1 / 8

Ráðningarsamningar

Ráðningarsamningar. VVM 101 Vor 2005. Persónubundnir samningar. Ráðningarsamningar eru almennt persónubundnir. Launamaður getur ekki falið öðrum að vinna fyrir sig störf sín og atvinnurekandi getur ekki selt starfsfólk sitt til vinnu hjá öðrum atvinnurekanda.

lexiss
Download Presentation

Ráðningarsamningar

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Ráðningarsamningar VVM 101 Vor 2005

  2. Persónubundnir samningar • Ráðningarsamningar eru almennt persónubundnir. • Launamaður getur ekki falið öðrum að vinna fyrir sig störf sín og atvinnurekandi getur ekki selt starfsfólk sitt til vinnu hjá öðrum atvinnurekanda. • Ráðningarsamningur verður að vera í samræmi við kjarasamning. • Ákvæði í ráðningarsamningi um lakari rétt launamanns eru ógild samkvæmt 1. gr. laga um starfskjör launafólks nr. 55/1980.

  3. Skriflegir / munnlegir samningar • Ráðningarsamningar eru jafngildir hvort sem þeir eru munnlegir eða skriflegir. • Ráðningarsamningur getur hafa stofnast jafnvel þótt engin orðaskipti hafi átt sér stað milli aðila. Auglýst er eftir fólki til starfa og að þeir sem hug hafa á störfum mæti á tilteknum stað á tilteknum tíma. Þeir sem mæta eru síðan settir til starfa. • Færst hefur í vöxt að fyrirtæki ráði allt sitt starfsfólk með skriflegum samningi. • Að sjálfsögðu verða öll sönnunaratriði mun auðveldari hafi verið gerður skriflegur samningur, jafnvel þótt í honum sé aðeins vitnað í almenna kjarasamninga.

  4. Um hvað fjalla ráðningarsamningar 1.Dagsetning, nöfn aðila, heimilisföng, kennitala. 2.Menntun, starfsreynsla, áunnin réttindi frá fyrri atvinnurekanda. 3.Starfsheiti, hæfniskröfur, starfslýsing. 4.Starfstími, upphaf, lengd, reynslutími, hvort ráðning sé tímabundin. 5.Vinnutími, hvort vinnutími sé sveigjanlegur, aukahelgidagar, yfirvinna. 6.Skipunarvald, undir stjórn hvers unnið er, þagnarskylda. 7.Laun, föst laun, launabreytingar, hvernig yfirvinna er reiknuð, álagstímabil, yfirborgun, hlunnindi, bílapeningar. 8.Gjalddagi launa og greiðslufyrirkomulag. 9.Orlof, hvernig með skuli fara á fyrsta ári, ákvörðun um orlof. 10.Reglur um tilkynningar á veikindum eða öðrum vinnuhindrunum, hvenær þörf er á læknisvottorði. 11.Lífeyrissjóður og stéttarfélag. 12.Samningsslit, uppsagnarfrestur, reglur um skriflega uppsögn. 13.Tilvísun í lög og kjarasamninga. 

  5. Iðnnemar • Reglugerð um námssamninga og starfsþjálfun nr. 280/1997 geymir ákvæði um námssamninga. Þar segir að gera skuli námssamning milli iðnfyrritækis eða meistara og iðnnema í samræmi við lög um framhaldsskóla og reglugerðina. Iðnmenntaskólar fylgjast með að samningar um starfsþjálfun í atvinnulífinu séu gerðir fyrir hönd iðnnema á verknámsbrautum. Fulltrúi menntamálaráðherra staðfestir námssamning.

  6. EES-reglur um upplýsinga-skyldu atvinnurekanda • Í tilskipun 91/533/ EBE frá 14. október 1991 er mælt fyrir um skyldu vinnuveitanda að skýra starfsmönnum sínum frá helstu ákvæðum ráðningarsamnings eða ráðningar-fyrirkomulags með skriflegum ráðningarsamningi og/eða ráðningarbréfi. • Þessi skylda nær ekki til ráðningar sem ætlað er að standa skemur en einn mánuð, til hlutastarfs að meðaltali 8 klst. á viku eða minna eða tilfallandi starfa lausráðinna starfsmanna sem ekki vinna reglubundið en eru kallaðir til starfa eftir þörfum. Reglur þessar ná ekki til sjómanna.

  7. EES-reglur um upplýsinga-skyldu atvinnurekanda • Ráðningarbréf eða skriflegan ráðningar-samning skal gera innan tveggja mánaða frá því að starfsmaður hóf störf og hvílir þessi skylda á atvinnurekanda. Láti starfsmaður af störfum áður en tveggja mánaða fresturinn er liðinn skal hann fá slíka staðfestingu við starfslok. Breytingar á ráðningarkjörum umfram það sem leiðir af lögum eða kjarasamningum skal staðfesta með sama hætti eigi síðar en mánuði eftir að þær koma til framkvæmda.

  8. EES-reglur um upplýsinga-skyldu atvinnurekanda • Hvort sem ráðning er staðfest í ráðningarbréfi eða með skriflegum ráðningarsamningi skulu eftirfarandi atriði tilgreind: 1. deili á aðilum, 2. vinnustaður og heimilisfang vinnuveitanda, 3. titill, staða, tegund starfs eða stutt lýsing á starfinu, 4. fyrsti starfsdagur, 5. lengd ráðningar sé hún tímabundin, 6. orlofsréttur, 7. uppsagnarfrestur, 8. mánaðar- eða vikulaun, 9. lengd venjulegs vinnudags eða vinnuviku, 10. lífeyrissjóður, 11. eftir atvikum gildandi kjarasamningur, 12. hlutaðeigandi stéttarfélag.

More Related