  10. Sagnaritun • Sagnaritun Rómverja þjónaði hagnýtum tilgangi eins og flest það sem þeir tóku sér fyrir hendur og var meginmarkmiðið að vekja með lesendum ættjarðarást og virðingu fyrir rómverskum gildum • Origenes, rit Katós gamla (234 – 149 f. Kr.) um sögu Rómar frá elstu tíð markar þáttaskil sem fyrsta verk sinnar tegundar er ritað var á latínu en fram að því höfðu sagnaritarar ritað á grísku • Títus Livíus (59 f. Kr. – 17 e. Kr.) ritaði einnig um sögu Rómar og eru bæði þessi rit mikilvægar heimildir um þær arfsagnir sem viðteknar voru um stofnun borgarinnar Valdimar Stefánsson 2006

  11. Sagnaritun: Sallústíus • Sallústíus (d. um 35 f. Kr.) leitaði fyrirmynda hjá Þúkýdídes og Kató gamla • Hann var virkur í stjórnmálalífi samtíðar sinnar og skrifaði af mikilli sannfæringu um hin ýmsu þjóðfélagsmál • Sagnaritun hans hefur frá fyrstu tíð vakið blendin viðbrögð og þykja skýringar hans og orsakagreiningar harla yfirborðskenndar auk þess sem staðreyndavillur leynast víða í verkum hans Valdimar Stefánsson 2006

  12. Sagnaritun: Tacitus • Tacitus (f. um 56 e. Kr.), þekktasti sagnaritari Rómverja, var afkastamikill höfundur og fjallaði einkum um sögu Rómar á keisaraöld • Hann var lýðveldissinni og má glöggt greina eftirsjá í ritum hans eftir hinum horfna lýðveldistíma • Þekktasta rit hans Germania fjallar um germönsku þjóðflokkanna norðan Rómarveldis og lofar hann hreysti þeirra og frelsisást í hástert á kosnað hinna syndum spilltu Rómar Valdimar Stefánsson 2006

  13. Sagnaritun: Júlíus Sesar • Sesar (um 100 – 44 f. Kr.) ritaði sjálfur um herför sína gegn Göllum í Gallastríðunum • Hann dregur þar upp mynd af sjálfum sér sem einföldum hermanni sem heyr þau stríð sem Róm krefst en líklega er sú mynd einungis liður í ímyndarherferð hans • Einnig hefur varðveist rit hans Um borgarastríðið þar sem hann segir frá átökum þeirra Pompeiusar um æðstu völd í Róm Valdimar Stefánsson 2006

  14. Sagnaritun: Svetóníus • Svetóníus (f. 69 e. Kr.) ritaði æfisögur frægra manna og er Líf keisaranna (De vita Caesareum) hans þekktasta verk • Þar eru æviþættir Sesars og ellefu fyrstu keisaranna raktir og er víða komið við • Svetóníus þykir ekki vandur á heimildir sínar og fremur óáreiðanlegur; er skemmtisögum og slúðri gert hátt undir höfði og fátt látið kyrrt liggja Valdimar Stefánsson 2006

  15. Menntun • Lögfræði, siðspeki, vopnaburður og fræðsla um forna rómverska siði voru uppistaðan í námi ungra drengja allt frá upphafi lýðveldisaldar • Á 3. og 2. öld f. Kr. voru stofnaðir grunnskólar að grískri fyrirmynd en sá var munurinn að í Róm nutu stúlkur mun meiri menntunar en í Grikklandi • Á 1. öld f. Kr. voru stofnaðir sérstakir skólar þar sem kennd var mælskulist og voru kennarar oftast grískir Valdimar Stefánsson 2006

  16. Lögfræði • Lögfræði er að margra mati eitt merkasta framlag Rómverja til heimsmenningarinnar • Mikill almennur áhugi manna á lögspeki er vandskýrður en er fram liðu tímar bættist sífellt í lagasafn Rómar; ýmis afbrigði og tilskipanir keisara • Á 2. og 3. öld e. Kr. var unnið mikið samræmingarstarf er reynt var að steypa saman öllu safninu og sníða af þá agnúa er út af stóðu Valdimar Stefánsson 2006

  17. Ciceró: Lögfræðingurinn • Marcus Tullius Cicero var einn dáðasti og áhrifamesti mælskumaður Rómverja • Hann var ekki úr efstu stéttum, menntaður að mestu í Róm en einnig í Grikklandi og kleif upp metorðastigann með því að standa sig aðdáunarlega vel í réttarsölum þar sem hann starfaði sem lögmaður • Orðstír hann jókst eftir því sem málin sem hann tók að sér voru umtalaðri og þar kom að hann var kjörinn ræðismaður árið 63 f. Kr. Valdimar Stefánsson 2006

  18. Ciceró: Stjórnmálamaðurinn • Ferill Cicerós sem ræðismanns var ekki átakalaus enda var þá mikill óróatími í Róm • Hann vann hug og hjörtu meðborgara sinna er hann fletti ofan af fyrirætlunum Katalína um valdarán í Róm og sótti alla hugsanlega fylgjendur hans til saka • Síðar var hann svo ásakaður um að ganga of hart fram og misnota stöðu sína þannig Valdimar Stefánsson 2006

  19. Ciceró: Menningarvitinn • Það er þó fyrst og fremst ritstörfin sem haldið hafa nafni Cicerós á lofti gegnum aldirnar • Enginn þykir hafa haft meira og betra vald á latneskri tungu en hann og þótt hugsun hans væri ekki frumleg var hún því nákvæmari • Því til staðfestingar má benda á að honum tókst afar vel að færa hina flóknu, grísku heimspekihefð yfir í latneskan menningarheim og notaði til þess tungumál er áður hafði einungis tjáð hugsanir bænda og hermanna Valdimar Stefánsson 2006

  20. Trúarlíf á keisaraöld • Helsta einkenni trúarlífs Rómverja við upphaf keisaraaldar var fjölbreytnin enda hefur það verið nefnt trúblendingur (syncretismi) • Hellenisminn, sem sjálfur var í raun syncretismi), hafði fært Rómarveldi deiglu ýmissa trúarbragða, s. s. grískra, egypskra, persneskra, indverskra og fleiri austrænna trúarbragða • Úr þessum hrærigraut völdu síðan Rómverjar það sem þeim sýndist henta best og bættu við hinn forna átrúnað sinn Valdimar Stefánsson 2006

  21. Viðnám keisaranna • Er Ágústus tók við völdum blés hann til sóknar fyrir hinn forna átrúnað, ríkistrúnna, enda annálaður íhaldsmaður • Hin fornu goð Rómverja höfðu um skeið átt undir högg að sækja á því nægtarborði sem trúarlíf heimsveldisins var orðið • Þrátt fyrir viðleitni Ágústusar og eftirmanna hans fór tilbeiðsla nýrra guða síst minnkandi og andóf keisaranna varð í besta falli aðeins til að lengja dauðastríð hinna innfæddu guða Valdimar Stefánsson 2006

  22. Forn átrúnaður Rómverja • Æðstur hinna upprunalegu guða Rómverja var himinguðinn Júpíter en, ásamt gyjunum Minervu og Júnó, myndaði hann þríeyki sem kennt var við Kapítólhæð í Róm • Stríðsguðinn Mars gekk næstur Júpíter að mikilvægi og á dögum Ágústusar myndaðist sú hefð að hann væri sérstakur verndari keisarans • Rómverski átrúnaðurinn hafði frá upphafi verið sérlega opinn fyrir nýjum goðum og við upphaf keisaratímans voru flest goðin í raun grísk en með latneskum nöfnum Valdimar Stefánsson 2006

  23. Tengsl grískra og rómverskra goða Valdimar Stefánsson 2006

  24. Vættatrúin Líklegt má telja að vætta- og forfeðradýrkun Rómverja hafi verið hin upprunalegu trúarbrögð þeirra Jafnframt ríkistrúnni var dýrkun á heimilisgoðum; forfeðrum og ýmsum öndum, alla tíð mjög vinsæl, enda talin tryggja heill fjölskyldunnar Slík goðamögn nefndust heimilis- og aringuðir og sérhvert heimili bjó að slíku Valdimar Stefánsson 2006

  25. Nýir guðir • Strax eftir fráfall Ágústusar komst á sú hefð að látnir keisarar voru teknir í guðatölu og var ríkinu játuð hollusta með því að færa fórn frammi fyrir líkneski af keisaranum • Rómverjar tóku einnig upp Dýónísusardýrkun Grikkja og nefndu þeir guðinn Bakkus; komu fljótt upp þær sögur að helgiathafnir Bakkynja væri lítið annað en örgustu svallveislur og drógu slík ummæli síst úr vinsældum þeirra Valdimar Stefánsson 2006

  26. Nýir guðir • Dýrkun egypsku guðanna Ósírisar og Ísisar var mjög útbreidd í Róm en þau voru tengd náttúrunni og hringrás lífsins • Einkum naut Ísis vinsælda sem ástargyðja og rann þar saman við Afródítu hina grísku; Ísis var einnig sérstakur verndari vændiskvenna • Frá Litlu-Asíu fengu Rómverjar frjósemisgyðjuna Cybele og nefndu hana móðurina miklu; hún varð síðar ein vinsælasta gyðja Rómverja og rann svo saman við Maríu mey Valdimar Stefánsson 2006

  27. Nýir guðir • Míþras var ævaforn persneskur guð sem Rómverjar kynntust á 1. öld e. Kr. og varð hann fljótt vinsæll meðal hermanna • Á 3. öld e. Kr. tók að bera á sólardýrkun sem keisarar ýttu undir og náði hún skjótt mikilli útbreiðslu en hún rann síðan saman við Míþras og þaðan inn í kristni • Árið 380 e. Kr. varð kristnin svo ríkistrú í Róm og heiðinn dómur blandaðist ýmist inn í hana eða dó út á næstu öldum Valdimar Stefánsson 2006

  28. Heimspeki • Auk epíkúrisma og stóuspeki voru aðrar heimspekistefnur helstar gnostíkismi og nýplatónska • Báðar þessar stefnur voru á mörkum trúar og heimspeki enda var menningarheimurinn í heild sinni að sveigjast æ meir frá vísindahyggju Forn-Grikkjanna til trúarhyggju Austurlanda Valdimar Stefánsson 2006

  29. Heimspeki: Gnostíkismi • Kjarninn í heimspeki gnostíkisma var sú að sál mannsins væri guðlegrar ættar og henni væri nauðsynlegt að losna úr viðjum líkamans • Forsenda frelsunarinnar væri að meðtaka hina æðstu þekkingu (gnosis) en einungis sumir væru til þess færir • Gnostíkismi hafði mikið aðdráttaraft fyrir marga menntamenn Valdimar Stefánsson 2006

  30. Heimspeki: Nýplatónismi • Egyptinn Plótínos (205-270 e. Kr.) kom fram með nýplatónskuna á 3. öld en nafngiftin varð ekki til fyrr en á 19. öld • Grundvöllur kenningarinnar er frá Platóni kominn en Plótínos vék í veigamiklum atriðum frá áherslum Platóns • Nýplatónisminn hafði mikil áhrif á mótun kristinnar kenningar og þannig urðu áhrif Platóns á miðöldum jafnvel enn meiri en í fornöld Valdimar Stefánsson 2006

  31. Heimspeki: Nýplatónismi • Þar sem heimspeki Platóns er um margt siðfræðileg og leggur áherslu á hvernig eigi að lifa og starfa í heiminum leggur speki Plótínosar áherslu á hvernig maðurinn fær komist handan þessa heims og er það í anda Austurlandaspekinnar • Leiðin er þó platónsk þar sem hún felst, að mati Plótínosar, í rökhugsun og reyndar einnig með innlifun Valdimar Stefánsson 2006

  32. Heimspeki: Nýplatónismi • Í stuttu máli gekk heimsmynd Plótínosar út á svokallaða útstreymiskenningu • Frá hinu eina (þ. e. guði) streymir frummyndaheimurinn sem hann kallaði nús og þaðan heimssálin eða logos en frá henni kæmu einstakar sálir • Neðst var svo efnisheimurinn, fangelsi sálarinnar sem hún þráði að losna úr Valdimar Stefánsson 2006

  33. Valdimar Stefánsson 2006

More Related