200 likes | 656 Views
Landmótun. Yfirborð jarðar mótast af flekahreyfingum eldsumbrotum jarðhræringum vindur feykir sandi rigningar skola burtu jarðvegi ár grafa gljúfur og færa framburð á sléttlendi úrkoma myndar jökla Allt þetta mótar landið. Ytri öfl – innri öfl. Innri öfl koma úr iðrum jarðar eldgos
E N D
Landmótun • Yfirborð jarðar mótast af • flekahreyfingum • eldsumbrotum • jarðhræringum • vindur feykir sandi • rigningar skola burtu jarðvegi • ár grafa gljúfur og færa framburð á sléttlendi • úrkoma myndar jökla • Allt þetta mótar landið
Ytri öfl – innri öfl • Innriöfl koma úr iðrum jarðar • eldgos • jarðskjálftar • skorpuhreyfingar • Ytriöfl má flest öll rekja til sólar • vindur • öldugangur • jöklar • frost • úrkoma • vatnsföll
Rof og set • Þegar berg molnar vegna ytir afla skríður mylsnan niður og berst burt með vindi eða öðru = rof • Þar sem bergmylsna sest myndast set. • Set úr bergmylsnu sest oftast á láglendi og í sjó • Setmyndun getur verið mjög mikil t.d. má segja að allt Suðurlandsundirlendið sé þakiðseti.
Flokkun sets • Sandur og möl er dæmi um set. • Molaberg er set úr bergmylnsu • Efnaset myndast hverasvæði • hverahrúður eða lög af leir og brennisteini. • Lífræntset verður til úr leifum plantna og dýra • Í Mývatni mynda skeljar af kísilþörungum þykk setlög • Mold er set gert úr bergmylsnu blandaðri rotnandi eða rotnuðum dýra- og plöntuleifum
Kísiliðjan við Mývatn • Kísiliðjan dælir seti af botni Mývatns og það er hreinsað og unnin kísilgúr úr setinu. • Smáir kísilþörungar sem hafa harða skel mynda þetta þykka lag af seti þegar þeir falla til botns. • Þetta er dæmi um lífræntset. • Kísilgúr er bætt í málningu, plast, pappír, tannkrem og snyritvörur og notaður til að sía ýmsa vökva.
Gróður og jarðvegseyðing • Gróðurfar á Íslandi hefur breyst mikið síðan landið var numið. • Landsins gæði hafa rýrnað mikið. • Nú eru auðnir þar sem áður voru skóglendi og gróið land. • Fyrir 3-4000 árum var stærstur hluti Ísl. gróinn og u.þ.b. 1/2 þess skóglendi. • Skógurinn fór hnignandi vegna kólnandi loftslags fyrir um 2500 árum. • Skógurinn hvarf síðan í flestum landshlutum vegna ágangs manna og búfjárs.
Gróður og jarðvegseyðing • Eldgos hafa einnig haft slæm áhrif á gróðurfar á landinu. • Öskufall getur valdið uppblástri og jarðvegseyðingu. • Stærsta eyðimörk í Evrópu er á Íslandi. • Stærsta umhverfisvandamál Íslendinga er jarðvegseyðing. • Ef sár myndast í jarðveginn á vindurinn greiða leið og blæs jarðveginum út í hafsauga. • Sár myndast við leysingarhláku, skriðuföll og af mannavöldum.
Gróður og jarðvegseyðing • Regndropar losa moldina, ísnálar slíta rætur og leysingavatn og rigning skola moldinni burt. • Rofabörð(sjá mynd bls. 54) er hátt moldarbarð sem orðið hefur til við uppblástur. • Örfoka land er þegar allur gróður ásamt moldinni er fokin burt og sandurinn er einn eftir. • Nokkrar gróðurtegundir geta lifað á sandinum. • Það tekur langan tíma áður en gróðurlendi verður samfellt á ný
Lofthjúpurinn • Sólin ræður mestu um veðurfar á jörðinni. • Veðrið verður til í lofthjúpi jarðar. • Í lofthjúpnum eru nauðsynleg efni svo að líf geti þrifist á jörðinni. • Helstu lofttegundirnar eru nitur (78%) og súrefni (21%) • Einnig er talsvert af vatnsgufu.
Hvolf • Þyngdarkraftur jarðar heldur lofthjúpnum við jörðina. • Næst jörðu er veðrahvolf sem nær 11 km upp frá jörðu. Efsti hluti veðrahvolfa heitir veðrahvörf. • Hér eiga sér stað öll veður. • Þá tekur við heiðhvolf sem nær frá veðrahvörfum upp í 50 km hæð. • Þar myndast ósonlagið sem kemur í veg fyrir að skaðlegir geislar sólar nái til jarðar.
Hvolf áfrh. • Þá tekur miðhvolf við og nær upp í 80 km hæð. • þar eyðast loftsteinar upp • Hitahvolf tekur við af miðhvolfi og nær upp í um 400 km hæð. • hér myndast norðurljósin sem eru rafhlaðnar agnir frá sólu sem rekast á lofthjúpinn • Yst er svo úthvolf þar sem ekkert loft er, úthvolfið teygir sig út í geiminn.
Veður • Loft er alltaf á hreyfingu. • Heitt loft leitarupp og við það kólnar það. • Þá þéttist það og mynda skýjadropa eða ískristalla sem svífa um og mynda ský. • Droparnir eða kristallarnir stækka smátt og smátt við það að rekast hvorn á annan og falla síðan til jarðar sem snókoma. • Ef loftið er hlýtt í neðstu lögunum þá bráðna snjókornin og þá rignir.
Veður áfrh. • Ísland er á miklu óróasvæði veðurfarslega séð. • Fyrir norðan landið myndast oft mikið háþrýstisvæði en fyrir sunnan er loftið rakara, léttara og hlýrra. • Við skilin á milli hlýja og kalda loftsins myndast lægðir. • Kalda loftið ryðst undir hlýja loftið og þar eru kuldaskil • Þar sem heita loftið lyftist upp yfir kaldara eru hitaskil.
Veður áfrh. • Hitaskil fara hægar en kuldaskil og þegar kuldaskilin ná hitaskilunum er talað um samskil. • Í lægðum streymir loft rangsælis en í hæðumréttsælis. • Loft á láréttri hreyfingu köllum við vind, mældur í m/s • Vindátt er sú stefna sem vindurinn blæs úr.
Veðurathuganir • Allstaðar í heiminum er safnað upplýsingum um veður. • Þessum upplýsingum er síðan safnað saman og reynt að spá fyrir um veður næstu daga. • Veðurspá er sett fram á kortum með ýmsum táknum á.
Værðarvoðin góða • Lofthjúpurinn heldur hita á jörðinni. • Lofthjúpurinn sendir u.þ.b. helming sólargeislanna til jarðar. • Þessir sólargeislar hita jörðina og höfin. • Jörðin sendir síðan frá sér hitageislun sem endurkastast síðan aftur hita til jarðar.
Gróðurhúsaáhrif • Nokkrar lofttegundir, gróðurhúsalofttegundir, hleypa sólargeislum í gegnum sig en halda hita á jörðinni. • Magn þessara lofttegunda hefur farið vaxandi á 19. og 20. öld. • Koltvíoxíð er ein þessara lofttegunda og myndast við bruna á viði, kolum og olíu. • Við þetta getur hitnað á jörðinni, heimskautaís bráðnað, lífverur dáið út, veður getur breyst og hafstraumar.
Útfjólubláir geislar og ósonlagið • Geislar sólar eru sumir sýnilegir, sýnilegtljós, en aðrir geislar eru ósýnilegir. • Ósýnilegu geislarnir hafa annaðhvort styttri bylgjulengd eða lengri bylgjulengd en sýnileg ljósið. • Lengri bylgjulengdina skynjum við sem hita, innrauðgeislun. • Styttri bylgjulengdin er útfjólublágeislun og getur verið skaðleg. • Í 20-30 km hæð er ósonlagið sem er lofttegund sem ver okkur fyrir þessari skaðlegu geislun.
Ósonlagið • Ósonlagið er alltaf að þynnast. • Það gerist vegna ýmissa efna sem maðurinn er að sleppa út í umhverfið t.d. frá iðnaði. • Útfjólublágeislun er skaðleg húð og augum og getur valdið krabbameini. • Útfjólublá geislun kemur ekki aðeins frá sólinni heldur líka t.d. frá ljósbekkjum. • Börn og unglingar ættu ekki að stunda ljósabekkina því að þau eru mun viðkvæmari en fullorðnir fyrir útfjólubláum geislum.