1 / 23

Heimildir

Heimildir. Heimildir Heimildir : uppruni vitneskju, staður þar sem vitneskja er fengin frá. Frumheimild: ummerki eða vitnisburður sem stendur næst því sem gerðist. Heimildum skipt í tvo flokka: A) ritaðar(skráðar) heimildir B) minjar. Heimildir.

kera
Download Presentation

Heimildir

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Heimildir • HeimildirHeimildir: uppruni vitneskju, staður þar sem vitneskja er fengin frá. • Frumheimild: ummerki eða vitnisburður sem stendur næst því sem gerðist. • Heimildum skipt í tvo flokka: A) ritaðar(skráðar) heimildir B) minjar

  2. Heimildir • Ritaðar heimildir eru skrifaðir og prentaðir textar s.s. bréf, bækur, blöð(tímarit), reikningar, samningar ofl. • Minjar eru fornleifar, gamlir hlutir sem finnast í jörðu s.s steinaxir, mannvistarleifar og fleira. • Í dag er hægt að bæta við lósmyndum og kvikmyndum sem heimildum

  3. Uppruni ferminga • Í mörgum trúarbrögðum helga menn sig með vatni. Í kristni kemur þetta fram í skírninni. • Fermingin var tekin upp til þess að menn gætu staðfest það að þeir hefðu verið skírðir. • Flestir helgisiðir kristinnar kirkju eru sóttir í Nýja testament Biblíunnar.

  4. Uppruni ferminga • Fermingin er sakramenti, en það merkir helgar athafnir eða náðargjafir. • Fyrstu heimildir um fermingar á Íslandi eru frá 13. öld. • Framan af máttu biskupar einir ferma, en síðan fengu prestar það hlutverk. • Þar sem biskupanir einir máttu ferma liðu nokkur ár milli ferminga á sumum stöðum.

  5. Fræðslan tengd fermingunni • Á 16. öld klofnaði kristin kirkja öðru sinni. Siðaskiptin gerðu það að verkum að kóngar í ýmsum löndum urðu yfirmenn kirkjunnar í löndum sínum en ekki páfinn í Róm. • Vísitera: þegar biskupar og prófastar fóru um sóknir sínar til að fylgjast með kristnihaldi. • Kverið: lítil bók með útskýringum á helstu atriðum kristinnar trúar.

  6. Fræðslan tengd fermingunni • Í Lútherstrú sem tekin var upp á Íslandi var lagt áhersla á það að guðsorð skildi lesið upphátt á hverju heimili og sálmar sungnir. Því varð einhver á hverju heimili að geta lesið. • Pietismi(heittrúarstefna): ríkisvaldið og kirkjan áttu að stórefla þekkingu almennings á trúnni og til þess var álitið nauðsynlegt að allir kynnu að lesa. Stofnaðir voru skólar í þessu skyni

  7. Fræðslan tengd fermingunni • Fræðin minni(Der kleine Katechismus): öðru nafni kverið, var skirfað af Marteini Lúther og átti að fræða ungmenni um trúnna. Var notað á Íslandi í nokkrar aldir.

  8. Sendimenn konungs • Til að kanna lestrarkunnáttu Íslendinga sendi Danakonungur á fyrri hluta 18. aldar þá Lúðvík Harboe og Jón Þorkelsson til að gera úttekt. • Þeir mættu mikilli tortryggni og fjandskap framan af.

  9. Sendimenn konungs • Þeir vildu láta banna eftirfarandi hluti: * blótsyrði og ljótan munnsöfnuð * sumardaginn fyrsta * vindrykkju og innflutning á áfengi • Tveir skólar voru á Íslandi á þessum tíma. Þetta voru latínuskólarnir á Hólum og í Skálholti. Engir barnaskólar voru til. Jón kom þó upp skóla á Hausastöðum á Álftanesi og starfaði hann frá 1792-1812.

  10. Sendimenn konungs • Stundum höfðu menn ætlað að koma upp skólum en þótti kostnaðurinn of mikill. • Í Danmörku var stofnað mikið af skólum á 18. öld. Í Svíþjóð líkt og á Íslandi réð heimafræðslan ríkjum enda bæði löndin strjálbýl. • Annað fermingarrit var Ponti. En þar voru spurningar sem nemendur áttu að læra svör við

  11. Fermingin leidd í lög • Þegar Jón og Harboe árið 1741 var búið að gera ferminguna að skyldu. Helstu atriði laganna voru: * Foreldrar voru ábyrgir fyrir því að börn þeirra kynnu undirstöðu atriði kristinnar trúar * Prestar áttu að hafa eftirlit með öllu og stjórna námi barna * á hverju heimili átti að vera til guðsbók * öll börn áttu að fermast en þá yrðu þau að kunna undirstöðuatriði kristni og lesa • Fermingin var einskonar lokapróf í lestri.

  12. Hver réð kirkjunni á Íslandi • Fyrirmæli: lög og reglugerði frá konungi. • Konungur gat þó ekki skipað eins og hann langaði til. Hann hafði ráðgjafa og embættismenn og segja má að þessir menn hafi ráðið mest um kirkjunnar mál á Íslandi. • Ef íslenskir embættismenn voru óánægðir með tilskipanir og fyrirmæli konungs fóru þeir lítið sem ekkert eftir þeim og konungurinn gat ekkert gert.

  13. Jón Steingrímsson • Prestur sem þjónaði Kirkjubæjarklaustri á meðan Skaftáreldar geysuðu 1783. • Sagt að hann hafi með bænum stöðvað hraunrennslið. • Hlaut því viðurnefnið ,,eldklerkurinn”.

  14. Annars staðar á Norðurlöndunum • Átak í fræðslumálum á Íslandi gerðist yfirleitt á sama tíma og annars staðar á Norðurlöndunum. • Í Danmörk voru flestir skólar, þó svo að kaupstaðir um leið og þeir byggðust hafi komið sér upp skóla. • Kennarar voru yfirleitt illa launaðir og fengu oft borgað í vörum, mat og aðrar nauðsynjar.

  15. Annars staðar á Norðurlöndunum • Farkennsla: kennari var ráðinn til að fara um sveitirnar og kenna á ákveðnum bæjum þar sem börnunum var safnað saman. • Reynt var að fá fátæka menn sem höfðu lært eitthvað smá til að gerast kennarar með að sleppa þeim undan herskyldu.

  16. Fullt hús af börnum • Algengt var að börn væru send í fóstur. • Helstu ástæður voru: * þau áttu kost á að læra betur * barnmörg heimili * dauði foreldra * fátækt og örbirgð

  17. Þurfa stúlkur að kunna að skrifa • Fermingin og fræðslan fyrir hana voru fyrir bæði kynin, þó voru strákarnir alltaf fermdir á undan. • Eftir 1880 bættust nýjar greinar í fermingarundirbúningin. Nú áttu börn auk þess að kunna að lesa og kristinfræði að kunna að skrifa og reikna.

  18. Þurfa stúlkur að kunna að skrifa • Þrátt fyrir þetta áttu stúlkur litla möguleika á frekari námi. Þær áttu að læra að halda heimili og kunna hannyrðir. Þrátt fyrir þetta voru sumar sem lærðu meira þó þær hafi komist í framhaldsskóla. • Kvöldvökur hafa alltaf verið helsta skemmtunar- og fræðslustund á íslenskum heimilum hér áður fyrr.

  19. Leysa skólarnir vandann? • Fyrsti barnaskóli Íslands var stofnaður í Vestmannaeyjum á 18. öld, en hann lagðist síðan niður um tíma. • Elsti starfandi barnaskólinn er á Eyrarbakka en hann var stofnaður 1852. • Brátt fylgdu fleiri barnaskólar út um allt land, þá sérstaklega í kaupstöðum. Því þar þótti heimafræðslan ekki nógu góð.

  20. Leysa skólarnir vandann • Síðar fylgdu skólar sem kenndu verkleg fræði – bændaskólar, sjómannaskólar, kvennaskólar og gagnfræðiskólar. • Skólar voru misjafnir og stóðu mislangt yfir. • Frá Ameríku komu svo sunnudagaskólarnir sem tóku að sér að kenna kristin fræði.

  21. Leysa skólarnir vandann • Um aldamótin 1900 var ekki lengur skylda að láta ferma sig, trúfrelsi hafði komið með stjórnarskránni 1874. • Fræðsluskyldu var svo komið á árið 1907 og síðar kom skólaskylda.

  22. Vígsla eða þolraun • Að ganga inn í manndóm tekur á sig misjafnar myndir eftir menningarsamfélögum. • Gyðingar eru 13 ára drengir gerðir að fullgildum meðlimum í trúarsamfélaginu með athöfn sem kallast ,,bar mitsva”. Síðar hafa þeir bætt inn athöfn fyrir stúlkur.

  23. Vígsla eða þolraun • Masæjar í Austur-Afríku hafa aðra siði en við. • Þegar drengir og stúlkur eru 14 ára er haldin athöfn þar sem unglingarnir eru látnir ganga í gegnum það að vera umskorin. Þessi athöfn táknar það að þau hafi yfirgefið æskuna.

More Related