60 likes | 260 Views
Spánn. Höfuðborg: Madríd Mannfjöldi:45.061.274 Flatarmál:504.030 km² Gjaldmiðill: Evra. Stjórnsýsluumdæmi. Spánn skiptist í sautján sjálfstjórnarhéruð ( comunidades autónomas ) og tvær sjálfstjórnarborgir ( ciudades autónomas ) - Ceuta og Melilla á norðurströnd Afríku.
E N D
Spánn Höfuðborg: Madríd Mannfjöldi:45.061.274Flatarmál:504.030 km² Gjaldmiðill: Evra
Stjórnsýsluumdæmi • Spánn skiptist í sautján sjálfstjórnarhéruð (comunidades autónomas) og tvær sjálfstjórnarborgir (ciudades autónomas) - Ceuta og Melilla á norðurströnd Afríku. • Að auki skiptist Spánn í fimmtíu sýslur. Sjö sjálfstjórnarhéruð eru aðeins ein sýsla: Astúrías, Baleareyjar, Kantabría, La Rioja, Madríd, Múrsía og Navarra. Að auki skiptast sum héruðin sögulega í nokkrar sveitir (comarcas). Lægsta stjórnsýslustigið eru sveitarfélögin.
Saga • Á Spáni hafa fundist elstu merki um menn frá í Evrópu frá því fyrir meira en milljón árum síðan. Krómagnonmenn komu inn á skagann fyrir 35.000 árum síðan. Þekktustu minjar um menn frá þessum tíma eru meðal annars hellamálverkin í Altamira í Kantabríu sem eru frá því um 15.000 f.Kr.. • Helstu þjóðirnar á Spáni í fornöld voru Íberar, sem settust að við Miðjarðarhafsströndina í austri, og Keltar, sem settust að við Atlantshafsströndina í vestri. Að auki bjuggu þá Baskar í vesturhluta Pýreneafjalla. Aðrir þjóðflokkar byggðu svo suðurströndina þar sem nú er Andalúsía. Föníkar og Grikkir stofnuðu nýlendur á Miðjarðarhafsströndinni og verslun blómstraði með málma úr námum á Spáni.
Landafræði • Spánn er 504.782 km² að stærð, 51. stærsta land heims, álíka stór og Frakkland og fimm sinnum stærri en Ísland. Í vestri á landið landamæri að Portúgal og í suðri að breska yfirráðasvæðinu Gíbraltar og Marokkó við spænsku borgirnar Ceuta og Melilla á norðurströnd Afríku. Í norðausttri liggja landamæri Spánar og Frakklands eftir Pýreneafjöllunum þar sem einnig er smáríkið Andorra. Spáni tilheyra eyjaklasarnir Kanaríeyjar í Atlantshafi undan vesturströnd Norður-Afríku og Baleareyjar í Miðjarðarhafinu austan við Spán. Að auki ná yfirráð Spánar yfir nokkrar óbyggðar eyjar Miðjarðarhafsmegin við Gíbraltarsund. Lítil útlenda, Llívia, er innan Frakklands í Pýreneafjöllunum. • Stærstur hluti meginlands Spánar er háslétta og fjallgarðar á borð við Sierra Nevada. Þaðan renna helstu árnar, Tagus, Ebró, Duero, Guadiana og Guadalquivir. Flóðsléttur er að finna meðfram ströndinni, þá stærstu við Guadalquivir í Andalúsíu. • Veðurfar á Spáni er mjög mismunandi eftir landsvæðum. Gróflega má skipta því í þrennt: Milt meginlandsloftslag ríkir inni á skaganum, Miðjarðarhafsloftslag við austurströndina og úthafsloftslag í Galisíu og við Biskajaflóa í norðvestri
Fótbolti • Spánn er besta fótbolta landslið karla í heimi samkvæmt heimslistanum. Spánn vann seinasta Meistaramót Evrópu. Það eru fullt af góðum leikmönnum frá Spáni sem sem spila í enska boltanum t.d Torres, Reina, Fabregas of fl.
Efnahagslíf • Samkvæmt gögnum Alþjóðabankans er hagkerfi Spánar það níunda stærsta í heimi og það fimmta stærsta í Evrópu. Verg landsframleiðsla var áætluð 1.362 milljarðar bandaríkjadala árið 2007 og VLF á mann miðað við kaupmáttarjöfnuð var áætluð 33.700 bandaríkjadalir sama ár sem er hærra en Ítalía og svipað og Japan og Frakkland. Spænska hagkerfið hefur verið í stöðugum vexti síðustu ár, öfugt við hagkerfi hinna stóru Vestur-Evrópuríkjanna sem hafa nánast staðið í stað. • Hagkerfi Spánar er dæmigert þjónustuhagkerfi þar sem nær 65% vinnuafls vinnur við þjónustu, 30% við iðnað og rúm 5% við landbúnað. • Spáni tókst, undir hægri-ríkisstjórn José María Aznar að uppfylla skilyrði Evrópusambandsins fyrir upptöku evrunnar sem kom í stað pesetans fyrir almenn viðskipti árið 2002. Atvinnuleysi var 7,6% árið 2006 sem telst framför miðað við um 20% atvinnuleysi snemma á 10. áratugnum. Helstu vandamál eru stórt neðanjarðarhagkerfi og há verðbólga. Spænska hagkerfið óx mikið vegna alþjóðlegra hækkana á húsnæðisverði í byrjun 21. aldar og hlutur byggingariðnaðar af vergri landsframleiðslu var 16%. Um leið hefur skuldastaða heimilanna versnað