1 / 6

Spánn

Spánn. Höfuðborg: Madríd Mannfjöldi:45.061.274 Flatarmál:504.030 km² Gjaldmiðill: Evra. Stjórnsýsluumdæmi. Spánn skiptist í sautján sjálfstjórnarhéruð ( comunidades autónomas ) og tvær sjálfstjórnarborgir ( ciudades autónomas ) - Ceuta og Melilla á norðurströnd Afríku.

koren
Download Presentation

Spánn

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Spánn Höfuðborg: Madríd Mannfjöldi:45.061.274Flatarmál:504.030 km² Gjaldmiðill: Evra

  2. Stjórnsýsluumdæmi • Spánn skiptist í sautján sjálfstjórnarhéruð (comunidades autónomas) og tvær sjálfstjórnarborgir (ciudades autónomas) - Ceuta og Melilla á norðurströnd Afríku. • Að auki skiptist Spánn í fimmtíu sýslur. Sjö sjálfstjórnarhéruð eru aðeins ein sýsla: Astúrías, Baleareyjar, Kantabría, La Rioja, Madríd, Múrsía og Navarra. Að auki skiptast sum héruðin sögulega í nokkrar sveitir (comarcas). Lægsta stjórnsýslustigið eru sveitarfélögin.

  3. Saga • Á Spáni hafa fundist elstu merki um menn frá í Evrópu frá því fyrir meira en milljón árum síðan. Krómagnonmenn komu inn á skagann fyrir 35.000 árum síðan. Þekktustu minjar um menn frá þessum tíma eru meðal annars hellamálverkin í Altamira í Kantabríu sem eru frá því um 15.000 f.Kr.. • Helstu þjóðirnar á Spáni í fornöld voru Íberar, sem settust að við Miðjarðarhafsströndina í austri, og Keltar, sem settust að við Atlantshafsströndina í vestri. Að auki bjuggu þá Baskar í vesturhluta Pýreneafjalla. Aðrir þjóðflokkar byggðu svo suðurströndina þar sem nú er Andalúsía. Föníkar og Grikkir stofnuðu nýlendur á Miðjarðarhafsströndinni og verslun blómstraði með málma úr námum á Spáni.

  4. Landafræði • Spánn er 504.782 km² að stærð, 51. stærsta land heims, álíka stór og Frakkland og fimm sinnum stærri en Ísland. Í vestri á landið landamæri að Portúgal og í suðri að breska yfirráðasvæðinu Gíbraltar og Marokkó við spænsku borgirnar Ceuta og Melilla á norðurströnd Afríku. Í norðausttri liggja landamæri Spánar og Frakklands eftir Pýreneafjöllunum þar sem einnig er smáríkið Andorra. Spáni tilheyra eyjaklasarnir Kanaríeyjar í Atlantshafi undan vesturströnd Norður-Afríku og Baleareyjar í Miðjarðarhafinu austan við Spán. Að auki ná yfirráð Spánar yfir nokkrar óbyggðar eyjar Miðjarðarhafsmegin við Gíbraltarsund. Lítil útlenda, Llívia, er innan Frakklands í Pýreneafjöllunum. • Stærstur hluti meginlands Spánar er háslétta og fjallgarðar á borð við Sierra Nevada. Þaðan renna helstu árnar, Tagus, Ebró, Duero, Guadiana og Guadalquivir. Flóðsléttur er að finna meðfram ströndinni, þá stærstu við Guadalquivir í Andalúsíu. • Veðurfar á Spáni er mjög mismunandi eftir landsvæðum. Gróflega má skipta því í þrennt: Milt meginlandsloftslag ríkir inni á skaganum, Miðjarðarhafsloftslag við austurströndina og úthafsloftslag í Galisíu og við Biskajaflóa í norðvestri

  5. Fótbolti • Spánn er besta fótbolta landslið karla í heimi samkvæmt heimslistanum. Spánn vann seinasta Meistaramót Evrópu. Það eru fullt af góðum leikmönnum frá Spáni sem sem spila í enska boltanum t.d Torres, Reina, Fabregas of fl.

  6. Efnahagslíf • Samkvæmt gögnum Alþjóðabankans er hagkerfi Spánar það níunda stærsta í heimi og það fimmta stærsta í Evrópu. Verg landsframleiðsla var áætluð 1.362 milljarðar bandaríkjadala árið 2007 og VLF á mann miðað við kaupmáttarjöfnuð var áætluð 33.700 bandaríkjadalir sama ár sem er hærra en Ítalía og svipað og Japan og Frakkland. Spænska hagkerfið hefur verið í stöðugum vexti síðustu ár, öfugt við hagkerfi hinna stóru Vestur-Evrópuríkjanna sem hafa nánast staðið í stað. • Hagkerfi Spánar er dæmigert þjónustuhagkerfi þar sem nær 65% vinnuafls vinnur við þjónustu, 30% við iðnað og rúm 5% við landbúnað. • Spáni tókst, undir hægri-ríkisstjórn José María Aznar að uppfylla skilyrði Evrópusambandsins fyrir upptöku evrunnar sem kom í stað pesetans fyrir almenn viðskipti árið 2002. Atvinnuleysi var 7,6% árið 2006 sem telst framför miðað við um 20% atvinnuleysi snemma á 10. áratugnum. Helstu vandamál eru stórt neðanjarðarhagkerfi og há verðbólga. Spænska hagkerfið óx mikið vegna alþjóðlegra hækkana á húsnæðisverði í byrjun 21. aldar og hlutur byggingariðnaðar af vergri landsframleiðslu var 16%. Um leið hefur skuldastaða heimilanna versnað

More Related