80 likes | 209 Views
Prófalota í VMA. Fyrirkomulag, prófstofur, aðstoð í prófi og tímasetningar. Tímasetningar prófa. Í próftöflu eru tveir próftímar á hverjum degi, kl. 8.15 - 9.45 og kl. 14.00 – 15.30 Próf í UTN og í verkgreinum á öðrum tíma. Mikilvægt að skoða próftöfluna sjálf(ur).
E N D
Prófalota í VMA Fyrirkomulag, prófstofur, aðstoð í prófi og tímasetningar.
Tímasetningar prófa • Í próftöflu eru tveir próftímar á hverjum degi,kl. 8.15 - 9.45 og kl. 14.00 – 15.30 • Próf í UTN og í verkgreinum á öðrum tíma. • Mikilvægt að skoða próftöfluna sjálf(ur). • Ekki trúa því sem vinur eða kunningi segir um próftíma, það er of algengt að vinirnir geri mistök og nemandi komi á röngum tíma í próf. • Þú átt að taka þitt eintak af próftöflunni og geyma heima, hengja upp og merkja inn þannig að hinir á heimilinu/herberginu viti að þú átt að fara í próf.
Hvað er verið að prófa? • Í prófi er ekki verið að meta það hvort einhver er góð manneskja. • Í prófi er ekki verið að prófa hvort einhver er góður nemandi. • Í prófi er bara verið að prófa hvernig nemandanum gengur að gera það sem beðið er um á prófinu. • Þú verður að leyfa kennara að sjá hvað þú getur, kennarinn má ekki meta eitthvað sem ekki er að finna í svörunum þínum.
Prófstofur • Uppröðun borðanna er breytt og hver nemandi situr við stakt borð. • Á töflu í anddyri (þar sem stiginn er) verða listar um það í hvaða stofu prófin verða. • Listarnir verða hengdir upp fyrir hvern dag. • Hver hópur getur skipst í stofur, ekki víst að þú sért í sömu stofu og einhver sem er í sama hópi. Skoða vel. • Athugið að eftir próf eiga nemendur að fara úr álmunni. Ekki auka álagið á félagana með því að hanga við stofuna og bíða eftir þeim.
Upphaf prófs. • Einn starfsmaður situr yfir í prófi, kemur með prófblöðin, tekur manntal og dreifir prófunum. • Sá/sú sem situr yfir á að taka alla síma sem sjást í stofunni. Slökkva á öllum símum. • Ef nemendur eru með eitthvað sem ekki má hafa með þá er það tekið af borðinu. • Biðja þann sem situr yfir um aðstoð.
Aðstoð í prófi • Kennarinn í áfanganum kemur í stofuna. • Ekki hægt að treysta á að hægt sé að ná í kennarann hvenær sem er. • Kennarinn ákveður hverju má svara, kennarinn leysir ekki prófið. • Láta yfirsetumann vita ef þér líður illa, betra að fara fram og jafna sig en að líða illa í prófinu.
Svindl !!!!!! • Nemandi sem er uppvís að því að svindla, fellur í áfanganum. • Yfirsetukennari eða kennarinn í áfanganum lætur áfangastjóra vita um svindl, nemandanum er þá vísað úr prófi. • Því miður er alltaf einhverjum nemendum vísað úr prófi vegna þess að svindlið kemst upp. Er líklegt að hægt sé að bjarga sér á svindli?
Skila úrlausn. • Nemendur verða að merkja blöðin með nafninu sínu og kennitölu. Fullt nafn en ekki bara hluti nafns. • Oftast á að skila öllu sem fylgdi prófinu. • Lesa fyrirmæli vel. Finnst þér líklegt að þú fáir mikið fyrir svarið ef þú veist ekki hvaða spurningu þú ert að svara? • Athugaðu hvort þú ert búinn að svara öllu sem var spurt um í hverri spurningu. • Bíða eftir að sá/sú sem situr yfir hafi tekið við úrlausninni, ekki leggja blöðin bara einhversstaðar frá þér.