1 / 5

Sól, tungl og stjörnur Upprifjun 4 - 1

Sól, tungl og stjörnur Upprifjun 4 - 1. 1. Þrjú meginsvæði jarðar eru steinhvolf, vatnshvel og lofthjúpur. 2. Það salt sem mest er af í úthöfunum er matarsalt eða natríumklóríð (NaCl). 3. Í lofthjúpnum er mest af nitri (köfnunarefni) 78% og súrefni 21%.

michel
Download Presentation

Sól, tungl og stjörnur Upprifjun 4 - 1

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Sól, tungl og stjörnurUpprifjun 4 - 1 1. Þrjú meginsvæði jarðar eru steinhvolf, vatnshvel og lofthjúpur. 2. Það salt sem mest er af í úthöfunum er matarsalt eða natríumklóríð (NaCl). 3. Í lofthjúpnum er mest af nitri (köfnunarefni) 78% og súrefni 21%.

  2. Sól, tungl og stjörnurUpprifjun 4 - 2 1. Dægraskipti felast í því að dagur og nótt skiptast á. Þau stafa af möndulsnúningi jarðar eða viðkomandi himinhnattar miðað við sól eða annan ríkjandi ljósgjafa. 2. Í gregoríönsku tímatali er hlaupár fjórða hvert ár nema á aldarmótaárum, en þá verður talan 400 að ganga upp í ártalinu. Með þessu verður meðalalárið er 365,2425 sólarhringar að lengd en raunverulega hvarfárið sem ræður árstíðaskiptum er 365,2422 sólarhringar. Gregoríanskt tímatal fer nær réttu lagi í þessu en aðrar aðferðir sem notaðar hafa verið í okkar heimshluta.

  3. Sól, tungl og stjörnurUpprifjun 4 - 2 3. Meginorsök árstíðaskipta er möndulhalli jarðar. Þegar norðurpóllinn snýr frá sól verður vetur á norðurhveli en sumar þegar hann snýr í átt að sól. Þetta tengist m.a. sólarhæð. Engin árstíðaskipti er á miðbaug og í hitabeltinu enda breytist sólarhæð lítið og áhrifin því óveruleg. Ef möndulhalli reikistjörnu er lítill sem enginn verða engin árstíðaskipti. 4. Segulhvolf jarðarer það svæði kringum hana þar sem segulsvið er verulegt.Það hindrar að rafhlaðnar agnir berist að jörðinni utan úr geimnum svo þær sveigja frá henni. Þessar agnir eru hættulegar öllum lífverum, segulhvolfið verndar því lífið á jörðinni.

  4. Sól, tungl og stjörnurUpprifjun 4 - 3 1. Tunglhöfin eruvíðáttumikil flöt hraunsvæði sem virðast dökk að sjá frá jörðu. 2. Kvartilaskipti felast í því að tungl er fyrst nýtt, síðan hálft og fullt, aftur hálft og loks nýtt. Ástæðan er sú að tunglið gengur í kringum jörðina og breytir þannig afstöðu sinni. • Í sólmyrkva gengur tunglið milli sólar og jarðar og kastar alskugga á lítið svæði á jörðinni. Í tunglmyrkva fer jörðin milli tungls og sólar og skuggi hennar fellur á tunglið. Það myrkvast og sést þá ekki frá neinum stað á jörðinni.

  5. Sól, tungl og stjörnurUpprifjun 4 - 3 • Nýtt tungl þegar sólmyrkvi verður, þá mynda sól – tungl – jörð beina línu. Fullt tungl við tunglmyrkva, þá mynda sól - jörð - tungl beina línu. • Sjávarföll stafa af því að þyngdarkraftur frá tungli á sjóinn sem að því snýr er hlutfallslega meiri en á jörðina sjálfa, þannig að sjórinn dregst meira að tunglinu en jörðinni. Sjórinn á bakhliðinni verður fyrir hlutfallslega minni krafti en jörðin og hann dugar ekki til að halda honum á hreyfingu með jörðinni, þ.a. hann leitar í átt frá tunglinu. Sjávarföll eru mest nokkrum dögum eftir að tungl er fullt eða nýtt (stórstreymi) en minnst nokkrum dögum eftir hálft tungl (smástreymi).

More Related