400 likes | 626 Views
Garðar Gíslason, félagsfræðingur og kennari . Þjóðfélagsfræði. Inngangur.
E N D
Garðar Gíslason, félagsfræðingur og kennari Þjóðfélagsfræði
Inngangur Hver er ég? Hver eru réttindi mín og skyldur? Hverjir ráða samfélaginu? Af hverju er heimurinn eins og hann er? Af hverju eru lífsskilyrði okkar svo gjörólík þeim sem forfeður okkar bjuggu við? hvernig verður framtíðin? Garðar Gíslason
Hvað segir Aðalnámskráin? • Í Aðalnámskrá (1999) er gert ráð fyrir þjóðfélagsfræði sem sérstakri námsgrein í 10. bekk. Þar stendur: ,,Á lokaári grunnskóla er staldrað við og hugað að stöðu nemandans sem lýkur skyldunámi sínu. Framundan er ákvörðun um frekara nám eða störf, síðan fjárræði, sjálfræði, kosningaréttur – og fullorðinsár. Garðar Gíslason
Innihaldslýsing - Aðalnámskrá • Í Aðalnámskrá er þjóðfélagsfræðinni skipt upp í eftirfarandi námsþætti (bls.75): • Sjálfsmynd, • Réttindi og skyldur • Hverjir ráða, • Samanstaður í heiminum og • Efst á baugi Garðar Gíslason
Um samningu bókar og Netefnis Við samningu námsefnisins voru markmið Aðalnámskrárinnar höfð að leiðarljósi. Námsefnið er tvískipt, annars vegar er það í bókarformi en hins vegar á Netinu. Bókinni er skipt upp í fjóra hluta sem hver um sig greinist í nokkra undirkafla. Garðar Gíslason
Nethlutinn Nethlutinn heitir: Á ferð um samfélagið og er að finna á heimasíðu Námsgagnastofnunar undir Námsefni á vef; Samfélagsgreinar (http://www.namsgagnastofnun.is). Æskilegt er að uppfæra efnið reglulega. Garðar Gíslason
Á ferð um samfélagið Garðar Gíslason
Af hverju þjóðfélagsfræði? • Með tíunda bekk lýkur skólaskyldu íslenskra ungmenna. Skólanum er skylt að veita þeim fræðslu um grunnþætti samfélagsins á hverjum tíma áður en skólaskyldu líkur og þau hverfa til frekara náms eða til starfa í þjóðfélaginu. Garðar Gíslason
Markmið þjóðfélagsfræðinnar eru: • að nemandinn átti sig á íslensku nútímasamfélagi, samskiptaformum, menningu, efnahagslífi og stjórnkerfi og á hvaða grunnhugmyndum samfélagið hvílir • að nemandinn kynnist forsendum íslensks nútímasamfélag frá seinni heimstyrjöld til þessa dags og tengslum Íslands og skuldbindingum við umheiminn. Garðar Gíslason
Markmið • að nemandinn þekki réttindi sín og skyldur, mannréttindi og baráttu fyrir þeim, sömuleiðis fjölskylduna, tilfinningalegt og efnahagslegt hlutverk hennar og fleira sem henni tengist • að nemandinn sé fær um að leita sér og nýta upplýsingar, m.a. fræðilegar og tölulegar, um réttindi sín og skyldur og stöðu sína og kosti gagnvart stjórnvöldum, Garðar Gíslason
Markmið • að nemandinn geti rökrætt og velt fyrir sér valkostum og leiðum af víðsýni, umburðarlyndi og ábyrgð, • að nemandinn styrki sjálfsmynd sína með því að huga að stöðu sinni í samfélaginu, Garðar Gíslason
Markmið • að nemandinn verði betur í stakk búinn, með þessa þekkingu í vegarnesti, að taka þátt í lýðræðisþjóðfélagi nútímans á virkan og gagnrýninn hátt. Garðar Gíslason
Tengsl bókar/netefnis við Aðalnámskrá • Fyrsti námsþátturinn sem talinn er upp í Aðalnámskrá er sjálfsmynd. • 1. Sjálfsmynd • Í Aðalnámskrá grunnskóla segir: ,,Hér er boðið upp á sjálfsskoðun en eftir brautum sem sálfræði og félagsfræði hafa varðað. Sjálfsmyndin varðar upplag, væntingar, uppeldi og aðstæður, þar á meðal heimabyggð og þjóðerni. Rétt er að gæta þess að kennsla gangi ekki of nærri nemendum og einkalífi þeirra.” Garðar Gíslason
Sjálfsmyndin Fyrsti hluti bókarinnar fjallar um sjálfsmyndina. Honum er skipt upp í eftirtalda undirþætti: • 1.1 Hver er ég. Þessi þáttur skiptist í sjálfsmynd, umhverfi, samspil milli erfða og umhverfis, manninn sem félagsveru, rökhugsun. • 1.2. Ég og hinir. Hér er fjallað um félagsleg hlutverk, hópa, vini, vináttu og kynjahlutverk. Garðar Gíslason
Sjálfsmyndin 1.3. Fjölskyldan. Fjallað er um mismunandi gerðir fjölskyldna, kjarnafjölskylduna, fólksfjölgun eða fækkun, breytta tíma í umhverfi fjölskyldunnar, fjölskylduna og samfélagið, hlutverk fjölskyldunnar, fyrirmyndir, barnaverndarnefndir og ólík viðhorf í fjölskyldum. Garðar Gíslason
Netútgáfa - sjálfsmyndin Garðar Gíslason
II. hluti: Réttindi og skyldur • Í aðalnámskrá (bls. 75) stendur eftirfarandi undir þessum hluta: ,,Lög og reglur setja aldursmörk sem gilda um fjárforræði, útivist, skólagöngu, vinnu og fleiri þætti réttinda og skyldna. Nærtækt er að unglingar kynni sér reglusamfélagið sem þeir búa í og ræði gildi þess og grundvöll. Garðar Gíslason
Réttindi og skyldur - undirkaflar 2.1: Að vera unglingur • Réttindi eða skyldur • Aldursákveðin réttindi • Réttindi sem allt mannkyn ætti að hafa • Að stýra eigin neyslu • Barnasáttmálinn Garðar Gíslason
Réttindi og skyldur - undirkaflar 2.2 Menntun • Þegar skyldur verða að réttindum • Skólaskylda • Framhaldsmenntun • Mennt er máttur • Vinnumarkaðurinn breytist Garðar Gíslason
Réttindi og skyldur - Netið Garðar Gíslason
III. Hluti: Hverjir ráða • Í aðalnámskrá grunnskóla – samfélagsgreinar (bls. 76) stendur: ,,Unglingar hafa að jafnaði ekki mikinn áhuga á stjórnmálum og finnst þau fjarlæg tilveru sinni. En stjórnmál teygja anga sína til þeirra líka ef að er gáð og geta orðið nærtæk og brennandi málefni. Hin nærtæku mál geta opnað sýn á stjórnkerfið og þjóðfélagið í heild. Garðar Gíslason
Hverjir ráða - undirkaflar 3.1 Samfélög • Þjóðfélag – þjóð og ríki • Samfélag • Hlutverk samfélaga • Félagsmótun • Félagsleg viðmið Garðar Gíslason
Hverjir ráða - undirkaflar 3.2 Lýðræði og vald • Hvað er lýðræði og hvernig varð það til? • Lýðveldið Íslands nú á dögum • Vald og valdanotkun • Þú getur haft áhrif Garðar Gíslason
Hverjir ráða - undirkaflar 3.2 Stjórnskipan • Mikilvægustu ríkisstofnanirnar • Forseti Íslands • Alþingi – þjóðkjörið þing • Sveitarfélög • Dómsvald Garðar Gíslason
Hverjir ráða - Netið Garðar Gíslason
IV. Hluti: Samanstaður í heiminum Í aðalnámskrá – samfélagsgreinar stendur: ,,Íslendingar hafa alla tíð velt fyrir sér kostum þess og göllum að búa í landi sínu og stöðu sinni í heiminum. Hér er litið til margra þátta í náttúru og menningu, m.a. hugað að möguleikum þjóðarinnar í samrunaferli Evrópu. Garðar Gíslason
Samastaður - undirkaflar 4.1 Hvað er að vera Íslendingur? • Eyjan í norðri • Innflytjendur • Eru allir Íslendingar eins? • Alþjóðavæðing – Heimurinn minnkar • Eru Íslendingar sjálfum sér nógir? Garðar Gíslason
Samanstaður - undirkaflar 4.2 Ísland og alheimssamfélagið • Ríki • Hagsmunir og völd ríkja • Alþjóðleg hagkerfi • Ólík lífsskilyrði • Alþjóðlegar stofnanir • Ísland, EFTA og ESB • Norrænt samstarf Garðar Gíslason
Samanstaður - undirkaflar 4.3 Sameinuðu þjóðirnar • Alsherjarþingið • Öryggisráðið • Friðargæsla • Ísland og S.þ. Garðar Gíslason
Samanstaður - undirkaflar Garðar Gíslason
V. Hluti: Efst á baugi Í aðalnámskrá er gert ráð fyrir einum kafla enn og hann kallast Efst á baugi. Þar stendur; ,,Eitthvert brýnt og vekjandi málefni líðandi stundar er krufið til mergjar og í leiðinni þarf að grandskoða og meta upplýsingar samtímans”. Garðar Gíslason
Efst á baugi – Netið Garðar Gíslason
Kennsluaðferðir • Markmið samfélagsgreina er að gera nemandann læsan á umhverfi, samfélag og menningu, gera honum auðveldara að fóta sig og beita sér í mannlegu samfélagi og að temja honum ákveðin gildi sem samkomulag er um í samfélaginu. Garðar Gíslason
Þekkingar og skilningsmarkmið Nemandinn kunni skil á innviðum samfélags síns og umhverfis, frá nánasta sviði til hinna fjarlægari: • finni og skilji samspil einstaklinga í ýmiss konar myndum í fortíð og nútíð (fjölskyldu, félagahópi, vinnustað, þjóð o.s.frv.), • hafi þekkingu á gangverki atvinnulífs og stjórnmála, Garðar Gíslason
Þekkingar og skilningsmarkmið • kunni skil á sögu lands og heims, greini tímabil hennar og framvindu, • geri sér grein fyrir gangvirkum áhrifum manns og umhverfis • þekki nokkrar meginhugmyndir sem mótað hafa lífsviðhorf manna og skilning á umhverfi, samfélagi og sögu. Garðar Gíslason
Færni og leiknimarkmið Nemandinn... • geti tileinkað sér ýmiss konar texta og gögn sem fjalla um mannlegt samfélag, • geti aflað sér þekkingar um samfélag og sögu með æ sjálfstæðari og gagnrýnni hætti, Garðar Gíslason
Færni og leiknimarkmið • geti sett þekkingu sína fram á skiljanlegan, markvissan og fjölbreyttan hátt, • geti greint sundur, tekið saman, beitt hugtökum, leitað orsaka og greint afleiðingar, • geti mótað sér skoðun og tekið rökstuddar ákvarðanir. Garðar Gíslason
Viðhorfa- og gildismarkmið Nemandinn • finni rætur í umhverfi sínu, samfélagi, menningu og sögu, • tileinki sér grundvallarreglur í samskiptum manna, • skynji og njóti verðmæta sem skapast hafa í mannlegu samfélagi, Garðar Gíslason
Viðhorfa- og gildismarkmið • beri virðingu fyrir gildi skipulegrar rökræðu, • öðlist víðsýni, umburðarlyndi og réttsýni gagnvart kjörum, umhverfi og viðhorfum annarra Garðar Gíslason
Garðar Gíslason, félagsfræðingur Þjóðfélagsfræði